Tíminn - 29.06.1965, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.06.1965, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 29. júní 1965 TÍMINN 3 Svar ríkisstjórnarinnar við stöðvun síldveiðiflotans FÆRIR U KS® LÖGIN T!L ENDURPRENTUNAR Tíminn fékk í gær senda til- kynningu frá ríkisstjórninni, þar sem enn einu. sinni er birt efni bráðabirgðalaganna, sem urðu til efni þess að síldveiðiflotinn stððv aðist. Er síðan rætt um þetta aft ur og fram í nokkuð löngu máli, án þess að nokkuð nýtt komi fram eða að bóli á tillögu til lausnar vandanum. Virðist því sem ríkis- stjórninni sé mest í mún á þessu stigi, að láta endurprenta bráða birgðalögin. Hvort blöðin verða beðin um að prenta þau einu sinni enn á morgun skal ósagt lát- lð. Hins vegar telur Tíminn ekki eftir sér að ,gera ríkisstjórninni þennan greiða, að prenta lögin, sem hún virðist álíta að Þeir síld veiðiskipstjórar, sem nú eru komn ir hcim og hættir, hafi ekki lesið. Tilkynning ríkisstjórnarinnar fer hér á eftir: „í tilefni af hinn fyrirvaralausu og óvæntu stöðvun síldveiðiflotans vill ríkisstjórnin taka fram, sem nú skal greina: Hinn 24. þ. m. voru gefin út bráðabirgðalög um verðjöfnunar i og flutningasjóð síldveiða árið | 1965. Efni þeirra er í höfuðatrið ' um þetta: Að ríkisstjórninni sé heimilt að ákveða að af allri bræðslusíld, sem veíðist frá 15. júní til ársloka 1965 fyrir Norður- og Austurlaudi, skuli greiða 15 kr. fyrir hvert mál í sérstakan sjóð. Að heimilt sé að verja af fé sjóðsins til hækkunar á fersksíld arverði til söltunar allt að 30 kr. hverja uppsaltaða tunnu. Að greiða síldveiðiskipum, sem sigla með eigin afla frá veiðisvæð um sunnan Bakkaflóadýpis til hafna vestan Tjömess fimmtán kr. flutningastyrk á hvert mál bræðslusíldar. Styrkurinn er bundinn því skilyrði að löndunar töf sé á Austurlandshöfnum og Raufarhöfn. Ennfremur að hlut aðeigandi verksmiðjur greiði síld veiðiskipum til viðbótar á hvert mál eða samtals 25 krónur þegar svo er háttað sem að framan grein ir. Að verja alkv að f jórum millj ónum króna tíl fþitnings á söltun ar- og frystingarhaefri síld til/Norð urlandshafna. Sjö manna sjóðsstjórn á að ann Greinargerð frá oddamanni f gær barst Tímanum greinar gerð fyrir atkvæði oddamanns yfirnefndair verðlagsráðs sjávar- útvegsims í deilu um verð bræðslu síldar fyrir Norður- og Austur- landi sumarið 1965. Oddamaður er Bjarni B. Jónsson hjá Efna- hagsstofnuninni. Greinargerðin fer hér á eftir. „Þau deiluatriði, sem vísað var til yfirnefndar, má greina í tvennt annars vegar hvort gilda skuli eitt eða tvö verð á veiðitímabil- inu, og toins vegar hvert lágmarks verð skuli úrskurðað. Hið fyrra er meginregluvandamál, og felldi yfimefnd úr.skurð um það, áður ien verðið var tekið til úrskurðar. "?«:ður hér gerð grein fyrir af- stöðu oddamanns til þessara at- riða í sömu röð. Skipting í verðtímabil. Fyrir yfirnefnd lá eindregin krafa full trúa kaupenda í verðlagsráði þess efnis, að verðtímabilin yrðu tvö, með skil um 15. júní, og var sú krafa úrslitatilefni þess, að deil- unni var vísað til yfirnefndar. Samkvæmt reglugerð um verð lagsráð sjávarútvegsins er veiði tímabil síldar á Norður- og Austurlandssvæði/ u talið standa frá 10. júní til 30. september. Þetta ákvæði hefur þá þýðingu, að ráðinu ber að leitast við að ákvarða verð fyrir allt tímabilið, áður en það hefst. En það bind ur ekki hendur verðlagsráðs eða yfirnefndar við að skrá eitt og sama lágmarksverð fyrir allt tíma bilið. Enda hefur ráðið, þegar henta þótti, skipt veiðitímabilum síldar á Suður- og Vesturlands svæði í fleiri verðtímabil. Um síld v(údda á Norður- og Austurlandssvæðinu utan tímabils ins 10. júní til 30. september seg ir svo í reglugerð: „Veiðist síld á öðrum tíma á þessu svæði, skal verðlagsráð ákveða verð á þeirri síld.