Morgunblaðið - 12.10.1979, Síða 10

Morgunblaðið - 12.10.1979, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1979 Ný bók frá Stafafelli: Grónar götur eftir Hamsun BÓKAÚTGÁFAN Stafafell er um þessar mundir að gefa út bókina Grónar götur eftir Knut Hamsun í íslenzkri þýð- ingu Skúla Bjarkans. Fjallar höfundur þar um handtöku sína, dvöl á geðveikrahæli og úrskurð sérfræðinga, sem sögðu hann hafa skertar sál- argáfur, en bókina skrifaði hann eftir að úrskurður þessi lá fyrir. Magnús Brynjólfsson hjá Stafafelli tjáði Mbl. að Knut Hamsun hefði ritað bókina á níræðisaldri árið 1949 og væri hún um dvöl hans á geðveikra- hæli svo sem fyrr er sagt og lýsti hann þar hvernig vísind- um höfðu úrskurðað hann með skertar sálargáfur og er fjallað um prófessorinn sem hafði með hann að gera meðan á vist hans á hælinu stóð. Magnús sagði að bókaútgáfa sín hefði jafnan reynt að gefa út bækur eftir Knut Hamsun þekkta höfunda, en áður hafa komið út t.d. Bókin um veginn, Lilja o.fl. Þá gefur útgáfan út í ár tvær barnabækur, en bók Knut Hamsuns er nú í bók- bandi og kemur á markað á næstunni. ★Bandídó nidur mjóar gallabuxur ABandídó Flannel buxur med klauf ef óskað er ★Bandídó „Dún watte“ jakkar ★Bandídó barnabuxur ★Bandídó skyrtur ★Wrangler „smió“ buxur ★Wrangler skyrtur ★Wrangler flauelís buxur ★Wrangler barna buxur ★Alls konar nýr haust/fatnaður Laugavegi 20. Sími frá skiptiborði 85055. Brezhnev gefur línuna KREMLVERJAR hafa greinilega ákveðið að nota 30 ára afmæli kommúnistastjórnarinnar i Aust- ur-býskalandi til hins itrasta i áróðursskyni. Stóryrtar yfirlýs- ingar Brezhncvs um friðarvilja Sov- étmanna og fylgirikja þeirra eiga bæði að slæva árvekni Vesturlanda- búa og draga athyglina frá jafn óþægilegum staðreyndum og þeirri, að frá stríðslokum hafa 3 miíijónir manna að minnsta kosti flúið „sælu“ kommúnismans i austur- Þýskalandi. í hátíðarræðu sinni boðaði Brezh- nev, að Sovétmenn mundu fækka um 20 þúsund hermenn í liði sínu í Austur-Þýskalandi og flytja þaðan um 1000 skriðdreka. I sovéska hern- um í Austur-Þýskalandi eru 400 þúsund hermenn og 7000 skriðdrekar en margir þeirra eru orðnir úreltir. Þegar metið er gildi þessa boðaða samdráttar, má ekki gleymast, að í Mið-Evrópu hafa Varsjárbandalags- löndin 127 herdeildir undir vopnum en Atlantshafsbandalagslöndin að- eins 47. Skriðdrekar kommúnista eru alls 20 þúsund en Vesturlanda 7000 og herflugvélarnar eru 12350 fyrir austan en 4300 fyrir vestan. Til þess að draga úr þessu gífurlega ójafn- vægi í venjulegum vopnabúnaði hef- ur Atlantshafsbandalagið komið fyrir um 7000 kjarnasprengjum í Vestur-Þýskalandi, sem beitt yrði á vígveilinum í Mið-Evrópu. Viðræðurnar sem fram hafa farið í Vínarborg síðan 1973 milli Varsjár- bandalagsins og Atlantshafsbanda- lagsins um jafnan og gagnkvæman samdrátt herafla í Mið-Evrópu (MBFR), sýna, að menn telja, að með ofangreindum viðbúnaði hafi skapast forsendur fyrir samdrætti heraflans. Hitt er annað mál, að Sovétmenn hafa tekið í notkun ný ógnarvopn, sem ekki hafa verið til umræðu í Vínarborg og raska allri myndinni. Þetta er annars vegar SS-20 eld- flaugin og hins vegar Backfire- sprengjuþotan, en bæði þessi vígtæki flytja kjarnorkusprengjur og teljast því ekki til „venjulegra" vopna eins og þau eru skilgreind. Takmörkun á þessum vopnum mundi verða innan ramma Salt-3 samnings verði hann einhvern tíma gerður. En í Salt-2 viðræðunum lofuðu Sovétmenn Bandaríkjamönnum, að þeir myndu ekki beita Backfire-þotunni gegn Bandaríkjamönnum. Hún er því að- eins ætluð til árása á næstu