Morgunblaðið - 12.10.1979, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 12.10.1979, Qupperneq 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1979 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1979 17 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og skrifstofur Aöatstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla Sími 83033 Áskriftargjald 4000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 200 kr. eintakiö. Hver á að rjúfa þing? Endalok vinstri stjórnar Ólafs Jóhannessonar eru í samræmi við upphafið og allan feril hennar. Þær þrjár vinstri stjórnir, sem myndaðar hafa verið frá lýðveldis- stofnun, hafa allar gefizt upp og skilið efnahagsmál þjóðarinnar eftir í öngþveiti. Viöskilnaður hinnar þriðju og síðustu er þó með mestum eindæmum. Væntanlega er þetta síðasta vinstri stjórnin, sem gerð er tilraun með um fyrirsjáanlega framtíð. Nú er spurt hvað við taki. Svarið er, að kosningar verða að fara fram svo fljótt sem kostur er. Þjóðin verður að gera upp reikningana eftir þetta tímabil verðbólgu og upplausnar. Ólafur Jóhannesson mun í dag biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga frá Geir Hall- grímssyni og Gunnari Thoroddsen um þingrof og nýjar kosningar fyrir miðjan desember. Umræður eiga að fara fram um þessa tillögu umsvifalaust og afgreiðslu hennar á að hraða svo sem kostur er. Ljóst er, að meirihluti er fyrir því á Alþingi að samþykkja tillöguna. Starfsstjórn Ólafs Jóhannessonar á að framfylgja vilja Alþingis um þingrof og nýjar kosningar. Ekki dugir fyrir Ólaf Jóhannesson að bera því við, að hann hafi ekki heimild til þingrofs eftir að hann hefur beðizt lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Fordæmi er fyrir því frá 1956, að forsætisráðherra starfsstjórnar hefur rofið þing og efnt til kosninga. Ekki dygði heldur fyrir Ólaf Jóhannesson að bera því við, að þá hafi verið meiri samstaða í þinginu um þingrof en nú. Nú liggur það fyrir eins og þá, að meirihluti Alþingis vill þingrof, því að Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur æskja þess og af hálfu Framsóknarflokksins hefur því þar að auki verið lýst yfir að flokkurinn muni ehki standa gegn þingrofi og kosningum sé það vilji meirihluta Alþingis. Staðan er því mjög svipuð nú og var 1956, þegar starfandi forsætisráðherra þá, Ólafur Thors, rauf þing og efndi til kosninga. Almenningur er orðinn þreyttur á getuleysi stjórnmála- manna til þess að takast á við efnahagsvandann. Fólk hefur enga þolinmæði til að horfa á stjórnmálamennina bítast um það nú, hver eigi að rjúfa þing. Ef Ólafur Jóhannesson, sem starfandi forsætisráðherra, neitar að fylgja fram meirihlutavilja Alþingis og rjúfa þing verður það að liggja ljóst fyrir. Framsóknarflokkur og Alþýðu- bandalag taka þá á sig þá pólitísku ábyrgð, að þvælast fyrir því, að vilji meirihluta þings nái fram. Fari svo að Ólafur Jóhannesson láti sér ekki segjast hlýtur forseti íslands að beina aðgerðum sínum að því, að myndað verði ráðuneyti undir forystu forsætisráðherra, sem er reiðubúinn að fylgja fram meirihlutavilja Alþingis. Sá flokkur, sem stofnaði til stjórnarkreppunnar, Alþýðu- flokkurinn, hlýtur að hafa gert sér grein fyrir því, þegar hann tók ákvörðun um að draga ráðherra sína úr ríkisstjórninni og óska eftir þingrofi og kosningum, hvernig hann ætlaði að koma áformum sínum í fram- kvæmd. Það verður þá kjósendum ljóst, hvort Alþýðuflokk- urinn hefur þrek til þess að fylgja fram sannfæringu sinni um þingrof og nýjar kosningar eða ekki. Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að ljá máls á því að taka við þrotabúi þessarar vinstri stjórnar fyrr en kosningar hafa farið fram. Forystumenn flokksins hafa gefið afdráttar- lausar yfirlýsingar um þetta og við þær ber að standa. Stjórnmálamönnum í öllum flokkum er hins vegar hollt að gera sér grein fyrir því, að almenningur þolir engan pólitískan leikaraskap lengur. Meira er í húfi en svo. Meirihluti Alþingis á þegar í stað að gera þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til þess að þing verði rofið og efnt til kosninga í desember í samræmi við þau sjónarmið, sem hér hafa verið sett fram. Vinstri stjórnin fallin... Vinstri stjórnin fallin. • • Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra: „Slíkar kosningar gætu orð- •X 01_ olv| Jýý Lausnarbeidni lögd fram ðlVl J.1U á ríkisráðsfundi í dag: HÉR FER á eftir þingræöa Ólafs Jóhannessonar , fráfarandi forsætisráó- herra, er hann kunngerði Alþingi í Kær að hann myndi leggja lausnarbeiðni fyrir six og ráðuneyti sitt fram á rikisráðsfundi í daj?: „Er núverandi stjórn var mynduð var það sammæli formanna þeirra flokka, sem að stjórninni stóðu, munnlegt að vísu, að þingrofsrétti skyldi ekki beitt nema allir stjórnar- flokkarnir væru um það sammála. Það hefur verið kannað, hver afstaða flokkanna væri til þeirrar kröfu Alþýðuflokks að þing skyldi rofið og stofnað til nýrra kosninga innan tveggja mánaða frá þingrofi. Báðir hinir samstarfsflokkarnir, Alþýðu- bandalag og Framsóknarflokkur, hafa lýst sig andvíga þessari kröfu og tilgreint þær ástæður, sem þeir telja að mæli á móti henni. Þegar af þessari ástæðu tel ég mér óheimilt að gera tillögu um þingrof. Eg vil bæta því við, að ég persónu- lega tel óforsvaranlegt að efna til kosninga um hávetur í svartasta skammdegi að kalla. Veðurguðirnir gætu orðið svo hliðhollir, að þetta tækist með skaplegu móti, en þó alltaf við erfiðleika í afskekktum sveitum. En veðrátta gæti líka orðið slík, að kosningar á þessum tima væru með öllu óframkvæmanlegar. Getur það átt við um kosningaundir- búning, framboðsfundi og kosn- ingarnar sjálfar. Slíkar kosningar gætu orðið skrípamynd, þar sem fjöldi fólks væri í reynd sviptur atkvæðisrétti. Alþingiskosningar hafa aldrei átt sér stað á þeim árstíma, sem hér er um að ræða. Eg vil ekki bera ábyrgð á því að skapa slíkt fordæmi. Ég álít það fullkomið ábyrgðarleysi að leysa þingið upp áður en það er í raun og veru tekið til starfa. Og efna til harðvítugrar kosningabaráttu við ríkjandi aðstæður í efnahags- og atvinnumálum, en þær ætti ég að þekkja flestum öðrum betur. Þar bíða mörg mikilvæg verkefni, sem kalla á úrlausn. Ég nefni það t.d., að fjárlög yrðu væntanlega ekki af- greidd á tilskildum tíma. Sama máli gegnir um lánsfjáráætlun og hlyti af því að skapast mikil óvissa um margvíslegar framkæmdir. Svo að segja allir kjarasamningar eru ým- ist lausir eða verða það um áramót. Kosningabarátta væri að mínum dómi ekki heppilegur undirbúningur friðsamlegrar eða farsællar lausnar í átökum á vinnumarkaði. Ákvörðun um fiskverð verður úti um áramót. Verðbólga myndi vafa- laust magnast