Morgunblaðið - 20.09.1979, Síða 14

Morgunblaðið - 20.09.1979, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1979 aö fyrra varp hafi mistekizt og til marks um þaö sagðist Kristbjörg Steingrímsdóttir á Hrauni hafa séö lóuunga ófleygan fyrir skömmu og Hilmar Hermóösson í Árnesi ófleygan spóaunga fyrir hálfum mánuöi. Hann sagöi, aö í byggö væri meira af rjúpu en vanalega, af því aö hún heföi ekki verpt á heiöum uppi í þessari köldu tíö. Allir sem ég talaöi viö, töldu aö kominn væri tími til þess að friöa rjúpuna. — Rjúpa sést varla, sagöi Kjartan á Hrauni. í sumar hef ég séö eina rjúpu meö sex unga. í gamla daga var oft morandi af rjúpu og virtist vera árvisst, en ekki í sveiflum eins og þeir viröast telja núna. Þær gengu heim á hlaöiö og túnin og rööuöu sér á hraungarðana. Nú sjást þær ekki. Þaö voraöi þann- ig, aö þaö sást varla ungi hjá öndunum né öörum fuglum. Eg held aö þaö væri rétt aö alfriða rjúpuna í nokkur ár fyrir mönn- um, — þaö er ekki hægt aö friða hana fyrir mink eöa svartbak, — og sjá, hvaö gerist. Veturinn leggst illa í mann Ég er ekki nákunnugur ástand- inu á Norö-Austurlandinu nú á þessum haustdögum. Mér er sagt, aö bændur í Ólafsfiröi hafi náö litlu sem engu inn. Á hinn bóginn sér heyskapur betri en í meöallagi í Framfirðinum, á Grundartorfunni, en mjög mikiö verri frammi í dölunum og ástandiö engan veginn gott þar á sumum bæjum. Eitthvaö hefur heyskapur gengiö skár niöur viö ströndina en uppi í Fnjóskadaln- um, en á hinn bóginn hefur kartöfluuppskeran brugðist meö öllu, svo aö talaö er um aö tjóniö sé um 100 millj. kr. í Grýtubakka- hreppi einum. í Norður-Þingeyjarsýslu, Bakkafiröi og Vopnafiröi líka hygg ég, er ástandiö verst. Sumir bændur hafa ekki náð inn strái, svo sem í Öxarfiröi, Möðrudal og Víðirholti. Og á Fjallalækjarseli í Þistilfiröi hefur snjór legiö yfir í 10 daga eða svo. Nú, — og á Hólsfjöllum liggur snjór yfir öllu og mikiö hey flatt, þótt eitthvaö hafi náöst inn. Ekki þarf getum aö því aö leiða, að sumir bændur veröa að skera mikið niður og aörir, sem stóöu tæpt fyrir af heilsufars- ástæöum eða efnahags, hljóta aö gefast upp. Á slíkum tímum er nöturlegt aö hálf verkalýöshreyf- ingin skuli fylgjast svo illa meö aö halda, aö tekjuhækkun bænda sé meiri á þessu hausti en hjá öörum stéttum, — miklu nær væri aö gizka á, aö þeir fyndust í þeim hópi, sem ekkert hafa fengið fyrir sinn snúö nema áhyggjur, armæöu og strit s(ö- ustu 12 mánuöina. Jóhannes Þórarinsson slátur- hússtjóri á Kópaskeri, löngum kenndur viö Árdal, sagöi mér, aö sumariö 1950 heföu menn átt mikil hey undir snjó fram til 24. nóvember, þegar loksins geröi laufvind. Þannig geta menn hald- iö lengi í vonina, — ef þeir hafa eitthvað handfast. En því miöur er þaö ekki svo um alla þá, sem nú líta til suöurs kvölds og morgna fyrir noröan, ef þeyrinn væri aö koma. Þau hjónin Ása Jónsdóttir og Hilmar Hermóösson búa félags- búi á móti móöur hans, Jóhönnu Steingrímsdóttur, í Árnesi. Þaö er gott aö líta inn til þessa fólks, fá kaffi og fréttir. Þau hafa náö 60—70% inn af sínum heyfeng og sjá fram á aö þurfa aö fækka eitthvaö á fóörum. — Harðindin leysa vandann aö vissu leyti, þessa offramieiöslu, segir bónd- inn. Og þegar ég spyr, hvernig veturinn leggist í þau, svara ungu hjónin: llia. Hann leggst ekki vel í mann, komið fram í miöjan september og maöur ekki búinn aö hiröa ennþá. Halldór Blöndal umarió kom sem grænn