Morgunblaðið - 07.10.1979, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1979
23
Svanlaug Una Jóharuia
Jónsdóttir — Minning
Þú stóðBt sem bjarg i brotsjó,
en barst ei mikið A,
að gera öllum gott
var þin gleði og hjartans þri.
Þó móðurlauaa móðir varat
nueddra þerraðir brár. —
Ég get eldd annað gefið þér
en gleym-mér-ey og tir.
(Guðm. Guðmundaaon).
Þessar ljóðlínur segja mikið um
hana mömmu, sem við kveðjum nú
á þessum döpru haustdögum. Það
er tómlegt við fráfall hennar hjá
okkur, en minningin er björt og
skýr og geymist í hjörtum okkar
um aldur og ævi. Ef við áttum í
einhverjum erfiðleikum, þá var
það alltaf það fyrsta, að fara til
mömmu og leita ráða hjá henni,
og alltaf gat hún gefið okkur ráð
sem hjálpuðu á einhvern hátt í
einu og öllu.
Hún barst ekki á, en vann sín
verk hljóðlega og með rósemd og
ætíð skilaði hún sínum verkefnum
af æðruleysi. Hjartaþel hennar
verður einna best lýst í því að ef
hún vissi að einhver átti bágt, þá
var hún boðin og búin til að rétta
hjálparhönd og var kærleikur
hennar til manna og dýra einlæg-
ur. Hún sagði oft við okkur strák-
ana sína að ef þeir væru ekki góðir
við dýrin, þá gætu þeir ekki komið
vel fram við fólk yfirleitt, og við
höfum reynt að móta okkar fram-
komu eftir því. Hún mamma var
fædd í Veiðileysu í Árneshreppi
norður á Ströndum. Hún var alin
upp á heimili sínu í Birgisvík og
síðar að Kleifum í Kaldbaksvík.
Foreldrar hennar voru Jón J.
Guðmundsson og Margrét S.
Kristjánsdóttir. Hún var elst af
þeirra stóra barnahópi og er hún
þriðja í röðinni af þeim systkinum
sem maðurinn með ljáinn leggur
að velli. Á tvítugs aldri kvaddi
hún víkina sína, bæinn og fjöllin
fyrir norðan og fór suður til
Reykjavíkur til að afla sér þekk-
ingar og reynslu undir lífsstarfið.
Fljótlega eftir að hún kom til
Reykjavíkur hitti hún pabba og
gengu þau í hjónaband 27. nóvem-
ber 1954. Og sjaldan hafa hjón átt
eins margt sameiginlegt og þau og
lýsir þetta litla ljóð kannski
mörgu í þeirra samskiptum.
Þú sefur sœtum blundi
við sjafnana góða hlið:
Þlð liðið tvð aem Ijós
gegnum lim i myrkum við.
Þú varst hans æsku istarrós
og aftan stjarnan hans:
Þlð siglduð tvö i bllðum byr
um blfstraum kærleikans.
Svo vertu blessuð, bliða
og bjarta, göfuga sil.
Nú hljóðnar harpan min
og mér harmur stillir mil.
I nafnl allra er unna þér,
af alhug kveð ég nú —
og IJóðsveig þennan legg ég i
þitt leiði i von og trú.
G.G.
Við bræðurnir þrír sem eftir
lifum af börnum pabba og
mömmu, sjáum nú á eftir góðri,
ástúðlegri og kærleiksríkri móður.
Betri móður er varla hægt að
hugsa sér eins og hún var okkur. í
öllum okkar uppvexti var hún
okkur stoð og stytta sem aldrei
verður hægt að meta. Hún var
okkur bæði móðir og félagi í senn
og studdi við bakið á okkur í blíðu
og stríðu. Hún kenndi okkur að
virða og elska náungann, hún
leiddi okkur fyrir sjónir að hreint
hjarta er það göfugmannlegasta
sem nokkur maður getur átt.