meðan kosningabar- átta stæði yfir, því að á því tímabili yrði erfitt að beita nokkrum úrræð- um til að hemja hana. Hitt skulu menn hins vegar ekki ætla, að ríkisstj. geti á því tímabili, sem framundan er, setið um tveggja eða þriggja mánaða skeið aðgerðalaus. Þingrof strax eftir þingsetningu hefur aldrei átt sér stað hér á landi. Það er að vísu ekki ólöglegt, en því geta fylgt ýmis vandkvæði, t.d. myndu óafgreidd bráðabirgðalög væntanlega falla úr gildi, ef þing- rofsboðskapurinn hefur verið birtur og þingmenn sviptir umboði. Eftir að þingrofi hefur verið hafnað liggur ljóst fyrir, að Alþýðuflokkurinn hef- ur slitið stjórnarsamstarfinu, þar sem ráðherrar hans hafa óskað eftir því að vera leystir frá störfum. Ríkisstjórnin nýtur því ekki lengur stuðnings meirihluta á Alþingi. Við þessar aðstæður og með skírskotun til þess, sem áður er sagt, hef ég talið rétt að biðjast nú þegar lausnar fyrir mig og ráðuneyti mitt. Mun ég leggja lausnarbeiðni mína fyrir rikisráðsfund, sem haldinn verður í fyrramálið, og hef ég skýrt bæði forseta Islands og ríkisstjórn frá þessari ákvörðun minni. Ég hef með því viljað án tafar skapa svigrúm til myndunar þingræðislegrar stjórnar, er hefði meirihluta á bak við sig. Það er að mínum dómi mikil nauðsyn á því, að slík stjórn sé mynduð sem allra fyrst, því að málefni þau sem úrlausnar bíða eru mörg og vand- leyst. I Vilji sú ríkisstjórn efna til þing- rofs og nýrra kosninga er eðlilegt, að hún beri ábyrgð á þeirri stjórnar- athöfn og á stjórn landsins á meðan kosningabaráttan stendur yfir og kosningar fara fram. Það vona ég, að allir háttvirtir alþingismenn skilji. Það vona ég, að allir landsmenn skilji." „Er reiðubúinn að bera ábyrgð 1 hvaða formi sem tækifæri gefst til” Ákvörðunin byggð á ársreynslu sagði Benedikt Gröndal HÉR FER á eftir þingræða Benedikts Gröndals, formanns Alþýðuflokks- ins, við umræðu á Alþingi í gær, er Ólafur Jóhannesson kunngjörði lausnarheiðni sína: „Alþýðuflokkurinn gekk til þess stjórnarsamstarfs, sem nú er að Ijúka fyrir liðlega 13 mánuðum með miklar vonir um að stjórninni mundi takast að vinna á hinum alvarlegu efnahagsvandræðum, sem þjakað hafa þjóðina og koma fjöldamörgum góðum málum til leiðar. Um þetta má lesa í samstarfsyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar, hver áformin voru og hverjar vonirnar. Því miður höfum við orðið fyrir miklum vonbrigðum. Stjórnarsamstarfið hefur verið skrykkjótt alla tíð og það hefur komið í ljós, að í raun og veru er innan ríkisstjórnarinnar um að ræða grundvallarágreining varðandi viðhorf til þeirra mála sem leysa þarf, sem hefur valdið því, að stjórnarsamstarfið hefur gengið svo skrykkjótt sem öllum er kunnugt um. Þess vil ég þó geta að ég tel, að ríkisstjórnin hafi komið mörgum góðum og merkum málum til leiðar og er sanngiarnt að minnast þess einnig þegar þau mál, sem valda ágreiningu eru efst á baugi. Alþýðuflokkurinn hefur nú stigið það skref að slíta þessu stjórnar- samstarfi og óska eftir nýjum kosn- ingum. Þetta hefur komið mörgum á óvart og þykir óvenjulegt. Er við öðru að búast af ungum og þrótt- miklum hópi þingmanna, sem gekk til þessa samstarfs með svo miklar vonir, en að þeir hirtu ekki um hinar hefðbundnu leiðir. Ekki verður ann- að sagt en það, að flokkurinn hafi ekki hikað við að fórna