Morgunblaðið - 12.10.1979, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1979
Mega flytja með sér
fyrir 60 þúsund kr.
— í stað 32 þúsunda áður — Engin breyting
gerð á leyfilegu magni áfengis og tóbaks
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur Kefið út nýja reglugerð um
tollfrjálsan farangur ferða- ok farmanna við komu frá útlöndum.
Helztu nýmæli reglujíerðarinnar eru þau að því er ferðamenn varðar.
að andvirði varnings, sem þeim verður heimilt að hafa meðferðis frá
útlöndum án greiðslu aðflutningsgjalda, hækkar úr 32 þúsundum í 60
þúsund krónur miðað við smásöluverð á innkaupastað.
Til einföldunar er sundurliðun á
ýmsum vörutegundum með tilliti
til hámarksandvirðis þeirra felld
niður, en þó er gert ráð fyrir að
innflutningur matvæla, þar með
talið sælgæti, geti að hámarki
numið 15 þúsund krónum af
fyrrgreindri upphæð í stað 3200
króna áður.
Með reglugerðinni verður numið
úr gildi ákvæði þess efnis að
tollgæslumaður skuli spyrja far-
þega sérstaklega hvort hann hafi
meðferðis tollskyldan varning eða
varning sem innflutningur er
bannaður á eða háður er innflutn-
ingstakmörkunum. Hafi farþegi
meðferðis slíkan varning, ber hon-
um sjálfum ótilkvöddum að skýra
tollgæslumanni frá varningnum
og verðmæti hans.
Að því er varðar innflutning
farmanna og flugliða, sem hafa
verið 20 daga eða skemur í ferð,
hækkar hámarksandvirði toll-
frjáls varnings úr 7.000 kr. í 15.000
kr. við hverja komu til landsins.
Sé lengd ferðar á bilinu frá 21 til
40 dagar er farmönnum og fluglið-
um heimilt að flytja með sér
tollfrjálsan varning að andvirði
40.000 kr. í stað 21.000 kr. áður en
fyrir 60.000 kr. í stað 32.000 kr.
áður, sé ferð lengri en 40 dagar.
Engar breytingar eru frá eldri
reglugerð um það magn áfengis og
tóbaks, sém far- eða ferðamenn
mega taka með sér tii landsins.
Reglugerðin tekur gildi 15. okt-
óber n.k.
Samræmdar
reglur
„MIÐSTJÓRN Sjálfstæðis-
flokksins mun afgreiða sam-
ræmdar prófkjörsreglur fyrir
landið á fundi á laugardag, en
ákvarðanir liggja ekki fyrir
ennþá um prófkjör í kjördæm-
unum,“ sagði Sigurður Haf-
stein, framkvæmdastjóri
Sjálfstæðisflokksins, í samtali
við Mbl. Hann kvað þetta
skýrast skjótt eftir að fyrir
lægi hvenær kosningar yrðu,
en kvað ákvarðanir um próf-
kjör á valdi kjördæmisráða úti
á landi og fulltrúaráðs í
Reykjavík.
Óráðið
„Það var búið að ákveða
skoðanakönnun hjá framsókn-
armönnum á Vestfjörðum, en
ég veit ekki hvað verður þar
sem krafa um prófkjör á að
vera komin ekki síðar en 8
mánuðum fyrir kjördag og
prófkjöri lokið 5 mánuðum
fyrir kjördag,“ sagði Þráinn
Útlit fyrir
prófkjör
flestra
flokkanna
Valdimarsson, framkvæmda-
stjóri Framsóknarflokksins, í
samtali við Mbl. í gær. Kvaðst
hann þó reikna með að til
greina kæmi að breyta þessum
reglum, en tími væri hins
vegar lítill ef kosið ýrði fyrir
jól.
