Morgunblaðið - 20.09.1979, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1979
17
Nýr borgarmála-
flokkur ræður ferð-
inni í Stokkhólmi
Stokkhólmi. 19. september. AP.
NÝ stjórnmálahreyfing, sem ekki vill kenna sig við
stjórnmálaflokka, vann óvænt þrjú sæti í borgarstjórn
Stokkhólms í kosningunum um helgina. og hefur nú í
hendi sér hver kjörinn verður formaður fárveitinga-
nefndar. en sú staða jafngildir forsæti borgarstjórnar. í
borgarstjórn situr 101 fulltrúi, en þar af hlutu
jafnaðarmenn 48 fulltrúa, sem er einum færra en í
síðustu byggðakosningum, og borgarflokkarnir, sem
hafa farið með stjórn borgarinnar síðasta kjörtímabil.
fengu 50 fulltrúa, eða tveimur færra en í síðustu
kosningum.
Marika Froberg, einn borgar-
fulltrúa Stokkhólmsflokksins,
hinnar nýju borgarmálahreyfing-
ar, hefur vísað á bug ummælum
Ulf Adelsons, núverandi formanns
fjárveitinganefndar, um að hinir
þrír fulltrúar Stokkhólmsflokks-
ins muni sitja hjá við atkvæða-
greiðslu um þetta áhrifaembætti,
en Adelson taldi slíka afstöðu
samræmast málflutningi Stokk-
hólmsflokksins í kosningabarátt-
unni en þá lýstu frambjóðendur
því yfir hlutleysi varðandi
flokkapólitík. „Við sitjum ekki
hjá,“ segir Marika Foberg, „við
getum ráðið úrslitum og borgar-
stjórnarflokkarnir verða að taka
upp samningaviðræður við okkur.
Fangavörð-
ur skotinn
Belfast. Norrtur-írlandi. 19. sept. AP.
EDWARD Jones, aðstoð-
ar-forstöðumaður Crumlin
Road-fangelsisins í Belfast,
var skotinn til bana í bifreið
sinni í dag skammt frá fang-
elsinu. Árásarmennirnir voru
að minnsta kosti tveir og
komust þeir undan.
Arásinni í dag svipar mjög til
atburðanna á föstudag í fyrri
viku, þegar nokkrir fangaverðir
óku saman frá fangelsinu. Skotið
var á bifreið þeirra, og féll einn
fangavarðanna, en annar særðist
hættulega. Segist írski lýðveldis-
herinn, I.R.A., hafa staðið fyrir
þeirri árás. Alls hafa nú 13 starfs-
menn fangelsanna á Norður-ír-
landi verið myrtir undanfarin tíu
ár, þar af fimm á þessu ári.
Suður í írska lýðveldinu heldur
lögreglan áfram rannsókn á morð-
inu á Mountbatten jarli af Burma,
sem myrtur var 27. ágúst s.l.
Fimm menn, allir frá Norður-ír-
landi, voru handteknir í Dyflinni í
dag og færðir til yfirheyrslu.
Mennirnir fimm voru ókomnir á
fætur þegar lögreglan réðst inn til
þeirra snemma í morgun, og hjá
þeim fundust bæði skotvopn og
skotfæri. Eru nú sjö manns í
yfirheyrslu hjá lögreglunni í írska
lýðveldinu, auk tveggja sem sak-
aðir hafa verið um aðild að morð-
inu á Mountbatten.
Þetta gerist
1978 — John Vorster, forsætis-
ráðherra Suður-Afríku, segir af
sér.
1977 — Víetnam fær aðild að SÞ.
1970 — Sýrlenzkt skriðdrekalið
sækir inn í Jórdaníu til hjálpar
skæruliðum.
1967 — „Queen Elizabeth 11“
hleypt af stokkunum.
1906 — „Mauretania" hleypt af
stokkunum.
1870 — Sameining Ítalíu verður
að veruleika.
1857 — Bretar taka Delhi eftir
umsátur síðan í júní.
1854 — Orrustan um Alma.
1792 — Orrustan um Valmy.
1697 — Ryswick-sáttmálinn und-
irritaður (ófriði Frakka, Englend-
inga, Hollendinga og Spánverja
lýkur).
1530— Marteinn Lúther ráðlegg-
ur þýzkum mótmælendaprinsum
að búa sig undir stríð.
Helzta slagorð Stokkhólms-
flokksins er „Börn í stað bíla“, en
flokkurinn beitir sér meðal annars
fyrir 50% samdrætti umferðar í
miðborginni og að barnaheimilum
verði fjölgað mjög verulega.