stjórnar- þátttökunni, þegar hann taldi að málefnunum miðaði ekki áfram í rétta átt. Við höfum sem sé stigið þetta skref, af því að vonir sem við bundum við að ríkisstjórnin næði samstöðu um aðgerðir gegn verð- bólgunni, mestu meinsemd íslenzks þjóðlífs, hafa brugðist. Vegna þess að við teljum, að samstarfsflokkarn- ir hafi ekki fengist til að samþykkja ítarlegar og ítrekaðar tillögur Al- þýðuflokksins um aðgerðir gegn dýrtíðinni. Vegna þess að ekki er samstaða um meðferð efnahags- mála, um fjárlög, lánsfjáráætlun, þjóðhagsáætlun eða neitt af þeim veigamiklu atriðum, sem snerta stjórnsýslu þjóðarinnar meira en nokkuð annað á þessari stundu, þegar Alþingi kemur saman. Við eðlilegar aðstæður á ríkis- stjórn að vera búin að leysa allan innri ágreining og leggja fram ákveðna stefnu í þessum málum öllum. Við höfum stigið þetta skref vegna þess að okkur þykir lítill árangur hafa náðst í baráttu gegn spillingu og misrétti, sem við lögðum mikla áherzlu á í síðustu -kosninga- baráttu. Við viljum enn, að tekin verði upp gerbreytt efnahagsstefna, en vegna þess að starf í ríkisstjórn síðustu tvo mánuði hefur leitt í ljós þann ágreining, sem ég tiltók um fjárlög, lánsfjáráætlun, þjóðhags- áætlun, meðferð efnahagsmála og annað, sem því viðkemur, þá óttumst við að öllu óbreyttu myndi verða siglt út í svipað stjórnarfar og var í allan fyrravetur, sem sagt stöðugar, gagnslausar skammtímalausnir á vandamálunum án þess að tekið sé á þeim til frambúðar. I Eins og ég sagði, þá hafa staðið yfir í ríkisstjórninni umræður um þessi mál nú um a.m.k. tvo mánuði, en þar að auki er á ársreynslu að byggja. Við höfum dregið okkar ályktanir af þessu og valið þennan tíma, þótt óvenjulegur þyki af því að enn er mögulegt að kjósa á þessu ári. Við treystum því að samgöngur séu það góðar í landinu, að kosningar geti farið fram með fullkomlega lýðræðislegum og eðlilegum hætti. Alþýðuflokkurinn skorast ekki und- an ábyrgð, hann er reiðubúinn til þess að bera ábyrgð í hvaða formi sem tækifæri gefst til, ef það stuölar að þeim málum sem hann leggur mesta áherslu á.“ Benedikt Lúðvik Geir Hallgrímsson: Allt eru þetta rök fyr- ir kosningum sem fyrst Hér fer á eftir þingræða Geirs Ilallgrímssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, við umræður á Alþingi í gær, er Ólafur Jóhannesson, fráfarandi forsætisráðherra, kunngjörði lausnarbeiðni vinstri stjórnarinnar: „Ef tilkynning hæstvirts forsætis- ráðherra hefði aðeins lotið að niður- lagsorðum hans og yfirlýsingu, þá gæti ræða mín verið stutt. Ég tel eðlilegt, að hæstv. forsætisráðherra hefur tekið þá ákvörðun að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt í heild. Þessi ríkisstjórn hefur misst meiri hluta sinn á Alþingi Islend- inga og samkvæmt þingræðisreglum ber henni að segja af sér. Um það er enginn ágreiningur og við það hefði ég ætlað, á þessu stigi, að ræður okkar gætu um fjallað, en við síðan tekið upp þann ágreining, sem upp hefur komið og fram kom í ræðu hæstv. forsætisráðherra, sem ég þar af leiðandi get ekki látið ósvarað. Sjálfstæðisflokkurinn er þeirrar skoðunar, að þegar svo er komið, að ríkisstjórnin hefur misst meiri hluta sinn með þeim aðdraganda, sem hér hefur orðið, og við það ástand, sem nú hefur skapast í íslensku efna- hagslífi og þjóðlífi, m.a. vegna að- gerða þessarar sömu stjórnar, þá