Morgunblaðið - 20.09.1979, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1979
Dauðaslys
við írafoss
SEXTÍU og átta ára gamall
maður, ólafur Einarsson, fannst
látinn í rúmi sínu að írafossi að
kvðidi 10. scptembcr sl. og Jeiddi
réttarkrufninK i ijós. að hann var
hofuðkúpubrotinn.
Ólafur hafði fyrr um daginn
verið að vinna við Irafoss og að
sögn lögreglunnar á Selfossi er
talið, að hann hafi fallið úr stiga
og höfuðkúpubrotnað, en náð að
komast inn til sín. Engin vitni
voru og engir áverkar fundust á
líkinu. Stiginn stóð óhreyfður við
vegginn og engin ummerki fund-
ust þar í kring.
Ólafur lætur eftir sig tvær
dætur.
Þingflokkur sjálfstæðismanna:
Þingstörfin rædd
og undirbúin
ÞINGFLOKKUR sjálfstæðis-
manna kom saman tii fundar í
gær. Fundinn sátu. auk þing-
manna Sjálfstæðisflokksins,
fulitrúar ýmissa málefna-
ncfnda, scm starfað hafa á
vcgum þingflokksins að upplýs-
ingasöfnun, stefnumörkun og
undirbúningi þingmála. Mbl.
sncri sér til Gunnars Thorodd-
sens, formanns þingflokksins,
og spurði. hvaða mál hcfðu
vcrið á dagskrá fundarins.
Ilann sagði efnislega:
Þingflokkurinn kom saman til
fundar kl. 10 árdegis í gær og
stóð fundurinn fram til kl. 5
síðdegis með hádegisverðarhléi.
Á fundinum voru margir mál-
efnaflokkar ræddir, svo og und-
irbúningur ýmissa þingmála.
Nefna má umræður um banka-
löggjöf, um breytingar á verð-
lagslögum, viðhorfin í vaxtamál-
um, ákvörðun búvöruverðs,
skýrslu olíuviðskiptanefndar og
fleiri mál.
Nýfundnalandsmenn
kynna sér nýsmíði
Slippstöðvarinnar
„ÉG VIL ekkcrt um það segja nú,
hvort einhver viðskipti koma út
úr þessum athugunum þeirra
Nýfundnalandsmanna. Við höf-
um áður fengið útlendinga i
heimsókn án þess að nokkuð
kæmi út úr þvi, þannig að á þessu
stigi vil ég ekkert láta uppi
neinar vonir,“ sagði Gunnar
Ragnars framkvæmdastjóri
Slippstöðvarinnar á Akureyri, er
Mbl. spurði hann i gær um
viðræður fulltrúa útgerðarfélags
á Nýfundnalandi og fulitrúa
Slippstöðvarinnar.
Gunnar sagði, að þetta útgerð-
arfyrirtæki væri mjög stórt í
0'
INNLENT
sniðum. Það á 40 togara. Aðalfor-
stjórar fyrirtækisins komu hingað
til lands fyrir nokkru og síðar
útgerðarstjóri þess og skipstjóri.
Fóru þeir síðarnefndu meðal ann-
ars út með Ólafsfjarðartogaran-
um Sigurbjörgu, en áhugi Kan-
adamanna beinist að togurum af
svipaðri stærð og Sigurbjörg ÓF 1.
Gunnar sagði, að Slippstöðin
hefði nú engan samning um
nýsmíði, en fyrirtækið er nú að
smíða nótaskip fyrir Hilmi hf. á
Fáskrúðsfirði og lýkur smíðinni
upp úr áramótum. „Við erum
búnir að hanna nokkrar tegundir
af minni togurum og millitogurum
og höfum verið á ferðinni að
kynna mönnum þetta," sagði
Gunnar. „En óvíst er, hvað út úr
því kemur.“
Gunnar sagði aftur á móti mikið
að gera í viðhalds- og viðgerðar-
verkefnum í bili og í byrjun
október verður byrjað á að setja
skrúfuhringi og skipta um skrúfu-
blöð í öllum japönsku skuttogur-
unum, en þeir eru 7 talsins.
Nemendur úr Menntaskólanum í Hamrahlið voru í sjúlfboðavinnu að búa hús Rauða krossins við
Kaplaskjólsveg undir komu flóttafólksins í gær. bessir tveir knáu sveinar voru að skrapa upp gólfið í
kjallaranum en uppi voru stelpur að mála.
Flóttafólkið kemur í dag
eftir 34 tíma ferðalag
VÍETNAMSKA flóttafólkið
kemur til íslands síðdegis í dag
með flugvél Flugleiða frá Kaup-
mannahöfn. Þá hafa þeir verið
á ferðinni í 34 klst. frá því að
þeir lögðu af stpð frá Kuala
Lumpur í gær. í skeyti til
Rauða krossins, sem sent var
þegar hópurinn lagði af stað,
segir að allt sé í fullkomnu lagi
og allir flóttamennirnir 34 með,
auk fararstjóranna Björns
Friðfinnssonar og Björns Þór-
leifssonar.
Að sögn sr. Sigurðar H. Guð-
mundssonar fara þeir beint af
flugvellinum í Hvítabandið. Og
eftir að fréttamenn hafa fengið
að tala við þá stutta stund, fá
þeir læknisþjónustu og hvíld.
Sigurður sagði, að verið væri
að útbúa húsið á Kaplaskjólsvegi
12, sem flóttafólkið á að búa í og
er öll vinna við það unnin í
sjálfboðavinnu.
