Morgunblaðið - 12.10.1979, Page 15

Morgunblaðið - 12.10.1979, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1979 15 Fjárlagafrumvarp fyrir 1980 lagt fram á Alþingi: Ráðherrar Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags með fjölmarga fyrirvara HEILDARÚTGJÖLD samkvæmt fjárlagafrumvarpinu nema 321,4 milljörðum króna. Helztu gjaldaliöir frumvarpsins eru: I milljaróar Tryggingamál 86,8 Fræöslumál 42,8 Heilbrigöismál 23,5 Niöurgreiðslur 23,0 Vegamál 22,0 Vaxtagjöld 15,6 Búnaöarmál 14,3 Dómgæslu- og lögreglumál 14,3 Húsnæöismál 9,3 Orkumál (þar af afborganir og vextir vegna Kröflu (3,9milljaróar) 10,9 Önnur samgöngumál an vegamál 8,4 Útvegsmál 6,0 Annaö 44,5 Samtals 321,4 FJÁRMÁLARÁÐHERRA, Tómas Árnason, lagði fram fjárlagafrum- varp sitt fyrir árið 1980 á Alþingi i gær. Heildarútgjöld samkvæmt frumvarpinu nema 321,4 milljörð- um króna, en heildartekjur 330,3 milljörðum króna, óbeinir skattar 261,1 milljarði króna og aðrar tekjur 5,8 milljörðum króna. Hækk- un heildarútgjalda rikisins frá siðasta ári nemur um 62%, en þau voru 198 milljarðar samkvæmt frumvarpi fyrir yfirstandandi ár. Heildartekjur rikisins hækka hins vegar um 60,3%, voru 206 milljarð- ar króna. Fjármálaráðherra lagði á fundi með fréttamönnum í gær, að samstaða hefði verið um frumvarp- ið í stórum dráttum innan ríkis- stjórnarinnar, einungis hefðu verið gerðir nokkrir fyrirvarar af hálfu ráðherra Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir því að tekjur ríkissjóðs af innheimtum tekjuskatti verði tæpir 56 milljarðar, en eru 35,6 milljarðar á yfirstandandi ári. Þá er gert ráð fyrir því að tekjur ríkissjóðs vegna innheimtu eignaskatta verði 7,5 milljarðar á næsta ári, en eru 5,2 milljarðar á yfirstandandi ári. Tekjur og gjöld frumvarpsins eru á því verðlagi, sem talið er að muni gilda á árinu 1980. Fjárlög ársins í ár voru hins vegar reist á verðlagi um áramót 1978—1979. Vegna launahækkana á árinu 1980 eru áætlaðir 9,7 milljarðar króna. Engin lög um innheimtu tekju- og eignaskatts Á fréttamannafundinum í gær sagði fjármálaráðherra, að ný lög um tekju- og eignaskatt hefðu geng- ið í gildi um síðustu áramót og komi því til framkvæmda við álagningu á árinu 1980. í nýju skattalögunum vanti hins vegar öll ákvæði um innheimtu en upphaflega var gert ráð fyrir að samhliða nýjum lögum um tekju- og eignaskatt tækju gildi lög um staðgreiðslukerfi skatta en því var hafnað. — Fjármálaráðherra sagði því að nauðsynlegt væri að afgreiða lög fyrir áramót um inn- heimtu skattanna og fleiri atriði. Hann sagði að frumvarp að slíkum lögum lægi nú nær tilbúið í fjár- málaráðuneytinu og yrði það vænt- anlega lagt fram innan tíðar. Gert sé Heildarút- gjöld nema 321 milljarði króna, hækka um 62% frá fyrra ári ráð fyrir því að tekjuskattur ein- staklinga hækki, sem svarar tekju- breytingum milli áranna 1978 og 1979, og skatturinn verði að meðal- tali sv.ipað hlutfall af þeim tekjum, sem hann sé lagður á. Heildartekjur sem næst 29% af þjóðar- framleiðslu „Ætla má að samkvæmt frum- varpinu verði heildartekjur ríkis- sjóðs sem næst 29% af vergri þjóðarframleiðslu á árinu 1980. Beinir skattar ríkisins verða 19,2% af heildarskatttekjum þess og því tæplega 5,6% af þjóðarframleiðslu," sagði