Tíminn - 26.06.1965, Side 5

Tíminn - 26.06.1965, Side 5
LAUGARDAGUR 26. júní 1965 Otgefandl: FRAMSOKNARFLOKKURINN Framlcvæmdastiórl- Kristján Benediktsson rtitstiórar pórnrinn Þórarinsson (ábi Andrés Kristjánsson. Jón Helsason oa Indriði G Þorsteinsson °killtrúl ritstjórnar Tómas Karlssor. Aug lýsingastj Steingrlmui Glslason Ritstj skrifst.ofui liddu búsinu slmaT 18300- 18305 Skrifstofur Bankast.ræt) Af greiðslusimi 12323 Auglýstngaslml 19523 Aðrar skriistofur slml 18300 Askriftargjald kr 90 00 á mán mnanlands t lausasölu kr 5.00 eint - Prentsmiðjan EDDA h.f Óverjandi hömlur Stjórnarblöðunum gengur illa að verja þá ákvörðun, að Stofnlánadeild landbúnaðarins er bannað að iána á S '.ma ári nema til þess, sem hún kallar eina framkvæmd. í verki verður þetta þannig, að bóndi, sem hyggst byggja fjós og hlöðu, fær aðeins lán út á aðra bygg- inguna, enda þótt þær séu sambyggðar. Þá er og sá fyrir- vari látinn fylgja, að Stofnlánadeildin áskilji sér rétt til að lána aðeins tvo þriðju af því, sem áður hefur verið venja. Það er augljóst, að hér er markvisst stefnt að því að draga úr framkvæmdum landbúnaðarins. Þessar hömlur bitna einkum á þeim bændum, sem verst eru settir og skemmst eru komnir. í stað þess að verja þetta beint. reyna stjórnarblöðin að beina umræðunum inn á aðrar brautir. Mbl. hampar enn á ný gömlum rógsögum, að lánasjóðir landbúnaðar ins hafi verið tómir, er vinstri stjórnin lét af völdum. Þvert á móti var þó hagur þeirra góður þá, en núv. ríkisstjorn spdlti honum með gengisfellingum, því að hún lét lánasjóði landbúnaðarins vera einu sjóðina, er ekki fengu gengistap bætt. Þá segja stjórnarblöðin, að þeim farist ekki að tala, sem vilja svipta lánasjóðina bændaskattinum. Þessi skatt- ur verður sennilega í kringum 15 millj. kr. í ár og er það ekki lítill baggi fyrir bændastéttina og þó einkum fyrir þá bændur, sem verst eru settir. En þótt þetta sé þungur baggi á bændum, ætti Seðlabankanum að vera næsta auðvelt að útvega Stofnlánadeildinni þessar 15 millj. kr. að láni, þar sem frysta spariféð nemur orðið allmikið yfir einn milljarð kr. Það þyrfti því ekki að draga úr lánveitingum Stefnlánadeildarinnar, þótt bændaskatturinn væri felldur niður. Nokkuð var líka það, að fram til valdatíma núv. ríkisstjórnar var lána- sjóðum landbúnaðarins séð fyrir starfsfé, án nokkurr- ar slíkrar skattlagningar. Þessir útúrdúrar stjórnarblaðanna bæta því ekki mál- stað þeirra, sem þrengja að landbúnaðinum með hinum nýju fjárfestingarhömlum. Þessir útúrdúrar sýna aðeins að stjórnarblöðin treysta sér ekki til að verja þær og hafa þau þó ekki kallað allt ömmu sína í þeim efnum, stjórnarblöðin sanna þannig sjálf, að þessar hömlur eru óverjandi. Mbl. og alúmínmálið Mbi. segir í forustugrein í gær, að Tíminn hafi sagt, að ríkisstjórnin muni ganga að hverjum þeim samnings- kjörum, sem fáanleg eru í alúmínmálinu svonefnda. Hið rétta er, að Tíminn hefur sagt, að skrif Mbl. bentu til þess, að ríkisstjórnin væri reiðubúin til að ganga að hverju, sem væri í þessum efnum. Ályktun þessa hefur Tíminn dregið af því, hvernig Mbl. hefur lofsungið tilboð alúmínhringsins. Seinast í gær, segir lika Mbl, að Alþingi verði að