Morgunblaðið - 07.10.1979, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1979
Sjúkrasjóður VR tók til starfa um mánaðamótin:
Tryggir launþegum frekari
bótagreidslur þegar um lang-
varandi sjúkdóma er að ræða
SJÚKRASJÓÐUR Verzlunar-
mannafélags Reykjavikur tók til
starfa 1. þessa mánaðar. Miðað er
við að Sjúkrasjóðurinn taki við
þegar samningsbundnum sjúkra-
greiðslum vinnuveitenda lýkur.
en það er frá einum til sex
mánaða. Sjóðurinn greiðir félags-
mönnum VR sjúkradagpeninga i
90 daga á sex mánaða timabili, en
að öðru leyti svipað og Sjúkra-
samlagið. Dagpeningar nema nú
4.400 krónum og fyrir 90 daga
bótatimabil nema greiðslurnar
þvi mest 396 þúsund krónum.
Magnús L. Sveinsson varafor-
maður VR er formaður stjórnar
Sjúkrasjóðsins og sagði hann í
gær, að í kjölfar setningarlaga,
sem tóku gildi 1. maí síðastliðinn
hefði verið óskað eftir viðræðum
við viðsemjendur félagsins og
samningar um Sjúkrasjóð VR
náðust um miðjan júlí. Aðilar
urðu sammála um að greiðslur í
sjóðinn skyldu hefjast 1. júlí og
innheimtan færi fram á vegum
Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og
þýddi þetta að starfræksla sjóðs-
ins gat hafist nú strax í haust,
Magnús Sveinsson.
sagði Magnús L. Sveinsson.
Sjukrasjóðir annarra stéttarfél-
aga innheimta hins vegar sam-
kvæmt skattframtölum fyrir-
tækja. Það þýðir að sjúkrasjóðir
fá sínar tekjur 12—18 mánuðum
síðar en Sjúkrasjóður VR. Ef við
hefðum haft sama háttinn á hefði
sjóðurinn ekki hafið starfsemi
fyrr en 1981 og við gátum því
hafið starfsemi sjóðsins fyrr en
ella.
Það er rétt að taka það fram að
greiðslur sjúkrasjóðsins koma til
viðbótar þeim réttindum, sem
verzlunar- og skrifstofufólk nýtur
samkvæmt ákvæðum í kjarasamn-
ingum VR. Samkvæmt þeim halda
launþegar óskertum launum allt
frá einum degi upp í sex mánuði í
veikindaforföllum. Sjúkrasjóður-
inn tryggir launþegum því frekari
greiðslur en áður og alveg sérstak-
lega þegar um langvarandi sjúk-
dóma er að ræða þar sem okkar
bótatímabil tekur við þegar sam-
ningsbundnum launagreiðslum
lýkur.
Magnús sagði að lokum, að
framkvæmdastjórn sjóðsins væri
heimilt að meta þörf og aðstæður
félagsmanna í sjúkra-, elli- og
örorkutilvikum og gæti í slíkum
tilvikum samþykkt styrkveitingar.
I dánartilvikum er heimilt að
greiða sjukradagpeninga, sem fé-
lagsmaður á rétt á fyrir eitt
bótatímabil 90 daga, til þeirra,
sem voru á framfæri hins látna.
Copacabana hótelið í Rio de Janeiro, þar sem millisvæðamótið fer fram.
Híibner er doktor
í papýrusfræðum
í Jerúsalem árið 1967 var
haldið heimsmeistaramót ungl-
inga í skák. Mótið fór fram
mánuði eftir lok Sex daga
stríðsins í mikilli sigurvímu
lsraelsmanna. Þar hitti ég í
fyrsta sinn V-Þjóðverjann
Robert Húbner.
