Morgunblaðið - 12.10.1979, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 12.10.1979, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1979 5 Olíugeymar Varnarliðsins í Helguvík? OLÍUGEYMAR Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hafa um nokkurn tíma verið mönnum á Suðurnesjum þyrnir í augum og kvartað hefur verið yfir mengunarhættu frá þeim. Nefnd, sem utanríkisráðherra skipaði nýlega, vinnur nú að því að skoða þessi mál og þá einkum með tilliti til nýrrar staðsetningar á tönkunum, löndunaraðstöðu, olíuþarfa Keflavíkurflugvallar og þá einnig um hversu stór verkefni er að ræða, en geymarnir eru nú 19 talsins. Augu manna hafa einkum beinst að stað, sem Helguvík heitir og er í landi Keflavíkur utan við Leir- una. Nefnd þessi mun síðar í mánuðinum eiga viðræður við Bandaríkjamenn um þessi mál, en þarna er um mikið verkefni að ræða. Fjörugar um- ræður um síld- veiðarnar I LOK september hélt stjórn Fiskifélags íslands fund með skipstjórum síldarnótaskipa. Rúmlega 20 skipstjórar víðs veg- ar að af landinu mættu á þennan fund, auk þeirra mættu fulltrúar Framleiðslueftirlits sjávaraf- urða. Umræðuefni fundarins var um leiðir til að koma í veg fyrir smásíldardráp, meðferð aflans um borð og í landi, mat á síld, hentugar aðferðir til sýnatöku vegna smásíldar o.m.fl. síldveiðum viðkomandi. Fundarstjóri var Þorsteinn Gíslason varafiskimálastjóri. Framsögu hafði Hörður Þór- hallsson skipstjóri frá Húsavík, auk hans flutti Þorvaldur Árna- son skipstjóri á Ásþór RE athygl- isvert ávarp. Góður rómur var gerður að framsöguræðunum og spunnust fjörugar umræður um þessi vandamál. Margar tillögur voru settar fram um vandamál síldveiðiflotans og verða þær ræddar frekar í stjórn Fiskifélags íslands og síðar sendar skipstjór- um, auk þess sem þær verða kynntar í Ægi, tímariti Fiskifé- lagsins. (Fréttatilkynning Irá Fiskilélaginu). Aðalfundur S.S.S. AÐALFUNDUR Sambands sveit- arfélaga á Suðurnesjum verður haldinn í félagsheimilinu Stapa í Njarðvík laugardaginn 13. október kl. 10 árdegis. Á dagskrá fundarins verður m.a. að skýrsla stjórnar verður lögð fram og rætt um fjármál og fjárhagsáætlun S.S.S. og kjör- dæmamál. Vísnaképpni um dráttarvélar FYRIRTÆKIÐ Vélaborg í Reykjavík efnir um þessar mund- ir til samkeppni um gerð visna til að auglýsa Ursus dráttarvélar er fyrirtækið flytur inn. í bréfi fyrirtækisins til vísna- vina er getið um þessa samkeppni og beðið um smellnar vísur sem megi gjarnan vera jákvæðar, en góðar neikvæðar vísur séu einnig vel þegnar. Segir að Ursus vélarn- ar hafi jafnan fengið góðar mót- tökur hjá bændum. Verðlaun í vísnakeppni þessari eru jarðtæt- ari að verðmæti 365 þúsund kr., áburðardreifari að verðmæti 185 þúsund og tæki til girðingar að verðmæti 150 þúsunda króna. Skilafrestur er til næstkomandi áramóta og í dómnefnd sitja: Sigurður Jónsson frá Haukagili, Magnús Guðbrandsson og Baldur Þorsteinsson. I Greifahúsinu, Austurstræti 22 eru nú eftirtaldar verzlanir: r" Austurstræti 22, t 2. hæð. Sími 85055. Sérverzlun fyrir konur sem vilja fylgjast með Herrafataverzlun í sérflokki, sem býður m.a. upp á klæðsker aþ j ónustu Allt á börnin og unglingana Dömu-, herra- og barnaskór í miklu úrvali Innlendar og erlendar hljómplötur í þúsundavís Einnig er í húsinu matsölustadur med gómsœta rétti, staður sem sœlkerarnir mæla með. Austurstmti 22 lnn stneti sirni 11340 Austurstrætí 22 sími 85055 Austurstræti 22. Sími frá skiptiborði 85055 SKÓDEILD UNGLINGADFILD Austurslræii 22 Simi trá skif tibprði 85055 Austurstræti 22 Simi fra skiptö\“>'ði 850! HLJÓMDEILD Simi frá skiptiborði 85055 Austurstræti 22 r i : l 1 JlfK ( 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.