Morgunblaðið - 12.10.1979, Síða 31

Morgunblaðið - 12.10.1979, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1979 31 Ætla að vinna Evrópukeppnina Bjarni Bessason annar tveggja nýliða í landsliðshópnum að þessu sinni. Bjarni er vaxandi leikmaður og hefur sýnt góða leiki með liði sínu ÍR i haust. Tekst að sigra Tékka? Fyrstu handknattleikslandsleikir vetrarins verða í næstu viku, en þá kemur landslið Tékkóslóvakíu í heimsókn. Fyrsti leikurinn er á mánudagskvöld kl. 20.30 í Laugardalshöllinni. Aftur verður leikið á þriðjudagskvöld og síðan leikur unglingalandslið 21 árs og yngri við Tékkana í íþróttahúsinu á Selfossi næstkomandi miðvikudag kl. 20.30. KÖRFUBOLTALIÐ KR ætlar að tefla fram tveimur bandarískum leikmönnum er liðið mætir frönsku meisturunum í Evrópu- bikarkeppninni í Laugardalshöll 30. október næstkomandi. Bæði Dakarsta Spói Webster og nýi leikmaðurinn Marwin Jackson verða í liði KR gegn Caen, en svo heitir lið frönsku meistaranna. Þeir félagarnir Webster og Jackson lýstu því yfir á blaða- mannafundi í gær, að ekki væri nokkur vafi á því að KR myndi ekki aðeins slá út lið Caen, heldur gera enn betur og vinna sjálfan Evrópubikarinn. Þeir voru ekki að grínast. „No way we gonna lose,“ sögðu þeir og Spóinn stefnir ákveðið að því að stöðva 20 skot í leiknum auk þess sem hann ætlar að hirða öll fráköstin. Hann er fyrst og fremst varnarmaður og sem slíkur er hann í fremstu röð. Jackson er að sögn afburðaframherji, ekki síður en varnarmaður. Jón Sig- urðsson, óumdeilanlega besti inn- lendi körfumaðurinn, sagði á fundinum í gær, að Jackson væri besti erlendi leikmaðurinn sem hingað hefði komið. Áður hefði jafnan verið talað um Jimmy Rogers sem besta Bandaríkja- manninn, en Jackson væri mun betri alhliðaleikmaður og „hlaðinn sprengikrafti" í snerpu. Einar Bollason taldi að aldrei hefði íslenskt lið verið jafn sterkt á pappírnum gegn erlendu liði og úrslit leiksins væru mikilvæg fyrir íslenskan körfuknattleik. Róður- inn verður þó erfiður, því að Frakkar eiga eitt besta landslið Evrópu. Það er skrýtin tilviljun, en Jackson hefur leikið í sama liði og Jimmy Rogers eigi alls fyrir löngu og eru þeir ágætir mátar: „He’s a nice dude,“ sagði Jackson. Nokkuð umtal hefur að undan- förnu orðið um leikmannaskipti KR-inga í körfuboltanum. Sem kunnugt er, kom hingað til lands fyrir rúmri viku Marwin Jackson og mun hann leika með úrvals- deildarliði KR á komandi keppn- istímabili. Dakarsta Webster lék hins veg- ar með KR allt Reykjavíkurmótið og framan af var talið að hann myndi leika með KR í vetur. í ljós kom, að Webster var ekki sú tegund af leikmanni sem KR skorti mest. Webster er hörku- varnarmaður, það verður ekki af honum skafið. En í sókninni reyndist hann ekki eins liðtækur. Því var sóttur nýr maður. Kðrfuknaltlelkur í fljótu bragði virðist framkoma KR gagnvart Spóanum ekki vera til fyrirmyndar. Hann hafði engan samning undirritað og var að sjá sem KR hefði varpað honum út á gaddinn. Webster sjálfur stöðvar sjálfur allar slíkar hugleiðingar um málið. Hann segir: „Eg er fyrst og fremst varnarmaður og sem slíkur kann ég mitt fag. Eg hef aldrei verið mikilvægur sóknar- maður með þeim liðum sem ég hef leikið með, því var mikil pressa á Alls hafa verið leiknir 228 landsleikir í handknattleik frá upphafi gegn 30 löndum. 