Morgunblaðið - 20.09.1979, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 20.09.1979, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1979 Einar Júlíusson: Útreikningum þriggja vísinda- manna á æskilegri sókn í íslenzka fiskistofna hefur verið ákaft mót- mælt af ákveðnum hópi manna. Fullljóst er auðvitað að reikni- líkön þeirra eru ekki lokasvarið við þeirri spurningu sem þeim er ætlað að svara og í þeim er margt gagnrýnisvert. Það væri æskilegt að fullkomna þessi líkön, meta betur einstaka parametra þeirra, taka tii it til fleiri þátta, sundur- liða skipagerðir og veiðiaðferðir og hinar ínismunandi fiskitegund- ir. Vafaiaust verður það gert í framtíðinni, ef ekki af okkur, sem að þessu höfum starfað, þá af einhverjum öðrum. Öll gagnrýni af forminu „Ekki hefur verið tekið (nægilegt) tillit til þessa og þessa“ er vel þegin og myndi hjálpa til að gera næstu líkön fullkomnari og enn nákvæmari. Sú gagnrýni sem fram hefur komið er þó næsta lítil af því taginu, heldur aðallega upphrópanir „Niðurstöðurnar eru vitlausar, vinnubrögðin eru óvísindaleg, reiknimeistararnir eru allir kommúnistar" og þar fram eftir göti íum. Það er sjálfsagt ekki skynsam- legt að elta ólar við slíka „gagn- rýni“ en þó get ég ekki orða bundist og freistast til að gera nokkrar athugasemdir við tvær greinar sem birtar voru í auka- blaði Morgunblaðsins þann 11. ágúst. Ætla mætti að b r komi fram afstaða fiskvinns1 nar og útgerðarinnar, og vil eg sýna nokkur dæmi um málflutnings þeirra. Fyrri greinin er eftir Ólaf Gunnarsson, framkvæmdastjóra síldarvinnslunnar á Neskaups- stað, og ber heitið „Flotinn ekki of stór“ Ég held að það séu fáir sem trú* því að flotinn sé ekki of stór, sjálfsagt er að athuga á hvaða útreikningum, forsendum eða rökum Ólafur byggir þessa full- yrðingu. Enga útreikninga finn ég, engar forsendur. Aðeins nokkrar almennar setningar um að nú séu útlendingar farnir af miðunum, aðbúnaður og vinnuskilyrði betri en áður, meiri réttindi sjómanna og betri aflameðferð en áður, eiga að duga sem rök fyrir fullyrðingu þessari. Ég verð að telja að á bak við hana liggji fyrst og fremst ákveðnir eiginhagsmunir en eins og flestum ætti að vera kunnugt hefur síldarvinnslan á Neskaup- stað sótt það mjög fast að fá lán til kaupa á nýjum togara, og meðal annars farið fram á það að ráðherra segi sig úr ríkisstjórn- inni, til að undirstrika kröfur síldarvinnslunnar. Ólafur telur takmarkað gagn af útreikningum: „Nú eru stór hafsvæði við landið alfriðuð. Möskvar hafa verið stækkaðir og margvíslegar að- gerðir í gagni meðal annars til að koma í veg fyrir smáfiskadráp. Enginn getur sagt til um hver áhrif þessara friðunaraðgerða verða. Sú tilraun að mata reikni- líkan með öllum þessum atriðum sem enginn getur sagt til um, ekki einu sinni fiskifræðingar, er dæmd til að mistakast. Ólafur fullyrðir hér um hluti sem liggja utan hans þekkingar- sviðs. Það væri tilgangslaust að fyrirskipa aðgerðir, hverrar afleiðingar væru óútreiknanlegar. Þessar margvíslegu friðunarað- gerðir minnka sóknina einkum í ungfisk. Hversu mikið er bæði hægt að reikna út og mæla. „Ég fæ ekki komið auga á þau rök sem eru að baki niðurstöðu þeirra að nýliðunin sé 220 milljón- ir þriggja ára fiska á ári.