Morgunblaðið - 07.10.1979, Page 17
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1979
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1979
|ílOV£\U Útgefandi Rfrliifeife hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Rítstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson.
Fróttastjóri Bjöm Jóhannsson.
Auglýsingastjórí Baldvin Jónsson
Ritstjórn og skrifstofur Aöalstræti 6, sími 10100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480.
Afgreiösla Sími83033
Áskriftargjald 4000.00 kr. á mánuói innanlands.
í lausasölu 200 kr. eintakiö.
ingflokkur Alþýðuflokksins
hefur samþykkt að óska
eftir því við flokksstjórn Al-
þýðuflokksins, að hún dragi
ráöherra flokksins út úr ríkis-
stjórninni, stjórnarslit verði
þannig hið fyrsta, þingrof og
nýjar kosningar. Þannig er
brostinn meirihluti vinstri
stjórnarinnar á Alþingi. Flokks-
stjórnin á þó eftir að samþykkja
þetta og verður málið tekið til
umrssðu og væntanlega einnig
afgreiöslu í flokksstjórninni á
morgun, mánudag.
Þó að flest bendi til þess, að
ósk þingflokks Alþýðuflokksins
verði ofan á, er ástæða til aö
fara varlega í aö kveða upp
þann dóm, aö ríkisstjórn Ólafs
Jóhannessonar sé þar með
fallin, enda lítur hann sjálfur
svo á, ef marka má viðbrögð
hans, svo og kommúnista, sem
ætluöu að verða fyrri til að
sprengja stjórnina, en voru
„teknir í rúminu“. Kommúnistar
munu einnig veðja á þaö hald-
reipi, ef marka má ummæli
Lúðvíks Jósepssonar, að hér
séu ekki ðll kurl komin til
grafar og einungis liggi fyrir
þessi þingflokkssamþykkt
þingmanna Alþýðuflokksins,
eins og hann hefur komizt að
oröi, án þess að leggja allt of
mikið upp úr henni í fyrstu
atrennu.
En ákvöröun þingflokks Al-
þýðuflokksins hefur komið
samstarfsflokkunum algjörlega
í opna skjöldu og sýnir það
með ööru, hver heilindin hafa
verið á vinstristjórnarheimilinu.
Auk þess minnti forsætisráð-
1958
herra á, að munnlegt samþykki
væri fyrir því, að þingrofi yrði
ekki beitt nema allir stjórnar-
flokkarnir væru sammála um
það. Þá má loks geta þess í
þessu sambandi, sem formaður
Sjálfstæðisflokksins, Geir Hall-
grímsson, minnti á, að vart sé
að treysta orðum alþýöuflokks-
manna nú frekar en fyrri dag-
inn, „þeir hafa gefið auglýs-
ingayfirlýsingar og sett ákveðin
tímatakmörk“ og þannig „hald-
ið sér á floti innan ríkisstjórnar-
innar í meira en ár“ — án þess
nokkuð hafi gerzt. En nú hafi
þeir þó séð sitt óvænna „og
flýja hið sökkvandi ríkisstjórn-
arfley“.
Benedikt Gröndal, formaöur
Alþýðuflokksins, hefur sagt í
samtali m.a.: „Nú stefnir í svip-
að ástand og í fyrra, stööugar
bráðabirgðalausnir, sem engar
raunverulegar lausnir eru.“ En
þess ber þó að geta, að Alþýðu-
flokkurinn sjálfur hefur haft
forystu um þessar „stöðugu
bráðabirgöalausnir“, a.m.k.
ekki síður en kommúnistar og
framsóknarmenn, og þaö voru
ekki sízt þeirra bráðabirgða-
lausnir í fyrra, sem hvað mest-
an þátt hafa átt í því, að
undirstöðunni var kippt undan
efnahag landsins, byrðar ein-
staklinga voru stórlega auknar
— og enn nú nýverið — og
óðaverðbólgan með þeim
hætti, aö engu er líkara en
ríkisstjórnin hafi haft næga
umframolíu til að hella á þann
eld.
