Morgunblaðið - 12.10.1979, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 12.10.1979, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1979 + Eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir PÉTUR JÓNSSON Geirahlíö, Borgarfiröi andaðist í Landsspítalanum miðvikudaginn 10. október. Róaa Guömundsdóttir Vilborg Jóhannesdóttir og börn. og syatkini hins látna. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, SÉRA ÞORSTEINN LÚTHER JÓNSSON, fyrrum sóknarprestur, Laufvangi 14, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík, mánudaginn 15. október kl. 13.30. Júlía Matthíasdóttir, Hjördís Þorsteinsdóttir, Jóhannes Ögmundsson, Höröur Smári Þorsteinsson, Guörún Tryggvadóttir og barnabörn. t ÁGÚST ÚLFARSSON verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardag- Inn 13. október kl. 14. Fyrir hönd ættingja Oddrún Pálsdóttir, Þórunn Siguröardóttir, Anna Jónsdóttir, Þorsteinn Sigurösson. t Eiginmaður minn, RAGNAR K. LÖVDAHL, húsasmíöameistari, Digranesvegí 108, Kópavogi, veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju f dag, föstudaginn 12. október kl. 3. e.h. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Hulda Lövdahl. + Eiginmaöur minn, faöir okkar og tengdafaöir JÓHANN HANNESSON Stóru-Sandvík verður jarðsunginn frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 13. okt. kl. 2. Þeim sem vildu minnast hans, er bent á Frændasióð. Málfríöur Benediktadóttir, Benedíkt Jóhannsson, Lára H. Halldórsdóttir, Hannes Jóhannsson, Sigríöur Kr. Jóhannsdóttir, Samúel S. Hreggviösson, Magnús Jóhannsson, Margrét Ófeigsdóttir. + Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR ÁSGRÍMSSON, Grundargötu 9, Siglufiröi, veröur jarösettur frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 13. október kl. 2 e.h. Dóróthea Jónsdóttir, Ásgrímur Einarsson, Jón Einarsson, Guörún Valberg, Ásta Einarsdóttir, Pill Gunnólfsson, Guðlaug Einarsdóttir, Sólveig Einarsdóttir, Helgi Einarsson, Brynjar Einarsson, Guörún Ólafsdóttir, Stella Einarsdóttir, Páll Gunnlaugsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð viö andlát og jaröarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, RANNVEIGAR INGIBJARGAR THEJLL, Hæöargaröi 14. Magnús Thejll, Kristín Sigurbjörnsdóttir, Camilla Lydia Thejll, Vernharöur Guömundsson, og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og hlýhug viö andlát og útför SIGRID ELLU CROCKER Sérstakar þakkir þeim sem heimsóttu hana og glöddu f veikindum hennar Sigurbjörg S. Þorbergsdóttir, Sigfried B. Sigurösson, Mickael Crocker, Ricky Crocker, Kimberly Crocker, Eggert Eggertsson, Sverrir Þór Gunnarsson. Kveðja: Hanna Kristjánsdóttir frá Ytra-Skógarnesi Fædd 23. apríl 1922. Dáin 5. október 1979. Er mér barst fregnin um lát móður minnar, setti mig hljóðan. Það var óvænt fregn, þótt svo ég vissi að hennar væri von. En nú eru miklar þjáningar á enda og hún hvílir í friði. Nú er mamma dáin og við systkinin upp komin. En það var ekki erfiðleikalaust fyrir hana eina að koma okkur á legg. Það kostaði hana mikið erfiði og oft var mamma þreytt. En í vinnu fór hún alltaf og tók svo til við heimilið, með sinni einskæru at- orku, að hvaða húsmóðir sem er hefði verið hreykin af. Þótt stund- um hafi verið hart í ári, þurfti maður ekki að kvarta og alltaf fór ég vel búinn að heiman hvort sem var í skólann eða til sjós. Mamma sá alltaf um að í sjópokanum væri nóg af hlýjum fötum og öðru sem gott var að grípa til er maður var langt að heiman. Hún hlúði svo vel að manni að engin móðir gæti hafa gert betur. Er ég var á unga aldri, fór mamma að vinna hjá B.