Morgunblaðið - 07.10.1979, Síða 15

Morgunblaðið - 07.10.1979, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1979 vetur, fannst Landsvirkjun ástandið heldur tæpt og svo þegar hleypa þurfti úr Þórisvatni strax í byrjun september í stað þess að safna vatni, eins og jafnan áður, þótti ljóst að grípa þurfti til ráðstafana, sem tækju mið af því að við værum að sigla inn í tímabil verulegs vatnsskorts. Við þetta má svo bæta, að Landsvirkjun hefur fengið þær upplýsingar hjá Veðurstofunni, að sept. s.l. hafi verið sá kaldasti, sem komið hefur í 100 ár, og einnig að sumarið júní — sept. hafi verið með köldustu sumrum á þessari öld (2° kaldara en í meðalári). í lok september var staðan sú, að Þórisvatn var um 4 m lægra en á sama tíma í fyrra (571 m.y.s.), og komi þurrasti vetur, sem áður hefur mælst, verður að skerða orkuafhendingu til viðskiptavina Landsvirkjunar um rúmar 200 GWh í vetur. Verði hinsvegar um meðalrennsli að ræða, lækkar þessi tala niður í um 100 GWh. Þegar tekið er tillit til þess, að hugsanlegt er, að það gæti komið enn þurrara ár en það, sem mælst hefur áður og einnig að ófyrirséðir atburðir geta hent svo sem skyndilegar bilanir o.fl., hefur Landsvirkjun þótt ráðlegt að hefja skerðingu á orkuafhendingu nú þegar og miða þær aðgerðir fyrst um sinn við það, að komandi vetur verði tíðarfarslega með erfiðasta móti. Ætlunin er að miða skerð- inguna fyrst um sinn við um 80 GWh fram að jólum, en það þýðir u.þ.b. 200 G1 sparnað í Þórisvatni miðað við, að öll sú orka yrði tekin úr vatninu, eða sem svarar um 3 m í vatnshæð. Landsvirkjun hefur nú þegar minnkað orkusölu til stóriðjufyrirtækjanna í samráði við þau. Ástandið hefur verið reifað fyrir þessum aðilum, sem hafa sýnt málinu skilning og brugðizt við á mjög jákvæðan hátt. Er það von Landsvirkjunar, að með þessu þóti verði komizt hjá niðurskurði hjá almenningi í vetur og nægja muni að hvetje menn til sjálfviljugs rafmagnssparnaðar. Enginn veit þó sína ævina fyrr en öll er. Mun Landsvirkjun fylgj- ast mjög náið með framvindunni og grípa til frekari aðgerða eða slaka til eins og henta þykir. Sú spurning hlýtur að vakna, hvort sjá hefði mátt það veðurlag fyrir sem nú ríkir og hverjar líkur séu á áframhaldandi kuldum og þurrviðri fram að gangsetningu Hrauneyjafossvirkjunar. Víst er um það, að nokkrar ábendingar hníga í átt til kólnandi veðurfars og þar með þurrka, en nokkur fylgni er þarna á milli. Sumir veðurfræðingar álíta t.d., að kringum 1966 hafi orðið þáttaskil í veðurfari hér á landi og kólnað nokkuð síðan. Það verður að telj- ast líklegt, að síðustu ár hafi jöklar rýrnað minna en áður, en samkvæmt lauslegri áætlun er þáttur jöklarýrnunarinnar í rennslinu um 15—30 m3/sek í Þjórsá við Búrfell og er það um 5—10% af heildarrennslinu. Með þetta í huga má segja, að með því að líta á mælingar okkar frá 1950 fáist fullhagstæð mynd af fram- leiðslugetunni, en þess ber þó að geta, að einhver vatnsminnsti vetur sem skýrslur okkar sýna er einmitt veturinn 1950—’51, en það er um miðbik einhvers mesta hlýviðrisskeiðs, sem hér hefur ríkt frá þjóðveldisöld. Með hliðsjón af ofanrituðu, sem tæplega getur talizt fullsannað enn sem komið er, kann að vera, að líkur fyrir slæmri tíð séu nokkru meiri en hingað til hefur verið álitið. Mér hefur nú orðið tíðrætt um veðurfarið og erfiðleika Lands- virkjunar á líðandi stund. Það er því kominn tími til að víkja að léttara efni þ.e., hvort ekki séu aðrar leiðir til úrbóta en eintómar skammtanir á rafmagni. Ég ætla því að ljúka máli mínu á því að skýra frá hugmyndum, sem Landsvirkjun er nú að velta fyrir sér um aðgerðir, sem virðast geta komið að góðu gagni til hjálpar í vatnsbúskap komandi tveggja vetra fram til Hrauneyjafoss- virkjunar. Landsvirkjun hefur ákveðið, að ráðast í garðabyggingar í Þjórsá ofan Búrfells nú þegar í haust. Er tilgangurinn sá að þrengja farveg árinnar á um 4 km vegalengd og minnka á þann hátt ísmyndun og