vetur“ Vigfúa Jónsson i Laxamýri meö tvo kynbótahrúta. Kjartan Sigtryggsson réttar- stjóri í Hraunsrótt og bóndi á Hrauni. Ljóxm.: Trynifvi Gunnarsson. fjóröu eöa fimmtu hverja krónu miöaö við í fyrra, fyrir utan stóraukinn tilkostnaö og van- höldin í vor. Það er til, aö bóndi hafi misst yfir 100 lömb, en þaö voru undantekningar. Ég spuröi Vigfús aö því, hvern- ig bændur myndu bregöast viö. Hann sagöi, aö víöa væri tæpt meö jörö fyrir sauðfé og sums staöar jarðleysi, en nautgripir komnir inn. — Þaö getur ekkert lagaö ástandiö hér, nema sumar og sól, sagöi hann. Svo neinu nemi. Viöbrögöin verða aö sjálf- sögöu misjöfn eftir aöstæöum. Menn munu fyrst fækka í bú- stofninum og margir bændur hugsa sér aö beita fénu í vetur og gefa því fóöurbæti, — létta þannig á heyjum. Enn aðrir geta oröið aö skera allan sinn bústofn og hætta búskap, en þaö er náttúrlega bundiö því fororöi, aö heyin náist ekki. Maöur sér ekki í Hann sagðist vel muna 1949, en þaö heföi ekki verið neitt á móti þessu ári. Þá hefði verið snjór fram í 6. og 7. viku sumars, — en þá skipti um, sagði hann. Þá var oröinn heyskortur víöa, en fór furöu vel, af því aö viö fengum batan snöggt og gróöur tók fljótt viö sér. En nú kom batinn aldrei aö kalla. Kjartan sagöi, aö ekki væri gott aö segja um heimtur. Fátt fé heföi komiö í réttina af ýmsum ástæöum: Meira fé væri í heima- löndum vegna þess hve seint afréttur heföi gróiö. Keldhverf- ingar heföu ekki treyst sér til aö ganga Gjástykki og óvenjumargt fé heföi leitaö út í Kelduhverfi undan snjónum. Þangað heföu veriö sóttir einir 20 bílar. Ég vék talinu aö fallþunganum og ástandinu hjá bændum. — Þaö er búiö að slátra tvo daga á Húsavík, sagöi hann. Og ég hef eftir tveim mönnum, aö lömbin séu 3 kg léttari en í fyrra fyrir utan allan þann kostnaö sem varö af fénaðarhöldunum í vor. Ég veit ekki hvaö veröur gert viö argt af þessum lömbum. Þeir röa aö búa til sérstakan flokk þau, ef þau veröa þá tekin. . .urnar eru ekki glæsilegar hér yrir bændur. Ég býst viö, aö ég ' aldrei séö jafnrýrt fé af fjalli, aöur sér varla gott lamb. /u bæöi smá og holdlítil. \jartan sagöist ekki sjá annaö aö bændur hlytu aö stór- Þaö var nöturlegt aö ganga út á flugvöllinn í Aðaldal sl. fimmtudag, noröannepja og allt hvítt yfir aö líta. Mér var sagt, aö þá um morguninn heföi verið 10 sentimetra jafnfallinn snjór í Baldursheimi í Mývatnssveit og talsverður snjór á Húsavík. Föstudagurinn rann síöan upp bjartur og fagur. En þótt sólin skini allan þann dag, var loftkuldinn slíkur, aö ylurinn komst aldrei til jaröarinnar. Föliö sat á heygöröunum og ekki tók af jörö. Á laugardag brast hann á meö norðanslyddu eða hríö og þaö veöur hefur haldizt síöan. Þeir segja fyrir noröan, að haustiö þurfi ekki aö koma neinum á óvart. Þefla sé aóeins eölilegt framhald af sumrinu. Með haustinu hefur kólnaó ögn, — og svo er kominn snjór. Þaö er ónotalegt aö vera í svona veöri dag eftir dag og grilla þó í ágústlitína á gróörinum í gegnum hríóina, — þessa dökkgrænu sumarliti, fulla af fyrirheitum. Vorið gleymdi aö tylla niður fæti á Noröurlandi. Nýkominn þaöan núna óttast ég mest, aö haustió ætli aö gleyma því líka. Úr Hraunsrétt í Aöaldal. Myndin var tekin fyrir tveim árum, en nú var norðan hríðarsuddi á réttardaginn. Ljósm.: Anton Arnarson. spratt var vegna útlenda áburö- arlns, sem þá var ekki til, og ekki heföi veriö búiö aö hirða bagga. Nei, þetta mun