Tíminn - 26.06.1965, Síða 11
LAUGAllDAGUR 26. júní 1965
TÍMINN
svimaði og var í þann veginn að verða sjóveik. Aftur og aftur
reyndi hann að koma hnífapörunum, diskum og bollum fyr-
ir. Það bar engan árangur — í hvert sinn rann borðbúnað-
urinn annað hvort saman í hrúgu eða þá jitt í hverja áttina.
— Veltingurinn eykst og versnar í hvert sinn, sem við breyt
um um stefnu . . . að því er virðist, segir einn liðsforingj-
anna. — Þetta zig-zag hefur komið okkur í einhvern öldudal.
Hann hafði varla sleppt orðinu, þegar skipið hentist til og
einna líkast var að það rynni niður fjallshlíð. Við héldum
okkur í það, sem næst var, og reyndum að halda fótfestunni
á meðan skipið lá á hliðinni, að því er virtist í heila eilífð.
Borð og stólar, sem bundir höfðu verið niður slitnuðu upp
og svifu hátignarlega yfir autt gólfið. Skenkurinn losnaði
einnig, og allur borðbúnaðurinn dreifðist um gólfið. Nú var
eins og okkur væri lyft hátt upp. Skipið rétti sig við með
erfiðismunum, var á réttum kili eitt augnablik, og svo fór
að það renna niður á hina hliðina. Hávaðinn var ærandi,
þegar enn fleiri borð og stólar losnuðu. Rétt fyrir aftan
borðin voru fjórar mannverur, sem börðust við að halda sér
á fótunum. Fyir augum okkar var ein benda af handleggj-
um og fótum, og áður en við fórum á stað 1 þriðja sinn
greindi ég þær Mary Dolliver og Nancy Duncan í haugnum.
Við hlupum til, til þess að hjálpa þeim, en áður en okkur
tókst það, fundum við, hvernig við lyftumst upp á nýjan
leik og köstuðumst upp að veggnum. Án þess að fá nokkuð
að gert sáum við þær fljúga fram hjá okkur. Við réttum út
hendumar, en vorum ekki nægilega fljótar. Sem betur fór,
var stefnunni breytt og við steyptumst ekki aftur niður í
öldudalinn. Það var mikil heppni fyrir Mary, því borðfót-
ur hafði farið upp í augað á henni og augnabliks sárs-
auki og blinda hefðu getað haft alvarlegri afleiðingar fyrir
■■•
hana en varð, hefði hún þurft að veltast svona um öllu
lengur.
Klukkustundirnar, sem á eftir fylgdu, virtust eins og
dagar. Gangarnir voru allir yfirfullir af sjóveikum mönnum,
loftið var þungt og mettað af olíuþef, matarlykt og daun
frá hinum sjóveiku. Þannig var eins og margir dagar hefðu
liðið, áður en við gátum komizt upp á þilfarið aftur og
dregið að okkur ferskt sjávarloftið. Sjórinn var enn nokk-
uð ósléttur, en öllum stóð á sama svo lengi sem menn
fengu að vera úti. Hver maður á fætur öðrum, of veikir til
þess að láta sig nokkru skipta, hvort þeir lifðu eða dógu,
var borinn neðan úr lestunum og upp á þilfarið. Sumir gátu
setið uppi, en aðrir gátu aðeins legið og teygt úr sér á þil-
farinu, þar sem margt var orðið um manninn, og mennirn-
ir reyndu að hjúfra sig upp að nágrönnum sínum til þess að
halda á sér hita. Vesalings börn, hugsaði ég, þeim hlýtur að
hafa verið smalað saman eins og sauðfé. Þegar einn varð
veikur urðu allir það. Efalaust höfðu flestir þeirra aldrei kom
ið út úr heimaborgum sínum áður. Kannski voru þeir margir,
sem ekki höfðu gengið í skóm, áðu en þeir komu í herinn.
Horaður unglingur var með munnhörpu. Hann hafði verið
dauðveikur. Það mátti sjá það á því, hve gulgrænn hann var
í framan. — Heyrðu nú Luke, viltu ekki spila eitthvað fyrir
.okkur. Hann tekur fast utan um munnhörpuna, brosir og
leggur hana upp að vörunum. „Carry me back to 01‘Virg-
inny,“ heyrðist frá litlu munnhörpunni. — Þú mátt fara með
mig með þér kunningi, heyrðist vesaldarlega úr einu horn-
inu. — Hvernig væri að fá „You are my sunshine"? Það
er farið að lifna yfir mönnunum. Mary gengur fram og
stillir sér þar sem þeir sjá allir til hennar. — Við skulum
reyna að syngja „You are My Sunshine" . . . hvað segið þið
um það? Til að byrja með er hægt að heyra skæra rödd henn-
ar yfir allar hinar raddirnar, en áður en við kopium að. síð-
HÆTTULEGIR
HVEITIBRAUÐSDAGAR
Axel Kielland
46
herbergi. Það var greinilega skrúð
hús prestsins því að á veggnum
hengu nokkur lúin fataplögg. Ég
kveikti á kerti á borðinu og við
lokuðum dyrunum fram í kirkj
una og fannst sem nú værum við
særnilega örugg fyrsta kastið.