“ Lá því Ijóst fyrir, að yfirnefnd var bær að fjalla um málið og ákveða, að eitt eða fleiri verð skuli taka gildi. Var sá skilningur oddamanns eigi véfengdur af öðr um fulltrúum í yfirnefnd, enda þótt lýst væri eftir því. Fordæmi fyrri verðákvarðana verðlagsráðs og yfirnefndar hefur verið á þann veg, að árin 1962 og 1963 var sumarverð bræðslusíld ar látið gilda frá 10. júní til 30. september, en árið 1964 var það látið gilda á sumarsíldarvertíð án tímabilsákvörðunar, þannig að verðið gilti frá því veiðarnar hóf ust og meðan þær entust. Enda þótt veiðarnar hæfust þá óvenju lega snemma, hinn 31. maí, varð gildistími verðsins ekki að ágrein ingsefni, þar sem síldin var þá óvenjulega feit svo snemma vors. Yfirstandandi síldarvertíð hófst enn fyrr, eða hinn 24. maí, og barst sérstaklega mikið magn í fyrstu hrotunni, eða alls um 454 þús mál til og með 14. júní, og var síldin sérstaklega mögur. Reynslan af fituinnihaldi snemmveiddrar síldar á siðast- liðnu sumri getur ekki talizt full nægjandi grundvöllur þess, sem vænta mátti á yfirstandandi sumri. Alkunna er, að haust- og vorsíld og ennfremur sumarsíld veidd við Suðurland hefur allt annað fituinnihald heldur en sumarsíld við Norður- og Austur- land, og verður því að skoðast sem önnur vara. Þessu til sann- prófunar fór yfirnefnd yfir heim ildir kaupenda um fitumælingar snemmsumars allt frá árinu 1955. Staðfestu þær heimildir, að fitu innihaldið fer yfirleitt ekki að komast í eðlilegt horf sumarver tíðar fyrr en eftir miðjan júní. Með aukinni tækni við síldarleit og síldveiðar hafa skapazt skil yrði til veiða yfir lengri tíma ár.s og á fleiri og fjarlægari veiði- svæðum en áður hefur verið, án þess að sú staðreynd breyti nokkru um þau skilyrði, er ráða fituinnihaldi síldarinnar á hinum ýmsu árstíðum. Verðákvörðun sumarsildar bygg ist á meðalútkomu afurða úr hverju máli bræðslusíldar um fimm undanfarin ár. Sú reynsla er að yfirgnæfandi hluta fengin af tímabilinu frá því um miðjan júní, og vfiitir því ekki grundvöll til að byggja á áætlun um afurða útkomu vorsíldar. Gegn eindregnum mótmælum fulltrúa kaupenda er því ekki fært að gera kaupendum að skyldu að greiða sama verð fyrir vorsíldina og samsvarar áætlaðri afurðaútkomu sumarsíldar. Ekki verður heldur talið fært að gera jöfnun á milli vorsíldar og sumar síldar. Veiðar vorsíldarinnai falla mjög misjafnt á bátaflotann í samanburði við sumarveiðarnar, án þess að nokkur ástæða sýnistj til að valda verðjöfnun þeim bát um í hag, er hefja veiðarnar snemma, en öðrum í óhag. Sömu leiðis hefur skiptingin á einstak ar verksmiðjur reynzt verulega misjöfn. Niðurstaðan af hlutlægu mati allra aðstæðna hlýtur því að verða sú, að verðlagstímabilin verði tvö. Eftir atvikum þykir rétt, að mörkin séu sett á milli 14. og 15. júní. Ákvörðun verðsins. Lög um verð lagsráð sjávarútvegsins mæla svo fyrir, að meiri hluti atkvæða í yfirnefnd ráði úrslitum. Fordæmi er fyrir því, að oddamaður skeri sjálfstætt úr um ágreining deilu aðila, ef langt er á milli úrslita- krafna þeirra og oddamaður getur á hvoruga fallizt. Oddamaður er bundinn þagnar