Formaður Alþýðuflokksins
hefur sagt, að engin samstaða
1974
sé innan stjórnarflokkanna um
nein úrræöi í efnahags- eða
verðbólgumálum, hver höndin
sé upp á móti annarri, fjárlaga-
frumvarpið með þeim hætti, að
ekki sé unnt að samþykkja það,
tekjuskattur á einstaklinga hafi
jafnvel átt að hækka um marga
milljarða króna — og hafa þeir
kratar þó ekki kallað allt ömmu
sína í þeim efnum upp á síð-
kastið, eins og öllum landslýð
er kunnugt — sviku að minnka
klyfjarnar á einstaklinga, en
hafa átt þátt í að stórauka þær
— og með því svikið kosninga-
loforð sín í þeim efnum eins og
öðrum. Benedikt Gröndal bætti
við, að verðbólgan sé komin
yfir 50%, en það mun lágt
reiknað, fjárhagsgrundvelli hafi
veriö kippt undan fyrirtækjum
og einstaklingum og stoöunum
undan þjóðfélaginu í heild.
Þetta er ófögur lýsing á því
ástandi, sem alþýðuflokks-
menn bera ekki sízt ábyrgð á.
En um það hefur þó ríkt sam-
staða innan stjórnarflokkanna
á annað ár — að bjóða íslend-
ingum upp á slíkar kræsingar.
Þingmenn Alþýðuflokksins
vöknuðu svo af værum blundi
eftir að hafa taiað við kjósendur
{ sumarfríinul Það var ekki
seinna vænna. En lýsingar
Benedikts Gröndals á ástand-
inu í íslenzku þjóðfélagi nú
minna ótrúlega mikið 6 yfirlýs-
ingar Hermanns Jónassonar,
þegar hann skýrði frá því í
desember 1958, að vinstri
stjórn hans, hin fyrsta af þrem-
ur vinstri stjórnum eftir aldar-
helminginn, væri ekki sammála
1979
um nein úrræöi. „Ný veröbólgu-
alda er skollin yfir,“ sagði hann
„í ríkisstjórninni er ekki sam-
staða um nein úrræði...“ Og
ríkisstjórn Hermanns fór frá, en
hafði hangið á bláþræði í hálft
ár — eöa frá því menn héldu
fyrst, að hún mundi hrökklast
frá völdum. En lengi getur vont
versnað. Ástandið var betra
1958 en nokkru sinni nú. Og
þegar önnur vinstri stjórnin á
þessu tímabili hrökklaðist frá,
fyrri stjórn Ólafs Jóhannesson-
ar, var einnig skollin á óðaverð-
bólga þrátt fyrir góða efna-
hagsstjórn öll viðreisnarárin.
En Ólafur hefur ekki látið sig
muna um að skilja svo við
landsmálin í tvígang, aö þjóðin
er í sárum — og er nú mál aö
linni.
Vinstri stjórnir hafa gengið
sér til húðar á íslandi — en þó
aldrei á jafn skömmum tíma og
nú. Nýrra úrræöa verður að
leita. Sjálfstæðisflokkurinn
verður aö hafa djörfung til að
takast á við vandamálin, ef til
hans kasta kemur. Nú leitar
þjóðin í vinarhús hjá honum.
Hann á að óska eftir hreinum
meirihluta til að geta stjórnað
landinu á eigin ábyrgð — og
standa svo og falla með gerð-
um sínum. Morgunblaðiö tekur
undir kröfu formanns Sjálf-
stæðisflokksins og þingflokks
Alþýðuflokksins, að efnt verði
nú þegar til kosninga — svo aö
þjóðin geti gert upp viö þá, sem
fengu trúnað hennar í síðustu
kosningum — en sviku hana
svo í tryggðum. Eftir kosninga-
sigur krata og komma og stjórn
þeirra og Framsóknar í á annað
ár, lýsti varaformaöur Alþýðu-
flokksins, Kjartan Jóhannsson,
ástandinu í þjóðmálum íslend-
inga á þessa leið í fyrradag:
„Okkar efnahagskerfi er sjúkt,
verðmætin streyma frá alþýð-
unni til braskaranna... útgjöld-
in eru ákveðin fyrst, en síðan á
að afla teknanna."
