Morgunblaðið - 07.10.1979, Side 28

Morgunblaðið - 07.10.1979, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1979 hinum, svo það getur verið skyn- samlegt að hafa berin ekki um of rauð. Pektínmagnið fer auk þess eftir veðri. Ef mikið hefur rignt um sumarið, er hætt við, að minna sé af því en ella. En við erum ekki alveg upp á pektínið í berjunum komin, því það fæst í dufti í mörgum nýlenduvöru- verzlunum. Það er meginvandamál að sjá til þess, að sultan geymist vel. Síðan er þetta endurtekið þegar fyrsta lagið er þornað og harðn- að. Þá á sultan að vera vandlega einangruð. Nú á ekkert að kom- ast að sultunni, en þetta stoðar auðvitað ekkert, ef eitthvað hef- ur þegar komizt í glösin, t.d. af því að þau voru ekki nægilega hrein. Þetta á við um alla niðursuðu. Ef þið eruð að sjóða niður eitthvað ósætt, getið þið hellt lagi góð með kjöti, ekki sízt lifur,' kjötbollum, svo að ekki sé nú minnzt á rjúpur, svartfugl, lunda, gæs og hreindýrakjöt. Þið getið reyndar sett kryddið sam- an við hvaða sultuuppskrift, sem þið notið, en skemmtilegast er að berin séu sem heillegust. Þau haldast vel heil, ef þau eru ekki soðin alltof lengi. Þessi sulta þarf alls ekki að vera mjög stíf, því að það fer vel á því að hún sé RIFSBERJASULTA \( Umsjón: SIGRUN DAVÍÐSDÓTTIR Nú er ekki seinna vænna að fara að huga að ribsberjum. Margir hafa e.t.v. hinkrað við að tína berin vegna þess hve þau roðnuðu seint, en þá er kuldinn sennilega farinn að verða nokk- uð ískyggilegur. En þau eru enn ágæt og hafa roðnað mikið und- anfarna daga. Annars þarf engu að kvíða, þó berin séu ekki ýkja rauð, sultan úr þeim verður harla góð þrátt fyrir iitinn. Það er eitt og annað, sem þarf að gæta að, þegar sultað er. I fyrsta lagi viljum við gjarnan að sultan hlaupi sæmilega. Sulta, sem er laus í sér, er auðvitað alveg jafn bragðgóð, svo það er engin ástæða til að örvænta. í berjunum er pektín, sem er hleypiefni. Það er meira af því í lítt þroskuðum [berjum en í Sykur er gott geymsluefni. Þess vegna geymist sultan því betur sem sykurinn er meiri. Kaldar og loftgóðar geymslur eru líka mikil bót, að maður nefni nú ekki kæliskápinn eða jafnvel frystikistuna. Hin síðastnefnda á þó aðeins við, ef sultan er sérdeilislega lítið sykruð. Ef sultan er soðin við háan hita, er einnig sennilegra, að hún geym- ist betur, en þá getur hún brunn- ið við. En allt þetta stoðar lítt, ef sultuglösin eru ekki nægilega vel hrein. Bezt er að sótthreinsa þau með því að þvo þau vel fyrst, setja þau síðan inn í ofn, óþurrk- uð, og hita hann upp i 100° eða gjarnan rétt rúmlega það. Þegar ofninn er orðinn heitur, mega glösin gjarnan gista hann góða stund enn. Síðan er heit sultan sett í heit glösin, breitt yfir og hún látin kólna. Bezt er að hún kólni sem fyrst, svo þið skuluð setja hana á svalan stað, eða hafa sem kaldast í eldhúsinu. Nú, svo er auðvitað til rotvarn- arefni, en það finnst mér hálf- gert neyðarúrræði, því auðvitað er alltaf æskilegast, að sem minnst af aukaefnum sé sett í matinn. Það er einmitt einn kosturinn við að útbúa mat sinn sem mest sjálfur, að þá er hægt að sneiða hjá slíkum vandræð- um. Síðast má svo setja lag af paraffíni, sem fæst í apótekum, á sultuna. Paraffínið er brætt í vatnsbaði, þ.e. í íláti, sem er sett ofan í heitt eða sjóðandi vatn. Gætið þess vendilega að bræða aldrei paraffín á plötu á eldavél- inni, því að þá getur það ofhitn- að, og kviknað í því með ósköp- um. Fljótandi paraffíninu er hellt á kalda sultuna, gjarnan 'daginn eftir, aðeins þunnu lagi. matarolíu yfir það í stað paraff- ínsins. Olía hefur sömu eigin- leika og sykurinn að því leyti að hún er gott geymsluefni. Ef lagið er um lk cm á þykkt, ættuð þið að vera örugg. Og olían hefur þá eiginleika að hún flýtur ofan á. Síðan er ekkert annað en að veiða olíuna ofan af, þegar þið byrjið á krukkunni. Varla þarf að taka það fram, að síðan er sett eitthvert lok á krukkurnar, annaðhvort með því að setja álpappír yfir og binda um eða eitthvert annað lok. Ef nú allt kemur fyrir ekki og mygla kemst í sultuna, þá er víst skynsamlegast að henda henni, og sama gildir um allan myglað- an mat. Hér áður fyrr var alltaf sagt, að það væri nóg að fjar- lægja sjálfa mygluna. Nú er hins vegar búið að finna út, að sjálf myglan er aðeins það, sem sést af skemmdinni. Út frá