ná- granna Sovétríkjanna svo sem í Vestur-Evrópu og Kína. SS-20 er svokölluð meðaldræg eldflaug, henni verður ekki skotið milli heimsálfa hins vegar nær hún til skotmarka í Vestur-Evrópu frá skotpöllum austan járntjaldsins. Eldflaugin er búin þremur kjarna- hleðslum. Hún er handhæg í meðför- um, því að henni má koma fyrir á flutningavögnum, járnbrautarvögn- um og bryndrekum. Þess vegna er erfitt að finna hana og granda henni. Sýnir 220 litljósmynd- ir á Kjarvalsstöðum REYKVÍKINGUM stendur ckki ýkja oft til boða að skoða listrænar Ijósmyndasýningar. en nú í kvöld opnar Rafn Hafnfjörð sýningu að Kjarvalsstöðum á um 220 litljósmyndum er hann hefur tekið á síðustu árum. Hjálmar R. Bárðarson segir í sýningarskrá að fyrir 30-40 árum hafi það verið rætt í ljósmyndatíma- ritum hvort ljósmyndun væri list eða ekki og síðar segir hann að ljósmynd- un hafi fyrir löngu aflað sér þann sess að viðurkennt er að með aðferð- um ljósmyndunarinnar einnar getur hún verið myndrænt tjáningarform, sjálfstæð og óháð öðrum aðferðum. Nefna má einnig að í nýlegri grein í Time er fjallað um hvernig verð á ljósmyndum hefur rokið upp allra síðustu árin og að verslanir með ljósmyndir hafi fyrir 5 árum aðeins verið 12 í Bandaríkjunum, en séu nú að minnsta kosti 125. Um sýningu sína segir Rafn Hafn- fjörð svo í aðfaraorðum sýningar- skrárinnar: Þessi sýning er framar öllu viðleitni til að opna augu landa minna fyrir mikilvægi ljósmyndalist- arinnar og reyndar allrar myndlist- ar. Sá sem er ólæs á myndir er einnig skemmtilegar litasamsetningar í gróðri, vatni, ís og yfirleitt hverju sem er. Sýningin er sem fyrr segir að Kjarvalsstöðum og verður hún sett þannig upp að með t.d. einni yfir- litsmynd fylgja margar smærri myndir frá nálægu umhverfi og sýna það smáa, svo sem fyrr var nefnt. Hörður Ágústsson listmálari ritar einnig í sýningarskrána og segir þar m.a. að Rafn hafi ásamt félögum sínum sýnt í Bogasal árið 1961 og hafi þar verið brotið upp á nýjum möguleikum ljósmyndalistarinnar með eftirminnilegum hætti. Síðan segir Hörður: Og nú kemur Rafn með fangið fullt af myndum eftir langa fjarvist, eins konar óð til íslands í lit, ljósi og formi. Eg sagði lit, því fram að þessu hefur hann tjáð okkur geðhrif sín og sjón á blæbrigðaskala milli svarts og hvíts. Skiljanlegt er að einhvern tíma hafi það tekið hann að ná fullu Rafn Hafnfjörð hengir upp eina af myndum sinum, en sýning hans að Kjarvalsstöðum verður opnuð í kvöld. Ljósm. Krlstján. ólæs á hið mikilfenglega land okkar og þá um leið allt umhverfið. Rafn Hafnfjörð segist hafa tekið ljósmyndir allt frá fermingu er hann fékk sína fyrstu myndavél og síðan hafi áhuginn vaxið með árunum. Elstu myndirnar á sýningunni eru teknar fyrir 25 árum. Langflestar eru þær úr náttúrunni, en einnig nokkrar portretmyndir. Landslagsmyndir Rafns eru ekki venjulegar yfirlits- myndir frá hinum ýmsu stöðum,* heldur segist hann leitast við að sýna margt af því smáa, sem finna má í náttúru landsins, fallegar og túlkunarvaldi á því undri sem litur- inn er. Því meiri gleði er það að sjá hversu sterkum tökum hann hefur náð á hinum nýja miðli og fellt hann að fyrri reynslu. Rafn var einu sinni að því spurður hvaða kröfur hann gerði til góðs ljósmyndara: „I fyrsta lagi þarf hann að þekkja frumform myndlistar, í öðru lagi að kunna svo vel á myndavélina að hún verði eins og framhald af huga hans og hönd- um, — og í þriðja lagi þarf hann að vera skáld.“ Á sýningu Rafns nú sést hvernig hann stenst þessar hörðu kröfur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.