Morgunblaðið - 12.10.1979, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1979
Flugstöðin verður 30% minni en ákveðið hafði verið:
Kostnaður áætlaður
um 16,5 milljarðar
ÁKVEÐIÐ hefur verið að minnka fyrirhugaða flugstöðvarbyggingu á Keflavíkur-
flugvelli um 30% frá því sem áður hafði verið ákveðið. Bandarísku fyrirtæki var í
sumar falið að vinna forhönnun að verkinu og hefur það unnið með bygginganefnd
flugstöðvarinnar undanfarna mánuði. Hönnun byggingarinnar er unnt að ljúka í
árslok 1980 og gætu framkvæmdir þá hafist 1981 og verið lokið 1983. Kostnaður við
bygginguna og annað viðkomandi henni er áætlaður 16.5 milljarðar króna og af
þeirri upphæð munu Bandaríkin reiðubúin að greiða 6—7 milljarða króna. Að auki
greiða Bandaríkjamenn flugbrautir og flughlað að fullu, en að sögn Helga
Ágústssonar deildarstjóra varnarmáladeildar utanríkisráðuneytisins er þar um
verulegar f járhæðir að ræða.
Helgi Ágústsson sagði aðspurður
um fjármögnun byggingarinnar, að
verið væri að vinna að hagkvæmn-
isútreikningum á rekstri flugvall-
arins í Keflavík með það i huga að
sjá að hve miklu leyti flugvöllurinn
gæti fjármagnað þetta sjálfur.
Sagði hann, að ástæða væri til að
ætla að þær tekjur, sem af Kefla-
víkurflugvelli kæmu, væru það
miklar að með bjartsýni væri litið
á þá fjármögnunarmöguleika. Það
væri þó Alþingis og ríkisstjórnar-
innar að taka ákvarðanir um slíkt í
framhaldi af fyrrnefndum athug-
unum.
í skýrslu utanríkisráðherra, sem
lögð var fram á Alþingi í gær, er
greint frá forsögu þessa máls, allt
frá því að núverandi flugstöðvar-
hús var byggt á Keflavíkurflugvelli
1948. Gamla flugstöðin er fyrir
löngu talin ófullnægjandi og jafn-
vel hættuleg, t.d. má nefna að í ár
hefur verið varið yfir 60 milljónum
króna til aö klæða bygginguna að
utan og bæta bílastæði. Segir í
skýrslunni að næsta ár muni reyn-
ast óhjákvæmilegt að verja mikl-
um fjármunum til viðhalds flug-
stöðinni.
í samkomulagi viö Bandaríkja-
menn 1974 var ákveðið að stefna að
því að skilja að starfsemi Varnar-
liðsins á Keflavíkurfiugvelli og
almennt farþegaflug. Auk þess að
þetta atriði samkomulagsins frá
1974 verður framkvæmt með bygg-
ingu nýrrar flugstöðvarbyggingar
eignast Islendingar flugstöð til
framtíðar og auk þess sagði Helgi
Ágústsson í gær, að margt annað
jákvætt spilaði þarna inn í.
Bandaríska fyrirtækið, sem tók
að sér forhönnun byggingarinnar,
lagði í maímánuði síðastliðnum
fram þrjár mismunandi hugmynd-
ir að flugstöð á Keflavíkurflugvelli.
Bygginganefnd og fulltrúar Flug-
leiða urðu sammála um aö mæla
með einni tillagnanna. Hinir
bandarísku aðilar hafa í samvinnu
við bygginganefndina lokið sem
næst 30% af hönnun stöðvarinnar.
íslenzkir húsameistarar taka nú
viö verkinu og fullhanna það ásamt
hinum bandarísku, eins og segir í
skýrslu utanríkisráðherra.
ERTHJ
VATNSBERI?
Eða notarþú ferska vatnið í krananum heima?
Hvers vegna þykkni?
Floridana appelstnuþykknið losar þig við
allan óþarfa vatnsburð og sparar þér
geymslupláss.
Þú blandar þvi fersku vatninu i
þykknið þegar þér hentar. Útkoman úrl/4
lítra af þykkni verður 1 Ktri af ódýrari,
hreinum og svalandi C-vítamínríkum
appelsínusafa.
Jafngildir
heilum lítra af
hreinum
appelsínusafa.
frá Florida
Floridana appelsínuþykknið er G-vara
sem tryggir fersk bragðgceði og varðveislu
C-vítamínsins mánuðum saman.
ENGUM SYKRI, LIT EÐA ROTVARNAR-
EFNUMERBÆTTÍ FLORIDANA.
MJÓLKURSAMSALAN í REYKJA VÍK
Þú gerir létt og hagkvæm innkaup til langs
tíma með FLORIDANA þykkni!