afgreiða þetta mál jákvætt. Halda menn, að það geri alúmínhringinn þægari í samningum, að stærsta blað landsins skuli þannig krefjast þess að málið verði afgreitt jákvætt áður en aðalsamningar hefjast og ekki er vitað til fulls um það, sem í boði kann að verða? Mbl. styrkir sannarlega ekki samningsaðstöðu ríkis- stjórnarinnar með slíkum skrifum. En þau eru heppileg fyrir binn erlenda hring. TIMINN W"- • • •' Tj.Ti • • 1 W ERLENT YFIRLIT Krag segir umdeilda setningu Ætlar hann að styðjast við flokk Aksel Larsens eða ekki? Jens Otto Krag, forsætisráðherra, ásamt konu sinni. FYRIR nokkrum dögum lauk 29. flokksþingi Sósíaldemókrata í Danmörku. Þing þetta fór vel fram, deilur voru litlar á yfirborðinu, og Krag forsæt- isráðherra var einróma endur- kjörinn formaður flokksins. Það hefur því heldur dregið úr þeim spám, að Sósíaldemó- kratar kunni bráðlega að skipta um foringja og setja Per Hækkerup utanríkisráð- herra á oddinn. Helzti gallinn á Krag er sá, að hann hefur Iítil tengsli við verkalýðshreyf inguna og er ekki mælskumað- ur á borð við ýmsa fyrri leið- toga Sósíaldemókrata, þótt hann sé eigi að síður vel máii farinn. Hann hefur hins vegar reynzt allslyngur samn- ingamaður. Hækkerup er að- sópsmeiri, en hann hefur engu nánari tengsli við verkalýðssam tökín en Krag. Af líklegum for ingjaefnum hjá Sósíaldemókröt um eru nú oftast nefndir Erl- ing Dinesen, vinnumálaráð- herra og K. B. Andersen menntamálaráðherra. ÁÐUR en flokksþingið kom saman, hafði nokkur athygli beinzt að því vegna ályktunar, sem hafði verið samþykkt á fun£(jtj£é}j|g§ hPgra Sósíaldemó- krataS Kaupmannahöfn. Álykt- un þessi var í stuttu máli sú, að skorað var á flokkinn að viðurkenna Sósíalistiska þjóð- flokkinn (flokk Axel Larsens) á þann veg, að atkvæði þing manna hans væru reiknuð með, þegar ná þyrfti meiri- hluta í þjóðþinginu, engu síð ur en atkvæði þingmanna úr borgaralegu flokkunum. Með ályktun þessari var hreyft viðkvæmasta deilumál- inu í flokknum og einu eld- fimasta deilumáli danskra stjórnmála. Af hálfu íhalds- manna og Vinstri manna hefur mikið kapp verið lagt á þann áróður, að Sósíaldemókratar og flokkur Aksel Larsens myndu taka höndum samaij, ef þeir fengju meirihluta á þingi og þannig yrði mynduð róttæk sósíalistastjórn í Danmörku. Sósíaldemókratar hafa reynt að hamla gegn þessum áróðri með Því að lýsa yfir því, að þeír myndu aldrei taka upp sam- vinnu við flokk Aksel Lars- ens. Fyrir seinustu kosningar gekk Krag svo langt að bæta því við, að Sósíaldemókratar myndu ekki láta afgreiðslu neinna stórmála á þingí velta á- stuðningi þingmanna Sósíal istíska þjóðflokksins eða m.ö. o. atkvæði þeirra yrðu ekki tal- in með meírihlutanum. Það var gegn þessari yfirlýsingu Krags, sem áðurgreindri ályktun ungra Sósíaldemókrata í Kaupmanna höfn var beint. Þeir kröfðust ekki samvinnu við flokk Aks els Larsens, heldur að stuðning ur hans yrðí þeginn á þingi við afgreiðslu mála. Þegar Krag gaf áðumefnda yfirlýsingu, var staðan á þingi þannig, að Sósíaldemókratar og Radikali flokkurinn höfðu eins atkvæðis meirihluta á þingi. Flokkamir stefndu að því að halda Þessum meirihluta áfram. í þingkosningunum, sem fóru fram