sé ekki um annað að ræða, og annað sé raunar ábyrgðarleysi en að þing verði rofið og til kosninga efnt, kjósendum gefinn kostur á að kveða upp sinn dóm og mynda nýjan ábyrgan meirihluta á Alþingi Islendinga. Það er óhjákvæmilegt að gefnu tilefni að fara nokkrum orðum um þau „rök“ hæstv. forsætisráð- herra, sem ég tel ekki vera rök, að ábyrgðarleysi sé að efna til kosninga nú þegar fyrir miðjan desember- mánuð n.k. Vissulega getum við ekki spáð neinu um veður á þeim tíma. En samgöngur eru nú með öðrum hætti en áður og heimild er til staðar að hafa kjördaga fleiri en einn. Rýmka má heimildir ef þörf þætti að fresta kosningum í þeim kjördæmum þar sem kjörsókn yrði torvelduð af völdum veðurfars eða samgönguerfiðleika og fresta þar með talningu almennt í þeim kosn- ingum, sem þá færu fram, til þess að gefa öllum landsmönnum kost á að láta vilja sinn í ljósi við kjörborðið. Þetta er því ekki réttmæt fyrirbára gegn því að kosningar færu fram. Þá nefndi hæstv. forsætisráðherra að fjárlög væru ekki afgreidd, að kjarasamningar væru lausir og ýmis viðfangsefni og vandamál óleyst. Allt er þetta rétt. En allt eru þetta rök fyrir því að efna til kosninga sem allra fyrst. Ekkert af þessu eru rök fyrir því að fresta kosningum. • 1. Fjárlög hafa áður og mörg eru þess dæmi í þingsögunni ekki verið afgreidd fyrr en í byrjun þess árs sem þau eiga að gilda fyrir og ég tel betra, að svo verði nú þegar sérstak- lega á stendur, heldur en standa með algjöra óvissu um þingmeirihluta, að umræðu og gerð fjárlaga — án kosninga. Það eru meiri líkur til þess að fjárlög, að afstöðnum kosningum og nýjum þingmeirihluta eða réttara sagt með þingmeirihluta, geti orðið vopn í baráttunni gegn verðbólg- unni, en eins og nú stendur um samstöðu á Alþingi Islendinga. • 2. Varðandi lánsfjáráætlun má á það benda, að lánsfjáráætlun fyrir yfirstandandi ár var nú ckki af- greidd fyrr en í maímánuði s.l. • 3. Ef rætt er um lausa kjara- samninga, þá hygg ég, að starfandi ríkisstjórn, sem hefur ekki þing- meirihluta á bak við sig, sé ekki mikils megnug; valdi því verkefni ekki, að vera í umboði almanna- valdsins gagnvart aðilum vinnu- markaðarins, þannig að vel á fari og gæfulega takist til um lausn kjara- mála. Segja má, að æskilegt væri að þingmeirihluti skapist á Alþingi Islendinga, en samkv. forsögu máls- ins og eins og málum þjóðarinnar er nú komið er það skoðun Sjálfstæðis- flokksins, að það væri ábyrgðarleysi að standa að slíkum þingmeirihluta, er myndaði nýja stjórn/án þess að kjósendur fengju það tækifæri að kveða upp sinn dóm og mynda áb.vrgan meirihluta á Alþingi íslendinga. Og því mun Sjálfstæðis- flokkurinn ekki standa að því, held- ur er það markmið flokksins og þingmanna hans, að þingrof fari fram og nýjar kosningar, svo fljótt sem verða má, og í samræmi við þá tillögu til þingsályktunar sem við höfum lagt fram, fyrir miðjan des- ember n.k. Mér þykir miður að við þurfum hér e.t.v. meira en skyldi að deila um formsatriði. Það er réttari mynd og ábyrgari afstaða að deila um efnis- atriði, þar sem okkur greinir á um úrlausn mála. Ég hefði haldið það eftir að þingmenn hafi gert grein fyrir skoðunum sínum á því, hvort unnt væri að halda kosningar fyrir miðjan desembermánuð eða ekki fyrr en næsta vor, þá gætum við sætt okkur við það að meirihluti þingsins réði