Væntanlega
„Það er lítið mótað hjá
Alþýðubandalaginu hvort
prófkjör verða viðhöfð þegar
til kosninga kemur, það er
verið að boða kjördæmisráðin
á fundi og þau ráða,“ sagði
Ólafur Jónsson, framkvæmda-
stjóri Alþýðubandalagsins, í
samtali við Mbl. í gær, en hann
kvaðst eiga . von á því að
Alþýðubandalagið myndi efna
til prófkjörs einhvers staðar.
Prófkjör
„Framkvæmdastjórn hefur
yfirumsjón með prófkjörum en
kjördæmisráðin sjá um fram-
kvæmd málsins og samkvæmt
okkar reglum eiga prófkjör að
vera fyrir kosningar," sagði
Benedikt Gröndal, formaður
Alþýðuflokksins, í samtali við
Mbl., en hann kvað hafa þurft
að breyta reglum þar sem
stutt yrði til kosninga.
Samtökin bíða
Magnús Torfi Ólafsson var
inntur eftir því hvort Samtök
frjálslyndra og vinstri manna
hygðu á prófkjör eða starf
fyrir kosningar. „Á landsfundi
s.l. vor,“ svaraði hann, „var
ákveðið að láta skipulegt starf
liggja niðri þar til drægi að
kosningum og halda þá fram-
haldsaðalfund og það skýrist
væntanlega á næstunni."
Úr þjóðhagsáætlun fyrir 1980:
Verðbólgan 53-55% í árslok
Kaupmáttur heldur áfram að minnka á næsta ári
FORSÆTISRÁÐIIERRA lagði í gær fram á Alþingi
skýrslu um þjóðhagsáætlun fyrir árið 1980, og segir í
inngangi hennar, að með henni sé „lagður grundvöllur
að stefnunni í efnahagsmálum á næsta ári“ og að henni
ætlað að verða undirstaða umræðna og ákvarðana á
se
sviði efnahags- og fjármála á þessu þingi.“
Það er ekki oft sem bilar af
stærri gráðunni sjást á götum
borgarinnar i siiku ásigkomulagi
eins og sést á myndinni en
ökumaðurinn missti stjórn á
steypubilnum og því fór sem fór.
Ljósmynd Mbl.: Emilia.
I skýrslunni kemur m.a. fram,
að síðustu áætlanir bendi til, að
framfærsluvísitalan hækki um
53—55% frá upphafi til loka árs
borið saman við 38% 1978 og 35%
1977.
Borið saman við vísitölu fram-
færslukostnaðar er gert ráð fyrir,
að kaupmáttur kauptaxta verði
1—2% minni í ár en í fyrra. Hann
verður 2—3% minni á síðasta
ársfjórðungi en að meðaltali á
árinu og á næsta ári verður hann
„ívið minni“ miðað við verðlagsspá
áætlunarinnar og launaforsendur
hennar. Ef miðað er við ráðstöfun-
artekjur verður kaupmátturinn
2—3% minni en í ár og beinir
skattar „ívið hærri sem hlutfall af
tekjum en í ár“. í skýrslunni segir,
að engar líkur séu á, að úr
verðbólgu dragi á næsta ári „verði
framvinda ríkisfjármála og pen-
ingamála með líkum hætti á
næsta ári og í ár og vísitölukerfi
launa óbreytt". — Verðbólgan
Engin loðnuveiði
leyfð í febrúar?
Á FUNDI sjávarútvegsráð-
herra. Kjartans Jóhannssonar,
með hagsmunaaðilum um
loðnuveiðarnar í gær, urðu
fundarmenn sammála um að
ekki væri tímabært nú að
ákveða hámarksafla á haust- og
vetrarvertíð. Fram kom á fund-
inum að nauðsynlegt gæti verið
að stöðva loðnuveiðarnar í
haust og þá í síðasta lagi um
miðjan desember. Segir í frétt
frá sjávarútvegsráðuneytinu.
að sú stöðvun gæti verið til-
kynnt með stuttum fyrirvara
þegar íslenzki flotinn hefði
veitt 350—400 þúsund lestir.