106 landsleikir hér heima en 122 erlendis. Sigur hefur unnist í 82 leikjum, 23 hafa endað með jafn- tefli og 123 tapast. Markatalan er okkur hagstæð því að við höfum skorað 4330 mörk en fengið á okkur 4241 mark. Leikið hefur verið 17 sinnum á móti Tékkum. Tvívegis hefur sigur unnist, fimm sinnum hafa leikirn- ir endað með jafntefli, og tíu sinnum hefur tap verið uppi á teningnum. ísland hefur gert 269 mörk en fengið á sig 309 mörk. Vonandi verður hægt að bæta þessa markatölu í leikjunum á mánudag og þriðjudag. Siðast þegar löndin léku saman varð jafntefli 12—12, eftir hörku- spennandi og skemmtilegan leik. Forsala aðgöngumiða verður á mánudaginn við Útvegsbankann og í Laugardalshöllinni frá kl. 18.30. Til gamans birtum við hér á eftir lista yfir þá leikmenn sem leikið hafa flesta landsleiki fyrir ísland í A-landsliði karla, og hversu mörg mörk þeir hafa skorað. Leikjahæstur er Geir Hallsteinsson en Ólafur Jónsson fylgir fast á eftir og jafnar leikjamet hans verði hann með í báðum leikjunum eftir helgina. Vinnur Tony tvöfalt? STAVANGURS-Víkingarnir og Lilleström skildu jöfn í fyrra- kvöld, 1 — 1, í norsku deildar- keppninni í knattspyrnu. Ein umferð er eftir í Noregi og er allt Eítirtaldir haía leikið í 1979. Nafn A-landsliði karla til 31. maí Félag Leikir Mörk a suoupunKii. Tony vinur vor Knapp og strákarnir hans hjá Víkingi, standa nú með pálmann i hönd- 1. Geir Ilallsteinsson F.H./FAG. 118 534 unum, en sigurinn er þó ekki 2. ólafur H. Jónss. Val/GWD. 116 290 endanlega í höfn. Víkingur hefur 3. Björgvin Björgvinsson Fram/Víkingur 106 194 nú 30 stig og 12 mörk i plús. Moss 4. Viðar Símonarson Haukar/F.H. 103 231 hefur á hinn bóginn 29 stig og 16 5. Ólafur Benediktsson Valur/Olympía 94 Mv. mörk í plús. Uppgjörið stendur 6. Sigurbergur 91gsteinsson Fram 85 66 milli Víkings og Moss, Start er i 7. Axel Axelsson Fram/GWD 78 353 þriðja sæti með 27 stig og 17 8. Hjalti Einarsson F.H. 76 Mv mörk í plús. Start á þvi ekki 9. Einar Magnússon Víking/HSV. 69 151 möguleika á titlinum, en gapti 10. Jón II. Karlsson Valur 67 191 stolið 2. sætinu ef Moss tapar 11. ólafur Einarsson FH/Donsd./Vík. 63 208 síðasta leik sínum og Start vinn- 12. Árni Indriðason Grótta/Víkingur 60 54 ur. 13. Gunnsteinn Skúlason Valur 58 73 Víkingur leikur gegn Rosenborg 14. Gunnar Einarsson Haukar/Árh. KFUM 55 Mv. á heimavelli sínum í síðustu um- 15. Stefán Gunnarsson Valur 55 29 ferðinni, Moss mætir Bodö Glint, 16. Jón H. Magnússon Vikingur/Lugi 54 155 einnig áheimavelli. Stárt fær hins 17. Þorbjörn Guðmundsson Valur 52 104 vegar erfiðan útileik gegn Lille- 18. Sigurður Einarsson Fram 51 62 ström. 