Morgunblaðið - 07.10.1979, Side 26

Morgunblaðið - 07.10.1979, Side 26
2 6 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1979 Observer-ritstjórinn John Coleminnirá milljónirnar sem bóa viö örbirgö og heitir á stjórnmálamennina... Hættum þessum vangaveltum og tökum til höndunum! iStgb THE OBSEKVER LONDON — Átta hundruö mílljónir manna í heiminum búa viö örbirgö samkvæmt skýrslum, sem lagöar voru fyrir ráöstefnu á vegum Sam- einuöu þjóanna í Rómarborg ný- lega. Enda þótt aukning á mat- vælaframleiöslu í heiminum sé meiri en fjölgun íbúa þriöja heims- ins sverfur hungriö þar stööugt meira aö, vegna þess aö fólkið er of fátækt til aö geta keypt sér mat. Fimmtán milljónir barna í heimin- um deyja, áöur en þau ná fimm ára aldri, og er næringarskortur helzta orsökin. Hér er á erðinní langstærsta vandamál samtímans, en þó er engu líkara en menn hafi aö átyllu þau mistök sem oröið hafa á aögeröum til úrbóta til aö hlaupast undan merkjum, sem þeir reistu sjálfir af mikilli djörfung. Næsti áratugur þessarar aldar á aö helgast málefnum þróunarland- anna. Vandamálin hrannast stöö- ugt upp, og bíöa úrlausnar, en ennþá er hiö sama óhugnanlega hyldýpi á milli skrúömælginnar á alþjóöaráöstefnum og blákaldra staöreynda í þriöja heiminum, þar sem 800 milljónir manna eiga hungurdauöa yfir höföi sér. Skýrsla brezku hjálparstofnun- arinnar Oxfam fyrir árið 1979 bar þaö meö sér, aö sorglega litlu heföi veriö áorkaö í málefnum þróunarlandanna á þessum ára- tug, sem er aö líöa. Eftirfarandi tilvitnun segir sína sögu um ástandiö: Á meöal sérfræöinga í málefnum þróunarlandanna er víö- tæk samstaöa um eitt atriöi. Fá- tækt veröur stööugt almennari til sveita í þróunarlöndunum og billö á milli fátækra og ríkra í þessum löndum breikkar jafnt og þétt. Eru sérfræöingar sammála um, aö ráöast veröi af fullri einurö gegn þessari þróun, bæta ástandiö f landbúnaöarhéruöum þróunar- landanna, og gera þannig íbúum þeirra kleift aö sjá sjálfum sér farboröa. Til þess aö svo megi veröa þarf aö fá landrými til ráöstöfunar, svo og aögang aö fjármagni og ráögjafarþjónustu í landbúnaöi og aöstööu til verk- þjálfunar. Ennfremur þarf aö sjá fyrir vatnsveitum, tækjakosti og loks aö koma á fót dreifingarkerfi. Forsendan er umfram allt nýskipan í landbúnaöi. Diplómatískt orðfæri í skýrslu Oxfam segir einnig, aö á hinni alþjóölegu ráöstefnu í Rómarborg um nýskipun f land- búnaöi og þróun í strjálbýli hafi sérfræöingar veríö sammála um fjölmörg atriöi, enda þótt stjórn- málamenn séu þaö ekki. En Har- ford Thomas, höfundur skýrslunn- ar, bendir á, aö sérfræöingar hafi reyndar veriö sammála um hitt og þetta og fjölmargt annaö um langt skeiö. Þaö er dálítill broddur í þessum oröum hans: í opinberum skýrslum er sjaldgæft aö menn hitti naglann beint á höfuöiö og er ástæöan líklega sú, aö þeim er tamt at aö grípa til díplómatísks oröfæris. En svo aö notaö sé venjulegt mælt mál, snýst baráttan um aö fá landrými fyrir sveltandi fólk til sveita og til aö rétta hlut þess.“ Þetta er hvorki fjarstæöa né hugsjónarugl, því aö í síöasta áliti skýrslunnar kemur fra, aö u.