Morgunblaðið - 20.09.1979, Síða 13

Morgunblaðið - 20.09.1979, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1979 13 Njörður P. Njarðvík reyndar furða að ekki skuli skrif- að meira um þau átök sem verða í lífi unglinga á viðkvæmu skeiði þegar kröfurnar til þeirra verða óhóflegar. Þýddar barnabækur nefnist grein eftir Auði Guðjónsdóttur og Kristínu Jónsdóttur byggð á rit- gerð til B.A. prófs í íslensku eftir þær og Þuríði Jóhannsdóttur. Margar ályktanir þessarar grein- ar má fallast á, en þó tel ég til dæmis ástæðulaust að vera að amast við Edgar Rice Burroughs, höfundi Tarzanbókanna. Nýlendu- stefnan er ekki áberandi í þessum bókum þótt Burroughs hafi vitan- lega verið barn síns tíma. Erindi eftir Sven Wernström sýnir að hann lítur á barna- og unglingabækur sem heppilega leið til að knésetja kapítalismann. Það ErBarbapapa á móti sósíalisma? Guðjón Sveinsson. Bent er á að Helgi skoðar heiminn eftir Njörð P. Njarðvík hafi sérstöðu meðal bóka sem ekki eru eingöngu ætlað- ar til skemmtunar heldur vilja „sýna og skýra eitthvert ofurlítið brot af heiminum fyrir lesanda". Þetta er orðað svo: „Þar er ekki boðuð þægð við mannlegt kerfi heldur náttúruna sjálfa". Rétt er það að Guðrún Helga- dóttir „vekur lesanda til umhugs- unar um ýmis mál“, en Páll Vilhjálmsson er tekinn nokkuð hátíðlega þegar hann er talinn minna stundum á hetjur reyfar- anna vegna andlegrar ofur- mennsku sinnar. Við skulum minnast þess að það er ekki síst skopskynið i bókum Guðrúnar sem gerir þær læsilegar og eftirminni- legar. Hugmyndaflug barnanna má heldur ekki taka frá þeim með því að einblína á vandamál og lausn þeirra. Eigi barnabók- menntir að verða hluti samfélags- kennslu og pólitísks uppeldis munu flest börn fljótlega fá Súpermann til að leysa málin. Auðvitað gerir Silja Aðalsteins- dóttir sér grein fyrir þessu. Hún bendir á að dæmisaga um banda- ríska hersetu á íslandi eftir Guð- jón Sveinsson höfði meira til fullorðinna lesenda „sem hafa gaman af að ráða í tákn sögunnar en til barna sem verða að fá hjálp við allt slíkt". Olga Guðrún Árnadóttir fær hér hrós fyrir Búrið um „stúlkuna Ilmi sem sprengir af sér fjötra heimilis og skóla þegar hún finnur að þeir eru að verða henni hel- fjötrar". Með Búrinu fann Olga Guðrún þarft söguefni og er er ekki langt stökk frá sjónarmið- um Wernströms til þess sem Njörður P. Njarðvík hefur að segja um fjölþjóðlegt samprent. Gerður G. Oskarsdóttir skrifar um Tengsl skóla og atvinnulífs. Hún lýsir kynningu atvinnulífs í Gagnfræðaskólanum í Neskaup- stað. Hún leggur áherslu á að foreldrar eigi að vera í nánari tengslum við skólana en verið hefur og hafa tækifæri til að hafa áhrif á stefnu þeirra og störf. í grein Gunnars Karlssonar Um pólitískt uppeldi er fullyrt að börn séu pólitískt vannærð. Hann hvet- ur til sameiningar foreldra sem vilja að börn þeirra fræðist í skólunum um pólitík „hvort sem þeir hafa trú á borgaralegu eða sósíalísku þjóðfélagi". Óneitanlega fyndin hugmynd. Eins og ljóst ætti að vera er þetta hefti Tímaritsins efnismikið og ætti að stuðla að umræðu. Skáldskaparefni er m.a. ljóð í samantekt Vilborgar Dagbjarts- dóttur. Nokkrir rithöfundar leggja