að þessu leyti, en síðan tækjum við auðvitað upp málflutn- ing til sóknar og varnar þeim skoðunum, sem við fylgjum við úrlausn mála. Þetta er hin ábyrga afstaða, sem ég hygg, að þjóðin ætlist til af okkur og með þeim orðum læt ég máli mínu lokið. Lúðvík Jósepsson: I>eir sem vilja þingrof rjúfi þing—Réttum leikreglum fylgt Hér fer á eftir þingræða Lúðviks Jósepssonar. formanns Alþýðubanda- lagsins, í umræðu utan dagskrár á Alþingi í gær, er Ólafur Jóhannesson, fráfarandi forsætisráðherra, kunngerði lyktir rikisstjórnar sinnar: „Ég hlýt fyrst að vekja athygli á því, að það er með óllu óvenjulegt og óeðlilegt, að umræða um pólitískan ágreining fari fram á Alþingi, áður en þingsetningarfundi er lokið og Alþingi hefur kosið forseta. Það hefur hins vegar gerzt áður og getur gerzt að kosningu forseta sé frestað um einn dag. Af þessum ástæðum tel ég, að umræður um pólitískan ágreining, sem allir landsmenn vita, að er til staðar og það í ríkum mæli um það, sem hefur verið að gerast, og er að gerast við þær aðstæður, sem eru hér á Alþingi nú, séu öldungis óeðlilegar. Ég tel, að yfir- lýsing hæstv. forsrh. um það, að hann muni biðjast lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti hafi verið eðlileg yfirlýsing og sjálfsögð, enda í rök- réttu framhaldi við það sem gerist við slíkar aðstæður, þegar ríkis- stjórn hefur tapað meirihlutavaldi. Það er líka fullkomlega eðlilegt við þessar aðstæður, að hann skýrði frá því, hvers vegna hann teldi ekki vera möguleika á því að verða við kröfu um þingrof. En umræður, sem hér hafa orðið að öðru leyti um þann ágreining, sem uppi er um málsmeð- ferð, þ.e.a.s. um það, hvort núverandi stjórn hefði átt að rjúfa þing og efna til kosninga, umræður um það atriði eru hér óeðlilegar. Ég geri ráð fyrir því að umræður um þann ágreining fari hér fram næstu daga á Alþingi og eflaust utan Alþingis einnig. Ég vil aðeins segja það í tilefni af því, sem hér hefur verið sagt, að hér er farið samkvæmt réttum leikregl- um og sé meirihlutavilji á Alþingi fyrir því, að þing verði rofið og efnt verði til kosninga, þá er ekkert handhægara fyrir slíkan meirihluta, sem að því stendur, en að fram- kvæma það. Hitt er svo aftur annað mál, að það er öldungis óvenjulegt, þegar meirihluti á Alþingi vill fá eitthvað fram, að hann heimti að minnihlutinn vinni verkið. En ég skal ekki að öðru leyti lengja þessar umræður, sem ég tel að eigi ekki að fara fram við þessar aðstæður, því að venja um það hefur verið nokkuð rík á Alþingi, að hafa hér ekki almennar umræður, áður en forseti hefur verið kjörinn, því að ella gæfum við búið við það, að halda uppi umræðum jafnvel í nokkra daga, án þess að forseti hafi verið kosinn eða Alþingi fullkomlega sett á þann hátt, sem lög og reglur standa til um. Rfldsstjómin staðfestír nýja Landsvirkjun fyrir sitt leytí „RÍKISSTJÓRNIN staðíesti í morgun fyrir sitt leyti sameignarsamning- inn um nýja Landsvirkjun og heimilaði mér að leggja fram það lagafrumvarp um nýja Landsvirkjun sem málinu fylgir strax og fyrir liggur staðfesting allra eignaraðilanna." sagði Iljörleifur Guttormsson iðnaðar- og orkumálaráðhcrra i samtali við Mbl. i gær. „Það sem á vantar,“ sagði Hjörleifur, „er afgreiðsla borgarstjórnar Reykjavíkur, sem mun taka málið fyrir innan skamms." „Það má segja að í ríkisstjórninni