þ.b. þriöjungur íbúöa þriöja heimsins býr vlö daglegan skort. En þar stendur hnífurinn t kunni: „Til þess aö komast út úr þessum vrtahring, sem mörg þróunarríki, einkum í Asíu og Rómönsku Amer- íku, eru í, er nauösynlegt aö gera breytingu á eignarhaldi lands. Þaö fer hins vegar í bága viö hagsmuni hinna valdamestu í þessum ríkj- um.“ Róttækur Vesturlandabúi og sérfræöingur í málefnum þróunar- landanna benti mér eitt sinn á ofur einfalda staöreynd. „Þú skalt hafa þaö hugfast, aö allir Asíu- og Afríkumenn, sem sitja alþjóöaráö- stefnur eru fulltrúar hinna ríku á meöal landa sinna. Þeir eru í forréttingaaöstööu, gegna eftir- sóttum stööum, lifa sældarlífi og hafa þjón á hverjum fingri. Þetta skýrir margt í fari þeirra." Landeigendurnir Þessi einfalda staöreynd skýrir líka ýmislegt annaö, m.a. þaö, hvernig tekiö er í hugmyndir um skiptingu á eignarhaldi lands í þróunarríkjunum. Þaö er ekki ein- ungis fyrir kurteisissakir sem full- trúar ríkisstjórna Vesturlanda bregöa fyrir sig diplómatamáli, þegar svo viökvæm málefni ber á góma á alþjóöaráöstefnum. Miöaö viö þá gerbreytingu, sem orðiö hefur á afstööu sérfræöinga í málefnum þróunarríkjanna frá ár- inu 1973, og er þá bæöi átt viö fulltrúa ríkra þjóöa og fátækra, er vandalítiö af leggja fyrlr róöa hugmyndir um fjárstuöning til rík- isstjórna og annarra áhrifaaöila í þróunarlöndunum, sem sföan láti aöra njóta góös af í ýmsu formi. í þessari hugmyndafræöi einblína menn á heildarþjóöarframleiöslu, en ekki á baráttuna gegn hinni almennu fátækt. Sú skoöun ryöur sér æ meira til rúms, aö raunveru- legur árangur náist aöeins meö beinni aöstoö viö hina fátæku í þriöja heiminum en ekki viö land- eigendur, iönjöfra og verkafólk í borgum og bæjum. Þaö eru mistök okkar Vestur- landabúa sem gera þaö aö verk- um, aö fulltrúar okkar veröa aö sitja þegjandi undir ræöum hræsn- isfullra talsmanna þriöja heimsins, sem veifa kommúnískum vígorð- um, en mata krókinn á kostnaö soltinna samlanda sinna. Sannleik- urinn er sá, aö viö höfum síöur en svo hreinan skjöld í þessu máli. Til aö hrinda í framkvæmd þró- un í landbúnaöi í þriöja heiminum er utanaökomandi aöstoö fyrsta skilyröiö. Þó aö viö getum ráö fyrir aö þaö kraftaverk veröi aö stjórn- völd þriöja heimsins kúvendi stefnu sinni og beiti sér fyrir breytingu á eignarhaldi lands o.fl. er algerleg útilokaö aö tilraunir til nýskipunar í landbúnaöi þróunar- ríkjanna geti tekizt án þess aö til komi verulegt fjármagn til fram- rækslu lands, áveitna, þjálfunar og tæknivæöingar. Þaö eru einungis hinar ríkustu þjóðir heims, sem geta látiö af hendi rakna fé í þessu skyni. En áriö 1970 settu Sameinuöu þjóöirnar fram áætlun um, aö iönríkin létu 0,7% af þjóötekjum sínum renna til þróunarríkjanna. Nú er þessi áratugur aö líöa og markinu hefur alls ekki veriö náö. Bretar hafa aöeins lagt fram um þaö bil 0.37%, en Bandaríkjamenn hafa staöiö sig enn verr og lagt fram 0,22%. Aöeins Norömenn, Svíar og Hollendingar hafa náö markinu. Verðsveiflur Á þessum áratug hafa markaös- öflin leikiö framleiöendur mjög grátt. Miklar sveiflur hafa veriö í verölagi á framleiösluvörum, og fyrir bragöiö hafa hinar fátækari þjóöír heis veriö í mikilli óvissu um tekjur af þeim lítla útflutningsvarn- ingi sem þeir hafa. Þó aö þær færu eftir þeirri stefnu, sem Vestur- landabúar hafa hvatt þær til aö fylgja, þ.e. aö láta