“ Þessi meðalnýliðun þriggja ára fiska (meðalklakstærð) er ekki niðurstaða okkar, heldur forsenda okkar. Að baki henni liggja ekki rök heldur mælingar. A hverju ári mæla fiskifræðingar nýliðunina og niðurstöður mælinga þessara allt frá árinu 1950 voru birtar með grein minni í Morgunblaðinu. Þessar mælingar ættu ekki að þurfa að fara framhjá neinum. Tölurnar eru birtar í skýrslum Hafrannsóknarstofnunarinnar og fyrir leikmönnum eru niður- Einar Júliusson eðlisfræðingur vera háleitt markmið eða hag- fræðilega æskilegast að ágóði verði 50% af tekjum eða að heild- arkostnaður verði jafn heildar- gróða? Ágúst virðist alls ekki skilja grundvallarhugmyndina sem er hámörkun arðsins þ.e. mismunarins á aflaverðmæti og tilkostnaði. „Skv. skoðunum Einars yrði hagnaðurinn þegar þessu marki væri náð ca. 50 milljarðar króna, sem jafngildir 100 milljarða króna tekjum og 50 milljarða króna rekstrarkostnaði." Þessar tölur eru alveg úr lausu lofti gripnar. Með grein minni fylgdi línurit sem sýndi að við kjörsókn mundi aflaverðmæti vera nálægt 86 milljörðum og kostnaður 36 milljarðar. Ágóðinn yrði þá 86—36 eða 50 milljarðar. Ágúst sýnir aðeins að hann kann ekki að lesa úr einföldustu línurit- um. „Niðurstaðan er ætíð sú að Reiknilíkön eða brjöstvit stöðurnar skýrðar í fjölmiðlum sem „klakið hefur tekist illa í ár, árgangur síðasta árs er jafnvel enn betri en við bjuggumst við“ o.s.fr. Auðvitað getur verið viss ónákvæmni í þessum grund- vallarmælingum fiskifræðinga okkar en hafi menn aldrei heyrt þeirra getið, ættu þeir ekki að gagnrýna þær og kalla fiskifræð- inga „öfgafulla fiskfriðunar- menn.“ „Afli hvers skips yrði þá hátt í 9000 tonn. Fátt sýnir betur fáfræði Einars um útgerð en þetta. Ég tel að meðalveiði togara geti orðið 3500—4000 tonn. Það hlýtur að verða að gera þær kröfur til aðila, sem um svona mál fjalla, að þeir leiti sér upplýsinga um hluti eins og mögulegan afla togara." Yfirlætisl krif Ólafs hitta aðeins hann sjálfan. Samkvæmt nýútkominni skýrslu hagdeildar Fiskifélags íslands, voru 77 skut- togarar að botnvörpuveiðum árið 1978 og lönduðu samtals 260935 tonnum, sem gerir nálægt 3400 tonnum á togara og eru þó hér meðtaldir a.m.k. 7 togarar sem ekki voru gerðir út allt árið. Allt útlit er fyrir að botnfiskafli þeirra verði engu minni í ár þrátt fyrir hvorki meira né minna en 70 daga þorskveiðibann. Tölur Ólafs eru því ekki einu sinni sá afli sem búast mætti við í dag ef sókn togaranna væri óheft og engu væri landað erlendis. Jafnvel með öllum þeim veiðitakmörkunum sem í gildi voru tókst 23 togurum að komast yfir 4000 tonn á síðasta ári. Það er af og frá að uppbygging þorskstofnsins mundi ekki hafa í för með sér neina aflaaukningu frá þvi sem nú er eða gæti verið. Þótt við treystum ekki einu orði af því sem fiskifræðingar segja um minnkun þorskstofnsins, sýna aflaskýrslur ljóslega að afli á sóknareiningu hefur minnkað mjög á undanförnum áratugum og þeirri öfugþróun er hægt að snúa við. „Það hefur alltaf verið stórtap á útgerð landsmanna. En það sem gerir gæfumuninn nú eru lána- kjörin. Áður gátu menn tapað á útgerð og síðan annaðhvort selt á allt öðru verðlagi og hagnast þannig eða fengið nýtt hagstætt lán og síðan sá verðbólgan fyrir því að lánin lækkuðu en fiskverð hækkaði og þannig bjargaðist allt Sammála! Þannig hefur útgerð verið rekin. Þess vegna kaupa menn skip! En er það nú skynsam- legt, að menn tapi á útgerðinni og græði á skipakaupunum? Hvert leiðir sú stefna? Ágúst Einarsson viðskipta- fræðingur LÍÚ skrifar hina grein- ina undir fyrirsögninni. „Ógjörlegt að selja veiðileyfi. Það fæli í sér umbyltingu byggðar og eignaréttar