Morgunblaðið - 20.09.1979, Qupperneq 36
Sími á afgreiðslu:
83033
JtUrgitnblnbit)
FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1979
Firaisk otíuhreinsunarstöð
vill viðskipti við ísland
„FINNSKI forstjórinn sagði mér,
að hann vildi gjarnan fá ísland sem
oliukaupanda og þótt hann nefndi
engar ákveðnar tölur varðandi
verð, þá sagði hann
Rotterdamverðið alitof hátt verð
fyrir okkur“, sagði Davíð Scheving
Thorsteinsson formaður Félags
islenzkra iðnrekenda í samtali við
Mbl. i gærkvöldi. Davið sagði, að
hann hefði skýrt viðskiptaráð-
herra, Svavari Gestssyni, frá þess-
um ummæium Finnans og einnig
Þórhaili Ásgeirssyni ráðuneytis-
stjóra og einnig hefði Jóhannesi
Nordal formanni olíuviðskipta-
nefndar verið skýrt frá þeim.
Davíð kvaðst hafa setið fund
norrænna formanna iðnrekendafé-
laga í Finnlandi fyrir hálfum mán-
uði. Þar var fundarmönnum m.a.
boðið að skoða fyrirtækið Neste, sem
er eina olíuhreinsunarstöðin í Finn-
landi. Forstjóri hennar, Aabe að
nafni, flutti þá hálfs annars tíma
erindi um olíumál með sérstöku
tilliti til Norðurlanda. „Þegar hann
kom að íslandi, sagði hann: Þið
kaupið alla olíuna af Rússum. Viljið
þið ekki alveg eins kaupa hana af
okkur. Ég spurði þá, hvort olía væri
föl og hvort hann gæti selt okkur
hana og sagði hann þá, að hann hefði
mikinn áhuga á slíkum viðskiptum,"
sagði Davíð. „í einkasamtali að
erindinu loknu spurði ég hann aftur
um þetta og þá staðfesti hann áhuga
sinn á olíuviðskiptum við ísland.
Kvaðst hann ætla að auka útflutn-
inginn úr tveimur milljónum tonna í
fjórar milljónir tonna á næsta ári og
kvaðst gjarnan vilja fá íslenzka
markaðinn inn í þá aukningu."
Davíð sagði, að Neste keypti um %
hráolíunnar af Rússum og um Vi af
Aröbum, einkurn frá Kuwait. Hefði
fyrirtækið nýlega fest kaup á þrem-
ur stórum olíuflutningsskipum.
Fyrsta markið
10.600 áhorfendur sáu Ham-
burger S.V. leggja Val að
velli, 3—0 á Laugardalsvell-
inum i gærkvöldi. Á mynd-
inni sést Guðmundur
Ásgeirsson markvörður
Vals horfa á eftir boltanum í
netið er fyrsta markið var
skorað.
Ljósm.:Thomas Metelmann.
Tillögur sjávarútvegsrádherra:
Kaupum hráolíu og lát
um svo hreinsa hana
Frá og með deginum í dag
kostar mánaðaráskrift dag-
blaðanna kr. 4000.- og kr.
200.- eintakið í lausasölu.
Grunnverð auglýsinga verður
kr. 2.400.- pr. dálksentimeter.
Með þessari hækkun hefur
verið tekið tillit til ýmissa
kostnaðarhækkana i sumar
fram til 1. september. Áskrift-
arverð í september verður þá
kr. 2.500.- vegna útgáfustöðv-
unar hluta mánaðarins.
— ísland gerist strax aðili að Alþjóðaorkumálastofnuninni
„ÉG TEL AÐ við eigum nú alveg tvímælalaust að endurskoða okkar stefnu i olíuinnkaupum og þær
tillögur, sem ég hef lagt fram i rikisstjórninni, eru þess efnis, að við hverfum frá svo einhæfum viðskiptum,
sem við höfum stundað og tökum þess i stað virkan þátt í olíuviðskiptum á sem breiðustum grundvelli,“
sagði Kjartan Jóhannsson sjávarútvegsráðherra, er Mbl. spurði hann í gær um efni þeirra tillagna, sem
blaðið skýrði frá i gær, að hann hefði lagt fram i rikisstjórninni. „Það er út af fyrir sig ekkert nýtt að ég
haldi þessu fram,“ sagði Kjartan. „Um áramótin skrifaði ég viðskiptaráðherra bréf, þar sem ég hélt fram
nauðsyn okkar á þvi að kanna oliukaup með öðrum hætti en hingað til hefur tíðkast.“
Kjartan kvaðst ekki geta farið
út í efnisatriði tillagna sinna, en
samkvæmt þeim upplýsingum,
sem Mbl. hefur aflað sér, eru þær
m.a. mjög byggðar á niðurstöðum
í skýrslu olíuviðskiptanefndar.