í 1
Ovenju mörg mál
á fyrsta degi
ÓVENJU MÖRG mál voru lögð fram á fyrsta
starfsdegi þings í gær og þeirra stærst frumvarp
f jármálaráðherra að f járlögum næsta árs og skýrsla
forsætisráðuneytis um þjóðhagsáætlun sama árs.
Frá þessum málum er sagt í fréttum Mbl. í dag en í
gær var greint frá þingrofstillögu Sjálfstæðisflokks-
ins. Önnur mál, sem kynnt voru á fundi Sameinaðs
þings í gær, voru þessi:
Hækkun olíugjalds og
verðuppbót á vannýttar
fisktegundir
Fram var lagt stjórnarfrumvarp til staðfestingar á bráða-
birgðalögum um hækkun olíugjalds^til fiskiskipa og verðuppbót á
vannýttar fisktegundir, sem gefin voru út í júnímánuði sl.
Bráðabirgðalögin fólu í sér að fiskkaupandi greiði útgerðaraðila
7% olíugjald ofan á fiskverð, sem ekki kemur til hlutaskipta eða
aflaverðlauna.
Þá fólu bráðabirgðalögin í sér að heimild til að verja 500 m.kr. af
tekjum Tryggingarsjóðs fiskiskipa og 700 m.kr. af tekjum
Aflatryggingarsjóðs af útflutningsgjaldi til þess að bæta upp verð á
vannýttum fisktegundum, karfa og ufsa, tímabilið 15.5. til 31.12
1979.
Flugmálaáætlun
Finnur Torfi Stefánsson (A) flytur frumvarp til laga um
flugmálaáætlun. Samkvæmt frumvarpinu skal' ráðherra flugmála
leggja fram tillögu til þingsályktunar um flugmálaáætlun, þar sem
gerð er grein fyrir fjáröflun þeirri, sem fyrirhuguð er á
áætlunartímabili og útgjöld sundurliðuð eftir helztu framkvæmda-
flokkum: áætlunarflugvellir, aðrir flugvellir, leiðarflugþjónusta,
flugstjórnarmiðstöð, önnur flugmálastarfsemi.
Breyting á almennum
hegningarlögum
Tvö stjórnarfrumvörp til breytinga á aimennum hegningarlögum
voru lögð fram. Fyrra frumvarpið er samið af hegningarlaganefnd,
en formaður hennar er Ármann Snævarr, forseti Hæstaréttar.
Frumvarpið skiptist í tvo meginþætti. Fjallar sá fyrri um fyrningu
sakar og brottfall viðurlaga og ákvæði tengd þeim, en sá síðari um
ákvæði laga er varða líkamsárásir og líkamsmeiðingar.
Síðara frumvarpið er samið í dómsmálaráðuneytinu og fjallar
um breytingu á 6. gr. almennra hegningarlaga (19/1940), sem talin
er nauðsynleg til þess að unnt verði að fullgilda af íslands hálfu
samning, sem gerður hefur verið á vegum Evrópuráðsins um varnir
gegn hryðjuverkum.
Húsnæðislán til elli- og
örorkulífeyrisþega
Jóhanna Sigurðardóttir (A) flytur frumvarp til breytinga á
lögum um Húsnæðismálastofnun um lán á sérstökum kjörum til
elli- og lífeyrisþega. Frumvarpið gerir ráð fyrir að lánin verði í
sumum tilfellum vaxtalaus og einnig afborgunarlaus fyrstu 5 árin,
auk gjaldfrestunar á helmingsgreiðslu verðtryggingar fyrir sama
tímabil.
Kaup og sala á fasteignum
Jóhanna Sigurðardóttir (A) flytur tillögu til þingsályktunar um
endurskoðun á lögum um fasteignasölu, nr. 47/1938, og tengdum
lögum og reglum, sem um fasteignaviðskipti gilda, og gera
breytingar er tryggi betur en nú er réttarstöðu kaupanda og
seljanda í fasteignaviðskiptum. Endurskoðun skal við það miðuð,
að koma í veg fyrir óeðlilega verðlagsþróun á fasteignum.
Könnun á tekjuskiptingu
og launakjörum
Þrír þingmenn Alþýðuflokks, Jóhanna Sigurðardóttir, Karl
Steinar Guðnason og Björn Jónsson, flytja tillögu til þings-
ályktunar um könnun á launakjörum og tekjuskiptingu í
þjóðfélaginu, „sem mættu verða grunnar að sanngjarnari tekju-
skiptingu og hagkvæmara launafyrirkomulagi". Lögð er áherzla á
að tiltækar verði á einum stað allar upplýsingar um lífskjör og
kjaramál er máli skipta.
Endurgreiðsla lyf jagjalds
Svava Jakobsdóttir (Abl) flytur frumvarp til breytinga á lögum
um Almannatryggingar, þess efnis að þeir, sem tekjutryggingar
njóta, fái % lyfjagjalds endurgreiddan hjá viðkomandi sjúkrasam-
lagi, skv. nánari útfærslu í reglugerð.