í landinu." „Greinarnar eru svo yfirfullar af órökstuddum fullyrðingum og oft á tíðum svo gegndarlausri endaleysu að erfiðleikum er bundið að ákveða hvar eigi að bera niður." Hér er ekki um að ræða að Ágúst bendi á neina galla á fiskveiðilíkönunum eða rökstyðji gífuryrði sín, heldur er grein hans yfirfull af rangtúlkunum, og ber merki um slíkt fádæma skilnings- leysi að undrum sætir. Ég ætla að taka nokkur dæmi: „Viðtalið við E.J. hefst á hug- leiðingum hans um á hvern hátt sé unnt að ná ágóða af rekstri út- gerðarinnar í landinu upp í 50% af tekjum, eða eins og hann orðar það að h-.': iarkostnaður sé jafn heildargróc.i. Hér er um háíeitt markmið að ræða en .. .„ Ég kannast hreint ekkert við þetta. Því í ósköpunum skyldi það slíkri afkastagetu er ekki hægt að ná úr flota af þessari stærð og hljóta því allir útreikningar, sem byggjast á slíkri forsendu að vera rangir og marklausir með öllu.“ Þetta er engin niðurstaða, held- ur einungis órökstudd fullyrðing. Hér er einnig öllu snúið við forsendum og niðurstöðum. Rök- réttara væri að skrifa t.d. Slík niðurstaða (700 þús tonna afli með 36 þús tonna flota) hlýtur að byggja á röngum forsendum eða eitthvað í þá áttina. „Sú fullyrðing stenzt ekki að eitt skip geti fiskað jafn mikið og fjögur skip nú, svo sem fram kemur í viðtalinu við E.J.“ Rökleysa og talnafölsun er þetta! Mín niðurstaða að eitt skip geti þegar fiskstofnarnir hafa verið byggðir upp fiskað jafn mikið og 2.5 skip í dag er ekki fullyrðing heldur niðurstaða. Setning Ágústs er hins vegar ekkert annað en órökstudd full- yrðing. Með reiknifræðilegum hókus pókus breytir Ágúst einnig 2.5 (40% aflaaukning með 44% flotaminnkun) í 4. Þannig er reynt að gera niðurstöðurnar tortryggi- legar. „í upphafi segir Ragnar Árna- son: Frjáls nýting sameiginlegrar auðlindar leiðir ávallt til of mikill- ar sóunar eða með öðrum orðum lítillar arðsemi. — Ég er ekki sammála því að hér sé um algild sannindi að ræða og fullyrði að sú framþróun, sem orðið hefur hér á landi s.l. áratugi í fiskveiðum, stafi einmitt af því að á sókn okkar hafi ekki verið settar höml- ur svo heitið geti.“ í mínum fyrirlestri var nánast sama setningin: Ljóst er að frjáls og óhindraður aðgangur að auð- lindum sjávar leiðir til núll ágóða. Ég er hissa á að Ágúst skuli ekki sjá þessi augljósu sannindi. Þetta tal hans um framþróun styður aðeins það sem hér er sagt. Flestir mundu þó kalla sístækkandi skipaflota, síminnkandi afla á sóknareiningu, stöðugan taprekst- ur útgerðar, hruninn síldarstofn og stórminnkaða botnfiskstofna öfugþróun og sóun en ekki fram- þróun. Ástæðan er vissulega sú sem Ágúst tiltekur. „Broslegt er að sjá hve vel þeir treysta reiknilíkönum sínum.“ Kímnigáfa Ágústs er hans eigið mál en hvernig kemur hann þess- ari setningu heim og saman við þá næstu? „Ragnar telur ennfremur að við þurfum að minnka sóknina um 40—65%.Hvora töluna hann að- hyllist kemur ekki fram, en ljóst er að sú óvissa sem fram kemur í þessum tölum er meiri en svo að útreikningarnir geti talist mark- tækir." Telji Ragnar að minnka þurfi sóknina um 40—65%, þá aðhyllist hann að sjálfsögðu ekki aðra hvora töluna. Af allri þeirra enda- leysu sem um þessi mál hefur verið ritað hlýtur þessi fullyrðing Ágústs að niðurstaðan 40—65% geti ekki talist marktæk af þvíað of langt sé milli 40 og 65 að vera sú alvitlausasta. Við því er auðvitað ekkert að segja að allt sem heitir stærðfræði, línurit, óvissur