vera þaö svart- asta seinustu 50 árin aö minnsta kosti, — alsvartasta sumariö. Missa fjórdu til fimmtu hverja krónu Vigfús Jónsson á Laxamýri haföi þetta aö segja, þegar ég baö hann um aö draga upp mynd af ástandiu hjá bændum. — Myndin er ekki falleg, sagöi hann. Við höföum hörkuvetur fram í maílok. Sumariö kom ekki sem sumar, heldur sem grænn vetur. Vanhöld voru gífurleg á lömbum í vor og tilkostnaöur tilfinnanlega mikill vegna harö- indanna, sérstaklega í fóöurbæti. Þetta er þaö, sem snýr aö fjár- bændum, en hjá kúabændum er útkoman mjög slæm vegna meiri kostnaðar í fóöurbæti og minni mjólkur vegna kulda og ótíöar. — Þaö er fyrirséö, aö fall- þungi dilka veröur 3 til 4 kg minni í kjöti. Menn uröu aö hafa fé mjög lengi á túnunum vegna gróöurleysis, allt fram í júlí, en svartasti kapítulinn er eftir, ef þau hey nást ekki, sem úti eru í dag. Hann er ennþá svartari fyrir þaö, að enginn landshluti er aflögufær um hey. Ég tel, aö þaö heföi oröiö ómetanlegur styrkur fyrir héraöiö, eins og á stendur, ef heykögglaverksmiöjan aö Saltvík heföi veriö komin upp eins og viö Þingeyingar væntum. Aöeins rýrleiki dilkanna veldur því, aö sauöfjárbændur missa dag hver myndin veröur. Ef heyin nást, þótt þau séu hrakin og illa farin, þá er allt hey í harðindum. Vigfús sagöi freistandi aö segja í lokin, aö vonandi væru þeir ménn, sem engan landbún- aö vildu í landinu, búnir aö sjá fyrir því aö þaö fólk, sem nú hyrfi frá býlum sínum, heföi aö ein- hverju aö hverfa í þéttbýlinu. — Og sömuleiðis þaö fólk, sem haföi atvinnu af framleiöslustörf- um þess, meöan þaö bjó, bætti hann viö. Rjúpan Ég sit mig aldrei úr færi aö spyrja um rjúpuna, þegar.ég er á ferð um rjúpnalöndin fyrir norö- an. Mönnum ber saman um þaö, Aldrei sunnanátt í sumar Hraunsrétt í Aöaldal var á sunnudagsmorgun í noröan hríö- arveðri. Þar var færra fé en venjulega. Fyrir hálfum mánuöi haföi veriö smalaö meö giröing- unni og forðaö úr snjónum og ekki tókst aö ganga Gjástykki fyrir dimmviöri og snjónum. Kjartan Sigtryggsson bóndi á Hrauni í Aöaldal hefur veriö réttarstjóri í Hraunsrétt um ára- tugi. Þegar ég leit inn til hans seinnipartinn sagöi hann mér, aö réttardagurinn væri skemmti- dagur þeirra í sveitinni og þang- aö kæmi margt fólk. — Nú var engin glaöværð, sagöi hann, og ekki neitt. Það sást ekki vín á nokkrum manni, hvaö þá meir. Ég spurði hann, hvaö hann yildi segja mér um þetta ár. — Ég vil ekki segja neitt fallegt um þaö, svaraöi hann. Þaö kom eiginlega hvorki vor né sumar hér hjá okkur. Og svo er komiö haust meö snjókomu. Útlitiö er eiginlega ekki glæsilegt hér á Norö-Austurlandinu. fækka og talaöi um, aö þaö þyrfti aö skipuleggja þaö þannig, aö menn ættu frekar aö halda í fjárstofninn fyrir noröan, þar sem mjólkurskortur voföi yfir á Suö- urlandi í vetur, en dýrt aö flytja mjólkina um langan veg. — Þeir hafa haft þaö sæmilegt í sumar, Sunnlendingar, sagöi hann, sem þeir áttu skiliö. Þeir eru búnir að hafa slæm sumur, en viö góö. Hér hafa margir ekki nema hálf- an heyskap og hjá sumum er lítiö komiö í hlööur, en mikil hey undir snjó á hverjum bæ má heita. Þetta getur breytzt dálítiö ef hann gerir góöa tíö, en í dag eru ekki miklar horfur á því. Það hefur aldrei gert sunnanátt í sumar. Hann hefur komið að vestan eöa suðvestan einn dag í einu, mest tvo. Fyrir 40 til 50 árum hefði orðið fellir. Þaö sem

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.