Morgunblaðið - 07.10.1979, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 07.10.1979, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1979 Jóhann Már Maríusson verkfr.: Landsvirkjim og vatnsbúskapur Góðir fundarmenn Ég hef verið beðinn að halda hér erindi um stöðuna í raforkumálum eins og hún blasir við í dag með hliðsjón af síðustu fréttum um slæmt ástand í vatnsbúskap Landsvirkjunar. Þó að það kunni að vera að bera í bakkafullan lækinn á þessum vettvangi, finnst mér samt tilhlýða að byrja á að gera nokkra grein fyrir fyrirtæk- inu sjálfu og þeim markaði, sem það framleiðir fyrir. Landsvirkjun er sameign ríkis og Reykjavíkurborgar, sem eiga jafnan hlut í fyrirtækinu og var hún stofnuð samkvæmt lögum um Landsvirkjun árið 1965. Sam- kvæmt þeim lögum hefur Laxár- virkjun heimild til að ganga inn í Landsvirkjun. Fyrirtækið á og rekur flestar stærstu vatnsafl- stöðvar landsins, sem eru allar á Suðurlandi. Stjórn Landsvirkjun- ar er skipuð 7 mönnum, þremur frá hvorum eignaraðila og odda- manni, sem eignaraðilar hafa komið sér saman um. Ljósifoss í Sogi var virkjaður 1937, og er því Ljósafossstöð rúmlega fertug. í Ljósafossstöð eru 3 rafalar samtals að afli 15 MW eða 15000 kW. írafoss og Kistufoss voru virkj- aðir saman, þar sem er írafossstöð og tók hún til starfa árið 1953. írafossstöð er með 3 rafala og er heildarafl þeirra 48 MW. Með írafossstöð hófst samvinna ríkis- ins og Reykjavíkur og gerðist ríkið þá meðeigandi í Sogsvirkjun. Steingrímsstöð, þar sem virkjað er fallið frá Þingvallavatni í Olfljótsvatn tók til starfa 1959. í Steingrímsstöð eru 2 rafalar og er afl þeirra samtals 26 MW. Sam- tals er því afl Sogsstöðvanna 89 MW. Þegar Steingrímsstöð var lokið varð ríkið helmingseigandi að Sogsvirkjun. Næsta stórátak í vatnsaflsvirkj- unum á Suðurlandi var bygging Búrfellsstöðvar, og var fyrsti áfangi þeirrar stöðvar tekinn í notkun árið 1969 (105 MW). Stöðin var fullgerð 1972. Afl hennar er 210 MW í 6 vélasamstæðum. Áður en seinni hluti Búrfellsstöðvar tók til starfa, varð að sjá henni fyrir miðlun til þess að hún hefði nóg vatn á veturna. Köldukvísl var veitt í Þórisvatn og byggt var lokumannvirki við Vatnsfell og skurður þannig, að hægt er að hleypa úr Þórisvatni í Tungnaá ofan Sigöldu og miðla milli árs- tíða, þ.e. safna vatni á sumrin og nýta á veturna. Þórisvatn getur geymt allt að 1000 Gígalítra (1000 millj. rúmmetra) og er þessi miðl- un undirstaða þess, að hægt sé að virkja á hagkvæman hátt í Tungnaá og Þjórsá. Áður en Búrfellsstöð tók til starfa voru margir, sem spáðu því, að ísvandamál í Þjórsá yrðu mönnum ofviða. Reynslan hefur sýnt, að þetta var óþarfa svartsýni og hafa stíflumannvirki við Búr- fell reynst vel. Allmiklu vatni verður þó að veita til ísskolunar að vetrarlagi og er það dýrmætur dropi sérstaklega eins og nú stendur á. Nauðsynlegt er að hafa ísverði við stífluna á veturna enn sem komið er. Þegar fleiri virkjan- ir koma fyrir ofan Búrfell hverfur ísahættan og ísskolunarþörfin að mestu. Næsti áfangi í virkjunarmálum Landsvirkjunar var virkjun Tungnaár við Sigöldu. Sig- ölduvirkjun er 150 MW að stærð með 3 rafölum og er hver um sig 50 MW. Var 1. vél gangsett í apríl 1977. Uppistöðulón Sigölduvirkj- unar er það stórt, að engin hætta er á ísvandamálum þar, en leki úr lóninu hefur reynst meiri en ætlað var. Þetta