Morgunblaðið - 20.09.1979, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1979
Franskur leikhúsmaður
kynnir Albert Camus
FRANSKI lcikhúsmaðurinn Eric
Eychenne kynnir verk franska
skáldsins Albert Camus á vegum
Alliance Francaise í Norræna
húsinu fimmtudaginn 20. septem-
ber klukkan 21.
Fluttir verða kaflar úr ritgerð-
um og skáldsögum Albert Camus
frá árunum 1939 ti! 1947, þar sem
fjallað er um líf fólks af evrópsk-
um ættum í Alsír. Eychenne nefn-
ir dagskrá sína „Sumarið" og
kynnir verkin með upplestri,
myndum og leikrænum flutningi.
Albert Camus (1913—1960), eitt
kunnasta skáld Frakka, fæddist í
Alsír. Hann skrifaði fjölda skáld-
sagna, leikrita og ritgerða.
Nóbelsverðlaunin í bókmenntum
hlaut hann árið 1957.
Eric Eychenne er fæddur árið
1937 í Pamiers í Frakklandi. Hann
hefur verið leikhús- og leikstjóri,
fengist við kvikmyndagerð og
æskulýðsstörf af ýmsu tagi. Hann
hefur farið víða um heim á undan-
förnum árum til þess að kynna
franska menningu. Aðgangur er
ókeypis og öllum heimill.
Ferðamenn mega hafa
30 þúsund kr. með sér
SEÐLABANKI íslands hefur
auglýst nýjar reglur um inn-
flutning og útflutning islenzkra
peninga og er innlendum og
erlendum ferðamönnum nú leyft
að flytja inn og út úr landinu allt
að þrjátíu þúsund krónur, þó
ekki í seðlum að verðgildi yfir
eitt þúsund krónur.
Breyting þessi tók gildi hinn 6.
september sl. en áður var leyfilegt
að flytja inn og út úr landinu allt
að 20 þúsund krónur. Þá var og
leyfilegt að verzla í Fríhöfninni
fyrir 10 þúsund krónur á leið inn
og út úr landinu, en viðskiptaráðu-
neytið og utanríkisráðuneytið
hafa nú hækkað þá upphæð í kr.
15 þúsund á hvorri leið. Seðla-
banki íslands sér um að setja
reglur þessar og er það í samræmi
við skipan laga um gjaldeyris- og
viðskiptamál er tóku gildi hinn 1.
september sl.
Hvítárnes, fremst Hvítárvatn. Skriðufell til vinstri.
Haustferð Úti-
vistar á Kjöl
HAUSTFERÐ Útivistar verður
að þessu sinni farin á Kjalar-
svæðið um helgina. En frá byrjun
hefur Útivist staðið fyrir sér-
stakri haustferð í þeim tilgangi
meðal annars að gefa fólki kost á
þvi að njóta sérstæðrar litadýrð-
ar haustsins.
Þeir sem vilja fá tækifæri til að
ganga Kjalveg hinn forna, með
viðkomu í Grettishelli. Á þeirri
leið verða m.a. skoðaðar vörður
sem talið er að notaðar hafi verið
til þess að gefa reykmerki á
Sturlungaöld, en þær eru holar að
innan og í þeim eru eldstæði.
Þá verður fjárrétt
Fjalla-Eyvindar skoðuð, ásamt
Eyvindargjótu, Eyvindarhelli og
Eyvindarhver. Gengið verður á
Beinahól og einnig verður Líka-
borgin, þar sem Reynisstaðar-
bræður urðu úti, skoðuð.
Farið verður frá Umferðarmið-
stöðinni kl. 20 á föstudagskvöld og
komið aftur í bæinn á sunnudags-
kvöld.
Þátttaka tilkynnist á skrifstofu
Útivistar og þar eru allar upplýs-
ingar gefnar.
Leiðsögumaður í ferðinni verður
Hallgrímur Jónasson, en farar-
stjóri Jón I. Bjarnason.
Nýtt smásagnaúrval
handa framhaldsskólum
MÁL OG menning hefur nýlega
gefið út smásagnaúrval handa fram-
haldsskólum sem nefnist í fáum
dráttum. Njörður P. Njarðvík sá um
útgáfuna.