Sokkhólmsflokkurinn hefur
engan formann, en aðstandendur
hans eru umhverfisverndarfólk og
borgarar, sem segjast ekki treysta
stjórnmálamönnum til að fara
með mál sín. I flokknum eru nú
um 400 félagar og hefur sam-
starfnefnd boðað til útifundar á
fimmtudaginn kemur þar sem
gangið verður frá stefnuskrá
vegna væntanlegra samningavið-
ræðna við hina rótgrónu stjórn-
málaflokka.
Veður
víða um heim
Akureyri 2 alskýjaö
Amsterdam 17 rigning
Aþena 28 heiðskírt
Berlfn 21 rigning
Brdssel 19 skýjaö
Chicago 25 heiöskírt
Feneyjar 21 skýjaö
Frankfurt 25 heiöskírt
Genf 24 heiöskírt
Helsinki 15 skýjaö
Hong Kong 28 skýjað
Jerúsalem 28 skýjaö
Jóhannesarborg 24 heiöskírt
Kaupmannahöfn 17 skýjaö
Lissabon 24 skýjaö
London 19 skýjað
Los Angeles 35 heiöskírt
Madrid 26 skýjaö
Malaga 25 alskýjaö
Mallorca 27 hólfskýjaö
Miami 30 heiðskírt
Montreal 24 heiðskírt
Moskva 12 rigning
Nýja Delhí - 32 rigning
New York 27 heiöskírt
Ósló 18 heiöskírt
Parfs 23 heiöskírt
Rio de Janeiro 19 rigning
Reykjavík 5 skýjaö
Róm 28 heiðskírt
San Francisco 20 heiö8kírt
Stokkhólmur 15 skýjaö
Tel Aviv 29 skýjað
Tókýó 33 rigning
Vancouver 20 heiöskfrt
Vfnarborg 26 heiöskfrt
1520— Suleiman I verður Tyrkja-
soldán við andlát Selim I föður
síns.
1519 — Sæfarinn Magellan fer frá
Spáni í heimssiglingu til að finna
vesturleiðina til Indlands.
480 f.kr. — Grikkir sigra Persa í
sjóorrustunni við Salamis,
Eyjahafi.
Afmæli. Upton Sinclair, banda-
rískur rithöfundur (1878—1968)=
Sophia Loren, ítölsk leikkona
(1934----).
Andlát. Robert Emmet, írskur
ættjarðarvinur, líflátinn, 1803 =
Jakob Grimm, fræðimaður, 1863 =
Pablo de Sarasate, fiðluleikari,
1908 = Jean Sibelius, tónskáld,
1957.
Innlent. Leiðangur Akureyringa
kemur á slysstað „Geysis" 1950 =
Páfabréf um árás barbara á
byggðir Grænlendinga 30 árum
„Frelsisstökkið“
Skipulagðar pynt-
ingar og ofsókn-
ir í Afghanistan
segir Amnesty International
Lundúnum. 19. sept. Reuter.
AMNESTY International
hefur birt skýrslu þar sem
stjórnvöld í Afghanistan
eru sökuð um skipulögð
brot á mannréttindum á
því ári, sem liðið er frá
valdaráni Tarakkis í apríl
í fyrra. Tekið er fram, að
skýrslan hafi legið fyrir
um síðustu helgi er Tar-
akki forseta var steypt af
stóli, en óljóst er nú hvort
Tarakki er enn í tölu lif-
enda eða hvort hann ligg-
ur í sjúkrahúsi vegna
skotsára.
I skýrslu Amnesty kemur fram
að þúsundum Afghana hafi verið
haldið í fangelsi af pólitískum
ástæðum án þess að mál þeirra
hafi verið tekin fyrir frá því að
Tarakki komst til valda, auk þess
sem fjöldi pólitískra fanga hafi
verið pyntaðir og réttaðir án dóms
og laga. Amnesty telur sig hafa
sannanir um að fólk hafi verið
hýtt, beitt raflostum og margs
konar pyntingum öðrum, meðal
annars hafi tíðkazt að draga af því
neglur.
Hafizullah Amin, sem nú situr á
forsetastóli í Afghanistan, sagði í
ræðu á mánudaginn var, að fram-
vegis yrði engum varpað í fangelsi
í landinu án undangenginnar
ákæru, enda yrðu fangar sem ekki
hefðu verið ákærðir látnir lausir.