síðastl. haust, glataðist þessi meirihlutí. Sósíaldemókrat ar mynduðu þá minnihluta stjórn og hefur hún hingað til byggzt á óbeinum stuðningi Radikala flokksins og tveggja liðhlaupa úr Vinstri flokknum. Þessi stuðningur er alltof valt ur. Hins vegar yrði staða stjóm arinnar allt önnur, ef vikið væri frá yfirlýsingu Krags og fallizt á stefnu ungra Sósíaldemókrata í Kaupmannahöfn. Þá gætí stjórnin notið óbeins stuðnings Sósialistíska þjóðflokksins í mörgum málum. Aksel Larsen hefur nefnilega lýst yfir því, að hann vilji gjarnan veita slíkan stuðning, því að hann vilji ekkí fella stjórn Sósíal- demókrata, ef afleiðingarnar verða þær, að hægri flokkarn- ir taki við stjóminni. UNGIR Sósíaldemókratar í Kaupmannahöfn létu allítarlega greinargerð fylgja tillögu sínni. Þar segir, að Sósíaldemókratar hafi undanfarið byggt pólitík sína á því, að þeir gætu haft samvinnu við frjálslyndan mið flokk, Radikala flokkinn. Allt benti til, að fótunum væri nú kippt undan þeirri pólitík, þar sem Radikali flokkurinn væri augljóslega deyjandi flokk ur. Ýmsir létu sig nú dreyma um, að hægt yrði að fá Vínstri flokkinn til samstarfs í stað Radikala flokksins, en Þær vonir væm orðnar að litlu eða engu eftir brotthlaup Wester bys og Didrichsen. Við það hefði bílið milli Sósíaldemó- krata og Vinstri flokksins auk izt. Þannig hefðu nú viðhorf skapazt í dönskum stjómmál- um og Sósíaldemókratar yrðu að endurskoða afstöðu sina með tilliti til þess. Þetta gilti ekki sízt afstöðuna tíl Sósíalistíska þjóðflokksins. Stefnumunur hans og Sósíaldemókrata væri a. m. k. ekki í orði kveðnu meiri en svo, að samruni þess- ara flokka væri ekki óeðlilegur í framtíðinni, ef persónur og gamlir fordómar stæðu ek'kí í veginum. AF HÁLFU hægri flokkanna var sérstaklega fylgzt með því, hvort deilur risu á þingi Sós- ílademókrata út af þessari til- lögu ungra Sósíaldemókrata í Kaupmannahöfn, en formlega lá hún ekki fyrir þinginu. Auðsjáanlega var líka reynt að þræða fram hjá Þessu máli á þínginu, en vafalítið hefur það verið rætt að tjaldabaki. Til þess bendir ein setning, sem Krag sagði á þinginu og áreiðanlega mun verða langlíf, ef marka má skrif danskra blaða í dag. Krag sagði, að bein samvinna við Sósíalistíska þjóðflokkinn kæmi ekki til greina, og þetta var mjög ræki lega áréttað í ályktun þingsins. Hins vegar bætti Krag við, að atkvæði þingmanna Sósíalist- íska flokksins yrðu að sjálf sögðu talin með, þegar póli- tískar ákvarðanir væru tekn- ar á þjóðbinginu. Þótt þessi setning sé harla loðin, hafa dönsku blöðin yfirleitt túlkað hana á einn veg. Þau telja, að Krag hafi hér vikið frá yfir- lýsingu sinni fyrir kosningarn ar og gengið inn á sjónarmið ungra Sósíaldemókrata. Hvort þetta verður svo í reynd, sker reynslan að sjálfsögðu úr um. En víst er það að andstæðingar Sósíaldemókrata til hægri munu reyna að gera sér mikinn mat úr þessari setningu og gera sem mesta grýlu úr hugs anlegri samvinnu Sósíaldemó- krata og Sósíalistíska þjóði. flokksins. Hvernig, sem menn vilja túlka þessa setningu, er það jafnframt augljóst, að um þessi mál er ríkjandi veruleg ur ágrein»ngur hjá Sósíaldemó krötum. Þ.Þ. I

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.