Morgunblaðið - 12.10.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.10.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1979 Lögræði og lögaldur til áfengiskaupa ÞAR eð þess misskilnings virðist gæta hjá ýmsum að áfengis- kaupaaldur og lögræðisaldur hljóti að fara saman vekur Áfengisvarnaráð athygli á eftir- farandi: í Noregi verða menn lögráða 18 ára en fá leyfi til kaupa á sterkum drykkjum 21 árs. Ö1 og vín mega þeir kaupa 18 ára. í Svíþjóð verða menn lögráða 18 ára en fá leyfi til kaupa á sterkum drykkjum 20 ára. I Bandaríkjunum fá menn kosn- ingarétt 18 ára. Lögaldur til áfengiskaupa er mismunandi eftir ríkjum. Af 51 ríki eru 32 með hærri áfengisaldur en 18 ár, þar af 24 með 21 árs aldur. Lögaldur til áfengiskaupa er t.d. ári hærri í Washington en Reykjavík. Áfcngisvarnaráft. Mokkakápur og jakkar Herra og dömumokkajakkar í ótal gerðum og litum. Ath: ennþá óbreytt verö. Austurstræti lCr^E^sími: 27211 Drottningin dansar samba ÞAÐ hefur verið barizt af hörku í fyrstu umferðum milli- svæðamótsins hér i Rio. Einn keppenda hefur þó dregið sig i hlé. í upphafi þriðju umferðar tilkynnti Golombek, aðalskák- stjóri mótsins, að Mecking frá Brasilíu hefði hætt keppni að læknisráði. Þetta voru mikil vonbrigði fyrir heimamenn, sem höfðu vænzt þess að Meck- ing sigraði í þriðja skipti í röð á millisvæðamóti. Óvæntustu úrslitin eftir 4 um- ferðir eru vafalaust þau að Torra sigraði Portisch með svörtu í fyrstu umferð. Portisch tók því hraustlega á móti Húbner þegar þeir mættust í annarri Umferð og varð það snörp viðureign: Hvítt: Hiibner, Vestur-Þýzka- landi. Svart: Portisch, Ungverjalandi. Sikileyjarvörn. 1. e4 - c5, 2. Rf3 - dG, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — a6,,6. Bg5 — e6, 7. f4 — Db6, 8. Dd2 — Dxb2, Portisch hefur góða lyst á „eitraða peðiriu" 9. Hbl — Da3, 10. f5 Húbner er nýbyrjaður að fylgjast með tízkunni í skákinni og 10. f5 er einmitt tízkuleikurinn um þess- ar mundir. 10... .Rc6, 11. fxe6 — fxe6, 12. Rxc6 — bxc6.13. e5 — dxe5, 14. Bxf6 - gxf6,15. Be2?! Skák Guðmundur Sigurjónsson stórmeistari skrifar frá Rio Hér er rétt að staldra við. Skömmu fyrir mótið í Rió tefldi Húbner æfingaeinvígi við Hort, sem nú er búsettur í Vestur- Þýzkalandi. Einvígið fór fram með mikilli leynd í Vestur- Berlín og sigraði Húbner með 3'/2 vinningi gegn 2'/2. Skákirnar verða líklega birtar seinna. I fimmtu skákinni í einvíginu kom upp þessi staða og hafði Húbner einnig hvítt. Hann lék þá eins og hér 15. Be2 og sá Hort ekkert athugavert við þann leik og eftir 15... .h5, 16. Re4 — Be7, kom upp staða, sem er mjög umdeild þessa dagana. Það undarlega er, að langt er síðan byrjunarfræð- ingar komust að raun um að 15. Re4 ( - Be7, 16. Be2 - h5) er nákvæmari og betri lelkur en 15. Be2, en þeir félagar, Hort og Húbner virðast alls ekki hafa numið þessi sannindi. Betri kennara í byrjunum en Portisch er vart hægt að hugsa sér og tekur hann nú Húbner í kennsl- ustund þá, sem Hort-vanrækti að veita honum. 15. — Dd6! Þessi leikur hrindir sókn hvíts. Svartur hefur tvö peð yfir — og nú eru góð ráð dýr. 16. De3! Góður leikur. Það tók Húbner hálftíma að jafna sig eftir áfallið. Verra var 16. Bh5+ - Ke7. 