tilsvarandi ísskolunarþörf við Búrfell. Reynsla af samsvarandi görðum, sem þegar hafa verið byggðir á undanförnum árum í Þjórsá og Tungnaá hefur verið mjög góð. Teknar hafa verið upp viðræður við Laxárvirkjun um möguleikana á því að setja gufustöðina í Bjarn- arflagi (3MW) upp að nýju, en nú mun vera að koma gufa til þess að knýja þá stöð eftir að nýja borhol- an fyrir Kísiliðjuna tekur til starfa. í viðræðum Landsvirkjunar við Hitaveitu Suðurnesja hefur komið í ljós, að Hitaveitan telur sig geta komið 6 MW jarðgufustöð í Svartsengi í gagnið jafnvel fyrir veturinn 1980. Allt útlit er nú fyrir, að þessi stöð gæti sparað sem svarar framleiðslugetu sinni í olíukeyrslu veturinn 1980—’81, og mundi þannig geta borgað sig upp á einum vetri. Landsvirkjun hefur nú sent iðnaðarráðuneytinu bréf, þar sem hvatt er til að í þessa framkvæmd verði ráðizt, enda sé gert ráð fyrir því, að samkomulag náist milli Hitaveitunnar og Landsvirkjunar um rekstrarform- ið. Möguleikar á því að veita meira vatni til Þórisvatns hafa verið athugaðir og virðist vera, að unnt sé að ná nokkru meira vatni til Köldukvíslar en nú er. Ekki mun þó ráðlegt að fara í þær fram- kvæmdir á þessu ári, en fyrir HÁDEGISVERÐARERINDI í ROTARYKLÚBBI REYKJAVÍKUR 3. OKT. 1979. 15 veturinn 1980—’81 ætti það að vera unnt og eru góðar líkur á, að hér sé um mjög hagkvæmar fram- kvæmdir að ræða. Svo er það blessuð Krafla, en margir telja nú augljóst, að rétt sé að bora fleiri holur þar. í því efni verður þó að hafa í huga að taka áhættuna um borárangur inn í myndina. Ég læt nú staðar numið í þess- ari upptalningu, þó fleira mætti tína til, en margt smátt gerir eitt stórt. Góðir fundarmenn, enda þótt næstu tveir vetur kunni að verða erfiðir í raforkubúskapnum er ég bjartsýnn á, að þeir erfiðleikar verði yfirrunnir með skynsamleg- um ráðstöfunum og sú reynsla, sem af þeim fæst eigi eftir að nýtast til aukins öryggis í áætl- anagerð um framtíðarvirkjanir. Vikulcgir hádegis- tónleikar í Söng- skólanum SÚ nýbreytni verður tekin upp í borgarlífinu í vetur að í hádeginu hvern miðviku- dag verða haldnir tónleikar ýmissa listamanna í Tón- leikasal Söngskólans í Reykjavík að Hverfisgötu 44. Söngskólinn hefur nú fengið þennan sal til um- ráða, en áður var þar m.a. samkomusalur Fíladelfíu- safnaðarins. „Þessir tón- leikar,“ sagði Garðar Cortes söngvari og skólastjóri Söngskólans, „eru ætlaðir fyrir alla sem áhuga hafa á tónlist og við vonumst eftir því að fá ekki aðeins þá sem sækja reglulega tónleika, heldur einnig þann mikla fjölda tónlistarunnenda, sem að öllu jöfnu sækja ekki tónleika. Tónleikarnir munu standa yfir frá kl. 12.10 til 12.50, eða í 40 minútur og það er upplagt fyrir fólk að slá til, sleppa jafnvel hádegismatnum og koma í Söngskólasalinn. Þar er t.d. hægt að fá keypta súpu, kaffi, te, mjólk og aðra hressingu af smærri gráðunni.“ Allir miðvikudagar til ára- móta eru skipulagðir og hef- ur Garðar gert það, en fyrstu tónleikarnir verða n.k. mið- vikudag 10. okt. Þá mun Rögnvaldur Sigurjónsson píanóleikari halda tónleika. Hann mun leika verk eftir Beethoven, Schumann og Chopin. Síðan munu eftirtaldir listamenn koma fram á há- degistónleikunum 17. okt. Mauela Wiesler flautuleikari, 24. okt. verða ljóðatónleikar Önnu Júlíönu Sveinsdóttur með undirleik Láru Rafns- dóttur, 31. okt. verða tónleik- ar Sigurðar Snorrasonar klarinettleikara og Hrefnu Eggertsdóttur píanóleikara, 7. nóv. ljóðatónleikar Más Magnússonar við undirleik Jónínu Gísladóttur, 14. nóv. verða tónleikar Guðnýjar Guðmundsdóttur fiðluleikara og Halldórs Halldórssonar píanóleikara, 21. nóv. leikur Jónas Ingimundarson píanóleikari, 28. nóv. íslenzki blásarakvintettinn, 5. des. Kristján Þ. Stephensen óbóleikari og Kolbrún Sæmundsdóttir píanóleikari, 12. des. Strengjakvintetts- tónleikar og 22. des. flytur Kór Langholtskirkju jólalög undir stjórn Jóns Stefáns- sonar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.