Morgunblaðið - 07.10.1979, Page 20

Morgunblaðið - 07.10.1979, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1979 í Hvíta húsínu og Kreml Henry Kissinger hefðu úrslitaáhrif á það hvaða ákvarðanir væru teknar. Nixon studdi á hnapp. Snyrti- legur stuttklipptur maður sté inn og var kynntur sem Bob Halde- man. Nixon bað Haldeman um að sjá til þess að tengd yrði bein símalína við skrifstofu mína í Harvard. Haldeman skrifaði hjá sér þessa sérkennilegu ósk, sem greinilega gerði ráð fyrir því að ekki væri venjulegt símasamband milli New York og Boston. Hann gerði aldrei ráðstafanir til þess að framkvæma þessi fyrirmæli. Daginn eftir var hringt á ný. Að þessu sinni úr skrifstofu John Mitchells og þangað var ég beðinn að koma næsta dag til viðræðna um stöðu mína í nýju ríkisstjórn- inni. Þegar ég kom á vettvang sat John Mitchell, sem hafði stjórnað kosningabaráttu Nixons, við skrif- borðið og tottaði pípu. Hann var öruggur, myndugur og ekki orð- margur: „Hvaða ákvörðun hafið þér tekið í sambandi við starfið í öryggisþjónustunni?" „Ég hafði '^^ekki hugmynd um að mér hefði verið boðið það.“ „Drottinn minn dýri, nú er hann enn búinn að rugla þessu öllu,“ sagði hann um leið og hann stóð upp og hvarf út um dyrnar. Fimm mínútum síðar kom hann til baka með þau skilaboð, að forsetinn tilvonandi vildi tala við mig, og síðan fylgdi hann mér til hans. Að þessu sinni fór ekki á milli mála hvað Nixon vildi mér. Mér var boðið starf öryggismálaráð- gjafa. Þessi staða væri mjög mikilvæg fyrir hann þar sem hann ætlaði sér að stjórna utanríkis- málunum úr Hvíta húsinu. Ég sagði Richard Nixon að ég yrði honum til lítils gagns nema ég nyti stuðnings vina minna og samstarfsmanna, sem reyndar var rangt mat. Ég bað um vikufrest til að ráðfæra mig við þá. Allir ráðlögðu þeir mér að taka tilboð- inu. Heilræði LBJ Fárra bóka hefur á síðari árum verið beðið með meiri eftirvæntingu en endurminninga Henry Kissingers, fyrrum utanríksiráðherra Bandaríkj- anna. Ferill hans er um margt óvenjulegur, meðal annars vegna þess að hann er ekki borinn og barnfæddur Bandaríkjamaður heldur þýzkur gyð- ingur, sem flúði vestur um haf ungur að árum. Kissinger gerðist umsvifameiri en títt hafði verið um fyrirrennara hans, en í fyrstu var hann öryggismálaráðgjafi forsetans. Síðan gerði Nixon hann að utanríkisráðherra, og eftir því sem mæða og áþján forsetans ágerðust fóru áhrif Kissingers vaxandi, unz heita mátti að utanríkismál Banda- ríkjanna væru alveg í hans höndum. Kissinger var einn fárra manna í stjórn Nixons, sem aldrei komu við sögu í Watergate-hneykslinu og hann var líka einn fárra manna í stjórninni, sem gengu heilir frá þeim hildarleik og héldu hlut sínum er frá leið. „Bókin, sem beðið var eftir" kemur út í Bandaríkjunum í þessum mánuði, en þótt hún liggi enn ekki frammi í bókaverzlunum er hafin birting á völdum köflum hennar. Morgunblaðið birtir á næstunni nánari frásögn af „White House Years“, eins og bókin heitir, en útgefandi hennar er Little, Brown and Co. Segir hér frá fyrstu samskiptum Kissingers og Nixons forseta: Kissinger segir svo frá aðdrag- anda þess að hann gerðist ráðgjafi Nixons í öryggismálum: í meira en áratug hafði ég kennt við Harv- ard-háskóla og meöal kennara var það aðeins einn rétttrúnaður — hatur á Nixon. í þokkabót var sá, sem hafði mest áhrif á feril minn til þessa, maður, sem Nixon hafði tvívegis sigrað í útnefningarbar- áttunni fyrir forsetakosningar, það er að segja Nelson Rockefell- er. Ég er ekki í minnsta vafa um að Nelson Rockefeller hefði orðið frábær forseti. Hann bjó yfir gífurlegu sálarþreki og framsýni. hvort tveggja eru ómissandi eðl- iskostir fyrir dugandi leiðtoga. En einmitt á lokasprettinum, fyrst árið 1960 og síðan 1968, kom upp á yfirborðið hlédrægni sem var í algjörri andstöðu við allt hans atferli. Einhvers konar yfirstétt- arefasemdir komu í veg fyrir að hann gæti beitt þeirri einsýni og ófyrirleitni, sem til þurfti, en í staðinn beindust allir kraftar hans að því að sýna að hann ætti skilið að hljóta útnefninguna. Rockefeller og Nixon voru full- komnar andstæður. í Bandaríkj- um nútímans virðast völdin hafa sívaxandi tilhneigingu til að lenda í höndum þeirra, sem girnast völd. Sá, sem sættir sig ekki til full- nustu við leikreglur í baráttunni um útnefningu, en lætur þær draga úr sér kjark eða vekja ógeð sitt, sér draum sinn ekki rætast, hversu góðum hæfileikum sem hann er búinn að öðru leyti. Sá, sem vill skipa æðsta embætti landsins, verður