Morgunblaðið - 20.09.1979, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1979
5
Lögreglan fjarlægir hestfhausinn, sem Samtök herstöðvaandstæð-
inga höfðu sett á niðstöngina í Laugarnesi sl. þriðjudag.
Herstöðvaandstæðingar:
Reyndu að útvega
annan hesthaus
Á útifundi herstöðvaandstæð-
inga í gær var hestshaus úr
plasti komið fyrir á niðstöng-
inni.
LÖGREGLAN í Reykjavík fjar-
lægði í fyrradag niðstöng þá er
Samtök herðstöðvaandstæðinga
reistu þá um morguninn i
Laugarnesi. Voru stöngin og
hesthausinn fjarlægð eftir að
Sigurður Ólafsson söngvari og
hestamaður i Laugarnesi hafði
borið fram kæru við lögregluna
og krafist þess að stöngin og
hesthausinn yrðu fjarlægð.
Taldi Sigurður stöngina vera
reista í óleyfi á svæði, sem hann
hefði yfirráð yfir, og auk þess
væru hross frá honum á beit
þarna i nágrenninu og þau
hefðu fælst vegna stangarinn-
ar.
Fulltrúi Samtaka herstöðva-
andstæðinga óskaði í fyrrakvöld
eftir því að fá hesthausinn og
stöngina afhenta hjá lögregl-
unni. Neitaði lögreglan að af-
henda hesthausinn á þeirri for-
sendu að hann hefði verið settur
í sorptunnu, þar sem geymdar
væru líkamsleifar fleiri dauðra
dýra. Því væri af heilbrigðis-
ástæðum ekki hægt að afhenda
þeim hesthausinn. Hins vegar
fengu samtökin sjálfa stöngina
afhenta.
Ásmundur Ásmundsson, for-
maður Samtaka herstöðvaand-
stæðinga, neitaði í gær að gefa
upp hvar samtökin hefðu fengið
hesthausinn, sem settur var á
stöngina. Liðsmenn Samtaka
herstöðvaandstæðinga fóru í
fyrrakvöld á stúfana til að afla
sér nýs hestshauss til að nota á
níðstöng, sem þeir hugðust reisa
á útifundi í Sundahöfn í gær.
Kom fólk úr þeirra röðum m.a. í
sláturhús Sláturfélags Suður-
lands á Selfossi en var tjáð að
engan hesthaus væri að hafa
þar. Á útifundinum í gær reistu
samtökin á ný níðstöngina en þá
var á henni hesthaus gerður úr
plasti.
Vinningar í Happdrætti FEF
BIRT hafa verið vinningsnúmer í
listaverkahappdrætti Félags ein-
Ráðstefna um
heilsuvernd
fjölskyldunnar
FÉLAG háskólamenntaðra hjúkr-
unarfræðinga heldur næstkom-
andi laugardag ráðstefnu um
„heilsuvernd fjölskyldunnar" í til-
efni barnaárs. Fjallað verður um
heilsufar og heilsuvernd fjölskyld-
unnar í nútímaþjóðfélagi. Al-
mennar umræður fara einnig
fram um efni ráðstefnunnar sem
verður haldin á Hótel Esju kl.
10-16.
stæðra foreldra og eru þau eftir-
farandi:
1694 — málverk eftir Gunnar Örn,
9398 — málverk eftir Jóhann G.
Jóhannsson, 2817 — málverk eftir
Hring Jóhannesson, 9123 — mál-
verk eftir Þórð Halldórsson frá
Dagverðará, 7047 — málverk eftir
Bryndísi Þórarinsdóttur, 5220 —
málverk eftir Gunnar Geir, 2494
— málverk eftir Jón Kristinsson,
10840 — steinleirsskál eftir
Jónínu Guðnadóttur, 10837 —
verk eftir Rúnu, 10836 — verk
eftir Gest Þorgrímsson, 5872 —
grafik eftir Þórð Hall, 11756 —
grafik eftir Helga Gíslason, 5812
— grafik eftir Ingiberg Magnúss-
on, 4789 — grafik eftir Lilju
Antonsdóttur.
Nú geta allir
prúttað
markaður
ársinsi
III wlllwi
í kjallara lönaóarmannahússins
vió Hallveigarstíg.
Gerið einstæð
kaup
Herraskyrtur verö kr. 1.500.-
Allar buxur verö kr. 4.500.-
Allir jakkar verö kr. 6.900.-
Blússur verö kr. 2.000.-
Kápur og kjólar kr. 10.000.-
Herraföt verö kr. 19.900.-
Unglingajakkar 3.900.-
Ath.
Nú er hver
síðastur
aö gera
ótrúleg
kaup.
Prútt-
markaðurinn
er til
hádegis
laugardag.
HERRAFATNAÐUR — DÖMUFATNAÐUR —
UNGLINGAFATNAÐUR — BARNAFATNAÐUR —
HLJÓMPLÖTUR — EFNI/ EFNABÚTAR
Karnabær
Björn Pétursson H.F.
Steinar H.F.
Belgjagerðin