Morgunblaðið - 07.10.1979, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1979
7
Umsjónarmaóur Gísli Jónsson
19. Þáttur
Einhvern veginn brenglaðist
setning í síðasta þætti. Hún átti
að vera svo: og bregður þá fyrir
sama staglstílnum og þegar rætt
var um landvarnir landsins
(ekki: smá staglstílnum).
Svo segir í Eyrbyggju af
Fróðáundrum: „Það var tíðenda
að Fróðá það sama kveld, er
Þóroddur hafði heiman farið, að
máleldar voru görvir, og er menn
kómu fram, sá þeir, að selshöfuð
kom upp úr eldgrófinni. Heima-
kona ein kom fyrst fram og sá
þessi tíðendi. Hún tók lurk einn,
er lá í durunum, og laust í höfuð
selnum. Hann gekk þegar upp
við höggið og gægðist upp á
ársalinn Þórgunnu. Þá gekk til
húskarl og barði selinn. Gekk
hann upp við hvert högg, þar til
að hann kom upp fyrir hreifana.
Þá féll húskarl í óvit.“
Mér kom þessi frásögn af
selnum á Fróðá í hug, því að
varla hafði ég sett lokapunktinn
eftir síðasta þátt, þegar ég
heyrði enn fleiri dæmi en áður af
staglstilnum. Mun ég nú berja á
honum enn um sinn, þangað til
ég fell í óvit, ef hann gengur enn
upp við hvert högg.
I fréttum útvarpsins laugar-
daginn 29. september var skýrf
frá því að einhver blóðhundur í
Afríku hefði verið dæmdur til
dauða fyrir þjóðarmorð á þjóð
sinni, og sama daginn tilkynnir
umsjónarmaður íþróttaþáttar í
sjónvarpinu liðskipun liðanna,
sem keppa skyldu. Á ég að trúa
því að ekki dugi að segja að
maðurinn hafi verið dæmdur
fyrir morð á þjóð sinni og rétt
þyki, áður en kappieikur hefst,
að skýra frá skipan liðanna?
eigum við að sætta okkur við tal
sem slíkt að hljómburður
hljómburðartækjanna hafi verið
góður eða loðnuveiði loðnuveiði-
bátanna hafi verið mikil? Getum
við ekki sæst á að hljómburður
tækjanna hafi verið góður og
veiði loðnuskipanna mikil? Og
nú sem ég er að hamra þetta á
ritvelina, er lesið úr forystugrein
einhvers blaðs: A þetta mun
flokkurinn leggja aherslu á.
En nú skal ég vera sanngjarn
og létta barsmíð af selnum.
Staglstíllinn situr um okkur og
hefur laumast inn í málið og náð
fótfestu. Við segjumst t.d. hafa
áhuga á einhverju, við hefjum
umræður um eitthvað, hermenn
gera áhlaup á borgir og einn
maður hefur aðför að öðrum.
Þannig mætti lengi telja.
Og staglstílsmönnum til hugg-
unar má frá því greina að fár er
óskeikull, og skýst þótt skýrir
séu. Til Sveinbjarnar Egilssonar
er oft vitnað sem höfuðsnillings
um meðferð íslensks máls og
mætti allt þykja til fyrirmyndar
sem hann segði. Margfrægar eru
þýðingar hans á kviðum Hóm-
ers, en þar stendur þó: „Inni í
hallargarðinum vóx langlaufgað
viðsmjðrsviðartré (auk. hér),
það tré var fullvaxið og stóð í
blóma, og digurt sem máttsúla".
„Og aftur: „Nú veit ég eigi, kona,
hvort rúmið stendur enn kyrrt,
þar sem ég lét það, eða hefir
nokkurr maður af nýjungu
höggvið undan stofn viðsmjörs-
viðartrésins, og fært rúmið á
annan stað.“ Viður, viður og tré,
hvorki meira né minna, allt í
ama orði. Skylt er að getra þess,
að Sveinbjörn notar einnig orð-
myndunina viðsmjörstré, en af
einhvérjum ástæðum hefur
smjörviður ekki þótt duga.
Þá er að biðja lesendur lið-
sinnis eins og fyrri daginn, þegar
mér verður orðs vant. Fyrst er
að geta þess að stofnað hefur
verið félag aðstoðarfólks tann-
lækna, skammstafað FAT. Ég
hef verið beðinn að smiða sam-
heiti fyrir þetta fólk, sem mér
skilst að vinni eitthvað mismun-
andi störf. Það hefur ekki tekist,
svo að líki, og auglýsi ég nú eftir
tillögum um það.
Þá hringdi til mín Kristín
Aðalsteinsdóttir í Reykjavík og
tjáði vandkvæði fólks sem vinn-
ur á ferðaskrifstofum við útveg-
un farseðla, skipulagningu ferða,
pöntun gistirýmis og margs kon-
ar fleiri skyld störf sem sérþekk-
ingu þarf til að inna sómasam-
lega af hendi. Slíkur maður
heitir á dönsku rejsekonsulent
og á ensku travel agent. Nú bið
ég haga orðsmiði (ekki orðhaga
orðsmiði) að lá ta sér detta
eitthvað snjallt og smellið í hug.
