Morgunblaðið - 07.10.1979, Side 24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1979
24
Rætt við Kristin Sveinsson,
byggingameistara
og svínabónda
„Ég rek þetta svínabú af hugsjón — þaö er
minnisvarói um grís, löngu dauöan grís,“ sagöi
Kristinn Sveinsson, byggingameistari og eigandi
eins stœrsta svínabús á landinu þegar blaöa-
maöur Mbl. rœddi viö hann á búi hans, Hamri
undir Úlfarsfelli. Kristinn er starfsamur maöur, um
þaö veröur ekki deilt. Hann hefur ekki einungis
látiö sér nœgja aö vera mikilsvirkur bygginga-
meistari í Reykjavík heldur hefur hann í
tómstundum sínum byggt upp stórbú á íslenzkan
mælikvaröa.
En af hverju í minningu gríss? „Jú, þaö er saga
aö segja frá því,“ svaraöi Kristinn. „Ég er
Dalamaöur, frá Sveinsstööum í Klofningsstaöa-
hreppi. Faöir minn, Sveinn Hallgrímsson, var
nýlátinn þegar grísinn kom inn í líf mitt. Ég var
þá tólf ára, þaö var áriö 1937. Móöir mín, Salome
Kristjánsdóttir, þurfti aö ala önn fyrir tíu börnum.
Þetta voru ár mikilla erfiöleika, fátæktar og
peningaleysis. Svo var þaö voriö 1937, aö
móöurbróöir minn, Óskar Kristjánsson á Hóli í
Hvammssveit, kom aö Sveinsstööum. Hann sá aö
ekkert útvarp var á heimilinu og þaö þótti honum
ótækt. Hann sagöi því sisona viö mömmu, aö
hann skyldi gefa henni grís, sem hún gæti aliö
fram á vetur og selt svo. Fyrir peningana skyldí hún
kaupa útvarp. „Sendu einhvern strákinn eftir
grísnum,“ sagöi hann aö skilnaöi. Þaö kom í
minn hlut aö sækja grísinn. Ég fór á hesti og til
baka sneri ég meö grísinn í kassa. Meö okkur tókst
míkil vinátta, gagnkvæm vinátta held óg megi
fullyröa. Ég hirti grísinn af kostgæfni en tíminn
leiö og þar kom aö grísinn skyldi deyja. Ég man
þaö gjörla, aö óg hjálpaöi viö aö koma grísnum upp
á hestvagn en hljóp síöan undir hlööuvegg og
grót. Útvarpiö kom aö Sveinsstööum en þaö varö
mór aldrei kært. Því skemmtilegri sem þættirnir
voru, því leiöari varö óg og ráfaöi ætíö út.
Kötturinn Skuggi meðal nokkurra klukkustunda gamalla grísa. Hann er mjög hændur aö
svínunum og iðulega fær hann sér að drekka meö grísunum af spena móðurinnar.
Kristinn Sveinsson í „uppeldishúsinu". Þar eru 600 svín og sjólfvirkni er mikil. Sjálfvirkt fóðurkerfi og flórinn er vélmokaður.