skyldu um tilraunir sínar til að ná samkomulagi og um afstöður fulltrúanna í nefndinni að öðru leyti en fram kemur við endani legan úrskurð verðsins. -Reynt var til þrautar að ná samkomulagi allra aðila í nefndinni. En fyrir atbeina oddamanns gátu kaupendur fall izt á tillögur hans um, að verðið yrði kr. 190, — á mál til og með 14 .júní, en kr. 220, — á mál á tímabilinu 15. júní til 30. septem ber, en við síðara verðið bætist gjald skv. sérstökum lögum kr. 15,— á mál. Hækkun sumarverðsins frá fyrra ári nemur 21%, ef miðað er við bæði verðin án tillags í flutninga- og jöfnunarsjóð, en 27% ef þau tillög eru meðtalin. Við samningu þessara verðtil- lagna hefur verið höfð hliðsjón af þeim atriðum, er lögin mæla fyr ir, þ. e. markaðsverði afurðanna á erlendum mörkuðum svo og framleiðslukostnaði þeirra bæði að Því er tekur til veiða og vinnslu, eftir því sem gögn voru tiltækileg. Raunhæfa áætlun um meðal- verðmæti afurða úr hverju máli sumarsíldarinnar telur oddamað ur vera kr. 385,00 f. o. b. að frá dregnum útflutningsgjöldum. Úr- skurðuð skipting er kr. 150.00 í hlut verksmiðja, eða 39%. en til bátanna og í flutnings- og jöfn unarsjóð kr 235,00, eða 61%. Til Framhald i 1* síðu. ast innheimtu gjaldsins og dreif- ingu þess. Fyrir lágu upplýsingar um það, að hækkun á bræðslusíldarafurð um þ. e. lýsi og mjöli hefði orðið miklu meiri en tilsvarandi hækk un á þeirri saltsíld, sem líkur eru til að framleidd verði á þessari síldarvertíð. Af því leiddi hættu á Því, að síld fengist ekki til sölt unar, sökum þess hve hráefnisverð hennar yrði lágt samanborið víð bræðslusíldarverð. Útflutningsverðmæti saltsíldar er nær þrefalt miðað við magn borið samán við afurðir úr bræðslu síld og liggur mismunurinn að verulegu leyti í meirí verðmæta- sköpun innanlands. Það hefur tek ið áratugastarf að afla markaða fyrir íslenzka saltsíld. Markaðir þessir eru í augljósri hættu, ef verulega dregur úr síldarsöltun. Gæti það valdið óbætanlegu tjóni íslenzkum sjávarútvegi. þeim lands svæðum, þar sem söltun aðallega fer fram og þjóðarbúinu í heild. Sú lækkun sem verður á bræðslusíldarverðinu af þessum sökum rennur óskipt til sjómanna og útgerðarmanna í hækkun hrá- efnisverðs um allt að þrjátíu krón ur miðað við uppsaltaða tunnu. Á s. 1. ári náðist um það sam komulag í Verðlagsráði milli full- trúa sjómanna og útvegsmanna annars vegar og fulltrúa síldar- kaupenda hins vegar að leggja hluta af andvirði bræðslusíldar í sérstakan sjóð til að greiða fyrir sigjingu veiðiskipa með eigin bræðslusíldarafla tíl hafna Norð anlands, þegar Þrær verksmiðjanna eystra væru fullar og löndunar töf á Raufarhöfn. Ríkisstjórninni var kunnugt um að samskonar samkomulag mundi ekki takast að þessu sinni í Verðlagsráði sjávar útvegsins, þó að meirihluti full- trúa væru því meðmæltir. Til þess að koma í veg fyrir stórfelld töp síldveiðiflotans sökum löndun arbiða á Austfjörðum, bar brýna nauðsyn til að stuðla að því að þetta flutningafyrirkomulag síld- veiðiskipa héldi áfram og væri styrkt þannig, að heíldargreiðslur til þeirra, þegar svo stæði á, hækk aði úr 16 krónum á árinu 196L4 í 25 krónur á hvert mál. Sérstaklega skal tekið fram, að sjóðurinn greiðir ekki neinn kostn að af rekstri flutningaskípa, sem síldarverksmiðjur hafa tekið á leigu eða gera út til síldarflutn- inga. Bráðabirgðalögin heimila að verja allt að fjórum milljónum króna til flutnings á kældri síld sem hæf sé til söltunar og fryst- ingar