Samkvæmt niðurstöðum fund-
arins er lítið útlit fyrir að
loðnuveiðar verði leyfðar að
nokkru ráði í febrúarmánuði á
næsta ári.
Skynsamlegt er talið að geyma
150 þúsund lestir til hrognatöku
seint næsta vetur og e.t.v. eitt-
hvað umfram það vegna loðnu-
frystingar. Á fundinum var lögð
áherzla á það, að takmarkaðan
loðnuafla yrði að nýta þegar
hann væri afurðamestur. Áfla á
Rœtt um hug-
myndir til
stjórnunar og
takmörkunar
á veiðunum
hrognatökutímanum, sem vænt-
anlega yrði eftir febrúarlok,
taldi fundurinn að heppilégt
væri að skipta á milli þeirra
skipa, sem teljast „dæmigerð
loðnuskip". Við slíka skiptingu
yrði tekið tillit til burðargetu
skipanna og aflabragða þeirra
eftir stærð undanfarin ár. Verði
talið fært að veiða meira en
150—200 þúsund tonn eftir ára-
mót, þá verði það gert í janúar á
meðan fituinnihald loðnunnar er
enn þá sæmilega haft.
„Loðnu til frystingar," segir í
frétt ráðuneytisins, „verði aflað
með því að heimila „dæmigerð-
um loðnubátum" að landa með
tiltölulega litlum förmum til
vinnslu á þeim tíma, sem loðnan
hentar til frystingar, sem vænt-
anlega verður síðast í febrúar.“
Engar ákvarðanir hafa verið
teknar um takmörkun á loðnu-
veiðunum og ber því að líta á
tilkynningu ráðuneytisins frá í
gær sem hugmyndir um mögu-
leika á stjórnun veiðanna. Eins
og fram hefur komið í Morgun-
blaðinu hafa 395 þúsund tonn
verið veidd af loðnu síðan í
sumar, íslendingar um 270 þús-
und lestir og Norðmenn 125
þúsund. Fiskifræðingar hafa
fyrr á árinu lagt til að veiðin
færi ekki yfir 600 þúsund tonn á
haustvertíð 1979 og vetrarvertíð
1980. Gögn sem leyfa að horfið
verði frá því hámarki liggja enn
ekki fyrir, en niðurstöður éíðasta
rannsóknarleiðangurs liggja þó
ekki fyrir í endanlegri mynd.
Þess má geta að íslendingar
veiddu á haustvertíðinni í fyrra,
frá því um miðjan júlí fram í
miðjan desember, tæplega 500
þúsund lestir.
„yrði á flesta mælikvarða nálægt
45—50% og þaðan af meiri ef
viðskiptakjör breyttust mikið eða
samið yrði um almennar grunn-
kaupshækkanir."
Skýrslan skiptist í þrjá hluta. í
I. hlutanum er fjallað um fram-
vindu efnahagsmála 1979 og horf-
ur 1980. — „í II. og III. hluta
þessarar skýrslu er gerð grein
fyrir markmiðum og aðgerðum í
efnahagsmálum á næsta ári,“ seg-
ir þar. „Þar er meðal annars
fjallað um markmið í peningamál-
um og ríkisfjármálum eins og þau
koma fram í fjárlagafrumvarpi og
aðgerðir til þess að ná þeim
markmiðum. Einnig er þar fjallað
um þá stefnu í verðlags- og
launamálum, a) að almennar
grunnkaupshækkanir verði ekki á
næsta ári enda ekkert svigrúm til
þeirra, b) að hækkun launa verði
sett ákveðið hámark við hvern
útreikning verðbótavísitölu og c)
að verðhækkanir vegna launa-
hækkana umfram þessi mörk
verði ekki leyfðar." Á grundvelli
þessara forsendna er síðan sett
fram sú spá, að verðbólgan verði
áfram um 50% eða jafnvel hærri í
febrúar n.k., en fari síðan lækk-
andi, svo að árshækkanir bæði
framfærslu- og byggingarvísitölu
verði komnar niður undir 30% í
árslok 1980. Meðalhækkun bygg-
ingavísitölu milli ára yrði þá 37%
en framfærsluvísitölunnar nálægt
40%.
