Morgunblaðið - 20.09.1979, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1979
Baader-Meinhof-konu
sleppt með skilyrðum
Frankfurt. 19. Heptember. Reuter.
ASTRID Proll, sem verið hefur félagi í Baader-Meinhof-
klíkunni, var látin laus skilorðsbundið er mál hennar
var tekið fyrir við dómstól í Frankfurt í dag. Proll, sem
er 32 ára, er sökuð um bankarán og morðtilraun, en
brezk stjórnvöld framseldu hana til Vestur-Þýzkalands
fyrir þremur mánuðum.
Astrid Proll kom áður fyrir rétt
í Frankfurt árið 1973. Þá var
henni leyft að fara í sjúkrahús, en
þaðan strauk hún, og spurðist ekki
til hennar fyrr en í Bretlandi í
fyrra. í Bretlandi starfaði hún við
bifreiðaviðgerðir. Skilyrðin fyrir
því að henni var sleppt úr haldi í
dag eru þau að hún fari ekki frá
Vestur-Þýzkalandi og að hún
mæti fyrir rétti, en ástæðan fyrir
þessari ákvörðun dómarans er sú,
Neitaði frúnni
um lífsvökvann
Falmouth. Ma.ssaschussetts, 19. sept.
JOHN Maurer, sem er í söfnuði Votta Jehóva, kveðst
hafa verið að hlíta vilja Guðs er hann neitaði læknum
um heimild til að gefa konu hans blóð. Elanor kona
hans fékk miklar blæðingar er hún var að ala manni
sínum þriðju dóttur þeirra á mánudag, og blæddi
henni út, en dóttirin lifði.
„Við berum mikla virðingu fyrir lífinu, og reynum að halda lífi og
heilsu eins lengi og unnt er,“ sagði Maurer. „Eina takmörkunin,
sem við verðum að hlýða, er sú, eins og Guð segir okkur öllum í
Biblíunni, að neyta ekki blóðs."
Maurer segir að áður en hún lézt hafi konan fallizt á að breyta
ekki gegn kenningum trúarinnar með því að láta gefa sér blóð.
Hann sat hjá konu sinni meðan henni blæddi út. A meðan fóru
læknarnir fjórum sinnum fram á það að fá að gefa frúnni blóð, en
Maurer bannaði það. „Ég vissi allan tímann hve alvarlegt þetta
var,“ segir hann, „en Guð er einnig alvörumál.“
Sex kennarar myrtir
Ankara, Tyrklandi, 19. sept. — AP
LÖGREGLAN í Ankara
skýrði frá því í dag, að
tveir óþekktir glæpamenn
hefðu komizt inn í kenn-
arabústað iðnskóla í borg-
inni Adana í gærkvöldi,
tekið þar sex unga kenn-
ara, bundið þá með hendur
fyrir aftan bak og skotið
þá síðan alla til bana.
Morðingjarnir komust ó-
séðir á brott í bifreið, sem
beið þeirra fyrir utan bú-
staðinn. Tveir kennarar
aðrir og húsvörðurinn
særðust í árásinni.
Ekki er vitað hvað lá að baki
árásinni. Mikið hefur verið um
pólitísk átök í Tyrklandi að und-
anförnu, og hafa þar átzt við
öfgamenn til hægri og vinstri. En
tveir látnu kennaranna voru
hægrisinnar, hinir fjórir vinstri-
menn að sögn yfirvalda.
Frá því Bulent Ecevit tók við
embætti forsætisráðherra Tyrk-
lands fyrir tæpum tveimur árum
hafa rúmlega tvö þúsund manns
misst lífið í pólitískum átökum
þar í landi.
að aðalvitnið í máli hennar getur
ekki komið fyrir réttinn, Vitnið er
annar tveggja manna, sem Proll á
að hafa skotið á árið 1971, en hann
er í þjónustu innanríkisöryggis-
gæzlunnar og hefur fengið fyrir-
mæli yfirboðara sinna um að bera
ekki vitni fyrir rétti.
Við réttarhöldin í dag kvaðst
Proll saklaus, en víst er talið að
hún hafi engin afskipti haft af
pólitiskum öfgasamtökum frá því
að hún var fyrst handtekin. Hún
greindi frá fyrstu kynnum sínum
af foringjum Baader-Meinhof á
árinu 1969, en sagði ekkert um
hlutverk sjálfrar sín í hópnum.
Litið er á ákvörðun réttarins í
dag sem vísbendingu um, að
vægar en áður verði tekið á
brotum þeirra, sem átt hafa aðild
að hryðjuverkahópum, en innan-
ríkisráðherra V-Þýzkalands, Ger-
hardt Baum, skoraði fyrir
skömmu á öfgasinna að ganga
fram og gera grein fyrir málum
sínum.
Gullverð
stöðugra
London, 19. sept. — Reuter, AP.
VERÐ Á gulli hélt áfram að
hækka á gullmörkuðum víða
um heim framan af degi í dag,
og komst upp í 386 dollara
únzan i London, en tók svo að
lækka á ný. Við lokun i dag
var gullverðið víðast hvar um
370 dollarar, og hafði lækkað
um tvo dollara frá lokaverð-
inu i gær.
í Hong Kong komst gullverð-
ið um tíma upp í 386,05 dollara,
sem er mjög hátt þegar tekið
er tillit til þess að gullið á
markaðnum þar er ekki jafn
hreint og það, sem selt er í
Evrópu. Svarar það til um 400
dollara verðs á Évrópugulli.