Nú er vonandi komið að því,
að þeir veröi kallaðir til ábyrgð-
ar, sem hafa stjórnaö þessari
atlögu að þjóðlífi okkar íslend-
inga, heilbrigði lands og lýðs.
„Það verður dómur yfir blekk-
ingum stjórnarflokkanna og
kosningasvikum þeirra,“ sagði
formaður Sjálfstæöisflokksins.
Undir þau orð er ástæöa að
taka.
17
Ákall fyrír lifandi-dauðan
eftir Alexander Solsjenitsin
Sakarov-réttarhöld svonefnd hófust í Washington 29.
september. Af því tilefni birtist opinberlega eftirfar-
andi „ákall,“ sem Alexander Solzhenitsyn sendi frá sér
til varnar vísindamanninum Igor Ogourtsov, er situr í
Goulag.
Tekist hefur að hrifsa — jafnt
í eiginlegri sem víðtækari merk-
ingu — Grigorenko, Silva Zal-
menson, Boukovski, Moroz,
Vins, Ginzburg o.fl. Hversu
margir aðrir, sem neitað var um
að flytja úr landi eða bjuggu við
ofsóknir í Sovétríkjunum, svo
sem ekkja Panovs, Levitch og
önnur aðskilin hjón, eða urðu
fyrir heimskulegri neitun við
umsóknum um að fara úr landi,
hafa ekki fengið frelsi með
engum fyrirvara án sameigin-
legra aðgerða.
Igor Ogourtsov hefur verið í
haldi öll þessi löngu ár, og loks
nýlega er farið að nefna nafn
hans á Vesturlöndum.
Til eru dómar, sem eru þolan-
legir, þótt þeir endist heila
mannsævi. Aðrir eru það ekki.
Þrettán ár, hvort sem er í
Vladimirfangelsinu eða í hörð-
um vinnubúðum ríkisins, svo að
ekki sé nefndur nagandi ótti
nánustu ættingja um heilsufar
sonar; nei, þar er á ferð morð,
sem verið er að fremja. Með
árunum drepa kommúnistar
með köldu blóði hugmynda-
fræðilega andstæðinga. Enn á
Ogourtsov eftir sjö og hálft ár í
ýmiss konar víti. Ekki þarf þó á
þeim öllum að halda. Þeir verða
fyrr búnir að ná markmiði sínu.
Á þeirri stundu sem ég skrifa
þetta bréf, er Ogourtsov aftur
kominn í Tchistopol-fangelsi,
fyrir að hafa andmælt ástand-
inu í vinnubúðunum, og hversu
margar þyngingar á refsingu á
hann ekki enn eftir að upplifa?
Líkamsstarfsemi hans er í
skelfilegri og stöðugri hrörnun,
líffærin sigin og skröltandi,
sjónin að dofna, tennurnar
hrynja úr honum...
Ég skora á þátttakendur í
„Sakarovréttarhöldunum" að
brýna raddir sínar til að bjarga
Igor Ogourtsov. Á Vesturlönd-
um aðhyllast ekki allir
sósíal-kristnar skoðanir
Ougourtsov, sem hafa komið
honum í fangelsi, en er ekki nú
tækifæri eða aldrei til að sanna
að menn raunverulega aðhyllist
þau grundvallaratriði að verja
beri allar mannverur um heim
allan?
Fyrir tveimur árum bað ég
þátttakendur í Sakarovréttar-
höldum að beina sjónum sínum
sérstaklega til þeirra, sem hlotið
hafa langa fangelsisdóma. Árin
Igor Ogourtsov
líða og líða, og áhrif eyðilegg-
ingarinnar setja mörk sín fyrst
og fremst á þá.