Síðan hafa leiðir okkar oft
legið saman. Hann er nú í hópi
sterkustu skákmanna heimsins
, um þessar mundir. Á skákborð-
■%
Robert Húbner er nú efstur á
miilisvæðamótinu.
inu og utan þess hefur hann oft
farið ótroðnar slóðir. Hann er
doktor í papýrusfræðum frá
háskólanum í Köln. Hann hefur
tekið þátt í mörgum sterkum
skákmótum, sem haldin hafa
verið á undanförnum árum, en
þess á milli hefur hann lesið á
gamlan papýrus um daglegt líf
Egypta fyrir meir en 2000 árum.
Sér til hugarhægðar lærði hann
finnsku og talar hana betur en
flestir Finnar að sögn þeirra
sjálfra.
Nú er ég staddur í Río, Hubner
til halds og trausts, en hér er
hann þátttakandi í millisvæða-
móti í skák. Mótið er haldið í
einu virðulegasta hótelinu hér í
Copacabana-baðströndinni og í
eina tíð var hér frægt spilavíti.
Keppendur eru alls 19, þar af 14
stórmeistarar. Töfluröð kepp-
enda er þessi:
1. Quiliarmo Garcia(Kúbu) stórm.
2. Jalma Sunya Nato (Braailíu)
3. Kh. Havarandi (iran) alþj. meiatari
4. Yuri Baiaahov (Sovét) atórm.
5. Tigran Petroajan (Sovét) atórm.
6. Henrique Mecking (Brasilfu) atórm.
7. Jean Hebert (Kanada) alþj. m.
8. Lajos Portisch (Ungverjal.) stórm.
8. Dragoljub Velemirovic (Júgósl.)
atórm.
10. Lula Bronstein (Argent.) alþj. m.
11. S(mon Kagan (iarael) alþj. m.
12. Leonid Shamkovich (Bandar.)
stórm.
13. Eugenio Totte (Filipseyjum) atórm.
14. Róbert Híibner (V-Þýzkalandi)
stórm.
Guömundur
Sigurjónsson
stórmeistari
skrifar frá
Rio dc Janeiro
15. Borislav Ivkov (Júgóal.) stórm.
16. Jan Smejkal (Tékkósl.) stórm.
17. Gyula Sax (Ungverjal.) atórm.
18. Rafael Vaganjan (Sovét) stórm.
18. Jan Timman (Hollandi) atórm.
Baráttan stendur um þrjú
efstu sætin. Þeir sem þau skipa í
lok þessa móts munu fá rétt til
að taka þátt í kandidataein-
vígunum, en sigurvegarinn í
þeim fær rétt til þess að skora á
heimsmeistarann Anatoly
Karpov. Hér er því til mikils að
vinna. Meira seinna.
31
Frá blaðamannafundinum, talið frá vinstri: Ingólfur Guðbrandsson,
Friðrik Eiriksson formaður stjórnar, Kolfinna Sigurvinsdóttir og
Bjarni Bragi Jónsson. Ljósm. Mbi. Emúia.
Pólýfónkórmn
hefur vetrarstarf
PÓLÝFÓNKÓRINN er að hefja sitt 23. starfsár, „fyrir atbeina
velunnara og hugsjónafólks, fremur en að opinberir aðilar veiti
honum brautargengi nú fremur en áður,“ eins og segir í fréttatilkynn-
ingu sem forráðamenn kórsins lögðu fram á blaðamannafundi á
föstudaginn.
Æfingaaðstaða kórsins í Voga-
skóla var ófullnægjandi orðin og
samrýmdust þarfir kórsins ekki
félagsstarfsemi í skólanum, þar
sem hann hefur átt athvarf mörg
undanfarin ár og notið góðrar
fyrirgreiðslu skólastjórnar. Ráð-
gerðir fræðsluyfirvalda um fram-
tíðarhúsnæði fyrir kórinn í Lauga-
lækjarskóla, sem stóðu allt sum-
arið, fóru út um þúfur í síðasta
mánuði, en fyrir einstaka velvild
hefur kórinn nú fengið inni fyrir
starfsemi sína í Vörðuskóla, sem
áður hét Gagnfræðaskóli Austur-
bæjar.