í fyrsta skipti virtist nú Rafferty
langt frá rótt, hann leit hvimandi
í kringum sig og lagðist því næst
niður aftur og sagði:
—Mér geðjast ekki að kirkj
um, sagði hann. Það er drauga
gangur í þeim.
— Hvað eigum við að gera
næst? sagði Gösta. — Mér finnst
útlitið ekki glæsilegt.
— Fyrst og fremst verðum við
að fá eitthvað matarkyns, sagði
Buddy. — Ég er með garnagaul
af hungri.
— Við verðum að bíða þangað
til birtir, sagði ég.
Gösta hristi höfuðið.
— Þá er það alveg vonlaust.
Ég hef verið í Grikklandi áður
og ég þekki þessi litlu fjallaþorp.
Ókunnugt andlit hér er geysileg
ur viðburður. Ef við vogum okkur
út að degi til lendir allt í upp
námi.
— En mat verðum við að fá.
— Þá verðum við að afla hans
núna meðan dimmt er. Kannski
ég gæti stolið hænu.
— Hvað ertu eiginlega sérfræð
ingur í mörgun greinum? sagði ég.
— Ég kann líka fáein orð í
grísku ef eitthvað ber út af get
ég bjargað mér einhvern veginn.
Kannski rekst ég á almennilegan
mann, sem vill hjálpa okkur.
Nokkrar umræður urðu um mál
ið, en það lá í augum uppi að gæti
einhver gert þetta var það Gösta.
Ef Þjóðverjar stöðvuðu hann gat
hann að minnsta kosti talað þýzku
við þá.
. —En einkennisbúningurinn
þinn! sagði ég.
Hann leitaði í fataplöggunum á
snaganum og fann gamlan jakka,
sem grænn var orðinn af elli, erm
arnar voru rifnar og sterk geitar
lykt lagði af honum, en þegar
hann var kominn í jakkann var
Gösta mjög sannfærandi. Ég held
ekki að sannur Grikki hefði get
að verið skeggjaðri og óhreinni en
forstjóri SveaStál var þá stundina.
— Kannski tekst þetta, sagði
ég. — En ég kem með þér.
— Nei, nei. Það er betra þú
bíðir hérna.
— Aldrei! Ég hef svarið að
fylgja þér í blíðu og stríðu og ég
ætla að standa við það. Auk þess
er erfiðara en þú heldur að stela
hænu.
Hann hló og tók um axlir mér
og hristi mig dálítið til og mér
líkaði það vel.
— Allt í lagi, Ann. Þá komum
við.
Við smeygðum okkur út úr
kirkjunni, læddumst með húsveggj
um niður á torgið aftur. Þorpið
var sýnilega bara þetta litla torg
og ein gata út frá því. Að öðru
leyti voru litlir kofar á víð og
dreif um þurrt flatt landið um-
hverfið. Við læddumst um nokkra
stund en urðum ekki hænsna vör.
Gösta nam loks staðar og klór-
aði sér í höfðinu.
— Við verðum að hafa upp á
einhverjum þorpsbúa. Við tökum
áhættuna að tala við hann.
—Finndu hann fyrst, sagði ég.
—Hirðirnir sofa venjulega hjá
hjörðum sínum. Það ætti ekki að
vera vonlaust.
En það tók að minnsta kosti
langan tíma og ég varð þreyttari
og þreyttari. Loks komum við að
girðingu og lítill skúr stóð rétt
við garðinn. Geitalyktin var óskap
lega sterk hér og ég kom auga á
dýrin innan við hleðsluna.
Við læddumst að skúrnum og
gægðumst inn um dyrnar og þar
lá einmitt maður og svaf á flefi í
einu horninu. Ég sá hann ekki
greinilega en hroturnar heyrði ég
vel.
— Bíddu, sagði Gösta. Svo lædd-
ist hann inn og kraup á hné við
fletið.
Hroturnar hættu skyndilega og
skelfingarhljóð heyrðust í staðinn
og Gösta tautaði einhver óskiljan-
leg orð. Kveikt var á kertisstubb
og ég sá hinn nýja kunningja okk
ar. Hann hafði grátt hár og
gróskumikið skegg og hann var
syfjulegur en reglulega vinaleg-
ur og svo virtist setn Gösta hefði
tekizt að gera honum ástandið
skiljanlegt. Ég steig inn og náung-
inn starði skelfdur á mig.