til efni handa börnum. Guðbergur Bergsson á þátt sem nefnist Ég á bíl, Olga Guðrún Árnadóttir ljóð- ræna mynd sem hún kallar Börn dags og nætur og Vilborg Dag- bjartsdóttir bernskuminningu frá Seyðisfirði: Slagbolti. Þetta er úrvalsefni sem eykur gildi Tíma- ritsins þótt óneitanlega hefði ver- ið gaman að fá fjölbreyttari mynd af því sem nú er skrifað handa börnum. Þýddar sögur eru Nornin í Múfftargötu erftir Pierre Gripari, þýðandi Þorgeir Þor- geirsson og Tu tu tu eftir Astrid Lindgren sem Þorleifur Hauksson þýðir. Henrik Nordbrandt kemst í raun að sömu niðurstöðu og Bert- olt Brecht síðar í ljóði sínu með orðunum: Einnig hatrið á svívirdunni afskræmir andlitið. Varla yrkir Henrik Nordbrandt þetta ljóð að ástæðulausu. Við þekkjum mörg dæmi þess sem hann talar um. Ég hef ekki fyrr rekist á ljóð eftir hann sem kalla mætti pólitískt. Hann yrkir yfir- leitt á klassíska vísu með skírskot- unum til liðinna menningarskeiða og er manna best að sér í grískum og tyrkneskum bókmenntum, enda búið lengi á þeim slóðum þar sem þessar tungur eru talaðar. í Spögelseslege er Henrik Nord- brandt trúr þeim yrkisefnum sem einkennt hafa skáldskap hans frá upphafi. Enginn verður fyrir von- brigðum sem les Ode til en gammel vin eða Om Islam og Den danske Kunst. En Nordbrandt yrkir að þessu sinni einnig um heimkynni bernsku og æsku: Fre- deriksberg, Lilleröd og Korsör. Heimkomið frá vöggu menningar- innar snýr skáldið sér að hvers- dagslegum hlutum eins og dönsku bæjarlífi. En í ljóðheimi þess eru frægari höf en Eystrasalt ávallt innan seilingar, strendur sírena sem heilla til sín sæfara. Ljóð Henriks Nordbrandts sam- eina með sérkennilegum hætti goðsögn og veruleik. Skáldum hættir til að byggja lífvana minn- isvarða um fortíðina. En heimur fornmenningarinnar verður hjá Nordbrandt eðlilegur rammi til- finninga hans. Hann dregur upp myndir úr lífi fólks í grísku eyjunum og lýsir því hvernig nú er umhorfs þar sem Ódysseifur var áður á ferð. Stéttabarátta og dægurmál koma lítið við sögu hjá Henrik Nordbrandt. Slíkt eftir- lætur hann öðrum skáldum. Aftur á móti mætti benda á ferðaminn- ingar hans frá Grikklandi og Tyrklandi ef menn vilja fræðast af öðru en ljóðum. Þær hafa komið út í bókinni Breve íra en ottoman (Gyldendal 1978) og eru mjög skemmtilegur lestur, fullar af ýmsum athugunum sem koma á óvart. Að hætti skálds leggur hann áherslu á mannlegar hliðar ferðalaga, en setur sig ekki í stellingar sérfræðings. Þess vegna er Breve fra en ottoman þægilegur félagsskapur. Þeir sem vilja kynnast því besta í dönskum nútímaskáldskap ættu að ná sér sem fyrst í bækur Henriks Nordbrandts. Feröatöskur í miklu úrvali mmm Hallarmúla 2, Hafnarstræti 18, Laugaveg 84. DnnssHfiu sivniDssonRR OL œttu að fá að lœra að dansa Sjálfsagður og eðlilegur þáttur í uppeldi hvers barns ætti að vera að læra að dansa. Kennslustaðir Reykjavík: Kópavogur: Brautarholt 4, Hamraborg 1, Drafnarfell 4, Kársnesskóli. Félagsheimili Fylkis Seltjarnarnes: (Árbæ). Félagsheimiliö. Hafnarfjörður: Gúttó. Símar 20345> 24°59 74444,39551. Innritun og upplýsingar kl. 10-12 og 13—19 f 38126,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.