hafi ríkt fullkominn einhugur um þetta mál og engar athugasemdir komu fram við lokaafgreiðslu málsins í morgun,“ sagði Hjörleifur, er Mbl. spurði hann um það atriði. Svavar flytur Tómas vildi bankafrumvarp ekki afgreióa í eigin nafni By ggingars jód „ÉG mun leggja fram frumvarp- ið um sameiningu ríkisbankanna í eigin nafni, þar sem ekki vannst tími til að afgreiða málið í ríkisstjórninni," sagði Svavar Gestsson viðskiptaráðherra í samtali við Mbl. í gær. Frum- varpið gerir ráð fyrir sameiningu Búnaðarbankans og Útvegsbank- „ÉG HREYFÐI enn tillögum mínum um viðbótarfjármagn til Byggingarsjóðs ríkisins á ríkis- stjórnarfundinum í morgun, en fjármálaráðherra vildi ekki af- greiða málið á meðan þetta ástand væri í pólitíkinni," sagði Magnús H. Magnússon félags- málaráðherra í samtali við Mbl. í ans. gær. Á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun tilkynnti ólafur Jóhannesson forsætisráðherra að hann hefði ákveðið að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Ljósm. mw.: r»x. Bókun Alþýdubandalagsins í ríkisstjórn: Alþýðuflokkur hleypur frá mörg- um stórmálum á viðkvæmu stigi RÁÐHERRAR Alþýðubandalags- ins lúgðu á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun fram eftirfarandi bókun: „Vegna kröfu Alþýðuflokksins um stjórnarslit, og um þingrof og kosningar, samþykkir þingflokkur Alþýðubandalagsins eftirfarandi í umboði miðstjórnar flokksins: Krafa Alþýðuflokksins um stjórnarslit, sem nú hefur verið lögð fram, um það leyti sem Alþingi er að hefja störf að nýju, kemur fram við mjög sérstakar aðstæður. Af flokksins hálfu er viðurkennt að engar sérstakar ástæður hefi verið til þess að ákvörðunin var tekin. Þessi af- staða er í fyllsta máta ábyrgðar- laus og vítaverð gagnvart hags- munum launafólks í landinu. Það er álit þingflokks og mið- stjórnar Alþýðubandalagsins að þingrof nú um miðjan október- mánuð og þingkosningar um miðj- an desember sé í fyllsta máta abyrgðarlaus ráðstöfun. í því sam- bandi bendir Alþýðubandalagið meðal annars á: 1. Fjárlög yrði ekki hægt að afgreiða fyrr en komið væri talsvert fram á næsta ár. Af því hlyti að leiða tafir á fram- kvæmdum og jafnvel stöðvun einstakra rekstrarþátta. 2. Nær allir launasamningar eru nú lausir um þessar mundir. 3. Ef kosningar verða ákveðnar í desember er ekki mögulegt að ljúka því verki sem nú fer fram á endurskoðun stjórnarskrár og kosningalaga. 4. Efnt yrði til kosninga í mesta skammdeginu, þegar aðstæður eru að jafnaði verstar til um- ferðar í landinu. Með kröfu sinni um þingrof nú og kosningar í desember hleypur Alþýðuflokkurinn frá mörgum stórmálum á viðkvæmu stigi. Þar má m.a. nefna Jan Mayen-málið, en hætt er við að Norðmenn notfærðu sér stjórnleysisástand á íslandi í því sambandi. Þá hleypur Alþýðuflokkurinn frá nýlega gerðri samþykkt í ríkisstjórninni um húsnæðismál og lífeyris- sjóðsmál og frá því að staðfesta á Alþingi loforð sem hafa verið gefin sjómönnum um réttindamál þeirra. Af því sem hér hefur verið sagt getur Alþýðubandalagið ekki sam- þykkt að rjúfa þing. Flokkurinn bendir hins vegar á að ef meirihluti er á Alþingi fyrir þingrofi nú og kosningum í des- emþer, er það að sjálfsögðu á valdi þess meirihluta að mynda nýja ríkisstjórn, sem þá getur rofið þing og efnt til kosninga.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.