Igor Ogourtsov, þessi kristni
hugsuður og píslarvottur,
vísindamðurinn sem svo fljótt
var hrifinn frá verkum sínum,
einn af eftirtektarverðustu son-
um Rússlands, ranglega dæmd-
ur og haldið föngnum í meira en
12 ár, hann er nú með annan
fótinn í gröfinni.
Þeir sem voru að hefja skóla-
göngu, þegar Igor Ogourtsov var
handtekinn, eru nú við háskóla-
nám. Ogourtsov er enn í haldi.
Á meðan hefur næstum öll
valdatíð Brésnefs liðið. í Banda-
ríkjunum hafa farið fram
þrennar forsetakosningar og
þær fjórðu í undirbúningi. Víet-
namstríðið brann líka heitast á
þessu tímabili. Tafl Kínverja
um menningarbyltingu og sam-
vinnu við Vesturlönd er til lykta
leitt. En Ogourtsov hefur á
meðan farið úr einangrun í
fangaklefa, úr fangelsi í þræla-
búðir og síðan aftur í fangelsi. Á
meðan hefur öll þíðan og ískaldi
veturinn liíð í Tékkóslóvakíu.
Portúgal og Spáni hefur unnist
tími til að breyta um ásjónu. Við
höfum séð fæðast Evrópukomm-
únisma og horft á hann daprast
eftir nokkurt brambolt. Þriðji
miðdepill heimskommúnismans
— Kúba — hefur náð fótfestu í
Mið-Ameríku og drepið niður
fæti í Afríku. Mörg ríki hafa séð
dag frelsis eða gefið síg á val
nýju hernámi og í tugum landa
hafa orðið stjórnarskipti. Alltaf
er Ogourtsov í haldi.
Á þessum sömu 13 árum hafa
stórkostlegar tilraunir manns-
ins í geimnum fari fram. Menn
hafa getað æst sig yfir máli
Daniels Ellsbergs, yfir Angelu
Davis og síðan gleymt þeim.
Alltaf er Ogourtsov í haldi.
Hann er búinn að sita í 8 ár í
fangelsi, þegar undirritaður var
með mikilli auglýsingarherferð
Helsinkisáttmálinn, svo að
Vesturlönd sáu í hillingum opn-
ast frelsisdyr í austri. Og þær
vonir höfðu nægan tíma til að
fölna, til að verða að rytju,
jafnvel í augum hinna trúgjörn-
ustu, meðan Oguortsov situr enn
í haldi.
Á sama tíma hefur Sakarov
tekið upp sína pólitísku baráttu,
sem við þekkjum og mín eigin
opinbera saga tekið vendingu
frá rithöfundaþinginu og fram
að því að mér var vísað úr landi.
Hinir sjö hugrökku andófsmenn
á Rauða torginu hafa verið
handteknir, dæmdir, afplánað
refsingu og síðan látnir lausir.
Ogourtsov, sem ekkert hafði af
sér gert, er enn í haldi.
Siniavski, Daniel, Amal-
rik. . . hversu fjölmargir ein-
staklingar, sem ógnað hefur
verið, hundeltir, handteknir og
haldið í Sovétríkjunum, hafa
ekki á þessum sömu árum
heyrst á Vesturlöndum, þar sem
þeir hafa ýtt við almenningsáliti
heimsins og vakið upp áköf
mótmæli, sem fyrir einstakt lan
hafa í mörgum tilfellum náð
markmiði sínu. Með öflugri bar-
áttu tókst fyrir ekki svo löngu
að hrifsa frelsi til handa
Pliouchtch, sem handtekinn var
fimm árum á eftir Ogourtsov.