Tómas Árnason, fjármálaráð- herra, á fundinum. Ráðherrann bætti því við, að þetta hlutfall væri tiltölulega lágt væri miðað við það sem gengur og gerist í nágranna- löndum okkar. Þá sagði ráðherra: „Samkvæmt lögum um stjórn efnahagsmála og fleira sem núverandi ríkisstjórn beitti sér fyrir skulu heildartekjur og útgjöld á fjárlögum 1980 haldast innan marka, sem svara til 30% af vergri þjóðarframleiðslu. Við gerð fjárlagafrumvarpsins var við það miðað að tekjur ríkissjóðs færu ekki yfir 29% af áætlaðri þjóðarfram- leiðslu á árinu 1980. Á árinu 1979 dróst úr hömlu að taka ákvörðun um aukna tekjuöflun rikissjóðs. Af þeim sökum fellur tekjuöflun að upphæð 4,5 milljarðar króna til á næsta ári, en ríkissjóði var ætlað það fé á árinu, sem er að líða. Til að brúa bilið er fyrirhuguð 4,5 milljarða króna lántaka til skamms tíma. Að þessari upphæð frátaldri er áætlað hlutfall tekna ríkissjóðs af þjóðar- framleiðsu 28,6% á árinu 1980, en heildarútgjöld nema 28,2% af þjóð- arframleiðslu. Auk þess að halda ríkistekjunum innan ákveðinna marka felur fjár- lagafrumvarpið í sér aðhald gegn verðbólgu sem m.a. kemur fram í tekjuafgangi og greiðslum til Seðla- bankans, en þær eru áætlaðar 9,6 milljarðar króna. Frumvarpið er byggt á þeirri meginstefnu, að verð- bólgan verði ekki meiri en 30% frá upphafi til loka ársins 1980.“ Fjölmargir fyrirvarar . Aðspurður um fyrirvara samráð- herra sinna við frumvarpið sagði fjármálaráðherra að Alþýðuflokks- ráðherrarnir hefðu aðeins gert tvo fyrirvara, annars vegar vildu þeir stórhækka framlög til húsnæðis- mála og hins vegar vildi Kjartan Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, að tekjur ríkissjóðs yrðu ekki hærri en 323 milljarðar króna í stað þeirra rúmlega 330 milljarða sem eru í frumvarpinu. Helztu fyrirvarar Al- þýðubandalagsráðherranna voru í sambandi við vegamál, niðurgreiðsl- ur, málefni RARIK og málefni Ríkisútvarpsins og sjónvarps. Þá mun iðnaðarráðherra ósammála því hvernig ráð er fyrir gert að ráðstafa jöfnunargjaldi iðnaðarvara. Um ný verkefni sagði fjármála- ráðherra, að þau væru nokkur sam- kvæmt frumvarpinu. Mætti þar nefna framlag til framkvæmdasjóðs öryrkja og þroskaheftra að upphæð rúmlega milljarður króna, framlag til þess að mæta félagslegum þætti í framkvæmdum Rafmagnsveitna ríkisins að upphæð einn milljarður króna, framlag til rekstrar geðdeild- ar Landspítalans 360 milljónir króna og framlag til eftirlauna aldraðra, sem mun nema tæpum 500 milljón- um króna á árinu 1980. Frá íréttamannafundi (Jármálaráðherra i gær. þar scm hann gerði grein fyrir nýframlögðu frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1980. F.v. Brynjólfur Sigurðsson, hagsýslustjóri, Tómas Árnason, fjármálaráðherra, Höskuldur Jónsson, ráðuncytisstjóri fjármálaráðuneytis, og Ólafur Davíðsson. hag fræðingur hjá Þjóðhagsstofnun. Ljósmynd Mbl. Emilia. nUÁMrUMHR ihmillllNUVIKtl Endurútgefum fimmtán hljómplötur, sem allar hafa verið uppseldar um árabil. Koma nú einnig á kassettum. Selt á sérstöku kynningarverði, sem er helmingi lægra en verð á öðrum plötum, eða aðeins kr. 3900 Sióasti danur Kynningarsalan er í VÖRUMARKAÐNUM, Ármúla - Sími 86113

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.