Kjartan leggur til, að í viðræð-
um í Moskvu í næstu viku, þar sem
m.a. verður rætt um olíukaup á
næsta ári, verðir megináherzlan
lögð á það að breyta verðviðmið-
uninni og í stað viðmiðunar við
Rotterdammarkaðinn verði miðað
við hráolíuverð á heimsmarkaði
og síðan samið um sanngjarnan
vinnslukostnað, en í skýrslu olíu-
Nefnd til að fjalla um
síld, loðnu og kolmunna
„MÉR finnst hugmynd
færeyska fiskimálaráð-
herrans um sameiginlega
nefnd til að fjalla um
flökkufiskstofna mjög
athyglisverð og tel sjálf-
sagt að koma slíku sam-
starfi á, “ sagði Kjartan
Jóhannsson sjávarút-
vegsráðherra, er Mbl.
spurði hann í gær um
viðræður hans og Héðins
M Klein, fiskimálaráð-
herra Færeyja.
Héðin M. Klein sagði í
samtali við Morgunblaðið
að hann vonaðist til að
slík nefnd íslendinga,
Færeyinga og Norðmanna
gæti hitzt í Færeyjum í
næsta mánuði. Sömuleiðis
sagði hann að drög að
nýjum fiskveiðisamningi
Færeyinga og íslendinga
lægju vonandi fyrir í lok
nóvembermánaðar.
Sjá nánar á blaðsíðu 3.
Héðin M. Klein sjávarútvegs-
ráðherra Færeyja lyftir mynd-
arlegum „aldamótakarfa“ i
heimsókn sinni í frystihús
ísbjarnarins í gær. Með honum
á myndinni er Ingvar Vil-
hjálmsson forstjóri fyrirtækis-
ins. (Ljósm. Emilía).
viðskiptanefndar mun einmitt
bent á fordæmi slíkra samninga af
hálfu Rússa við ríki í V-Evrópu.
Varðandi frekari olíukaup okk-
ar, leggur Kjartan til að leitað
verði sem víöast eftir samningum
um kaup á óhreinsaðri olíu með
OPEC-verðmiðun, sem síðan yrði
hreinsuð annars staðar, en í
V-Evrópu munu nú talsverðir
möguleikar á hagstæðum samn-
ingum um olíuhreinsun vegna
ónotaðrar framleiðslugetu olíu-
hreinsunarstöðva.
Þá leggur Kjartan til að ísland
gerist þegar í stað aðili að Al-
þjóðaorkumálstofnuninni og að
komið verði á fót stofnun hér á
landi, sem gæti hagsmuna okkar á
alþjóðamarkaði og sinni aðildinni
að Alþjóðaorkumálastofnuninni,
en henni mundu m.a. fylgja aukn-
ar olíubirgðastöðvar í landinu.
Hefur Kjartan bent á þá leið, að
ríkið og olíufélögin verði aðilar að
þessari stofnun og þá til dæmis
helmingsaðilar.
í tillögum Kjartans er ennfrem-
ur gert ráð fyrir því að ríkis-
stjórnin leiti þegar í stað eftir
frekari upplýsingum um það,
hversu langt olíuleit við Island er
raunverulega komin og síðan verði
óskað eftir samningum við hæfa
aðila til þess að halda starfinu
áfram.
Loks leggur Kjartan til að við
frekari orkuframkvæmdir innan-
lands verði höfð hliðsjón af því,
hvar fá megi olíu með sem
hagstæðustum kjörum, þannig að
orkusala okkar verði ákveðin með
olíuinnflutning í huga.
Þessar tillögur Kjartans átti að
ræða á ríkisstjórnarfundi í dag,
þar sem jafnframt verður gengið
frá skipan þeirrar nefndar sem fer
til Moskvu um helgina til að ræða
viðskipti okkar við Sovétmenn.
Eldur í húsi:
Mæðgur í
sjúkrahús
MÆÐGUR 38 og 4 ára voru
fluttar á Borgarspitala og
Landspítalann í gærkvöldi
eftir að reykkafarar höfðu
náð þeim út úr risi húss þar
sem eldur kom upp.
Slökkviliðið var kvatt að
Veghúsastíg 3 í Reykjavík
klukkan 21:03 í gærkvöldi. Þeg-
ar slökkviliðsmenn komu að
logaði eldur í eldhúsi á hæð
hússins, sem er timburhús,
kjallari, hæð og ris og lagði
reykhaf frá eldhúsinu. Reyk-
kafarar fóru upp i risið, þar
sem vitað var af fólki og fundu
þeir mæðgurnar í herbergi,
sem er yfir eldhúsinu.
Skamma stund tók að
slökkva eldinn. Þriðji íbúinn,
13 ára piltur, var fjarverandi.