I bókinni eru tólf íslenskar smá-
sögur eftir jafnmarga höfunda. Sög-
urnar eru allar samdar eftir 1930,
sumar eru nýsamdar eða hafa verið
endurunnar fyrir þessa útgáfu og
höfundar eru í hópi fremstu smá-
sagnahöfunda á síðustu áratugum.
Bókinni er ekki fyrst og fremst
ætlað að vera sýnisbók smásagna
1930—1979 heldur hefur val sagn-
anna miðast við að sýna smásagna-
formið í sem fjölbreytilegustum
myndum. Njörður P. Njarðvík hefur
ritað inngang sem nefnist Smásaga,
þar sem fjallað er um smásöguform-
ið, einkenni þess og fjölbreytni, með
tilvísun til einstakra sagna í bókinni.
Hverri sögu fylgja ennfremur athug-
unarefni, auk skýringa torskilinna
orða.
Eftirtaldir höfundar eiga smásögu
í bókinni: Ásta Sigurðardóttir, Guð-
bergur Bergsson, Halldór Laxness,
Halldór Stefánsson, Hannes Pét-
ursson, Indriði G. Þorsteinsson,
Jakobína Sigurðardóttir, Nína Björk
Árnadóttir, Ólafur Jóh. Sigurðsson,
Stefán Jónsson, Svava Jakobsdóttir
og Vésteinn Lúðvíksson. Bókin er
heitin eftir fyrsta smásagnasafni
Halldórs Stefánssonar í minningar-
og heiðursskyni við hann. Bókin er
183 blaðsíður, setning, filmuvinna og
prentun var unnin í Prentstofu G.
Benediktssonar.
Lögreglan reynir að koma i veg fyrir að ruðst sé inn á afgirta svæðið við skipin. Varð hún að beita
kylfum og skemmdir urðu á fötum er menn hugðust sletta málningu á skipin, en slys urðu ekki á fólki.
Frá útifundi herstöðvaandstæðinga.
Stimpingar við
Nato-herskipin
TIL NOKKURRA stimpinga
kom milli lögreglu og fundar-
manna er sóttu útifund Sam-
taka herstöðvaandstæðinga sem
haldinn var í Sundahöfn siðdeg-
is í gær, en þar liggja tvö
herskip úr flotadeild Nato,
Karlsruhe og Nipigon.
Að sögn Bjarka Elíassonar,
yfirlögregluþjóns, komu milli
100 og 200 manns á auglýstan
útifund Samtaka herstöðvaand-
stæðinga og er fundurinn hafði
staðið í kringum 45 mínútur
tóku menn að hrópa að skipun-
um „Island úr Nato — herinn
burt“ og reyndu menn síðan að
komast að skipunum þar sem
þau lágu við bryggjuna, en
bryggjan hafði verið girt af
nokkurn spöl frá þeim. Kom þá
til stimpinga milli lögreglu og
fundarmanna er þeir hugðust
sprauta málningu á þau, en
lögreglan kom í veg fyrir það.
Varð hún að beita kylfum til að
halda aftur af fólkinu og tók
nokkra forsprakkana í sína
vörzlu. Upp úr því leystist hóp-
urinn upp og var komin kyrrð á
um 19.30, eftir rúmlega hálftíma
stimpingar.
Nokkrir úr hópnum höfðu
meðferðis þorskhausa á stöng og
einn hélt á gervihrosshaus.
Varðandi ásökun á hendur lög-
reglunni að hún hefði ekki haft
leyfi til að taka niður hrosshaus-
inn er settur hafði verið á stöng
í fyrradag sagði Bjarki það
ómaklegt að slík gagnrýni á
störf lögreglunnar skyldi koma
fram í ríkisfjölmiðlum án þess
að talað væri við hana. Hann
kvað þetta hafa verið gert eftir
réttmæta kvörtun frá Sigurði
Ólafssyni sem hefur yfir að ráða
landinu þar sem stöngin var og
teldi lögreglan sér skylt að sinna
slíkum umkvörtunum, enda væri
lítil prýði að úldnum hrosshaus
og ekki til ánægju fyrir önnur
hross að horfa upp á.
Safnað grjóti.