Tíminn - 29.06.1965, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.06.1965, Blaðsíða 5
5 HtBMEUDACEUR 29. júní 1965 Otgefandl: FRAMSÖKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjórl: Krlstján Benedtktsson. Kitstjórar: Pórarxnn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi G. Þorsteinsson, Pulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Stelngrimur Glslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, slmar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastrætl i. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrtfstofur, slmi 18300. Askriftargjald kr. 90,00 á mán. innanlands — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Sildarskatturínn Þau tíðindi hafa gerzt, aS seinustu skattalög ríkis- st . innar, sem voru gefin út sem bráðabirgðalög, ha.; ; ,övað síldarflotann. Að því hlaut fyrr en síðar að komc, að ofsköttunarstefna ríkisstjórnarinnar leiddi til einhverra slíkra atburða. Síldarskatturinn, sem felst í hinum nýju bráðabirgðalögum um flutningasjóð síldveiða keldtar verulega síldarverðið til sjómanna og útvegs- manna. Sjómenn telja þetta svo ranglátt, að þeir hafa Ftöðvað síldveiðarnar. Horfur virðast á, að þær hefjist ekki aftur, nema stjórnin breyti hér um stefnu. Aðalefni bráðabirgðalaganna er það, að 15 kr. skattur er lagður á hvert bræðslusíldarmál. Þessi skattur er lát- inn renna í sérstakan sjóð, sem aðallega á að styrkja flutninga á síld til þeirra staða, þar sem skortur er á atvinnu. Síldarverðið til útvegsmanna og sjómanna lækk- ar að sjálfsögðu sem þessum 15 kr. skatti nemur, og er hér því raunverulega um að ræða skatt, sem leggst ein- hliða á þessar stéttir. Það er skiljanleg afstaða sjómanna og útgerðarmanna að fjár til atvinnubóta sé ekki sérstaklega aflað með því að skattleggja þá og atvinnuveg þeirra. Það eru al- mannasjóðir, sem eiga að kosta atvinnubótaráðstafanir, en ekki ein stétt eða atvinnugrein. Hér er því ekki eingöngu um fjárhagsmál fyrir sjó- menn og útgerðarmenn að ræða, heldur réttindamál. Með því að mótmæla síldarskattinum eins einarðlega og þeir gera, vilja þeir ekki aðeins mótmæla síldarverði, sem er of lágt að þeirra dómi, heldur einnig koma í veg fyrir það bæði nú og í framtíðinni, að þeir séu sérstak- lega skattlagðir vegna ráðstafana, sem þjóðarheildin á að standa undir, en ekki einstakar stéttir. Það ætti að vera auðvelt fyrir aðra, sem setja sig í spor sjómanna, að skilja þessa afstöðu þeirra. Þess- vegna verður að treysta því, að ríkisstjórnin endurskoði hér afstöðu sína, en stöðvi ekki síldveiðarnar vegna skatts, sem hún er með bráðabirgðalögum að leggja ranglega á sjómenn og útgerðarmenn. Þjóðarhagur krefst þess, að ríkisstjórnin láti hér skynsemina ráða. Annars ber henni að víkja. Fullkomm upplausn Örðugt er að hugsa sér meiri upplausn en nú ríkir á íslandi. Síldarflotinn hefur stöðvazt vegna nýrra skatta- laga, sem ríkisstjórnin hefur sett. í dag verður senni- lega miklu af mjólk hellt niður á Suðurlandi vegna skæru- hernaðar, sem hlýzt af því, að ríkisstjórnin stendur í vegi þess, að verkamenn fái leiðréttingu á kauptöxtum, sem allir viðurkenna, að séu orðnir langt á eftir verð- lagsþróuninni, og fleiri og fleiri atvinnurekendur viður- kenna úrelta. í næstu viku verður olíusala stöðvuð í tvo daga í Reykjavík af sömu ástæðum. Seinustu kaupsamn- ingar, sem gerðir hafa verið milli verkalýðsfélaga og at- vinnurekenda, eru uppsegjanlegir með sjö daga fyrir- vara hvenær, sem er. Meðan þannig ríkir alger glundroði í kaupgjaldsmálum, dafnar hvers konar brask og gróða- brall betur en nokkru sinni fyrr. í fjárfestingarmálunum ríkir fyllsta handahóf, svo að það mætir afgangi, sem mest er aðkallandi, en keppst við það, sem helzt má bíða. Hve lengi getur þjóðin sætt sig við slíkt stjórnarfar? Hvenær hefur verið ríkari ástæ% til þess, að stjórn segði af sér og reynt yrði að tak* sseð manndómi og rétt- sýni á málunum? TÍMINN Glöggur félagshyggjumað- ur úr alþýðlegum jarðvegi Torsten Nilsson, utanríkisráðherra Svía kemur hingað í opinbera heimsókn. Torsten Nilsson Torsten NTlsson, utanríkisráð herra Svía, kom í opinhera heimsókn til íslands í gærkveldi og mun dveljast hér nokkra daga. Hann er góður gestur á landi hér. Hann kemur ekki að- eins sem fulltrúi mikilhæfrar vin- og frændþjóðar, heldur sem góður kunningi og samstarfs- maður fslendinga á norrænum vettvangi. Harald Torsten Leonard Nils- son er fæddur á Skáni skammt frá Málmey 1. apríl 1905 og er sextugur að aldri. Hann er