Morgunblaðið - 12.10.1979, Side 29

Morgunblaðið - 12.10.1979, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1979 29 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL 10—11 FRÁ MÁNUDEGI að knésetja verðbólguna. Það tekst þeim auðvitað ekki, en þá eru alltaf hæg heimatökin að kenna hver öðrum um, þar sem þetta eru samsteypustjórnir. En hvers vegna er svo „auðvitað" að verðbólgustöðvunin mistakist? Það finnst mér fyrst og fremst vera vegna þess hvað hið gífurlega sterka afl, verkafallsrétturinn, hefur verið misnotað og ofnotað hér síðastliðin 30—40 ár. Sú flokksforysta sem er svo hrein- lynd að halda fram þessum sann- ieika umbúðalítið, er forysta Sjálfstæðisflokksins. Þess vegna hafa þeir verið furðu meinhægir í sinni stjórnarandstöðu. En annað mál er svo það, hvort þessir menn geta innst inni gengið svo gunnreifir til kosninga, sem þeir láta í veðri vaka. Bikar valdanna yrði þeim beiskju blandinn, jafnvel þótt Sjálfstæðisflokkurinn fengi hrein- an meirihluta á alþingi. Þjóðvilj- inn færi von bráðar að þyrla upp moldviðri um vesalings „launþeg- ana“, eins og einhvern afmarkað- an smáhóp, sem allir hinir keppt- ust við að þjarma að. Er raunveru- lega ekki svo komið, að bezta aðhaldið gagnvart vitleysunni og mesta straffið á Alþýðubandalag- ið, væri, að greiða því atkvæði við næstu alþingiskosningar? Ég held það. M.J. Ilafnarfirði. • Samkeppni um minningaskrif aldraðra og ný útgáfa biblíunnar Lesandi hafði samband við Velvakanda og bar fram þá spurningu hvort ekki hefði verið farið fram á það við aldraða fyrir nokkrum árum að þeir skrifuðu endurminningar sínar og hvernig því verki miðaði. Velvakandi hafði samband við SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á samsovézka úrtökumótinu í ár kom þessi staða upp í skák stór- meistaranna Palatniks, sem hafði hvítt og átti leik, og Gufelds. Árna Björnsson hjá Þjóðhátta- deild Þjóðminjasafnsins. Haustið 1976 sendu Sagnfræðideild Háskólans, Stofnun Árna Magnússonar, Þjóðminjasafnið og heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið út beiðnir til allra sem voru orðnir 67 ára og eldri þess efnis að þeir skrifuðu endurminn- ingar sínar. Var þar sérstaklega minnst á minningar frá bernsku- árum, skólagöngu og uppfræðslu, unglings- og æskuárum, heimilis- störfum árið um kring og ýmislegt frá yngri árum svo sem trúarlíf, afkomu og fjárhag, lífsatriði og nýjungar. Fyrirtæki þetta bar heitið „Samkeppni um minninga- skrif aldraðra". Frestur til að skila svörum var til 1. nóvember 1977 en var síðan framlengdur til vorsins 1978. 150 einstaklingar sendu inn svör og komu flest þeirra úr Þingeyjarsýslu, frá Breiðafirði og Vestfjarðakjálkan- um. Árni kvað þær ritsmíðar sem borist hefðu vera mjög mislangar en allt í allt væru þær 5—6000 meðalstórar vélritaðar síður sem munu vera efni í um 10—20 bæk- ur. Nefnd sem skipuð er þremur mönnum, frá Sagnfræðideild Háskólans, Stofnun Árna Magnússonar og Þjóðminjasafn- inu, mun meta ritgerðirnar og er þegar búið að gróflesa þær. Kvað Árni margt af því sem borist hefur vera mjög merkilegt og mun nú senn líða að því að hægt verði að veita viðurkenningar fyrir bestu minningarnar. Þá var spurt að því hvernig liði nýrri þýðingu Nýja testamentisins og nýrri útgáfu Biblíunnar. Hjá Hermanni Þorsteinssyni, for- manni Hins íslenska Biblíufélags, fengust þær upplýsingar að útgáfa nýrrar Biblíu væri vel á veg komin og stefnt að því að hún kæmi á markað fyrir jólin á næsta ári, 1980. Hluti Nýja testamentis þess- arar nýju útgáfu er endurþýddur en hluti þess er endurskoðaður. Þýðing Gamla testamentisins er frá árinu 1912 með vissum breyt- ingum og nútíma stafsetningu. • Samtök líf- eyrisþega rík- isstarfsmanna Ég fékk um daginn bréf frá lífeyrisþegum ríkisstarfsmanna, sem hafa stofnað deild innan Starfsmannafélags ríkisstofnana. Ég gladdist yfir því að hugsað hafði verið til okkar, sem komin erum á eftirlaun. Þegar ég skilaði svörum mínum við spurningum, sem þetta félag sendi, þá spurði ég hvort ekki gengi vel að fá svarað bréfinu. Satt að segja varð ég undrandi, þegar mér var sagt að það væru ekki komin svör nema frá liðlega fjórðungi þeirra, sem fengu bréf. Mér finnst svo mikils- vert að við, sem erum á þessu aldursskeiði, reynum að halda saman og reynum að nota okkur vilja þeirra, sem reyna að létta okkur lífið, að ég bið Velvakanda fyrir þá orðsendingu frá mér til þeirra, sem hafa fengið bréf líf- eyrisþegadeildar, að svara spurn- ingunum strax. Ég vona að þið bregðið skjótt við svo að starf þessa fólks, sem vill gera eitthvað fyrir okkur, geti borið sem bestan ávöxt. Við skulum reyna að gleðja hvert annað, reyna að blanda saman geði, kynnast og hjálpa hvert öðru eftir því sem við getum. Byrjum með því að svara góðu fólki, sem vill vel. Ein sem hefur eftirlaun. HÖGNI HREKKVÍSI „ JA, UÉPMA! JEr \?>e-rrA EtOtr AHA6 Atafísrjóci 'i L£iT ao Moöv oick.'." Látiö okKur vcria vaðninn Ryðvarnarskálinn Sigtum5 — Simi 19400 Listmunauppboð Guðmundur Axelsson Klausturhólar Laugavegi 71 Sími19250 Málverkauppboð veröur haldið sunnudag- inn 14. október kl. 15 að Hótel Sögu (Súlnasal). Myndirnar veröa til sýnis aö Laugavegi 71, laugardaginn 13. október kl. 9.00—18.00 og aö Hótel Sögu sunnudaginn 14. október kl. 10.00—14.00. Laugavegi 71. Skóverslun S. Waage SF. Domus Medica og ath: Barónstíg 18 Póstsendum samdægurs. 19. Bxg6! hxg6 20. Dh8+ Kf7 21. Dxe5! (En ekki 21. Hh7+ Ke6)Hg8 22. Hh7+ Kf8 23. Df6+ Ke8 24. Hxd7 Rxd7 25. De6+ og svartur gafst upp. Þeir sem komust áfram á mótinu voru þeir BRashkovsky og Lerner sem urðu efstir og hlutu 9 vinningana af 13 mögulegum, A. Ivanov, Psakhis, Lputjan, Anikajev, Vitolins og K. Grigorjan sem hlutu 8'/2 v. auk óþekkts meistara, Sidef-Zade, en hann varð efstur á stigum af þeim sem hlutu 8 v. Fimm stór- meistarar féllu úr keppninni, sem er undankeppni fyrir Skákþing Sovétríkjanna. 03^ S\G6A V/GGA £ \iLVtmi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.