henni liggja síðan þræðir út um allt, hvort sem það er nú sulta, brauð, eða eitthvað annað. Myglan er miður hollt efni, þó að hún geti gert sitt gagn, svona á stundum, því að penisillín er t.d. eða var unnið úr myglu. En þessi mygla sem við rekumst stundum á í eldhúsinu er ekkert holl, heldur þvert á móti. Það dugar ekki heldur að sjóða sultuna aftur, því suðan eyðir ekki óhollust- unni. Við verðum því aðeins að bíta í það súra epli, þegar ógæf- an er skollin á að henda matn- um. En með því að sulta aðeins lítið í einu og geyma afganginn af berjunum í frysti, þá þurfið þið ekki að geyma sultuna eins lengi. Góðar sultuuppskriftir er víða að finna, og ég hef engu þar við að bæta. Ég ætla hins vegar að koma með svolítið öðruvísi upp- skriftir, svona til tilbreytingar fyrir þá, sem geta ekki haldið aftur af ævintýraþránni. Góða skemmtun! Kryddsulta Þessi sulta er einkum og sérí- eins og köld sósa með kjötinu, sem auðvitað má einnig vera í eða með góðri kjötsósu. 1 kg ber 7-8 dl sykur, t.d. púðursykur og venjulegur sykur til helminga 2-3 dl hreinn appelsínusafi 1 msk kanell 'á msk negulnaglar 2 þurrkaðar engiferrætur, eða 2 sultaðar 1. Ef þið notið þurrkaðar engiferrætur, látið þær þá liggja í bleyti í sólarhring áður en þið notið þær. Skerið þær síðan í bita, svona á stærð við hálfa nögl, þegar þær eru orðnar hæfi- lega mjúkar. 2. Tínið berin af greinunum og skolið þau ef með þarf. Gætið þess, að þau séu ekki mjög blaut, þegar þau eru sett í pottinn, svo að sultan verði ekki nm of vatnsósa. KA.VOasuuT>r 1 3Í6-£«_«, «>Cr SUt.Tuiuj_u.kJC4 PuuU AP Odo«_! íuuTu 3. Setjið berin, safann og kryddið í pott og sjóðið við lágan hita. Þegar suðan er komin upp, látið þá sjóða í 5 mín. 4. Bætið sykrinum í, hrærið í svo að hann leysist upp, en varlega þó, svo að berin fari ekki að springa um of. Látið suðuna koma upp og sjóðið sultuna í 10 mín. Fleytið froðuna ofan af. Hellið sultunni í hreinar krukk- ur. Ef þið álítið að negullinn verði of stækur, getið þið soðið hann með í grisju og veitt hann síðan upp úr í lokin. Hún svíkur vafalaust ekki þessi sulta, þegar hún verður borin fram með góðum mat. Sulta á austur- lenzka vísu Ýmsar Austurlandaþjóðir eru þekktar fyrir að vera slyngar sultugerðarþjóðir. Bretar voru iðnir við að kynna austurlenzkar sultur á nýlendutímanum og kölluðu „chutney". Þessi sulta er sennilega komin eftir einhverj- um slíkum leiðum. Hún er sterk l og hæfir bezt með einföldum j kjötréttum, ekki sízt glóðar- steiktu kjöti. Þið getið sleppt sumu kryddinu, en bætt öðru við, allt eftir því sem ykkur sýnist. Athugið að carawayfræ gefa býsna sérstakt bragð, sem allir eru ekki jafn mikið gefnir fyrir. Það minnir á kúmen, sem þið getið notað í staðinn. Farið því hægt í sakirnar með þetta krydd. í bezt birgðu búðum fæst ind- verska kryddið garam masala. Það má gjarnan nota í stað karrýsins. 300 gr. ribsber, gjarnan lítt þroskuð og stinn 6 vænar döðlur, steinlausar og saxaðar 400 g púðursykur, miðlungi dökkur 1 tsk salt 6 hvítlauksrif 2 vænar, þurrkaðar engiferræt- - ur eða 2 sultaðar 1 tsk chiliduft 1 tsk karrý 1 tsk carawayfræ 2 dl borðedik 1. Ef þið notið þurrkað engi- fer, farið þá eins með það og lýst er í næstu uppskrift á undan. 2. Afhlýðið hvítlaukinn, saxið hann fínt, og engiferið sömuleið- 3. Setjið nú berin, döðlurnar, sykurinn, kryddið og edikið í víðan pott, í þessari röð. Sjóðið við hægan hita í 15—20 mín., eftir að suðan kemur upp. Reyn- ið að forðast að berin springi mikið, þó að auðvitað þurfi að hræra í. Það er bezt að hræra í sultu með trésleif, ef það á að gæta þess sérstaklega að berin springi ekki. Nú er sultan tilbúin á hrein glösin. Hér er tilvalið að nota olíu, til þess að einangra sultuna með. Þessar sultur batna við geymslu, því að þá nær kryddið að blandast betur. Það má eigin- lega segja um báðar þessar sultur, að þær þroskist líkt og ávextir. Mánaðargamlar fara! þæraðverða býsna góðar. r V 0 Kaupmenn — verslunarstjórar! / . AVEXTIRIÞESSARIVIKU Appelsínur Grapealdin Honduras Efpi rauð frönsk Vínber blá spönsk Sítrónur Epli rauð amerísk Perur danskar Melónur gular spánskar Grapealdin Outspan Epli rauð frönsk Vínber græn spönsk Bananar AVEXTIR ALLA DAGA Eggert Kristjansson hf. Sundagöröum 4, sími 85300

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.