í gær voru
nemendur úr Menntaskólanum í
Hamrahlíð að mála þar og setja
í stand. En þangað flyst flótta-
fólkið eftir sex daga.
Síldveiðiflotinn
stöðvaður á Höfn
— bíður „viðunandi síldarverðs”
99
„Menn eru alveg harðákveðnir I
þvi að stöðva síldveiðarnar i
reknet þar til viðunandi síldar-
verð liggur fyrir. Okkur er tjáð
að 15% hækkun sé það, sem er að
verða ofan á í verðlagsráði og við
skiljum ekki slíka ákvörðun,
þegar haft er í huga að almennt
fiskverð hefur hækkað um 38% á
sama ári,“ sagði Jón Sveinsson
formaður útvegsmannafélagsins
á Höfn í Hornafirði í samtali ví
Mbl. i gærkvöldi, en á sameigin-
legum fundi síldarsjómanna og
útvegsmanna á Höfn í gær var
samþykkt að stöðva sildveiðarn-
ar þar til viðunandi fiskverðs-
ákvörðun liggur fyrir.
„Við skiljum ekki hvers vegna
verðákvörðunin dregst svona,“
sagði Jón. „Veiðar voru leyfðar 20.
ágúst, en ekkert bólar á verði,
nema hvað við höfum frétt að
fulltrúar kaupenda og oddamaður
séu á 15% hækkun sem er 27%
lægra verð til sjómanna en al-
mennt kaupgjald í landinu hefur
hækkað um síðan í fyrra."
Spurningu Mbl. um það, hvað
menn teldu viðunandi verð, svar-
Matthías Á. Mathiesen alþingismaöur:
í>að verður að ná fram verulegri
lagfæringu á olíukaupasamningnum
— nauðsynlegt að birta skýrslu olíuviðskiptanefndar sem fyrst
„ÉG TEL ÞAÐ til fyrirmyndar hversu rösklega olíuviðskiptanefnd-
in undir forystu Jóhannesar Nordals hefur unnið og frá henni er
komin skýrsla áður en nýir samningar verða gerðir um olíukaup,“
sagði Matthías A Mathiesen alþingismaður í samtali við Mbl. í gær.
„Ég efast ekkert um að niður-
stöður nefndarinnar staðfesta
málflutning okkar sjálfstæð-
ismanna, enda þótt ég hafi ekki
haft tækifæri tii að kynna mér
skýrsluna, en nauðsynlegt er að
birta hana sem fyrst svo ekkert
fari þar á milli mála og ráðherr-
ar einir geti ekki lagt út af
henni.
Af viðbrögðum ráðherra, það
er sjávarútvegsráðherra, má
álykta að í skýrslunni sé tví-
mælalaust staðfest að viðskipta-
kostir okkar við Sovétmenn í dag
séu með eindæmum og lífsnauð-
syn að fá hagstæðari samninga
um olíukaup.
Okkur sjálfstæðismonnum
hefur verið ljós nauðsyn þess að
íslendingar séu ekki háðir olíu-
viðskiptum við eina þjóð. Þess
vegna höfum við verið talsmenn
olíusamninga við fleiri þjóðir en
Sovétmenn og þá sérstaklega
Norðmenn. Slíka samninga er ef
til vill ekki hægt að fá á þessu
ári, eða því næsta. Því verður að
ná fram verulegri lagfæringu á
núverandi viðskiptasamningum
og hefði viðskiptaráðherra orðið
við áskorun Geirs Hallgrímsson-
ar, formanns Sjálfstæðisflokks-
ins, á Alþingi snemma á þessu
ári, þegar sýnt var að hverju
stefndi í olíumálum, og hafið þá
þegar viðræður við ráðamenn í
Sovétríkjunum, væri von til þess
að við stæðum betur í þessum
málum nú.
En ekki dugar að sakast um
orðinn hlut, heldur læra af
reynslunni. Vonandi kemur olíu-
samninganefndin, sem nú er á
förum til Sovétríkjanna, heim
aftur með samninga, sem við
Islendingar getum við unað.“
aði Jón á þá leið, að hann héldi að
menn sættu sig við að almenn
fisverðshækkun gengi yfir síldina,
en það-væri þá um 38% hækkun.
Jón sagði, að allur síldarflotinn,
nema 4 skip, lægi nú bundinn við
bryggju. Þessi fjögur skip voru
væntanleg inn í nótt og sagðist
Jón ekki annað vitað en áhafnir
þeirra væru sama sinnis og aðrir.
Jón sagði að síldveiðin til þessa
hefði gengið betur en í fyrra, en
hins vegar væri meira af millisíld
nú. Þannig hefði 31% aflans nú
farið í 1. flokk, en 49,4% í fyrra.
Þrjú skip
með afla
LÍTIL loðnuveiði var síðasta sól-
arhring og síðdegis í gær höfðu
aðeins þrjú skip tilkynnt um afla
til loðnunefndar: Þau voru Nátt-
fari 520, Albert 600, Fífill 600. Tvö
fyrrnefndu skipin fóru til Siglu-
fjarðar með aflann.
Tölvuúr
í óskilum
Nýlega fannst karlmannstölvuúr í
nágrenni Egilsstaða. Eigandi
hringi í síma 9U12950 eða
96-23914 á Akureyri. Úrið fannst á
þjóðveginum skammt frá Lagar-
fljótsbrú.