stendur þó til bóta, því unnið verður áfram að þéttingum og jökulvatnið mun þétta lónbotn, þegar fram líða stundir. Nú stendur yfir virkjun Tungnaár við Hrauneyjafoss, en hann er í ánni nokkrum kílómetr- um neðan við Sigöldu. Stöðin verður 140 MW með tveim vélum og er ætlunin að bæta þeirri þriðju við. Verður virkjunin þá 210 MW fullgerð. Áætlað er, að virkj- unin taki til starfa haustið 1981. Var sú tímasetning miðuð við orkueftirspurn eins og hún var áætluð á árunum 1977 og 1978, þegar framkvæmdahraði var ákveðinn. Fyrir byggingu Norðurlínu var markaðssvæði Landsvirkjunar takmarkað af Skeiðarársandi í austur, Þorskafjarðarheiði í vest- ur og Holtavörðuheiði í norður. Markaðssvæðið hefur nú breytzt verulega og þegar er komin lína allt norður um til Austurlands. Á næsta ári er áætlað, að lína til Vestfjarða verði fullgerð og þá eru einnig í gangi áætlanir varðandi Suðausturlínu þ.e. austur frá Sig- öldu sunnan jökla. Þegar þessar tengingar eru komnar á, mun Landsvirkjun framleiða inn á raforkukerfi, sem nær til því sem næst allra landsmanna. Tæplega helmingur þeirrar orku, sem Landsvirkjun framleið- ir fer til almenningsveitna þ.e. Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Raf- magnsveitna ríkisins og Rafveitu Hafnarfjarðar. Á síðastliðnu ári, árinu 1978, seldi fyrirtækið alls um 2150 GWh þar af keypti ísal um 1130 GWh, Áburðarverksmiðjan um 150 GWh og hinar almennu rafveitur 870 GWh. Orka til almenningsveitn- anna skiptist þannig, að Reykja- vík fékk 44%, Rarik 51% og Rafveita Hafnarfjarðar 5%. Öll var þessi orka forgangsorka, nema hluti af því sem Áburðarverk- smiðjan keypti, sem er ótryggð orka. Fyrri ofn Járnblendiverk- smiðjunnar, sem var gangsettur í aprfl 8.1. mun taka um 244 GWh á ári, en þegar báðir ofnarnir eru komnir í gagnið er áætlað, að verksmiðjan taki um 488 GWh/ári að meðaltali. Helmingur þeirrar orku verður ótryggð orka. ísal er að vinna að 20 MW lengingu annaars kersskálans og verða 12 MW af því afli háð ótryggri afhendingu. Fyrirtækið Landsvirkjun á að bera sig fjárhagslega og einu tekjurnar eru tekjur af orkusölu. Á hinn bóginn er ætlazt til, að Landsvirkjun selji orku á hinn almenna markað á eins lágu verði og kostur er. Fyrirtækinu er ætlað að sjá fyrir vaxandi orkuþörf hins almenna markaðar á sínu mark- aðssvæði og afla orku til annarra notenda eftir því sem um semst. Fyrirtækið verður því að sjá þessa aukningu fyrir og reisa nýjar virkjanir til að taka við, þegar framleiðslugeta hinna gömlu ann- ar ekki lengur eftirspurn. Það er í þessu sambandi mikilvægt að tímasetja virkjanir rétt. Ef t.d. Hrauneyjafossvirkjun kemur inn of snemma, þá hefur þar með tapast arður af því fé, sem liggur í virkjuninni, sem getur verið mjög dýrt. Komi virkjunin aftur á móti of seint, verður að skerða orkuaf- hendingu og jafnvel keyra olíu- stöðvar með rándýrri olíu og er það ekki síður dýrt. Það er því vandratað meðalhófið, sérstaklega þegar þess er gætt, að tímasetn- ingin byggist á forsendum, sem menn verða að gefa sér mörgum árum áður en virkjunin tekur til starfa, forsendum sem eru háðar sífelldum breytingum. Það er því ávallt nokkur áhætta tekin, þegar nýjar virkjanir eru tímasettar. Hjá Landsvirkjun er sú áhætta metin af stjórn fyrirtækisins og ákvarðanir um tímasetningu tekn- ar í samræmi við það mat. En áður