Morgunblaðið - 20.09.1979, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1979
Eins og létt æffing hjá
Hamburger, er Valsmcnn
voru lagðir að velli
HAFI EINHVER gert sér vonir um að Evrópubikarleikur Vals og
Hamburger SV yrði spennandi og skemmtilegur, hefur hann kannski
verið í hópi þeirra fjölmörgu áhorfenda sem þegar voru farnir að
streyma burt af Laugardalsvellinum i hálfleik. Þeir sem ætluðu að sjá
sjálfan meistarann Kevin Keegan sýna að hann væri sá besti, urðu
einnig frá að hverfa án þess að hafa barið augum það sem þeir ætluðu
sér. Hamburger vann einhvern auðveldasta sigur, sem liðið hefur
liklega unnið, i þessum fyrri leik liðanna. Skoruðu Hamborgararnir
þrivegis i leiknum, en Valur aldrei, staðan i hálfleik var 2—0. Leiki
Valsarar eins í Hamborg i sfðari leiknum, er nánast vist, að þeir hljóta
hinn ljótasta skell. Það var deginum ljósara, að í fyrri hálfleik keyrðu
þýsku leikmennirnir ekki broti hraðar en þeir þurftu og i siðari
hálfleik hreinlega nenntu þeir þessu ekki lengur, vildu klára leikinn
sem fyrst og halda áfram að skoða land og þjóð.
Leikmenn Hamburger keyptu þrjú ódýrustu mörkin á útsölu Vals,
einkum voru íyrstu tvö mörkin eyrnafikja á Valsmenn. Þau komu þar
að auki á slæmum tima, snemma leiks, og nánast drápu leikinn i
fæðingu. En þó að mörkin hafi verið ódýr, þýðir það ekki, að sigur
Hamburger hafi verið óverðskuldaður. Þarna sást greinilega
munurinn á þrautþjálfuðu atvinnumannaliði annars vegar og
áhugamannaliði hins vegar, sem þar að auki á slæman dag.
Mörkin aumu
Það fyrra kom strax á 17.
mínútu. Horst Hrubesch skaut þá
frá vítateig laflausu skoti beint á
Guðmund Asgeirsson markvörð og
öllum til furðu, honum sjálfum
vafalaust einnig, lak knötturinn í
gegnum hendur honum og í netið.
10 mínútum síðar skoraði Hru-
besch aftur, skaut í fæturna á
Sævari Jónssyni og þannig breytti
knötturinn um stefnu og fipaði
veslings Guðmund. Átti hann
enga sök á þessu marki.
Maður fann til með Guðmundi
þegar hann fékk á sig fyrra
markið og sannast sagna reiknaði
maður með því að taugar hans
brystu við óhappið. Svo fór þó ekki
og áður en yfir lauk var það sá
sami Guðmundur Ásgeirsson sem
bjargaði liði sínu frá stærra tapi
með glæsilegri markvörslu. Ann-
ars er það furðulegt hjá þjálfara
Vals að skella Guðmundi inn í
liðið í leik þennan án þess að gefa
honum möguleika á að leika deild-
arleiki á undan. Það hefur vafa-
laust verið skýringin á því hversu
óöruggur Guðmundur virtist vera
framan af.
Valsmenn áttu tvö markaskot í
fyrri hálfleik sem talandi er um,
Olafur Danivals eitt frekar laust
sem Kargus varði og annað fast-
ara frá Herði Hilmarssyni varði
Kargus einnig vel.
Tveimur vítum sleppt
Wilson dómari var oft mjög á
bandi Valsmanna, þannig færði
hann út greinilegt brot Sævars
Jónssonar á Kevin Keegan, þegar
vítaspyrna virtist blasa við og
ægar öllum virtist Magnús Bergs
landleika knöttinn innan víta-
teigs var Wilson fjarri góðu gamni
og sá ekki atvikið.
Svæfandi síðari
þálfleikur
Það var greinilegt að leikmenn
Uamburger höfðu fengið skipun
um að róa leikinn í síðari hálfleik.
Gunther Netzer, framkvæmda-
stjóri félagsins, sagði í hálfleik, að
iðið mætti ekki vinna of stórt hér
á Fróni, það yrði að vera einhver
spenna fyrir þeirra eigin heima-
eik. Valsmenn voru afar lélegir,
ekkert gekk upp. Eigi að síður
'engu þeir sín bestu færi í síðari
íálfleik. Kargus var þá tvívegis
vel á verði, er Ingi Björn Alberts-
son var á ferðinni með hausinn.
Síðara tækifærið kom eftir gull-
állega sókn þeirra Atla og Guð-
mundar.
Enn sleppt víti
Enn var Wilson dómari á bandi
Vals, þegar bakverðinum (eða
útherjanum, það var oft ekki gott
að segja hvort var) Peter Hidien
var brugðið gróflega innan víta-
teigs. Ekkert annað en vítaspyrna
að sjá, en ekkert dæmt. Valsmenn
björguðu á línu og Guðmundur
Asgeirsson varði af snilld þrumu-
skot þeirra Buljan, Memmering og
Magath. Þrátt fyrir hamagang við
mark Vals í þessum tilvikum,
skiptu Hamborgararnir aldrei um
gír.
Þriðja markið
ekki glæsilegt
En þeir bættu samt þriðja
markinu við. Það var Júgóslavinn
Ivan Buljan sem skoraði markið.
Hornspyrna var tekin frá vinstri,
Keegan skallaði laglega til Hrum-
esch sem skaut af stuttu færi.
