Morgunblaðið - 12.10.1979, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 12.10.1979, Qupperneq 32
Síminn á afgreiðslunm er 83033 2tWr0iin1»Ifll>ib á ritstjórn og skrifstofu: 10100 JH«r0unbIflbib Forseti íslands: „Framkvæmi fljótt það sem gera þarf” „ÞAÐ má segja að ég sé í eins konar biðstööu," sagði forseti Islands, herra Krislján Eldjárn, í gær í samtali við Mbl. þegar hann var inntur eftir því hvað fyrir lægi hjá honum í sambandi við- stöðu stjórnmálanna, „það verður ríkisráðsfundur kl. 10 á morgun (föstudag) og ef mál ganga fram eins og sagt hefur verið í sambandi við stjórnarslit þá liggur það næst fyrir að athuga afstöðu formanna stjórn- málaflokkanna til hinna ýmsu möguleika er til greina koma, heyra álit þeirra og framkvæma síðan eins fljótt og ég get það sem gera þarf.“ Mbl. spurði forsetann hvort breyting yrði á opinberri heim- sókn hans til Belgíu vegna breyttrar stöðu í íslenzkum stjórnmálum. „Ég hef ekki gert því skóna ennþá," sagði dr. Kristján, „að hætta við þá ferð og fer á þriðjudaginn. Við verð- um í þrjá daga og getum því komið heim þann 19. okt. Það er erfitt að fresta slíkri ferð á síðustu stundu." Steingrímur um stjórnarsamstarfið: And- rúms- loftið eitrað STEINGRÍMUR Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Morgunblaðið i gær. að sundurlyndi innan ríkisstjórnarinnar hefði eitrað þar allt andrúmsloft. „Innan ríkisstjórnarinnar hefur fyrst og fremst ríkt ákveðin tortryggni,“ sagði Steingrímur, „nánast hatur milli Alþýðubandalags og Al- þýðuflokks, scm gert hefur stjórnarsamstarfið óhæft. Það sem hélt því saman var ákveðin og ábyrg afstaða verkalýðshreyf- ingarinnar og ég met mikils þá afstöðu hennar og velvilja gagn- vart ríkisstjórninni." Steingrímur sagði, að sundur lyndið innan ríkisstjórnarinnar hefði kannski ekki háð einstökum ráðherrum í störfum þeirra, en þó kvaðst hann t.d. ckki hafa getað fengið framleiðsluráðsfrumvarpið samþykkt í ríkisstjórninni vegna stöðugra aðfinnslna krata. „En sundurlyndið hefur eitrað allt and- rúmsloftið. Vona ég, að Framsókn- arflokkurinn fái ekki þann stimpil, að hann hafi tekið þátt í slíku. Hann hefur reynt að starfa í þessari ríkisstjórn af drengskap og ég vona að hann fái þá einkunna- gjöf.“ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1979 Alþýðuflokkur tilbúinn að mynda minnihlutastjóm „VIÐ höfum lýst okkur reiðu- búna til að sjá landinu fyrir ríkisstjórn, ef Sjálfstæðisflokkur- inn viíl veita okkur atbeina til þess,“ sagði Sighvatur Björg- vinsson formaður þingflokks Al- þýðuflokksins í samtali við Mbl. í gærkvöldi. Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflökksins sagði, er Mbl. spurði hann í gærkvöldi um afstöðu Sjálfstæð- isflokksins: „Ég vil taka það skýrt fram, að við höfum ekki gert Alþýðuflokknum eitt eða neitt tilboð. En það er rétt að við höfum fengið þessa málaieitan frá honum. Hún er til athugunar og verður tekin fyrir á þing- flokksfundi klukkan 10 á morg- un.“ Sjálfstæðisflokk- urinn tekur af- stöðu til hlutleys- is árdegis í dag Sighvatur Björgvinsson sagði, að Alþýðuflokksmönnum væri ljóst, að það væri ekki nóg að krefjast þingrofs í ríkisstjórn, heldur yrðu þeir einnig að vera reiðubúnir til að gera það sem óhjákvæmilegt væri, fyrst Framsóknarflokkur og Al- þýðubandalag vildu ekki veita at- beina sinn til þingrofs. „Þetta er vissulega erfitt verk og ekki öf- undsvert,“ sagði Sighvatur. „En við höfum nægan kjark til að fylgja okkar máli eftir á þennan hátt.“ Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu voru þrjú stjórn- armynstur til umræðu í þinginu í fyrradag, minnihlutastjórn Sjálf- stæðisflokks, minnihlutastjórn Al- þýðuflokks og loks utanþings- stjórn. Við umræður í þingflokki Alþýðuflokksins komust menn að þeirri niðurstöðu, að þeir treystu sér ekki til þess að veita minni- hlutastjórn Sjálfstæðisflokksins hlutleysi, þar sem það gæti ekki verið hlutverk flokksins að leiða sjálfstæðismenn inn í öll ráðuneyti rétt fyrir kosningar. Utanþings- stjórn var talin útilokuð og hölluð- ust menn loks að minnihlutastjórn Alþýðuflokksins. Flokkurinn hefði stigið það skref að sprengja sam- starf Alþýðuflokks, Framsóknar- flokks og Alþýðubandalags og væri því siðferðilega bundinn af því að sjá landinu fyrir starfhæfri ríkis- stjórn fram að kosningum. Útilok- að væri annað, þar sem flokkurinn hefði stigið skrefið til hálfs, en að hann gerði það til fulls. Alþýðu- flokksmenn höfnuðu því í gær í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn, að þeir gætu veitt minnihluta- stjórn hans hlutleysi. Kjöri forseta þingsins var frestað í gær, en í afstöðu Alþýðu- flokksins felst samvinna um kjör forseta og yrði forseti Sameinaðs þings þá sjálfstæðismaður. Búkovský um herferð International Amnesty: Fólk hundelt og fangels- að fyrir Olympíuleikana andófsmenn nú fangelsaðir hver af öðrum, ekki sízt forystumenn Tartara. „Þetta er stórkostlegt framtak hjá International Amnesty," sagði Búkovský að lokum, „og mjög mikilvægt framlag til bar- áttu okkar andófsmanna. Það gleður mig, að mér hefur verið sagt, að vel hafi verið skýrt frá heimsókn minni til íslands og fyrirlestur minn fallið í góðan jarðveg. Það var ógleymanlegt að fara til Þingvalla, þessa táknræna staðar frelsis og lýð- ræðis. Það voru fallegir litir á Þingvöllum, þegar við vorum þar og ég bið að heilsa öllum vinum mínum á íslandi." Hann kom aftur að Þingvöll- um í lok samtalsins og sagði: „Þingvellir búa yfir stórbrotinni fegurð og ógleymanlegri tign.“ MORGUNBLAÐIÐ haíði í gær samband við rússneska andófs- manninn Vladimir Búkovský, sem hér var um helgina og flutti fyrirlestur um reynslu sína af Gúlaginu, og spurði hann, hvað hann vildi segja um Opið bréf Amnesty International til Brezhnevs, forseta Sovétríkjanna, og sérstaka herferð samtak- anna til aðstoðar sovéskum andófsmönnum, en bréf þetta hefur verið birt í blöðum um allan heim, m.a. hér í Morgunblaðinu í gær. Búkovský fagnaði mjög þess- ari herferð alþjóðasamtakanna og kvaðst telja, að þau hygðust benda sérstaklega á ömurlegt hlutskipti andófsmanna í Sovétríkjunum í sambandi við Ólympíuleikana, sem fram eiga að fara í Moskvu á næsta ári. Hann sagði, að rétt væri — eins og hann hefði raunar drepið á í fyrirlestri sínum í Reykjavík — að sovézk stjórnvöld hefðu byrj- að nýja herferð gegn andófs- mönnum í Sovétríkjunum og smali þeim nú saman og flytji burt frá Moskvu, svo að gestir á Ólympíuleikunum geti ekki haft samband við þá — og þá ekki sízt forystumönnum verka- manna, en þeir hefðu nú myndað sterka andó fshópa, sem væru Sovétstjórninni kvað hættu- legastir. „Allt þetta fólk er í aukinni hættu vegna Ólympíu- leikanna,“ sagði Búkovský. Þá reyni sovézk stjórnvöld einnig að koma í veg fyrir, að andófsmenn ýmissa minnihlutahópa í Sovét- ríkjunum geti farið til Moskvu og náð þar sambandi við gesti á Ólympíuleikunum. Eru þessir Efnahagslög vinstri stjómarinnar: Láglauna- fólk fær 9% en aðrir 11% VIÐSKIPTAKJARARÝRNUNIN samkvæmt efnahagslögum fráíar- andi vinstri stjórnar kom ekki til framkvæmda varðandi laun undir 210 þús. kr. miðað við marz s.l., en gerir það hins vegar að fullu varðandi verðbætur 1. des. n.k. Frestunin á tveimur stigum gengur þá til baka og samkvæmt lögum vinstri stjórnarinnar mun fólk sem er lægra launað fá tæplega 9% hækkun, en hærri launaflokkar fá hins vegar liðlcga 11% kauphækkun. Þann 1. des. breytast lögin þann- ig, að sama vísitala gildir á öll laun. Viðskiptakjararýrnunin kem- ur að fullu til framkvæmda varð- andi verðbætur 1. des. og frestun vinstri stjórnarinnar á 2 stigum gengur til baka þannig að hækkun hjá þeim sem eru hærra launaðir verður liðlega 11% (miðað er við yfir 210 þús. kr. laun 1. marz s.l.), en hækkunin hjá þeim sem voru með undir 210 þús. kr. verður aðeins tæplega 9%.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.