Stern, sem tekinn var átta árum
síðar, hefur líka notið góðs af.
r
Rey kj aví kurbréf
Laugardagur 6. október
Gestur úr
Gúlag
Hér á landi er nú staddur hinn
heimskunni andófsmaður Vladim-
ir Bukovsky, sem um langt árabil
mátti þola harða vist í Gúlag-
eyjaklasanum vegna andstöðu
sinnar við ofríki ráðamanna í
Kreml. Bukovsky skipar flokk
þeirra útlaga frá Sovétríkjunum,
sem stjórnvöld þar gátu ekki
lengur hamið, þrátt fyrir marg-
flókið kúgunarkerfi og áratuga
langa reynslu í að bæla niður
andlegt sjálfstæði einstaklinga og
frelsi. Með þreki sínu og djörfung
knúði Bukovsky Kremlverja til að
láta undan; þeir tóku það ráð að
senda hann úr landi. I bók sinni
„To Build a Castle" lýsir Bukovsky
því á einum stað, hvernig viðhorf
Vesturlandabúa til íbúanna í Gúl-
ag hafa breyst, hann segir í
lauslegri þýðingu:
„Það er furðuleg staðreynd, að
ekki skuli lengra um liðið en
þrjátíu ár síðan milljónum póli-
tískra fanga í Rússlandi var safn-
að saman og þeir reknir út til að
vinna að stórbrotinni framkvæmd
kommúnismans. Hundruð þús-
unda þeirra létust af skyrbjúg og
hungri. Um leið og þessir atburðir
gerðust voru fjölmargir fullir að-
dáunar og iofuðu sovésku stjórn-
ina. Þá skorti ekki nauðsynlegar
upplýsingar, þeir vildu bara ekki
vita neitt, þeir vildu ekki trúa því,
sem þeim var sagt. Menn þurfa að
eiga sér fallegan draum um rétt-
læti og hamingju einhvers staðar
á jarðarkringlunni. Og jafnvel
þeir Vesturlandabúar, sem lögðu
sig mest fram um að fylgjast með
gangi mála, voru furðu slegnir yfir
stórstígum framförum í Sovétríkj-
unum, hve víðtæk áform þeirra
væru, hve sovéska þjóðin væri
áhugasöm og áköf — og ekki eitt
orð var sagt um fangana.
Þegar ég sat inni voru pólitískir
fangar í landinu öllu aðeins 10—
20000, sem er svipaður fjöldi og
þeir, er týndu lífi í Norilsk (fanga-
búðir í Síberíu þýð.) á einum vetri.
En Vesturlandabúar höfðu fyrir
löngu áttað sig á því, að örlög
þeirra sjálfra og framtíð réðist að
einhverju leyti af því, sem gerðist
innan veggja Vladimir-fangelsis-
ins. Blöð á Vesturlöndum fóru að
fylgjast með okkur og tóku jafnvel
upp á því að rannsaka baráttu
okkar fyrir fæði og aðstöðu —
baráttuna um grömm, þumlunga
og hitagráður. Heimurinn fékk
áhuga á spurningunni um það,
hvort unnt væri að reka fangelsi
með mannlegu yfirbragði. í okkar
augum var þetta mjög brýnt
viðfangsefni — við höfðum þekkt
fangelsi um aldir, en mannlega
yfirbragðið var einmitt það, sem
vantaði. Og svo gerðist það stund-
um, að við höfðum varla lokið einu
af reglulegum hungurverkföllum
okkar, þegar verðirnir hvísluðu að
okkur, hvað sagt hafði verið í
sendingum BBC eða Radio Liberty
einmitt um þetta sama verkfall;
jafnvel þeim stóð ekki á sama um
þetta útvarpsstríð.
Leiðtogar okkar í Kreml æstu
sig einnig yfir þessari nýju þróun,
þeirra áhyggjur voru mestar yfir
því, að hulunni yrði svipt af
stórbrotnu meistaraverki
þeirra...“
Þessi stutti kafli úr átakanlegri
lýsingu Bukovskys á sovéska þjóð-
félaginu utan og innan Gúlag
segir okkur margt, en hann sýnir
ótvírætt, hve mikilvægt það er, að
þeir, sem búa við frelsi utan
járntjalds kommúnismans, fylgist
með kúguninni handan tjaldsins,
fjalli um hana og veiti það aðhald,
sem þeim er unnt. Nytsömu sak-
leysingjarnir, sem vilja ekki vita
og vilja ekki trúa, eru bestu vinir
ofbeldisins.