Gull hefur stöðugt verið að
hækka í verði undanfarinn
mánuð, og nemur heildar-
hækkunin á þessum tíma um
25%. Ekki eru sérfræðingar á
einu máli um horfurnar næstu
daga, en margir spá því að
gullverð breytist lítið næstu
daga.
Bylting
Tilraunadeild RCA í
Lancaster í Pennsylvaníu
vinnur um þessar mundir
að smíði ljósmyndavélar
sem mun valda byltingu í
ljósmyndun.
Myndavélin verður
þannig gerð að hvorki þarf
að nota filmur né „flass"
og engir hreyfanlegir hlut-
ir verða í henni. Með henni
verður bæði hægt að taka
litmyndir og svarthvítar.
Verðið verður svipað og
á venjulegum ljósmynda-
vélum og fyrstu vélarnar
koma á markað eftir þrjú
til fimm ár.
Nýja ljósmyndavélin
byggir að vissu leyti á
sömu aðferðum og við gerð
sjónvarpstækja. Hægt
verður að sjá myndirnar
samstundis á litlum sjón-
varpsskermi sem verður
innbyggður í myndavél-
inni. Einnig verður hægt
að geyma myndina í
„banka" í vélinni.
Nýja myndavélin tryggir nákvæmlega réttan Ht.
Carter Bandaríkjaforseti í víðavangshlaupinu í
Mountain Park um helgina. Forsetinn gafst upp er
hann hafði hlaupið rösklega helming leiðarinnar.
Myndin var tekin skömmu áður en forsetinn
sprakk á limminu og hætti. Hann sagði á eftir, að
sér liði ljómandi vel, en hann hefði lagt of hart að
sér. Hins vegar hefði hann alls ekki viljað gefast
upp og hefði eiginlega verið neyddur til þess.
Kraftaverk
Napoli. Italiu, 19. nept. AP.
ÞÚSUNDIR borgarbúa í Napoli fögnuðu í dag með
lófataki og gleðitárum þegar skýrt var frá því að blóð hafi
tekið að renna úr líkneski fjórðu aldar dýrlingsins heilags
Janúaríusar í dómkirkju borgarinnar — en það á að vera
tákn farsæls árs fyrir Napoliborg.
Corrado Ursi kardináli stjórnaði bænagjörð í dómkirkjunni, og voru
um fimm þúsund kirkjugestir mættir strax í dögun í morgun. Þegar
beðizt hafði verið fyrir í 63 mínútur, tók blóð að renna úr líkneskinu, og
kirkjugestir hrópuðu „kraftaverk".
Ursi kardináli sendi samstundis boð um „kraftaverkið“ til Napoliætt-
aðra manna, sem búsettir eru í New York, en þar verður síðar í vikunni
haldin hátíð heilags Janúaríusar, eða San Gennaro, eins og hann
nefnist.
r
Ný morðalda í Uganda
Kampala — 19. aeptember — Reuter.
NÝ morðalda hefur gengið yfir
Kampala í þessari viku. Einkenn-
isklæddir menn vaða um i flokk-
um og í Kampala einni hafa 20
manns verið skotnir í vikunni, en
18 að auki annars staðar i land-
inu eftir því sem næst verður
komizt.
I einu úthveríi Kampala
hafa þúsundir manna lagt á
flótta af ótta við áframhald á
þessari óhæfu.
Að sögn Kampala-lögreglunnar
virðast fæst þessara morða fram-
in í auaauðgunarskyni, en erlendir
sendimenn í borginni telja ekki
loku fyrir það skotið að hér sé um
að ræða tilraunir stuðningsmanna
Idi Amins til að grafa undan hinni
nýju stjórn í landinu, enda sé
þrálátur orðrómur á kreiki um að
Amin, sem nú dvelst í Líbýu, sé
ötull við að virkja gamla stuðn-
ingsmenn sína til skemmdar- og
hryðjuverka í Úganda.
Neue Ziircher Zeitung og Die
Zeit hlutu menningarverdlaun
Amsterdam, 19. september.
Reuter.
ERASMUS—VERÐLAUNIN fyr-
ir ómetanlegt framlag til
evrópskrar menningar voru í dag
veitt svissneska dagblaðinu Neue
Ztlrcher Zeitung og v-þýzka viku-
ritinu Die Zeit. Bernhard prins í
Ilollandi stofnaði tii þessara
verðlauna árið 1958 og eru þau
veitt árlega, ýmist einstaklingum
eða stofnunum. Verðlaunaupp-
hæðin nemur jafngildi 38
milljóna islenzkra króna.
Neu Zúrcher Zeitung hlýtur
verðlaunin fyrir „tveggja alda
óháða og framúrskarandi blaða-
mennsku, sem almenningsálitið í
Evrópu hefur haft að leiðarljósi",
en Die Zeit, „hið virta og áreiðan-
lega vikurit, fær þau fyrir framlag
sitt til eflingar mannúðlegri og
lýðræðislegri hugsunar í Þýzka-
landi eftirstríðsáranna með því að
vera pólitískur og menningarlegur
vettvangur hinna fjölbreytileg-
ustu skoðana", eins og segir í
greinargerð sjóðsstjórnarinnar.