Tíminn - 29.06.1965, Blaðsíða 16

Tíminn - 29.06.1965, Blaðsíða 16
: , . —b •// „Það er engin síld til í sjónum á þessu verði KJ, BÞG — Reykjavík, mánudag. Síldarbátarnir voru að tínast inn í ReyRjavíkurhöfn þegar fréttamenn Tímans bar þar að, skömmu eftir hádegið í dag. Bátarnir keyrðu á fullri ferð inn sundin, þssir nýju glæsi- legu bátar, og það voru snör handtök við að binda þegar lagzt var að. Sjómennirnir stóðu sumir hverjir í sparifötunum um borð þegar lagzt var, og voru ekki lengi að vippa sér frá borði með sjópokana um öxl. Það voru snör handtök hjá síld- veiðisjómönnum við að hafa sig í land, er þeir komu til Reykjavíkur upp úr hádegi í gær. Margir stóðu prúðbúnir við borðstokkinn með pokann sinn þegar lagzt var upp að, og síðan var stikað stórum upp Granda, eins og myndin hér að ofan sýnir. Hún er tekin pf skipverjum á Ásbirni, er voru á leið í bæinn, en kunningi þeirra, annar frá hægri, hafði slegizt í förtna til að spyrja tfðinda af ver- tíðinni nyrðra, þar sem nú er auð- ur sjór. Tímamynd KJ. Tveir bátar Ingvars Vilhjálms sonar, Ásbjöm og Ásþór komu hver á eftir öðrum inn i höfnina og tókum við skipsmenn þeirra talí. Skipstjórinn á Ásbirni sagði að þetta hefði verið að grafa um sig að undanfömu, þeir hefðu allt af verið sviknir á undanförnum árum. — Það hefur aldrei verið samið um síldarverðið, fyrr en síldarvertíðin hefur verið byrjuð, og eínhvem tíma hlaut að koma að Því, að við mótmæltum. Það er bæði þessi fimmtán króna skatt ur og síldarverðið sem við mótmæl um, og það verður ekki farið út aftur fyrr en nýtt verð verður aug lýst. Þetta er ekkert verkfall hjá okkur, og þess vegna þurfum við ekkert að setjast að samninga- borði, en bíðum bara eftir að nýtt verð verður auglýst. Við erum komnír með um fimm þúsund mál hérna á Ásbimi, eftir þriggja vikna útivist, en það er eklki hægt að segja um hve hlutur inn er orðinn mikill, því á hvaða verðí á að reikna aflann? Það eru ekki bara við skipstjórarnir sem stöndum að þessu, þótt það séum við sem sendum ráðherranum skeytið frá Raufarhöfn — allar skipshafnirnar standa á bak við Þetta. Hásetamir voru nú hver af öðrum að tínast frá borði. — er bezt að nota tímann á meðan maður er í landi, sögðu þeir, mað ur veit aldrei hvort þetta verður aðeins í nokkra daga eða þriggja vikna sumarfrí. En við förum ekki út aftur fyrr en búið er að aug- lýsa nýtt verð, og með það öxluðu þeir sjópokana, og gengu upp bryggjuna. Skipverjarnir á Ásþór voru að ganga frá nótinni, er okkur bar að, og Helgi Kristjánsson varð fyrir svörum: — Við vorum á austurleið frá Siglufirði, komnir á móts við Rauðunúpa er við heyrðum um mótmælaaðgerðimar „í loftinu“, og það var snúið all snarlega við. Þeir vom með norskt fiskimálablað um borð í Siglfírðingi.' og voru að segja okkur frá bræðslusíldar verðinu þar úti, sem okkur reikn aðist til að væri um þrjú hundruð krónur íslenzkar fyrir málið — sótt ofan í lest bátanna, en hér verðum við að vinna við löndunína, og fáum um hundrað krónum minna fyrir málið, en sjómenn í Noregi. Nánar var sagt frá verð inu þannig, að til 10. júní fá norsku sjómennirnir 30 krónur norskar fyrir hektólíterinn plús 4.70 sem þeir fá í styrk á hvert mál, en frá 10. júní og til septemb erloka fá Þeir 33 krónur norskar plús\ styrkinn, og það verð er líka miðað víð að verksmiðjurnar sæki síldina niður í lestir skip anna. — Þetta var nú búið að grafa um sig síðustu daga, því þegar þeir voru að tala saman í talstöðv arnar skipstjórarnir, um væntan legt verð, mátti heyra að þeir myridu fara í land, ef verðið yrði ekki viðunandi, og skipshafnirnar stóðu allar á bak við þá í þessu. Svo þegar fréttist um verðið var ekki lengi verið að )a\a sig saman og ákveða að fara í land. — Nei, við finnum ekki síld í sjónum fyr ir þetta verð sem nú hefur verið auglýst, sú semi