„Líftaugin"
„Það hefur í næstum 30 ár
staðið hörð barátta um það hér á
landi, hvort ísland ætti að hafa
mikil viðskipti við Sovétríkin og
önnur sósíalistísk lönd eða ekki.
Ég býst við, að flestir, sem ekki
eru orðnir alveg steinblindaðir af
Rússagrýlu „Sjálfstæðisflokksins"
viðurkenni það nú, ekki síst eftir
að olíuskorturinn skall yfir hinn
vestræna heim, að þau viðskipti
séu oss Islendingum dýrmæt.
En þá er um leið gott að menn
geri sér ljóst hvílíka baráttu það
hefur kostað við afturhaldsöfl hér
heima og erlendis að koma þeim
viðskiptum á og viðhalda þeim eða
endurreisa þau. Nú myndi flestum
þykja það sérréttindi, sem ísland
nýtur, að hafa einkum olíuvið-
skipti við Sovétríkin í svo ríkum
mæli...“
Þessi tilvitnun er úr grein, sem
Einar Olgeirsson, er skipaði heið-
urssæti á þinglista Alþýðubanda-
lagsins í síðustu kosningum, ritaði
í tímarit sitt Rétt 4. hefti 1973,
þegar mikil olíuverðhækkun var
að skella yfir. Greinina nefndi
hann, „Að skera á líftaug — um
viðskipti íslands við Sovétríkin."
Hún er varnarræða fyrir nauðsyn
viðskiptanna við Sovétmenn og lof
um þá. Einar skýrir, hvers vegna
hann og skoðanabræður hans telji
viðskiptin við Sovétríkin svo mik-
ilvæg, að þau jafnist á við
„Hftaug" og segir:
„Af hverju vorum við sósíalistar
að beita okkur yfir viðskiptum við
Sovétríkin?
Höfuðástæðurnar voru tvær:
í fyrsta lagi: Við vildum tryggja
íslandi efnahagslegan bakhjarl í
sjálfstæðisbaráttu vorri við
Bandaríkin og forða landinu frá
því að verða einhliða upp á
auðvaldslöndin komið.
í öðru lagi: Við vildum tryggja
íslandi hina sósíalistísku markaði,
til þess að þjóðin stæði ekki
berskjölduð fyrir markaðssveifl-
um og kreppum auðvaldsskipu-
lagsins."
Einar Olgeirsson lýsir því,
hvernig viðreisnarstjórnin hafi á
sjöunda áratugnum unnið að því
að draga úr viðskiptunum við
Sovétríkin og leggur áherslu á
mikilvægi þess, að sósíalistar í
vinstri stjórnum leggi kapp á að
auka þessi viðskipti og efla. Hann
segir:
„Afturhaldsöflunum á íslandi
er reka hér erindi erlendu auð-
Svavar Gestsson gætir þess að „líftaugin“ við Sovétrikin og þráðurinn
frá Einari Olgeirssyni slitni ekki.
Myndin af Einari var tekin 1963 á flugvellinum í Austur-Berlín, þegar
hann sótti flokksþing Kommúnistaflokksins þar.
hringanna, tókst ekki að skera
endanlega á líftaugina, eyðileggja
þann bakhjarl, sem viðskiptin við
Sovétríkin reyndust íslandi í
sjálfstæðisbaráttu vorri ... Og í
krafti þessara viðskipta stendur
ísland nú best að vígi allra
vestrænna Evrópulanda hvað olíu
snertir, þegar Arabar taka að
hefna sín á olíuhringum Vestur-
landa fyrir áratuga auðmýkingu
og arðrán."