Gösta hafði sett upp hjartan-
legasta brosið sitt og hann lá á
hækjum sér og sagði hvað eftir
annað:
— Ami! Ghofaria! Kotupoulo!
— Hvað þýðir það? sagði ég.
—Kjöt, fiskur, hæna, sagði
Gösta. — Ég kann satt að segja
lítið meira.
Maðurinn hugsaði sig um langa
stund svo baðaði hann út hönd-
unum og sagði:
— Cherete!
— Cherete, sagði Gösta. Jasou!
Þetta var greinilega einhvers
konar kveðja og þegar henni var
lokið brosti Grikkinn, dillaði höfð-
inu og bunaði langa romsu sem
hvorugt okkar skildi orð af. Gösta
endurtók þolinmóður þessi þrjú
orð sem hann kunni og loks virt-
ist maðurinn skilja. Hann kinkaði
kolli, benti á Gösta og sagði spyrj-
andi:
— Arni?
— Ne, ne, sagði Gösta og kink-
aði hrifinn kolli og ég skildi að
þetta hlaut að merkja já.
Maðurinn sagði heilmargt í við-
bót, svo varpaði hann af sér skinn
feldinum, reis upp, vafði um sig
stórri geitarskinnskápu, og sjal
um höfuðiðw tók langa bogna
stafinn sinn, kinkaði kolli
til Gösta og gekk út úr skúrn-
um. Ég kom á eftir, en þá lyfti
Grikkinn hendi horfði fast á mig
cg sagði:
11
Rest best koddar
Gndurnýjum gömlu sængumar
eigum dún og fiðurheld ver
eðardúns og gæsadúnssængur
og kodda af ýmsum stærðum.
- PÓSTSENDUM _
Dún- og
fiðurhreinsun
Vatnsstlg s _ Sim 18740.
(Örfá sbref frá Laugavegi)
— Ochi! Ochi!
— Hann segir „Nei“, sagði
Gösta. — Hann vill bersýnilega
að þú bíðir hérna.
—Allt í lagi, sagði ég.
— Kannski er hann kvenhatari.
— Ég held hann vilji að þú gæt-
ir kofans meðan við erum í burtu.
Þeir fóru út og ég settist á dyra-
þrepið og beið. Kolniðamyrkur var
á og stjama sást engin. Nóttin
var mild og ekki bærðist hár á
höfði. Ég var örmagna af þreytu
og hungrið nagaði mig innan. Ég
hallaði mér upp að dyrunum, lok-
aði augunum og sofnaði strax.
Ég hrökk við þegar Gösta þreif
í öxlina á mér.
—Komdu Ann.
Ég reis upp og við gengum rak-
leitt í áttina til kirkjunnar. Gösta
hélt á böggli undir handleggnum
og ég spurði.
—Hvað fékkstu?
— Veit það ekki. Lamb býst ég
við.
— Ó, lamb! Dásamlegt!
— Við sjáum til þegar við fáum
Ijós.
— Hvernig getum við steikt
það.
— Látum hverri stund nægja
sína þjáningu. Við höfum einhver
ráð.
Við smeygðum okkur inn í
kirkjuna og læddumst í skrúðhús-
ið. Rafferty svaf, en Buddy sat við
vegginn og reykti sígarettu, hann
stökk upp þegar við komum inn:
— Hvernig gekk?
— Ljómandi. Við hittum vina-
legan gamlan mann og hann gaf
mér lamb þótt ég hefði enga pen-
inga.
— Fékkstu það ókeypis?
— Já, eiginlega. Ég lét hann fá
sokkana mína.
Mér fannst herbergið taka á rás
og snúast umhverfis mig. Ég
hiammaði mér niður og sagði:
— Þú lézt hann fá . . . hvað?
— Sokkana.
— Sokkana . . . sem ég prjón-
aði handa þér?
— Við urðum að fá mat, fjára-
kornið. Og ég þurfti ekki á sokk-
unum að halda.
Rafferty vaknaði, kastaði sér yf
ir böggulinn og fór að rífa um-
búðirnar af. Gösta leit hissa á mig:
— Hvað er að, Ann? Ertu að
gráta?
— Nei, nei, sagði ég. — Ég er
ekki að gráta.
Rafferty fór skyndilega að
bölva, svo að það tók út yfir allt
sem hann hafði látið út úr sér
áður. Buddy sagði:
— Haltu kjafti, Tek. Við erum í
kirkju.
— Lítið þið á! sagði Rafferty.