nauöþurftir sitja fyrir annarri eyöslu, heföi þaö lítiö bætt úr skák eins og ástandiö er. Samt sem áöur hafa Vesturlönd haldiö aö sér höndum um sam- þykkt veröákvæöa fyrir fram- leiösluvörur, en slík samþykkt er eina von framleiöenda í þriöja heiminum um stööugleika í efna- hagsmálum. Á hinn bóginn er landbúnaöarstefna Efnahags- bandalagsríkjanna ekki beinlínis í anda frjálsrar verömyndunar á heimsmarkaöi, svo aö ekki sé fastar aö oröi kveöiö. Tvöfeldni Vesturlandabúa kem- ur skýrast fram í því, hvernig þeir vernda iönframleiöslu sfna. Lengi vel reyndu iðnríkin aö réttlæta tollmúra sína meö því, aö þau væru aö framkvæma skammtíma áætlanir f þágu verkamanna, sem gætu ekki keppt viö ódýrt, erlent vinnuafl, en þyrftu aö aölagast breyttum aöstæöum og fá þjálfun til annarra starfa. Slík rök duga ekki lengur. Fyrir rúmum mánuöi lýstu fulltrúar þróunarríkjanna yfir því, aö umræöur á efnahagsráö- stefnu iönríkjanna í Tokyo í apríl sl. heföu veriö gagnslausar, „því aö tollmúrum eru engar skoröur sett- ar“. Mjög er hætt viö því, að Vestur- veldin reyni í enn ríkari mæli en hingaö til aö vernda iönframleiöslu sína meö tollmúrum, þar sem auknar horfur eru á dvínandi hag- vexti. Þótt kaldhæönislegt megi viröast, voru þaö einmitt olíufram- leiösluríki þriöja heimsins, sem hrundu þeirri þróun af staö áriö 1973, og hertu hana enn á þessu ári. Munu Evrópuþjóöir og Banda- ríkjamenn ugglaust reyna aö vinna gegn vaxandi atvinnuleysi á næstu árum meö því aö hækka verndar- tolla í staö þess aö lækka þá og auövelda þannig innflutning frá þróunarríkjunum. Framtíðin Hver sá, sem horfir framhjá þrengstu eiginhagsmunum Vestur- landaþjóöa, sér í hendi sinni, aö lítiö hjálpræöi er í flóknu viöskipta- kerfi þeirra. Ekkert viröist geta komiö í veg fyrir vaxandi atvinnu- leysi í iðnríkjunum. Verndartollar munu ekki geta stöövaö sam- keppni frá láglaunasvæöum, þótt þeir geti ef til vill tafiö dálítiö fyrir henni. Tölvutækni og aörar tækni- nýjungar hafa leitt atvinnuleysi yfir Vesturlönd. Til þess aö vinna gegn atvinnu- lyesinu veröum aö aö afla nýrra markaöa, og einu markaöirnir, sem um er aö ræöa eru í þriöja heiminum. Þar eru u.þ.b. tveir þriöju hlutar jaröarbúa, og margir þeirra eru svo illa staddir, aö þeir nota ekki einu sínni peninga f sínu daglega Iffi, hvaö þá aö heims- markaösmálin nái til þeirra. þessu fólki veröur að veita úrræöi, þann- ig aö þaö geti séö sér farboröa. Píanó- og orgelskólinn Lærið að spila létta og skemmtilega tónlist. Einnig skemmtaranámskeiö. Innritun og upplýsingar alla daga frá kl. 9—6 í Hl jóðfarovtrslun PALMbRS Hf Grensásvegi 12 - Sfmi 32845 Norræn menningarvika 1979 Sunnud. 7. okt. kl. 20:30 Finnski barítonsöngvarinn Jorma Hynninen syngur lög eftir Vaugh Williams, Yrjö Kilpinen, Jean Sibelius og Hugo Wolf. Undirleikari er Ralf Gothóni. Ménud. 8. okt. kl. 20:30 Birgitte Grimstad skemmtir meö vísnasöng (2. tónleikar). Aögöngumiöar seldir í Norræna húsinu. í sýningarsölum: Verk eftir danska listamanninn Carl-Henning Peder- sen. Opiö kl. 14:00 til 19:00. í bókasafni og anddyri: Sýning é myndskreytingum norrænna listamanna viö ritverk H.C. Andersens. NORRÍNA HÖSIO POHJOAN TAIO NORDENS HUS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.