Loks er þess getandi að Rafn
Kjartansson á Akureyri las í
frásögn af Tyrkjaráninu að á
úfnum öldum Atlantshafsins
hefðu hættur verið á hverju
strái. Þvílíkt mál hefði Snorra
Sturlusyni og Ólafi frænda hans
Þórðarsyni þótt nykrað. Björn
botnan kvað:
Illur var úthafsvegur,
andskoti langt til stranda.
Grasvöxtur geigvænlegur
grand bjó mönnum og vanda.
, □inðaosyngja
Kórskóli
Pólýfónkórsins
10 vikna namskeiö hefst í byrjun október. Kennt
verður 2 stundir í senn eitt kvöld í viku:
Raddþjálfun, æfingar í tónheyrn og nótnalestri.
Umsjón meö námsskeiöinu hefur söngstjóri
PÓLÝFÓNKÓRSINS Ingólfur Guðbrandsson.
Upplýsingar og innritun í símum 26611 á
skrifstofutíma og 43740/38955 á kvöldin. Nýir
umsækjendur, sem óska aö starfa meö Pólý-
fónkórnum í vetur gefi sig fram í sömu símum.
Pólýfónkórinn.
MYNDAMÓTHF.
AOALSTNATI • — MYKJAVIK
PKINTMYNOAGfKO
OFFSET-FILMUK OG PLÖTUK SlMI 17112
AUGLÝ SIN G ATIIKNISTOF A SlMI 1SS10
Til sölu
Volkswagen 1975
sendibíll
Nýsprautaöur og í góöu standi.
Austin Mini 1977
fólksbíll
Ekinn 13000 km. Blár. Eins og nýr. Upplýsingar í
síma 19086.
Renault 20 er bíllinn sem sameinar lipurð bcejarbílsins og stcerð og þcegindi
ferðabílsins. Bíll sem hentar íslenskum aðstceðum einkar vel.
Renault 20 er framhjóladrifinn btll, með sjálfstceða fjöðrun á hverju hjóli.
Vélin er 102 hestöfl og eyðslan aðeins 9 1 á 100 km.
Renault mest seldi bíllinn í Evrópu 1976.
RENAULT0
KRISTINN GUÐNASON HF.
SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633
Viö sýnum YAMAHA mótorhjól á laugar-
dag og sunnudag, frá kl. 1—6 í sýningar-
sal okkar aö Smiöshöföa 23.
BÍLABORG HF.
SMIDSHÖFDA 23
NAMSTEFNA
NAMSTEFNA UM
STARFSMANNASTJÓRN
Stjórnunarfélag Islands mun efna tll námstefnu um Starfsmannastjórn
flmmtudaglnn 11. október kl. 10 árdegis. Nómstefnan veróur haldin aó Hótel
Sðgu og er dagskrá hennar sem hér segir:
Setnlng námstefnunnar.
— Hðröur Sigurgestsson formaöur SFf.
Skipulag og verkefni starfsmannadellda.
— Mogens Bruun ráögjafi um starfsmannastjórn hjá Danska vinnuveitenda-
sambandlnu. (Erlndlö veröur ftutt á ensku).
Starfsmannastjórn (framleiöslufyrirtækl.
— Jakob Möller vtnnumálafulltrúl ISAL.
Starfsmannastjórn hjá Flugfélagl.
— Jón Júllusson framkvæmdastjóri stjórnunarsviös Fluglelöa hf.
Hádeglsveröur.
Starfsmannastjórn í rfklsfyrlrtækl.
— Þorgelr K. Þorgeirsson framkvæmdastj. umsýsludeildar Pósts- oo
slmamálast.
Starfsmannastjórn hjá IMB
— Otto A. Michelsen forstjórl IBM á islandi.
Samskiptl verkalýösfélaga og starfsmannadeilda.
— Guöjón Jónsson formaöur Félags járniönaóarmanna.
Hlutverk starfsmannafélaga.
— Páll Bergsson formaöur starfsmannafélags OLÍS.
Sálfræölleg próf vlö val á starfsfólki.
— Gytfl Ásmundsson sálfræölngur Kleppsspftala.
Kaffi.
Menntun og þjálfun starfsmanna.
— Baldvin Einarsson starfsmannastjórl StS.
Vlnnumarkaöurlnn
— Ólafur öm Haraldsson skrlfstofustjóri Hagvangs hf.
Pallborösumræöur
Áætlað er aö námstefnunni Ijúki um kl. 17.30.
Þátttaka tilkynnist til skrifstofu Stjórnunarfélagsins.
Nómstefna þessi er sstluð stsrfsmsnnsstjórum, frsmkvæmdsstjórum,
deildsrstjórum, forstööumönnum og öörum þeim sem hsfs meö höndum
stjórnun stsrfsmsnns.
A STJÓRNUNARFÉLAG
ISLANDS Sfðumúla 23 — Sími 82930