Ú.R. og vann þar í nokkur ár. Oft kom hún þá þreytt heim og tók til við heimilið. Við krakkarnir hjálpuð- um oft til og fengum ávallt þakkir fyrir, þakkir sem urðu að hvatn- ingu til áframhalds. Er ég byrjaði nám, hvatti hún mig og studdi á alla vegu uns því var lokið. Eitt af öðru fórum við krakk- arnir að heiman, en síðustu ár voru þau tvö, mamma og yngsti bróðir minn. Þá fyrst fór hún að geta hægt á og tekið sér frí. En það var skammgóður vermir, því seint á síðasta ári sögðu veikindi til sín, sem nú hafa leitt hana til dauða. — Mamma lagði margt fyrir mig og kenndi mér margt, sem ég fæ aldrei þakkað en mun vera hinn rauði þráður í lífi mínu. Ofanritað nær aðeins til hluta af ævi móður minnar, enda er þetta ekki ævisaga, heldur hinsta kveðja og þakkir frá syni. Megi hún hvíla í friði. Far þú i friöi, friöur Guös þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkat þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hana dýrðarhnoaa þú hljóta skalt Sonur Ragnar Kornelíus Lövdal —Minning Fæddur 25. mars 1910. Dáinn 8. október 1979. Ragnar Kornelíus Lövdal var fæddur 25. mars 1910 og lést 8. október s.l. Húsasmíðameistari var hann að atvinnu og eftirlif- andi eiginkona hans er Hulda Benediktsdóttir Lövdal, fædd 7. september 1916. Börn þeirra eru: Edvard, fæddur 12. desember 1937; Una Olga, fædd 28. janúar 1940; Jóhanna, fædd 10. janúar 1947; Benedikt, fæddur 5. október 1953; Marten Ingi, fæddur 20. ágúst 1958. Afi minn var aðeins 7 ára gamall þegar hann missti móður sína, Jóhönnu Sigurðardóttur, ár- ið 1917. Faðir hans, Edvard Löv- dal, var frá Bödo í Norður-Noregi, en móðir hans frá Reykjavík. Afi bjó í Reykjavík þar til hann fluttist í Kópavog 1953 og bjó til dauðadags á Digranesvegi 108. Hann byrjaði að læra húsasmíði 1929 og lauk námi 1937 sem húsasmíðameistari. Hann starfaði sem byggingameistari víðs vegar, og einnig rak hann trésmíðaverk- stæði samhliða húsasmíðinni. Seinni árin starfaði hann við ýmisleg störf sem til féllu. Hann eignaðist 12 barnabörn á lífsleiðinni og er það allt mann- vænlegt fólk. Ég minnist afa míns sem manns sem lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna, enda hafa sjálfsagt verið margir erfiðleikar á vegi hans, þegar hann starfaði sem byggingarmeistari. Það var ekki sú tækni við húsasmíðar þá og nú er til staðar. Og samfara tækjaleysi voru takmarkaðir pen- ingar til húsagerðar á hans árum sem byggingarmeistari, en allt hafði þetta góðan endi. Afi smíðaði margar stofukistur í norskum stíl sem prýða margar stofur. Ég sem þetta rita minnist afa míns sem manns með mikið jafnaðargeð og góðmennis. Hann gaf sér tíma til að hjala við okkur enda eru þær stundir ómældar sem hann eyddi til þessara hluta. Afi er nú horfinn sjónum okkar. Ég þakka honum allar samveru- stundirnar og ég skal reyna að bera nafn hans með sóma. Góður guð honum veginn greiði og gefi honum góða heimferð. Hvíli hann í guðs friði. Ragnar Kornelíus Lövdal. Edvard Lövdahl