Amnesty telur að í einu fangelsi í
Kabúl séu samankomnir um 12
þúsund pólitískir fangar.
Féll á eigin bragði
Tókýó, 19. september. AP.
LÖGREGLAN í Osaka skýrði
frá því í dag, að stjórnmálamað-
ur nokkur hefði látizt af völd-
um hnífstungu, sem hann átti
sjálfur sök á í þeim tilgangi að
afla sér samúðar kjósenda í
þingkosningunum í næsta mán-
uði. Hafði stjórnmálamaðurinn.
Jintaro Itoh að nafni, haft í
hyggju að tilkvnna um framboð
sitt af sjúkrabeðinu. þar þar
sem hann ráðgerði að gróa sára
sinna.
Komu þessar upplýsingar frá
samherjum Itohs þegar málið
var rannsakað, og sögðu þeir
hann hafa lagt á ráðin um
„morðtilræðið“ í síðustu viku.
Viðurkenndi einn þeirra að
hafa lumbrað á Itoh samkvæmt
fyrirmælum hans sjálfs, en síð-
an lagði hinn látni stjórnmála-
maður með sveðju í lær sér. Svo
alvarlegur varð áverkinn að
hann lézt í blóðmissi rétt eftir
komuna í sjúkrahús.
24. sept.
Eiturmálið í Hamborg:
1500 manns
fluttir á brott
áður 1448 = d. Magnús Guð-
mundarson allsherjargoði 1240 =
Geir Vídalín biskup 1823 = Nefnd
skipuð í fjárhagsmálinu 1861 = 34
farast og mikið tjón á skipum og
húsum í ofsaveðri 1900 = 11
drukkna nálægt Akranesi 1905 =
Gengisfelling 1931 = Minningarat-
höfn um þá sem fórust með
„Pourquoi Pas?“ 1936 = Sigur
Islendinga í 2 flokki á skákmóti í
Buenos Aires 1939 = „Esja“ fer frá
Petsamo 1940 = Freigáta kemur
með fimm skipbrotsmenn til
Hornafjarðar 1972 = Bráðabirgða-
lög 1974 = f. Ríkarður Jónsson 1888
= Vilhjálmur Hjálmarsson 1914.
Orð dagsins. Meðalmennska
þekkir ekkert æðra sjálfu sér. En
hæfileikar koma samstundis auga
á snilligáfu. — Sir Arthur Conan
Doyle, brezkur rithöfundur
(1859-1930).
llamborK. 19. september. Reuter.
LÖGREGLAN flutti í dag fimmt-
án hundruð manns af svæðinu
þar sem nú fer fram víðtæk leit
að eiturgassprengjum. Brott-
flutningurinn er i öryggisskyni,
en borgarráð Ilamborgar liggur
undir þungu ámæli vegna máls
þessa eftir að átta ára drengur
lét lífið í sprengingu þegar hann
var að leika sér á svæði Stoltzen-
bergverksmiðjunnar, sem er í
Eidelstedt, fyrir skömmu.
Varnarmálaráðuneytið vísaði í
dag á bug frásögn Hamborgar-
blaðs í dag, en þar kom fram að
ráðuneytið hefði keypt eiturgas af
verksmiðjunni fyrir fimm árum.
W
Oeirdir í Rotterdam
Rotterdam. Hollandi. 19. srpt. AP.
UM SJÖ þúsund af 13 þúsund
hafnarverkamönnum i Rotterdam
hafa verið i verkfalli i tæpan mán-
uð. og hefur lítið orðið um árekstra
i vcrkfallinu þar til i dag. Lögregl-
an hefur litil afskipti haft af vcrk-
fallsmönnum. þótt þeir hafi haft
frammi aðgerðir til að stöðva vinnu
þeirra sex þúsunda hafnarverka-
manna. sem ekki eru i verkfalli. En
í dag gaf Andre van der Louw
borgarstjóri lögreglunni fyrirmæli
um að koma i veg fyrir að verkfalls-
menn gætu truflað vinnu við höfn
ina.
Riddaralögregla og lögreglumenn
með hunda og vatnsslöngur hindruðu
um 300 verkfallsmenn í að stöðva
vinnu við vöruskála við höfnina, og
einnig kom lögreglan í veg fyrir að
verkfallsmenn settust að í gáma-
geymslu.
Einn lögreglumannanna særðist er
múrsteini var kastað í höfuð hans, og
sex verkfallsmenn voru handteknir.