en ég fer að tíunda ástandið, sem nú ríkir, langar mig að gera stuttlega grein fyrir því, hvaða forsendur m.a. lágu að baki tímasetningu Hrauneyjafossvirkj- unar. í greinargerð sem Landsvirkjun sendi eignaraðilum í febrúar 1978 var m.a. gerð grein fyrir nýjustu athugunum á tímasetningu Hrauneyjafossvirkjunar. Segir þar, að tímasetning virkjunarinn- ar sé mjög háð því, að hve miklu leyti megi reikna með Kröfluvirkj- un á fyrstu árum næsta áratugs. Þá segir einnig, að verði ekki hægt að reikna með Kröflu, nema að Iitlu leyti, sé augljóst, að nauðsyn- legt verði að flýta virkjun Hraun- eyjafoss sem allra mest. í greinar- gerð þessari er síðan gert ráð fyrir því, að Krafla geti skilað fullu afli annarrar vélasamstæðunnar (35 MW) á árinu 1981, og þótti það ekki bjartsýnt á umræddum tíma. Með þessu móti var það útleitt, að rétti tíminn fyrir Hrauneyjafoss- virkjun inn á landskerfið væri haustið 1981. Við horfumst nú í augu við þá staðreynd, að Krafla framleiðir ekki nema um 5—6 MW og þar sem orkueftirspurn virðist ekki ætla að verða minni en ráð var fyrir gert, má öllum vera ljóst, að aukist orkuvinnsla Kröflu ekki frá því sem nú er, hafa forsendur fyrir tímasetningu Hrauneyja- fossvirkjunar breytzt verulega. Ég vildi því nota tækifærið hér til að leggja áherzlu á mikilvægi þess, að Hrauneyjafossvirkjun seinki ekki frá því sem nú er áætlað, en ekki er lengur hægt að flýta virkjuninni þannig, að hún kæmi að gagni veturinn 1980/’81. En víkjum þá að ástandinu eins og það er í dag. Undanfarin ár hefur veðurfar verið fremur óhag- stætt vatnsbúskap Landsvirkjun- ar. Síðustu fimm ár hefur vetrar- rennslið við Búrfell þ.e. mánuðina okt. — apríl verið undir meðallagi áranna 1950—1979. Þá hefur sum- arrennslið þ.e. mánuðina maí — sept. verið undir meðallagi síðustu þrjú árin. Þrátt fyrir þetta hefur verið hægt að fullnægja allri orkueftirspurn með vatnsorkunni einni, ef frá eru taldar örfáar gígawattstundir, sem keyra hefur þurft olíustöðvar vegna bilana og ístruflana. Um miðjan apríl s.l. voru enn um 250 G1 eftir í Þórisvatni (565,3 m.y.s.), sem telja verður sæmilega stöðu miðað við árin á undan. Var þá hægt að hefja fyllingu aftur, því ómiðlað rennsli í ánum nægði fyrir orkueftirspurninni. I byrjun maí kólnaði hinsvegar verulega og hélst svo næstum allan mánuðinn. Til marks um þetta reyndist með- alhitinn á Hæli í Gnúpverjahreppi í maí s.l. rúmum 5° lægri en í meðalári, sem er mest í kulda frá því mælingar hófust. Þetta ásamt úrkomuleysi varð til þess, að rennsli minnkaði mjög verulega og varð nú að hleypa úr Þórisvatni að nýju og gekk svo mest allan maímánuð. Staðan í lok maí var því sú, að Þórisvatn var þá lægra en það hafði nokkru sinni verið á sama tíma áður. Þetta var þó ekki talið mjög alvarlegt, þótt ekki væri það gott og settu menn traust sitt á leysingarvatn, sumar- og haustúrkomu. Reyndin varð sú, að sá dráttur sem varð á því að vorhlýindin kæmu ollu mikilli beinni uppgufun snjóa á hálencf- inu þannig að minna varð úr leysingarvatni en ella hefði orðið og þar við bættist, að úrkoma varð lítil og sumarið stutt og kalt. í byrjun sept. sl. var því vatnsstað- an í Þórisvatni lægri en nokkru sinni áður á sama tima og um 2 m lægri en árið áður. Miðað við það, að álag er nú meira en siðastliðinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.