19. Bjarni Guðmundsson Valur 48 48 Baráttan á botninum er ekki 20. Viggó Sigurðsson Vikingur 48 98 síður hörkuspennandi. Brann hef- 21. Gunnlaugur Hjálmarsson Í.R./Fram 47 166 ur þegar glatað allri von, en þr*jú 22. Ingólfur Óskarsson Fram 45 118 lið falía og þrjú lið berjast af alefli 23. Auðunn Óskarsson F.II. 44 26 gegn því að hreppa hin fallsætin 24. Birgir Finnbogason F.H. 44 Mv. tvö. Þau eru Hamkam með 16 stig, 25. Páll Björgvinsson Vikingur 44 114 Mjöndalen og Skeid með 17 stig 26. Stefán Jónsson Haukar 44 36 hvort félag. Mjöndalen leikur gegn 27. Bjarni Jónsson Val/Þróttur 43 46 Bryne á heimavelli sínum í síðustu 28. Þorsteinn Björnsson Fram 40 1 Mv. umferðinni, Hamkam leikur úti 29. Ágúst Ögmundsson Valur 33 19 gegn Brann. Skeid fær erfiðan 30. Gisli Blöndal KR/KA/Valur 33 56 mótherja, nágrannaliðið Vaaler- 31. Þórarinn Ragnarsson F.H. 33 21 engen. Það er því víðar en á Fróni 32. Ágúst Svavarsson Í.R. 32 44 sem mótin eru ekki ráðin fyrr en í 33. Karl Jóhannsson K.R. 31 65 síðustu leikjum. mér þegar hingað kom. Það var strax ljóst þegar ég byrjaði að leika með KR, að það var góður sóknarmaður sem liðið þurfti, ekki bara varnarrisi. Þess vegna skil ég mæta vel stöðu KR-inga og ber ekki illan hug til þeirra. Öðru nær' þó ég hafi verið hér á landi í aðeins stuttan tíma, er ég þegar gegnsýrður KR-ingur og mun allt- af verða.“ Svo sem fram kemur í annarri frétt hér á síðunni, mun Webster leika með KR í Evrópukeppninni og segja KR-ingar að þá fyrst muni hann njóta sín, með góða sóknarmenn með sér. Webster mun dvelja hér áfram um óákveð- inn tíma og sjá um þjálfun yngri flokkanna og kvennaliðsins. KR-ingar láta feiknalega vel af Webster sem unglingaþjálfara og gáfu í skyn á fundinum í gær, að til greina kæmi að ráða Webster sem slíkan út veturinn, ef nægi- legar tekjur kæmi inn á Evrópu- leikjunum. Verði ekki úr því, munu KR-ingar gefa honum öll bestu meðmæli til vinnuöflunar, ef hann kysi að dveljast áfram á íslandi. „Hjá KR, er fólk á bak við mann sem hægt er að treysta," sagði Webster, Vonandi bregst enginn því trausti hans. Tony Knapp náði góðum árangri með íslenska Iandsliðið í knatt- spyrnu á sínum tíma. Nú er hann kominn með aðra höndina á meistaratitilinn í Noregi og hugs- anlega vinnur lið hans líka bik- arkeppnina. Stórir sigrar hjá ÍS Þrír leikir fóru fram í fyrrakvöld í Reykjavíkur- mótinu í blaki. IS sigraði Víking i meistaraflokki kvenna 3—0. Enduðu hrin- urnar 15—7, 15—3 og 15— 2. Lið Víkings hefur fengið góðan liðstyrk frá í fyrra, þar sem uppistaðan úr liði Völsungs frá Húsavík sem varð íslandsmeistari hefur skipt um félag. En það dugði greinilega ekki að þessu sinni. t meistaraflokki karla sigruðu Þróttarar Fram ör- ugglega 3—0. Hrinurnar enduðu 15-2, 16-14, 15- 7. ÍS sigruðu svo Víking 3—1. Enduðu hrinurnar 15-11, 15-8, 9-15 og 3- 15. Næstu leikir í mótinu fara fram næstkomandi fimmtudag. þr. Unglinga- landsliðið ~\J * * Finnlandi Unglingalandsliö KSÍ leikur síðari landsleik sinn á móti Finnum á morgun laugardag. Leikurinn fer fram í Helsinki. Litlar vonir eru bundnar við að liðið komist í úrslitakeppnina þar sem Finnar sigruðu í fyrri leik liðanna hér heima 3-1._____________ Skólamót Skólamót KSÍ í knatt- spyrnu hefst 20. okt. Þátt- tökutilkynningar þurfa að berast skrifstofu KSÍ fyrir 17. okt. ásamt 20.000 þátt- tökugjaldi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.