Einar telur í greininni, að
Islendingum beri að sýna Sovét-
mönnum þakklæti sitt í verki og
harmar, að Sjálfstæðisflokkurinn
vilji ekki láta tala við Sovétríkin
um fiskveiðar við landið. Rússar
hafa alltaf sóst eftir því að komast
með ryksuguskip sín inn í
fiskveiðilögsögu okkar. Orð Einars
benda til þess, að hann og flokkur
hans hafi viljað heimila þeim
slíkar veiðar í þakklætisskyni
fyrir oliuna en Sjálfstæðisflokkur-
inn einn komið í veg fyrir á
ósvinnu. Greininni lýkur Einar
Olgeirsson með þessum orðum:
„Er ekki tími til kominn að
þjóðin opni augu sín fyrir því
hvílíkir skaðræðisgripir þeir
menn eru íslandi, sem ala í sífellu
á hinu blinda hatri til Sovétríkj-
anna, til þess að ofurselja þjóð
vora auðhringum Vesturlanda og
hernaðarbrölti þeirra."
Það er ótrúlegt, að grein, sem
lýsir jafn mikilli þjónkun við
hagsmuni Sovétríkjanna, skuli
hafa verið rituð og birt í tímariti
útgefnu á íslandi 1973. í sjálfu sér
þarf þó engum að koma þessi
viðhorf Einars Olgeirssonar á
óvart og honum er frjálst að halda
þeim á loft hvar og hvenær sem er.
Hitt er alvarlegra, að þessi sjón-
armið eru þungamiðja í stefnu
Alþýðubandalagsins og ráðherra
þess flokks fer nú með viðskipta-
mál íslands, þegar úrslit geta
ráðist um það, hvort staðið verði á
hagsmunum íslendinga gagnvart
Sovétmönnum í olíuviðskiptum.
Þeir, sem fylgja sömu stefnu og
Einar Olgeirsson eins og t.d.
Svavar Gestsson viðskiptaráð-
herra eru ekki til þess búnir að
draga úr viðskiptum við Sovétrík-
in vegna pólitískra grundvallar-
sjónarmiða, sem þeir kenna við
sósíalisma en eru í raun þjónkun
við valdhafana i Kreml.
Rauöi
þrádurinn
Á hátiðisdegi 1977, þegar Þjóð-
viljinn undir ritstjórn Svavars
Gestssonar og Kjartans Ólafsson-
ar hyllti Einar Olgeirsson fyrir
störf hans, komst Kjartan svo að
orði í ritstjórnargrein: „En gæfa
Þjóðviljans og stjórnmálasamtaka
íslenskra sósíalista hefur verið sú,
að þráðurinn frá því fyrsta til
þessa dags er þrátt fyrir sitthvað
sem á milli ber óslitinn."
Það er þessi óslitni rauði
þráður, sem ræður ferðinni hjá
Alþýðubandalaginu í olíuvið-
skiptum landsins. Það kemur bæði
fram í ofannefndri grein Einars
Olgeirssonar og annarri um svipað
efni, sem hann ritaði í Rétt 1972
(1. hefti) hve mikils virði hann
telur, að viðreisnarstjórnin reisti
ekki olíuhreinsunarstöð hér á
landi. Hann telur, að með því hefði
verið unnt að kippa alveg grund-
vellinum undan viðskiptunum við
Sovétríkin.
íglenskir kommúnistar hafa
löngum hampað mjög ást sinni á
því, sem þeir nefna „þjóðfrelsi".
Þetta hugtak hefur sett svip sinn
á baráttu þeirra gegn vörnum
landsins og Þjóðviljinn er sérstakt
málgagn þess. Nú reynir á hvernig
það verður túlkað, þegar nauðsyn-
legt er að fá Sovétríkin ofan af
olíuokrinu eða taka að öðrum
kosti ákvörðun um að beina olíu-
viðskiptunum annað. Málflutning-
ur viðskiptaráðherra og tregða
hans til að sækja málið af fullri
hörku bendir eindregið til þess, að
„þjóðfrelsi„ Þjóðviljans og Al-
þýðubandalagsins miðist við, að
„líftaugin“ slitni ekki og þess
vegna skuli íslendingar háðir sov-
éskum olíuviðskiptum hvað sem
það kostar.