í Erfitt að vera með;
j lausa samninga
| segir Jón Kjartans-
j son formadur
J Verkalýðsfélags
Vestmannaeyja
■ Af þvl aft vift erum h<r meö
Írlkarekinn kapilaliim* mun
þaft gere verk»]?Bsfel(*unum
? mjftg erflll (yrir >6 ver* meft
| lausa samninRa um áramðt ef
■ engin ábyrg rlkisstjórn verftur
IþA vlft völd, sagftl Jðn
KJartansson formaftur Verka-
• lyftsfélags Ve*lm»nn*eyJ» I
I samUli vift Þjnftviljann I gvr
m Vift erum fl«t bdin *ft ger*
Íþaft upp vift okkur aft þ*ft er
sama hvaft* rfkBstjórn er víft
Z vftld Þ»r svlkja allar gerta
I samnmga Geir Hallgrlmsson
■ sagfti er sðlstðftusamningarnir
| vorugerftir aft þeir v*ru innan
■ þess ramma sem efnahagur
■ btftftarinnar þolir en hann var
Jóa KjarUnsaon: Ndverandl
stjftrnmaiamrnn bjarga þrssu
atdrrt hrldur vrrfta aft koms
til mlklu barkalrgri sftgrrftfr
kjftrum undlr þessari stjdrnef
makkaft heffti vrrift rétt
- Hvaft er þd tU réfta’
ftg er kannski kominn a
þa skoftun srm þjftftinðll hefur
aft núverandi stjðrnmalamenn
bjargi þessu aldrei heldur
vrrtiaft koma til miklu harka
„Tökum bara
völdin ”
í VIÐTALI í Þjóðviljanum í
gær við Jón Kjartansson
formann Verkalýðsfélags
Vestmannaeyja fjaliar Jón
m.a. um það, að undir vinstri
stjórninni hafi verkalýðs-
hreyfingin ekki náð þeim
kjörum sem sólstöðusamn-
ingarnir gerðu ráð fyrir.
„Hins vegar hefði kannski
verið hægt að ná betri kjörum
undir þessari stjórn ef makk-
að hefði verið rétt.“
Jón er síðan spurður að því
hvað sé til ráða og svarar: „Ég
hef náttúrulega þá lausn að við
tökum bara völdin, en það
verður að sjálfsögðu ekki gert
meðan herinn er í landi.“
Aflaaukning er á
öllum vígstöðvum
BOTNFISKAFLI i septembermánuði í ár var heldur meiri en í sama
mánuði í fyrra, en sú aukning var þó eingöngu hjá bátunum.
Togararnir öfluðu hins vegar heldur minna og er ástæðan
þorskveiðitakmarkanir hjá þeim i mánuðinum. Alls bárust á land
27626 lestir í mánuðinum. en botnfiskaflinn í sama mánuði í fyrra var
27507. Bátaaflinn nú var 8720 á móti 8411 í fyrra og togaraaflinn
18906 í ár á móti 19096 í fyrra.
Alls var botnfiskaflinn um
síðustu mánaðamót orðinn á árinu
477.237 lestir á móti 401.518 lest-
um. Nemur aukningin því tæplega
76 þúsund lestum á árinu og er um
aukningu í flestum eða öllum
fisktegundum að ræða. Aukningin
er alls staðar á landinu en botn-
fiskafli Vestfjarðabáta er þó um 1
þúsund lestum minni í ár en í
fyrra.
Loðnuaflinn var um síðustu
mánaðamót orðinn 705.825 lestir
frá áramótum, en á sama tímabili
í fyrra 676.033 lestir. í september
var loðnuaflinn 149.151 lest, en í
sama mánuði í fyrra 90.878 lestir.
Heildaraflinn á árinu var um
mánaðamótin orðinn 1.235.404
lestir á móti 1.155.379 lestum í
fyrra.