Guðmundur varði vel, en boltinn
hrökk til Buljans sem skoraði af
stuttu færi, 3—0. Þetta var á 75.
mínútu.
Liðin
Valsliðið var með ólíkindum
slakt að þessu sinni. Maður tók
varla eftir öðru í sambandi við það
en hve oft Ingi Björn var rang-
stæður. Atli, Albert, Guðmundur
og þeir allir hugsuðu margt gott
og reyndu að fara eftir því, en það
gekk bara ekki upp. Það virtist
vanta leikgleði og baráttuvilja. Ef
frá er talið fyrsta markið, má telja
Guðmund Ásgeirsson með skárri
mönnum í liðinu. Óli Dan. barðist
vel, aðrir voru ólíkir sjálfum sér.
Þýzka liðið er afar sterkt, á því
er ekki nokkur vafi og fá Vals-
menn fyrst að kynnast því þegar
síðari leikurinn fer fram og
heimavallaráhorfendurnir heimta
aftöku Valsmanna. Bakvörður-
inn/útherjinn Peter Hidien og
Júgóslavinn Ivan Buljan voru
sterkustu menn liðsins, en lítið fór
fyrir ofurstirninu sjálfu, Kevin
Keegan. Hann tók tvær eða þrjár
platspyrnur, en ekkert meira.
Annars er liðið jafnt.
í stuttu máli:
Laugardalsvöllur, Evrópu-
keppni meistaliða, Valur—Ham-
burger: 3—0 (0—2). Mörk Ham-
burger SV: Hrubesch 2, Buljan.
Spjöld: Engin.
Áhorfendur: 10.600.
Dómari: Wilson fra Norður-ír-
landi. _ irv
Horst Hrubesch sækir að Guðmundi Ásgeirssyni markverði Vals.
Hrubesch skoraði tvö mörk í leiknum í gær. Siðustu þrjú keppnistíma
bil hefur hann skorað 80 mörk í 1. deildarkeppninni í Þýskalandi, og
gengur hann undir nafninu skrýmslið. Ljósmynd KrlxtjAn.
allir vildu þeir fá eiginhandaráritun. Þá biðu stórir hópar af ungum
stúlkum kappans er hann var á leið inn i rútuna sem keyrði Ieikmenn
Hamburger. Allar hrópuðu þær i einum kór Keegan, Keegan, Keegan.
Sagt
eftir
leikinn
Nemes, þjálfari Vals:
— Þetta var nokkuð vel leikinn
leikur af okkar hálfu, þó sérstak-
lega síðari hálfleikur. Við vorum
mjög óheppnir að fá á okkur tvö
fyrstu mörkin. Það má ekki
gleymast þegar hugsað er um
leikinn, að Hamburger er eitt
besta lið í Evrópu í dag. Frammi-
staða Vals er því góð og mun betri
en frammistaða íslenska lands-
liðsins á dögunum á móti Aust-
ur-Þjóðverjum. Þetta lið er miklu
betra en austur-þýska landsliðið.
Zebec, þjálfari Hamburger S.V.
— I kvöld sáum við muninn á
áhugamannaliði og atvinnu-
mannaliði. Við gerðum það sem
við ætluðum, að tryggja okkur
áfram í næstu umferð. Það var
mikilvægt að skora tvö mörk svo
snemma í leiknum. Við eigum
erfiðan leik fyrir höndum í deild-
arkeppninni á laugardag á móti
Frankfurt á útivelli, svo að það
var eðlilegt að leikmennirnir
tækju lífinu með ró á köflum. —
Eg á von á því að við sigrum
auðveldlega í Hamborg. Lið Vals
er gott af áhugamannaliði að vera
og leikmenn börðust allan tímann
vel og gáfust ekki upp. Vörnin hjá
okkur er mjög góð og því varla von
að þeim tækist að skapa sér mörg
marktækifæri í leiknum.
Guðmundur Ásgeirsson, mark-
vörður Vals:
— Mig vantar tilfinnanlega
leikreynslu, það hefði munað
miklu fyrir mig að hafa fengið
2—3 leiki í 1. deildinni áður en ég
var látinn leika þennan mikilvæga
leik. Fyrsta markið var mikið
slysamark. Þegar boltinn kom við
jörðina var geysilegur snúningur á
honum og ég náði ekki að halda
honum og missti hann í netið.
Hreint út sagt sárgrætilegt. Ann-
að markið var líka óheppni, bolt-
inn breytti stefnu af Sævari Jóns-
syni og fór í netið, ég kom engum
vörnum við.
Kevin Keegan, knattspyrnumað-
ur Evrópu:
— Við vorum hálfdaufir í þes«-
um leik. Sigur okkar var nokkuð
öruggur en lið Vals er gott af
áhugamannaliði að vera. Margt af
því sem þeir gerðu var laglegt og
hugsun á bak við það. Hins vegar
er oft það mikill munur á áhuga-
mannaliðum og atvinnumannalið-
um að hætt er við að leikirnir
verði ekki skemmtilegir. Við eig-
um erfiðan leik í deildinni strax á
laugardag á útivelli og því er hætt
við að við höfum verið að spara
okkur.
Ingi Björn Albertsson.
— Ég er ánægður með leikinn.
Við hefðum átt að sleppa með 1—0
tap. Þetta eru mjög góðir knatt-
spyrnumenn. En þar sem vörn
okkar var geysisterk gátu þeir
lítið sýnt.