og þess háttar er mörgum lokuð bók. Þeir menn geta vissulega verið jafnnýtir þjóðfélagsþegnar fyrir það og jafnvel ágætis viðskipta- fræðingar. En ættu þeir að vera að taka að sér að gagnrýna fræðilega útreikninga? „Niðurstaðan úr því dæmi (þ.e. veiðileyfasölu) yrði nákvæmlega sú sama og ef ríkið veldi útgerðar- fyrirtæki og skip til að annast sóknina." Hagfræðiskilningur Ágústs virðist ekki upp á fleiri fiska en stærðfræðiskilningur hans. Full- yrðingin er jafn órökstudd og aðrar fullyrðingar Ágústs, enda hvernig gæti nokkur heilvita mað- ur rökstutt það að sala veiðileyfa sé nákvæmlega sama og úthlutun þeirra til útvaldra? Fyrir utan allar þessar rang- færslur og skilningsleysi er grein Ágústs blanda af samlíkingum út í hött: „Góður og gegn útgerðarmaður orðaði þetta á þann veg, að fyrir nokkrum dögum hefði hann verið í laxveiði, þrjár stangir hefðu verið í ánni og á eina hefðu fengist tveir laxar, á aðra þrír og á þá þriðju einn. Samkvæmt kenningum reiknimeistaranna hefðu þá feng- ist 6 laxar á eina stöng." og vitleysu: „Frá því hagfræðingum hins opinbera tókst að finna núllið í útgerðarrekstrinum hafa allar aðgerðir ríkisvaldsins miðast við að halda útgerðinni þar.“ Merkilegast af öllu er þó að Ágúst er sammála því sem mestu máli skiptir: „Það er mín skoðun að flotinn sé orðinn of stór og sú staðreynd blasti þegar við fyrir nokkrum árum. Ég er þess fullviss að hefði verið gripið í taumana t.d,- árið 1976 varðandi kaup á nýjum tog- urum, þyrfti ekki að takmarka sóknina nú í þorskstofninn." Betra seint en aldrei! Er þá ekki sjálfsagt að stöðva öll togarakaup nú og minnka flotann niður í þá stærð sem hann var 1976. Síðan má halda áfram. Jafnvel aftur til 1950. Afturför er óskemmtileg, en vitleysur verður að leiðrétta. Nýiabíó: Endurholdgun djöfulsins og áform hins illa „DAMIEN, fyrirboðinn 11“ nefnist mynd sem Nýja bíó sýnir um þessar mundir. Mynd þessi er framhald myndarinnar „Fyrirboðinn“ sem sýnd var hér fyrir einu og hálfu ári. Framleiðandi myndarinnar er Harvey Bernard ásamt Charles Orme. Leikstjóri er Don Taylor en handritið gerðu Stanley Mann og Michael Hodgcs eftir sögu Harvey Bernards. Tónlistin við myndina er eftir Jerry Goldsmith. „Damien, fyrirboðinn II“, greinir frá ungum dreng, Damien Thorn, sem missir föður sinn með svipleg- um hætti — faðir hans er skotinn er hann reynir að drepa son sinn. Föðurbróðir Damien, Richard, tekur drenginn að sér en hann á son sem er jafngamall Damien. Er árin líða er farið að taka eftir því að einkennilegir hlutir fara að gerast í sambandi við Damien en enginn veit í rauninni hvernig áhrif hann hefur á umhverfi sitt; þó eru ýmis dauðsföll sett í samband við nærveru hans. Upptaka myndarinnar „Damien, fyrirboðinn 11“ hófst í október árið 1977. En allt gekk á afturfótunum og gekk taka myndarinnar óvenju seint vegna ýmissa óhappa sem urðu. „Það er enginn vafi á því að þetta eru hin iilu öfl sem hindra okkur," sagði Bernard leikstjóri. En það eru einmitt þau öfl sem hann reynir að fletta ofan af í myndinni og sýnir fram á endurholgun djöfulsins með- al okkar. „En ég bið til Guðs að hið góða afl í heiminum megi sigra," sagði leik- stjórinn. Með aðalhlutverkin fara William Holden, Lee Grant, Jonathan Scott- Taylor og Robert Foxworth. Jonathan Scott-Taylor sem leikur Damien og Lee Grant i hlutverkum sinum í kvikmyndinni „Damien, fyrirboðinn II“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.