múr- arasonur og vann að þeirri iðn um skeið. Framhaldsskólanám stundaði hann í Þýzkalandi, en tók þó ekki nein sérgreinapróf. Hann fór snemma að taka þátt í stjómmálum og varð fram- kvæmdastjóri æskulýðshreyfing- ar verkamanna á Skáni 1927 og formaður þeirra samtaka 1930. Forseti Sambands ungra jafnað- armanna í Svíþjóð allri varð hann 1934 og framkvæmdastjóri sænska verkamannaflokksins 1940. Flutningamálaráðherra varð hann 1945, varnarmálaráð- herra 1951, félagsmála- og hús- næðismálaráðherra 1957 og ut- anríkismálaráðherra hefur hann verið síðan 1962. Þingmaður hefur hann verið síðan 1941. Nilsson er kvæntur Veru Máns- son og eiga þau tvö börn. Helztu hugðarefni Nilssons utan stjórn- ar.starfa eru málaralist og hljómlist. Torsten Nilsson hefur lengi verið einn nánasti samstarfsmað- ur Tage Erlanders forsætisráð- herra, og hann hefur í fulla þrjá áratugi verið í fremstu víglínu sænska Verkamannaflokksins. Hann á að baki mikla stjórn- málareynslu. Hann er viðkunn- anlegur maður og á auðvelt með að ná góðu, persónulegu sam- bandi við aðra menn. Eitt skýr- asta persónueinkenni hans er það, hve þolinmóður hann er að hlýða á málflutning og rök- semdafærslu annarra og skoðar alla málavexti vel, áður en hann segir álit .sitt eða tekur ákvörð- un. Andstæðingar hans í stjórn- málum viðurkenna gjarnan góða dómgreind hans og velvilja. En varkárni hans og samvinnulip- urð fylgir þó festa og dugnaður við að framkvæma þær ákvarð- anir, sem hann hefur tekið. Samningalagni hans er og við- brugðið og lipurð við að sætta andstæð sjónarmið, ekki sízt innan sinna eigin flokksbanda. Hann er og talinn slyngur við að velja sér samstarfsmenn og bæði sýnir þeim mikið traust og nýtur tiltrúar þeirra. Frístund- um sínum ký.s hann helzt að eyða á heimili sínu og með fjöl- skyldu sinni. í mörg ár hefur hann eytt sumarleyfi sínu í litlu sumarhúsi á smáeyjunni Utö í sænska skerjagarðinum. Það setur mjög mark sitt á störf ,og Iífsviðhorf Nilssons, að hann er runninn af rót sænsks alþýðufólks og verkamanna. Á yngri árum varð hann og hand- genginn Per Albin Hansson, hin um látna og mikilhæfa forsætis- ráðherra Svía, og Per Albin hafði miklar mætur á þessum rólynda og skynsama, unga manni. Torsten Nilsson hefur eins og margir aðrir framámenn sænskra demókrata, starfað tölu- vert að blaðamennsku. Hann var blaðamaður við Arbetet eftir 1930, en það er gefið út í Málm- ey og er þriðja stærsta blað Svíþjóðar. Síðast var hann rit- stjóri erlendu deildarinnar við það blað, Hann hefur ferðazt mikið um Evrópulönd og kynnt sér málefni þeirra vel. Áhugi hans á utanríkismálum vaknaði mjög snemma, og hann hefur tekið mikinn og virkan þátt í alþjóðastarfi jafnaðarmanna- flokka, og í stríðinu átti hann mikinn þátt í því að hjálpa flóttamönnum frá þeim löndum, sem nazistar réðu. Þegar hann var félagsmálaráðherra, beitti hann sér fyrir mjög miklum endurbótum á félagsmálalöggjöf landsins og tryggingamálum, og reis af því ein allra harðasta stjórnmáladeila, sem geisað hef- ur í Svíþjóð á síðari árum. Það mál náði þó fram að ganga og hefur reynzt þannig, að nú vill enginn stjórnmálaflokkur í Sví- þjóð leggjast gegn þessari lög- gjöf. Miklar umbætur voru og gerðar á löggjöf um húsnæðis mál og allur ferill hans sem fé- lagsmálaráðherra, má teljast hinn merkasti. Nilsson hefur verið utanríkis- ráðherra síðan 1962. Á því stutta tímabili hefur ekki reynt mjög á hann, en eigi að síður er Ijóst að hin langa reynsla hans og þekking á félagsmálefnum ann- arra þjóða og utanríkismálum myndar traustan grundvöll og örugga stefnu, sem á í senn styrk og sveigju, hófsemi og ríka á- byrgðarkennd. Samskipti Svía og íslendinga hafa ætíð verið allmikil en mættu gjaman verða meiri. Svíar hafa lengi verið góðir kaupendur ís- lenzkra afurða, ekki sízt saltsíld- ar, og við höfum fengið frá þeim úrvalsvörur, einkum vélar og á- höld. Svíþjóð er háþróað iðnaðar- land, sem býður úrvalsvörur á tæknisviði. Við getum aftur boð- ið þeim góð matvæli. Viðskipt milli þjóðanna ættu því að geta verið heppileg og hagkvæm. f menningarskiptun hafa ís- lendingar margs góðs notið af Svíum. Þeir hafa verið örlátir að bjóða ungu íslenzku fólki á skóla sína og rétt okkur margvíslega hjálparhönd. Fyrir það eru ís- lendingar þakklátir og vona að geta með árum lagt æ meira á móti í þeim vináttutengslum. ís- lendingar bióða þv: hinn góða sænska gest velkominn hingað og vona, að hann njóti hér nokk- urra góðra sumardaga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.