Nýjustu
fréttir frá
London
Þegar dagblöðin komu að nýju
út eftir verkfall í september mátti
lesa eftirfarandi dóm í Þjóðviljan-
um um fréttamiðlun Ríkisút-
varpsins:
„Báðar fréttadeildir ríkisút-
varpsins, hljóðvarp og sjónvarp,
féllu á prófinu, sem þau (sic) hafa
þreytt síðustu 10 dagana, þá daga,
sem þetta voru einu opnu frétta-
stofurnar í landinu ... Þeim, sem
þekkja til á þessum stöðum og vita
eftir hvaða leiðum fólk er þar
valið til starfa, kom þetta ekkert á
óvart. En þeir eru fáir. Því ætti
útvarpsráð að láta gera hávaða-
lausa úttekt á tilkomu frétta-
manna inn á fréttastofurnar báð-
ar og jafnframt könnun á starfs-
legum áhuga þeirra er þar híma.
Skaðlaust væri að athuga starfs-
getu fréttamanna jafnframt."
Þetta er þungur áfellisdómur,
ekki síst þegar haft er í huga, að
hann birtist í því blaði, sem tekur
upp hanskann fyrir menntamála-
ráðherra Ragnar Arnalds í emb-
ættaveitingum hans. í þeirri viku,
sem nú er að líða, bar svo við, að
Þjóðviljinn sýndi með birtingu
þriggja fréttaauka úr hljóðvarp-
inu, hvaða efni hann telur brýnast
í útvarpsfréttum.
Einn af fréttamönnum útvarps-
ins hefur lagt leið sína í opinbert
breskt skjalasafn og flett þar
nokkrum plöggum frá breska
sendiráðinu á Islandi síðan 1945
til 1948. Glefsur úr skjölunum og
útlegging á þeim var síðan flutt
útvarpshlustendum á ábúðarmik-
inn hátt í fréttaaukum þrjá daga í
röð. Síðan eru pistlarnir prentaðir
í Þjóðviljanum, myndskreyttir
undir fyrisögninni „Úr leyni-
skjölum breska utanríkisráðu-
neytisins...“ til að magna for-
vitnina. Þar kemur þó fram fátt,
sem ekki var áður vitað. En allt
auðvitað séð með augum erlendra
manna og túlkað af þeim. Þarna
eru m.a. bein ósannindi, t.d. um
afstöðu Ólafs Thors um herstöðv-
arbeiðni til 99 ára.
Hér verður ekki fjallað um efni
skjalanna, enda verður að rann-
saka þau í samanburði við aðrar
heimildir til að sannreyna gildi
þeirra. Hefur dr. Þór Whitehead
raunar fjallað um mikilvægasta
hluta þess efnis, sem skjölin ná til,
í ritgerð, sem birtist í Skírni 1976.
Augljóst er af rannsóknum hans,
að þeir, sem eru að leita að því,
sem sannara reynist, geta ekki
einungis stuðst þannig við heim-
ildir úr einni átt, eins og gert var í
Ríkisútvarpinu. í „leyniskýrslu"
sinni vinnur sendiherra Breta
jafnvel upp úr Þjóðviljanum! Af
þvf m.a. má marka heimildagildið.
Lesturinn úr skjölunum í
fréttatima útvarpsins og birting
pistlanna í Þjóðviljanum sýna
hvar þessir aðilar fallast í faðma í
mati sínu á því hvað telst frétt-
næmt. Þjóðviljinn mun væntan-
lega gefa út aukablað, þegar
fréttastofa útvarpsins hefur kynnt
hlustendum efni enn eldri skjala
t.d. frá 1848. Árás Þjóðviljans á
fréttastofuna í september vekur
einnig þá spurningu, hvort
fréttastofa útvarpsins sé nú að
friðmælast við Þjóðviljann eða
Þjóðviljinn við fréttastofuna.