16. - Dd4!, 17. Df3 - Bb4!, 18. Dxc6+ — Ke7, 19. Dxa8 — Dxc3+, Húbner var hræddur við 19 - Bxc3, 20. Kfl - e4! 20. Kfl — Hd8 Aðalgallinn við stöðu hvíts er að hrókurinn á hl er algjörlega óvirkur. 21. De4! Drottningin dansar um borðið. Húbner nýtir drottningu sína til hins ýtrasta enda getur hann vart hreyft aðra menn áfalla- laust. 21. — Hd4, 22. Dxh7+ — Kd6, 23. g3 Svartur hótaði Hf4+, og hvítur fær ekki varizt maíi. 23. - Bd7, 24. Dh8! Hótar Dxf6 og einnig að skáka kónginum frá áttundu reitaröðinni. 24. — f5, 25. a3! — Bc5 Ekki 25. — Dxa3 vegna 26. Db8+ — Ke7 (Kd5, 27. c4+) 27. Dxe5 26. Df8+ - Kc6, 27. Da8+ - Kd6, 28. Df8+ - Kc6 Of áhætt- usamt er 28. — Kd5, 29. da8+ og keppendur sættust á jafntefli. Nokkrir snjallir drottningar- leikir björguðu Húbner frá falli í þessari skák. Guðmundur Sigurjónsson. Köngulóarmaðurinn í Stjörnubíói STJÖRNUBÍÓ hefur í dag sýningar á bandarisku kvikmyndinni Köngu- lóarmaðurinn. Mynd þessi er byggð á teiknimyndasögum um köngu- lóarmanninn. Leikstjóri er E.W. Swachkhamer en með aðalhlut- verkin fara Nicholas Hammond sem leikur Peter Parker, David White (Jameson), Michael Pataki (Barbera), Hilly Hicks (Dave) og Lisa Eiibacher (Judy). Peter Parker er ungur námsmaður sem starfar að ljósmyndun með háskólanámi. Námsfélagi hans er Dave sem starfar að rannsóknum þar sem geislavirk efni eru notuð. Óþekktur ógnvaldur veldur skelf- ingu í New York er hann tilkynnir að 10 manns munu líflátnir ef ekki verði greitt hátt lausnargjald. Sú aðferð, sem ógnvaldur þessi notar til að koma fram vilja sínum er óþekkt og kemur lögreglunni í mikla klípu. Peter nær myndum af manni sem klífur veggi af ótrúlegri leikni og sýnir þær ritstjóra dagblaðs en hann telur myndirnar vera falsaðar. Peter tekur síðan upp á því að koma á vettvang hvað eftir annað er ógn- valdur New York borgar er að störfum og lögreglan fyllist gruns- emdum. Störf lögreglunnar bera hins vegar engan árangur þar til skyndilega dregur til tíðinda sem verða glæpamanninum að falli. Ártún opnar í kvöld með vmveitingaleyfi Veitingastaðurinn Ártún við Vagnhöfða í Reykjavík hefur nú fengið vínveit- ingaleyfi og opnar hann sem slíkur í fyrsta sinn í kvöld. Sigursæll Magnússon veit- ingamaður hefur rekið þarna matsölu frá því fyrsta vetrardag í fyrra og tjáði hann Mbl. að hann hefði nú fengið vínveitingaleyfi, en ásamt Sigursæli rekur Stef- án sonur hans húsið og er hann yfirmatsveinn. í kvöld skémmtir hljóm- sveitin Brimkló gestum og diskótekið Dísa verður einn- ig á staðnum og kvaðst Sigursæll vonast til að gestir yrðu ánægðir með þá tónlist en salurinn tekur um 300 manns auk salar á neðri hæð. — Ég hefi nú rekið veitinga- staði frá því árið 1946 og er því enginn unglingur í fag- inu, sagði Sigursæll og sagð- ist hann aðspurður láta vel af staðsetningunni: — Ég hefi alla tíð verið austastur í bænum með minn veitinga- rekstur og má nefna Mat- stofu Austurbæjar og Sæla- kaffi í því sambandi. En austar fer ég nú varla og læt staðar numið með þessum stað, sagði Sigursæll Magn- ússon að lokum. Sigursæll Magnússon veitingamaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.