Pólýfónkórinn mun í vetur reka
kórskóla og eru síðustu forvöð að
innrita sig um helgina í síma 43740
og 38955. Um kórskólann segir svo í
fréttatilkynningunni:
„Undanfarinn áratug hefur Pólý-
fónkórinn rekið kórskóla, og hefur
starf hans gefið mjög góða raun.
Næstum allir geta lært að syngja,
fái þeir rétta tilsögn, og margir búa
yfir hæfileikum, sem þeir hafa
enga hugmynd um. Margir nem-
endur Kórskólans hafa síðar orðir
virkir félagar Pólýfónkórsins, en
þeir eru ófáir orðnir ungir söngvar-
ar og tónlistarmenn, sem hófu feril
sinn í Pólýfónkórnum. Næsta
naámsskeið Kórskólans hefst
mánudagskvöldið 8. okt. kl. 20.00 í
Vörðuskóla. Kennarar verða
Guðrún Friðbjarnardóttir, ung vel
menntuð söngkona sem nýlega er
komin heim frá framhaldsnámi í
London, og heldur hljómleika hér á
næstunni, Einar Sturluson, söng-
vari, Herdís Oddsdóttir, tónlistar-
kennari og Ingólfur Guðbrandsson,
söngstjóri Pólýfónkórsins. Kennt
verður 2 stundir í senn og áherzla
lögð á rétta raddbeitingu, þjálfun
tónheyrnar og taktskyns og nótna-
lestur. Námsskeiðinu lýkur fyrir
jól.
I Pólýfónkórnum hefur jafnan
verið lögð áherzla á skólun raddar-
innar jafnframt músíkalskri þjálf-
un með flutningi valinna viðfangs-
efna. Auk söngstjórans munu söng-
konurnar Elísabet Erlingsdóttir,
Sigrún Gestsdóttir og Guðrún
Friðbjarnardóttir annast radd-
þjálfun kórsins í vetur."
Auk söngæfinganna, sem eru tvö
kvöld í viku, er öflugt félagslíf
innan kórsins og skemmtikvöld
haldin nokkrum sinnum á vetri.
Kórinn hefur farið 5 söngferðir til
útlanda við mikinn orðstír og gefið
út nokkrar hljómplötur, m.a.
heildarútgáfu af óratóríunni
Messías eftir Hándel. Kórnum hafa
borizt mörg boð um hljómleikahald
erlendis og eru sum þeirra nú í
athugun. Næstu viðfangsefni kórs-
ins verða jólatónlist í desember,
sem mun verða boðin sjónvarpinu
til flutnings og „Helgimessa"
Rossinis, stórt verk og fagurt fyrir
kór, 4 einsöngvara og hljómsveit,
sem í ráði er að flytja snemma á
næsta ári.
Söngsveitin Filharmonía
Vetrarstarf söngsveitarinnar hefst með æfingu
mánudaginn 8. október n.k. Æfingar verða í
Melaskólanum á mánudögum og miðvikudögum
kl. 20.30.
Verkefnin í vetur verða „Requiem“ eftir Brahms og
„La Traviata“ eftir Verdi.
Nýir félagar óskast. Uppl. í símum: 27787, 40785
og 44548.
Stjórnin
Háaleitishverfi
m/ bílskúr
3ja herb. íbúð á 3ju hæð. íbúöin er í mjög
góðu ástandi með nýju verksm.gleri og
nýlegum teppum. Góö sameign. Bílskúr.
ATH. OPIÐ í DAG KL. 1—3
EIGNASALAN
REYKJAVÍK
SÍMI 19549—19191
Einbýlishús viö Hátröð
Einbýlishús á tveimur hæöum. 1. hæð: 2 saml. stofur,
eldhús, bað, herb. geymslur o.fl. Rishæð: 3 herb.
snyrting o.fl. Bílskúr. Verölaunagarður. Æskileg útb.
30 millj.
Eignamiðlunin,
Vonarstræti 12.
Sími: 27711.
Sigurður Ólason, hrl.