Morgunblaðið - 20.09.1979, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1979
29
fclk í
fréttum
...að niðurlotum kominn
+ ÞESSI mynd er tekin af Carter Bandarikjaforseta nokkru áður en
hann varð að hætta þátttöku i trimmhlaupi um hæðótt og erfitt
landsvæði, ekki langt frá sumarbústað sinum i Camp David á
laugardaginn var. í myndartextanum segir að svo sé að sjá sem
forsetinn neyti siðustu krafta sinna i hinu erfiða hlaupi. Forsetinn
var fluttur heim i sumarbústað sinn, en hann hefur oft komið við sögu
t.d. i sambandi við heimsfréttir á stjórnmálasviðinu. Carter hafði
fljótlega jafnað sig og töldu liflæknar forsetans að honum myndi ekki
hafa orðið meint af áreynslunni.
Húsmœður
með brugðin
kökukefli
+ HÚSMÆÐUR i vigahug. Þessi
mynd er frá mótmælaaðgerðum
húsmæðra í Nýju Deli, höfuð-
borg Indlands, fyrir skömmu.
— Húsmæður mótmæltu i fjöl-
mennri göngu verðhækkunum á
matvörum. Þar hefur jarðhnetu-
olia, sem mun vera mikið notuð
til matargerðar á heimilum,
hækkað um fimmtiu prósent á
siðustu 6 mánuðum. Voru kon-
urnar mjög háværar i þessari
kröfugöngu, höfðu á lofti auk
kröfuspjalda hvers konar bús-
muni. Sjá mátti þær margar
láta ófriðlega með kökukeflin
sin. Þess er getið i myndatextan-
um, að fyrir hálfu ári hafi
kilógrammið af jarðhnetuoli-
unni kostað sem svarar G dollur-
um (2280 isl. krónur) en nú sé
kilóið komið upp i nær 9 doilara
(eða nær 3400 krónur)
«*
Steiger í
Mússólíni-
kvikmgndum
+ KVIKMYNDALEIKAR-
INN Hod Steiger fór með
hlutverk Bentio Mussolinis í
kvikmynd, sem gerð var
fyrir um 5 árum. Fjallaði
hún um síðustu daga hins
italska einrœðisherra áður
en italskir skæruliðar
myrtu hann. Nú hefur Steig-
er undirritað samning við
kvikmyndafélag um að leika
í annarri Mússólíni-kvik-
mynd. Að þessu sinni á
Steiger að leika Mússóiini er
hann var á hátindi einræð-
istimabils fasista á Ítalíu. —
Leikarinn er nú 52ja ára.
Loks mun hann svo leika i
kvikmynd á móti Anthony
Quinn, sem leikur Bedúína-
foringjann „Ómar Mukht-
ar“. Myndin er frá innrás
Itala í Líbyu, en Mukhtar og
menn hans borðust þá við
itölsku innrásarsveitirnar.
+ FRANSKA lögreglan hefur nú g ert þá skipulagsbreytingu á
starfsemi sinni, að konur hafa haslað sér völl þar meðal
karlfuglanna. — Fyrir nokkru tóku franskar lögreglukonur til
starfa í sjálfri Parisarlögreglunni. Er þetta ein hinna fyrstu tuttugu
lögreglukvenna borgarinnar, sem hér er að stjórna í bilaumferðinni
í hinni æðisgengnu hraðumferð Parísarborgar. Borgin Lyon var
fyrst franskra borga tii að viðurkenna að kvenfólkið standi
karlþjóðinni ekki að baki þegar um er að ræða almenn lögreglustörf.
Lögreglukonurnar frönsku eru að öllu leyti jafnréttháar og
karimennirnir í lögreglusveitunum.
Breytt Naturelle Hárlína
3 tegundir af shampoo og hárnæringu.
Nýr lagningarvökvi með
HENNAEXTRAKT sem gefur hárinu
aukna mýkt og glans.
FÁST f SÉRVERSLUNUM.
inuu'yu
Við kynnum nýjar snyrtivörur frá
PIERRE ROBERT
Til sölu úr gömlu búi:
svartar chesterfield leðurmublur, 5 st. enskar
borðstofumublur; boröstofuborð, sex stólar, skenk-
ur, skápur og innskotsborð.
Húsgagnamiöstööin
Skaftahlíð 24.
DALE CARNEGIE
CLMMi
Kynningarfundur
Veröur haldinn í kvöld 20. sept. kl. 20.30.
aö Síöumúla 35 uppi.
Námskeiöið mun hjálpa þér aö:
Öölast HUGREKKI og meira SJÁLFS-
TRAUST.
Bæta MINNI þitt á nöfn, andlit og staöreyndir.
Láta í Ijósi SKOÐANIR þínar af meiri
sannfæringarkrafti í samræöum og á fundum.
Stækka VINAHÓP þinn, ávinna þér VIRÐ-
INGU og VIÐURKENNINGU.
Taliö er aö 85% af VELGENGNI þinni sé
komin undir því, hvernig þér tekst aö
umgangast aöra.
Starfa af meíri LÍFSKRAFTI — heima og á
vinnustað. _
Halda ÁHYGGJUM í skefjum og draga úr
kvíöa.
Veröa hæfari aö taka viö meiri ÁBYRGÐ án
óþarfa spennu og kvíða.
Okkar ráölegging er því; Taktu þátt í Dale
Carnegie námskeiðinu. í dag er þitt tækifæri.
Hringiö eöa skrifiö eftir upplýsingum í sima.
82411
Einkaleyfi á íslandi
STJÓRNUNARSKÓLINN
DAl.E C.ARNEGIf. Konráð Adolphsson.
nAmskeidin