frá miðunum við Austurland til Norðurlandshafna. Er hér um merkilega nýjung að ræða til að leysa það vandamál, sem af því stafar, að síldargöngur haaf leítað á nýjar slóðír, svo og að helztu síldarverkunarstaðir Norðanlands hafa búið við langvarandi skort á hráefni og þar af leiðandi alvar lega atvinnuörðugleika. Ef tilraunin heppnast eykur það atvinnuöryggi, allra þeirra, sem víð síldarútveg fást á sjó og landi. Að öðru leyti vísast til greinar gerða oddamanns yfirnefndar verð lagsráðs sjávarútvegsins og stjórn arformanns og framkvæmdastjóra Síldaverksmiðja ríkisins. Reykjavík, 28. júní 1965.' f i í Á VÍÐAVANGI „Algert upplausnar- ástand" f pistli til blaðsins nýlega seg ir lesandi svo: , „f sérhverju lýðfrjálsu landi ber hverjum þeim, sem hlýtur meirihlutafylgi þjóðar sinnar, að fara með stjórn lands síns, meðan hann hefur þann stuðn- ing. Af sömu rótum er sú skylda runnin, að hver sá stjórn andi, sem hefur fyrirgert trausti kjósenda sinna og þar með misst meirihlutafylgi í landinu, víki af stjórnarstóli tafarlaust og láti aðra taka við eða Iáti kjósa tafarlaust. f dag er hér algert upplausn- arástand til sjós og lands. Stefna núverandi valdhafa hef ur leitt til svo alvarlegra hluta, að í dag er allur iðnaður að leggjast í rúst, — iðnaður, sem verið hefur að þróast úr hand- verki til verksmiðjurekstrar í 40 ár. Vélar og hús eru til sölu um allt land. Jarðir fara í eyði á stórum landsvæðum í stærri stíl en nokkru sinni fyrr. Síld arflotinn er kominn allur í höfn í mótmælaskvni við stefnu og aðgerðir ríkisstjórnarinnar.Ráð herrarnir flýta sér að selja rík- inu villurnar sínar áður en þeir fara úr landi í náðug sendiherra embætti. Viðreisnarstjóri ríkis ins er farinn til Suður-Ameríku með li'lar þakkir þeirra stjórn arherra, sem skópu hann. Bankastjórar, sem verið hafa aðalforsjón ríkisstjórnar innar í fjármálum telja sig mjög hvfldarþurfi. Fylgjendur týna tölunni Stjórnin heldur ekki sínu eig in liði saman lengur, og víða kemur fram uppreisn , því, eins Og meðal útvegsmanna og iðn- rekenda, sem verða illa fyrir barðinu á stjórnarathöfnunum. Fjöldi iðnaðarmanma og at- vinnurekenda, sem staðið hafa með Sjálfstæðisflokknum, hafa snúið við honum baki. Sölvi gamli Helgason hafði jafnan drjúg orð um ágæti sitt og stórvirki. Stjómin er eins. Hún talar mikið um stóriðju og alls konar viðreisn. En hverju hefur hún komið í verk? Hvað hefur hún gert fyrir fram tíðina? Hún hefur engin ný raf orkuver byggt, engar nýjar og stórar verksmiðjur. Hins vegar hefur hún stutt byggingu must. era handa stórgróðamönnum að bralla í. Ný vopn Styrjaldir eru mikið eyðing arafl, en það er hægt að leg>gja undir sig þjóðir með fleiru en púðri og blýi. Nútáma vopn slægra stórvelda eru stórvirkar aðgerðir i efnahagsmálum á þá lund, að þær hafi rétt áhrif á líf annarra þjóða. Iðnaðarstór- veldi meginlandsins hyggjast nú beita þessum vopnum og ryðjast með þau inn í hin minni ríki og lcggja í rúst það, sem fyrir er. Jafnvel Bretiand á í vök að verjast, hvað þá minni „strandríki“ á þessu mikla á- hrifasvæði. Inn í þennan svelg skal draga alla, og íslenzka rík- isstjómin virðist óðfús að steypa sér í svelginn. Ráðherr- arnir gylla þetta og segja, að við græðum á því 17 milljónir á ári í hærra fiskverði. En til þess að fá þessar 17 millónir verðum við að falla frá tollum, sem gefa 500 milljónir í ríkis- Framhald á 12. síðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.