kom unglingur frá Bodö í Noregi til hvalveiða á Austfjörðum, sem þá voru með miklu lífi. Edvard var maður vel gefinn, glettinn og glaðvær og virtist una hag sínum vel hér langa ævi. Fyrri kona hans, Jóhanna Sig- urðardóttir Grímssonar prentara, ól honum fjögur börn, en Ragnar varð sá eini sem komst til fullorð- insára. Mjög ungur missti Ragnar móður sína og fór því á mis við umhyggju móðurkærleikans og mun alla tíð hafa fundið mjög sárt til þess. Sjálfsreynd hefi ég af slíku, þótt eldri væri ég orðinn, og vita þeir gerst er reyna. Seinni kona Edvards var Guð- leif Jónsdóttir, og eignaðist Ragn- ar þar hálfbróður: Inga Lövdahl. Ungur hóf Ragnar nám í húsa- smíði hjá Sveini Sveinssyni og lauk námi frá Iðnskólanum í Rvík. og sveinsprófi 1933. Einhvern veginn fannst mér, að vera Ragnars í byggingarfram- kvæmdum Ljósafossstöðvarinnar hafi kveikt í honum stórhug til framkvæmda, því að fljótt gerðist hann umsvifamikill bygginga- meistari, byggði mörg hús í Norð- urmýrinni t.d. við Vífilsgötu, Karlagötu, Hrefnugötu og horn- húsið stóra Njálsgötu 87, og bjó þar þar til að hann byggði sitt einbýlishús suður í Kópavogi sem þá var að byrja að byggjast. Mér hefur alla tíð fundist það hús, sem nú er nr. 108 við Digranesveg, stílfagurt, og eftir að Ragnar hóf húsgagnasmíði, að snjall væri hann á fagurt form. Með eftirlifandi konu sinni, Huldu Ingibjörgu Benediktsdótt- ur, eignaðist hann fimm börn: Edvard, Unu Olgu, Jóhönnu, Bene- dikt Ragnar og Martin Inga og barnabörnin orðin tólf á lífi. Ragnar nam sinn barnalærdóm í Landakotsskóla og mun þar vel hafa vegnað, enda með mjög góða námshæfileika, ekki síst í stærð- fræði, sem hann hafði stundum að leik, er hann fetaði í fótspor föðurins. Unglingur varð hann fyrir slysum, miklum höfuðhögg- um og mun hafa goldið þess alla tíð. Ekki er ólíklegt, að það hafi ráðið nokkru um, að hann hætti húsabyggingum á blómaaldri og fór að reka trésmíðastofu o.fl. og síðar ýmsa sölumennsku, eftir því sem heilsan leyfði. Ekki voru nema fáar vikur frá því, að hann lagðist inn á Borg- arspítalann til rannsóknar, þar til að ljóst þótti að hverju stefndi og aðfaranótt 8. þ.m. endaði það harða stríð. Þó mun það hafa létt honum mjög hans erfiðustu þrautastund- ir, að kona hans var löngum stundum við hvílu hans til sífelldrar umönnunar og hans hugfróar. Hans hlýja handtak síðast er ég kom til hans, er lítill máttur var orðinn til máls, varð mér og er minnisstæð lokagjöf. Þótt allur hópur ungmennanna syrgi sinn góða afa og öll önnur skyldmenni og unnendur, var ekki unnt að óska annars en lausnar frá vonlausum þrautum. Eins og ég votta öllum syrgjend- um samhug minn, vona ég að þessi náðarlausn mýki sárin. Ragnar verður til grafar borinn frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. október kl. 3 e.h. Ingþór Sigurbjörnsson. + Þökkum auösýnda samúö og vinarhug i oröi og verki viö andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móöur, tengdamóður, systur, mágkonu.ömmu og langömmu, ADALHEIDAR GUDMUNDSDÓTTUR, Kaplaskjólsvegi 63. Stefón Elísson, Jón M. Stefónsson, Valgeröur Marsveinsdóttir, Jón Sigurjónsson, Helga Kóradóttir, Aöalheiöur S. Jónsdóttir, Einar Baldvinsson, Stefanía G. Jónsdóttir, Baldvin Einarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.