ævinlega að hafa tilfinningu fyrir því hvenær á að grípa tækifærin. Nauðsynlegir hæfileikar til að hljóta útnefningu eru ekki endilega sömu hæfileikar og þarf til að stjórna. Éinn góðan veðurdag sat ég í New York og snæddi hádegisverð með Rockefeller og nokkrum ráðgjöfum hans. Við vorum að ræða hvernig Rockefeller ætti að bregðast við ef Nixon byði honum ráðherraembætti og hvaða stöðu hann ætti helzt að sækjast eftir ef hann ætti kosta völ. Símhringing frá skrifstofu for- setans tilvonandi kom í veg fyrir áframhald þessara umræðna. Þessi truflun á fundi þar sem Rockefeller var að skipuleggja næstu sókn varpaði óþægilega skýru ljósi á misheppnaðan stjórnmálaferil hans. í símanum var Dwight Chapin, einkaritari Nixons, og erindið var að biðja mig — ekki Rockefeller — að koma til viðtals við sigurvegara forsetakosninganna. Feiminn og taugaóstyrkur Kissinger segist helzt hafa átt von á því að Nixon hafi ætlað að leita ráða hjá honum varðandi einhver pólitísk vandamál, sem hann átti senn að kljást við, en ekki hafi sig órað fyrir því að viðtalið ætti eftir að gjörbreyta lífi hans. Hann segir: Á þessum tíma vissi ég ekki hvað Nixon var ógnarlega feiminn. Hann var lítt gefinn fyrir það að kynnast nýju fólki, sízt ef það var í þeirri aðstöðu að and- mæla honum eða var ekki upp á hann komið. Loks þegar Nixon kom inn í herbergið setti hann upp hýran svip, en ekki tókst honum að dylja hversu taugaóstyrkur hann var. Hann var nánast í einum kút, hann hafði ekki fulla stjórn á hreyfingum sínum og þær voru alls ekki í takt við það, sem hann sagði. Það var eins og tvö óskyld öfl stjórnuðu framkomu hans og því sem hann sagði. Röddin var nokkuð bæld og á meðan hann talaði drakk hann úr hverjum bollanum á fætur öðrum. Jafnskjótt og hann hafði rennt úr einum var komið með annan, án þess að hann bæði um það sér- staklega. Það, sem hann vildi ræða við mig, var hvernig hin nýja ríkis- stjórn skyldi skipuð. Hann kvaðst eiga við gífurleg skipulagsvanda- mál að stríða. Utanríkisráðuneyt- ið var stofnun, sem hann bar lítið traust til. Starfsmenn þar voru ekki líklegir til að sýna honum hollustu. Utanríkisþjónustan hafði fyrirlitið hann þegar hann var varaforseti og ekki litið við honum eftir að hann lét af því embætti. Hann kveið því mjög fyrir því að stjórna utanríkismál- unum úr Hvíta húsinu. Nixon gerði grein fyrir skoðun- um sínum varðandi ýmis utan- ríkismál. Mér þótti til um innsýn hans og skarpskyggni, sem ég hafði alls ekki átt von á. Hann spurði hvaða markmið ég teldi að hann ætti að setja sér í milli- ríkjasamskiptum. Ég svaraði því til að helzta úrlausnarefnið hlyti að verða að koma í veg fyrir stórsveiflur milli óvissu og sigur- gleði, sem frá fornu fari hefðu haft óheppileg áhrif á utanríkis- mál okkar. Einnig þyrfti að losa okkur við þá blekkingu að per- sónulegar skoðanir þeirra, sem tækju ákvarðanir í þessum efnum, Þegar ég skömmu áður vitjaði Johnsons forseta í sporöskjustof- unni ráðlagði hann mér að sjá til þess að skrifstofufólkinu væri fullkomlega treystandi, og kvaðst þeirrar skoðunar að ósigur hans í kosningunum væri meðal annars að kenna skipulögðum upplýs- ingaleka. „Ég get víst ekki gefið yður nema eitt gott ráð, prófessor," sagði hann og ég beið í ofvæni eftir gullkornunum, sem nú mundu hrjóta af munni þessa reynda manns. „Lesið forystu- greinar dagblaðanna. Ef einhver starfsmanna yðar fær þá umsögn þar, að hann sé íhugull, hrein- skiptinn eða annað álíka hagstætt, þá rekið hann þegar í stað. Þá er það nefnilega hann sem lekur upplýsingunum." Lífið í Washington Starfið er það, sem allt snýst um í Washington. Þeir, sem skipa æðstu embætti stjórnarinnar, koma stöðugt saman til enda- lausra funda, á meðan stjórnin stjórnar sér sjálf. Að fundahöld- um dagsins loknum hittist þetta sama fólk á kvöldin, en þá bætast í hópinn nokkrir frægir blaða- menn, nokkrir helztu þingmenn- irnir og fáeinir menn aðrir, sem eru í hinni föstu Washington- klíku. Umræður snúast nær ein- vörðungu um stjórnina, og í Washington miðast þessar um- ræður ekki að því að tryggja þjóðarhag heldur komast að því hvernig sambandi æðstu manna innan stjórnarinnar innbyrðis er varið hverju sinni, — hver nú er „á dagskrá" og hver er „ekki á dagskrá". Það er ekki neinum vafa undir- orpið að Nixon-teymið svonefnda lifði og hrærðist innan veggja Hvíta hússins og annars staðar ekki, allt þar til yfir lauk. Fjöl- miðlar höfðu horn í síðu Richard

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.