Æðruleysi hennar kom vel fram í
því sjúkdómsstríði sem hún hefur
staðið í á þessu ári, hún kveinkaði
sér aldrei né barmaði. Hún stóð
alltaf jafn sterk hvað sem á
bjátaði. Mikið á sú manneskja
gott sem ber svo hreina sál yfir
móðuna miklu. Við hefðum viljað
og kosið að mamma hefði dvalið
hjá okkur lengur og verið okkar
leiðarljós í lífsbaráttu okkar þar
sem við erum og munum stofna
okkar eigin fjölskyldu og hún
hefði getað gefið okkur góð ráð í
okkar eigin uppbyggingu. í sumar
eignaðist einn okkar bræðra og
kona hans litla stúlku sem ber
nafn ömmu og afa og áttu þau
fyrir einn dreng, kærkomnari gjöf
höldum við að ekki hafi verið hægt
að gefa henni en þessa litlu stúlku,
sem hún fékk svo allt of lítið að
umgangast og kynnast, því sjúk-
dómurinn tók sig upp nokkrum
dögum áður en hún fæddist. Við
biðjum guð um að veita henni
styrk og allt sem hún þarf til að
fara yfir móðuna miklu, og geta
verið okkur bræðrunum, pabba og
eiginkonum okkar stoð.
Þó að hún sé ekki hér í jarðn-
esku lífi þá mun hún vaka yfir
okkur og fylgja okkur eftir á
okkar lífsleið. Eitt var það sem
mamma átti og var henni mikill
styrkur á erfiðum tímum og var
það trúin, og var það henni mikil
hjálp á þessum síðustu mánuðum í
hennar sjúkdómsstríði.
Við bræðurnir viljum koma
kveðju til frænku okkar Sóleyjar
Sveinsdóttur fyrir þá hlýju sem
hún sýndi mömmu þennan tíma og
vitum við að það var henni mikill
styrkur. Eins viljum við koma
fram þakklæti til alls starfsfólks á
Landakotsspítala fyrir ómetanlegt
starf sem það hefur lagt á sig.
Sérstakar þakkir viljum við senda
Sigurði Björnssyni lækni fyrir að
hjálpa henni mömmu okkar. Við
viljum kveðja hana mömmu með
þessum ljóðlínum.
Ég hef þekkt marga hia sil
hef lcrt bækur, tungumil,
og setið tIA liata llndir.
En enginn kenndl mér elns og þú
hlð ellifa og stóra, kraft og trú,
né gaf mér svo guðlegar myndir
Matth. Joehumsson
Guð varðveiti hana.
Synir og tengdadætur
Við gætum sungið, gengið um
gleymt okkur með blómunum.
Er rökkvar riðlð stjörnumil.
gengið saman hönd i hönd,
hæglit farið niðri strönd.
Fundið stað
samelnað beggja sil.
Vllhj. Vilhjilmsson.
Við viljum þakka ömmu fyrir
allt sem hún gaf okkur og biðja
guð að styrkja afa og aðra ástvini
á þessum erfiðu dögum.
Minning ömmu er ljós í lífi
okkar
Hvíli hún í friði.
Hörður og Oddný Svana.
Á BÍLASÝNINGU
BÍLABORGAR
veröur aöal-
vinnmgur í nappdrætti Lionsklúbbs Kjal-
arnessþings, MAZDA 626 árgerð 1980, til
sýnis.
Annar vinningur í happdrættinu er
Finlux litsjónvarpstæki 26“ meö fjarstýr-
ingu. Miöar seldir á sýningunni.
Lionsklúbbur Kjalarnessþings
Mosfellssveit.
1 R gSTif EF ÞAÐ ER FRÉTT- SJ NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU
Komiö og skoöiö nýjustu geröirnar af MAZDA 1980 og
pantiö tímanlega fyrir næsta ár.
Opiö 1 — 6
BÍLABORG HF.
SMIDSHOFDA 23