við veiðum er miklu dýrari, og það verður ekki farið út fyrr en nýtt verð kemur. Mannskapurinn á Þorsteini, einu nýjasta og glæsilegasta skípi síld Blaðamaður spurði um skipstjór ann og sagði Þá strákur með nokkru stolti: „Það er nú hann pabbi minn, sem stendur þarna“ Aflaklóin, Guðbjörn Þorsteinsson, heilsaði brosandi og neitaði því ekki að bátur hans væri á topp inum.Sagði hann að þeir væru bún ir að fá um 18000 mál og munu vera hæstir, að því er blaðið veit bezt, enda byrjuðu þeir snemma. „Við erum allir sem einu, skipstjórar og önnur áhöfn einhuga um þessar aðgerðir. Við förum nú í land og ekki út aftur fyrr en við fáum hækkun þá á verð bræðslusíldar. sem við höf um krafizt. Við mótmælum fyrst og fremst ákvörðun yfirngfndar Verðlagsráðs sjávarútvegsins um bræðslusíldarverð, en einníg 15 króna skattinum. Við teljum, að síldarverksmiðjurnar geti borgað meira og í því sambandi má minn ast þess, að í Noregi mun verðið vera um 100 kr. meira á mál, en hér, og er þá miðað við, að verð ið hér væri 250 kr., eins og við viljum fá. Þetta fá Norðmenn og þó er síldin hjá Þeim sótt niður í lest, en hér verðum við sjálfir að skila henni til verksmiðjanna,“ sagði Guðbjörn. 142. tbl. — Þriðjudagur 29. júní 1965 — 49. árg. veiðiflotans, hafði snör handtök Samtök okkar mynduðust með við að koma nótinni í land, því að fyrir höndum var e. t. v. smáfrí. í brúnni, sem er einna líkust stáss stofu, sat drenghnokki og horfði stórum augum á fréttamann. samtölum í gegnum talstöðvar, en raunar vorum við ákveðnir að fara í land, strax og við heyrðum tilkynninguna um ákvörðun I bræðslusíldarverðsins. Flestir sigla bátum sínum til heimahafna, en nokkrir skilja þá þó eftir fyrir austan og norðan og fara sjálfir heim með flugvélum, bætti Guð- björn við. Að lokum langar mig til þess að biðja þig um að minnast á eitt mál. Vísir skýrði frá því fyr- ir nokkru, að hásetahluturinn hjá okkur á Þorsteini væri 104 þúsund krónur. Ekki veit ég hvemig þeir útreikningar eru gerðir, en ef rétt væri, þá svaraði það til þess, að málið væri á 380 kr! Um Þetta er ekki annað að segja, að vilji þeir borga þetta, skulum við fara aftur út í hvellí." sagði Guðbjörn og glotti. Skipverjar á Birni Jónssyni, RE- 22, áttu í brösum við að koma bátnum fyrir við bryggjuna, þvi að þegar var orðið þröngt á þingi. í brúarglugga sást ungur maður, sem gaf fyrirskipanir. Reyndist hann vera skipstjórinn og bar sama nafn og báturinn. sem heit inn er eftir afa skipstjórans. Björn, sem er aðeins 23 ára, sagði fréttamönnum, að þeir kæmu beint frá Raufarhöfn og . hefði ferðin suður gengið vel. Veður hefði verið gott, en svolítil bræla ' þó í Faxaflóa. Um veiði vildi hann Framhald á l4 síðu ■ - .... Guðbjörn Þorsteinsson, skipstjóri á Þorsteini. VÍTA SILDARSKATTINN Blaðinu barst eftirfarandi yfir- lýsing í gærkveldi: „Stjórnir Alþýðusambands ís- lands, Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands og Sjómanna- sambands íslands, átelja harðlega þann drátt er orðið hefur hjá Verðlagsráði sjávarútvegsins um verðlagningu sjávarafla, þar sem heita má orðið óþekkt fyrirbrigði að lögum og reglum sé framfylgt um að fiskverðsákvörðun liggi fyr ir, áður en veiðitímabil hefst. Stjórnir sambandanna motmæla eindregið þeirri ákvörðun meiri hluta yfirnefndar Verðlagsráðs að| ákveða löngu eftir að síldveiðari hófust nú, tvennskonar verð á j sumarveidrri síld fyrir norðan og austan, þar sem eining á fituprój sentu er þá ekki almennt látin! gilda um verð á síld veiddri á! svæðinu allt veiðitímabilið og má fullvist telja, að hefði verðákvörðj un legið fyrir, áður en síldveiðari hófust að þessu sinni, hefði ekki j verið rætt um tvennskonar verð á síld. veiddri fyrir Norður og Austurlandi á yfirstandandi sumri, og verður að telja víst, að vegna þessa gerræðis við sjómenn og útvegsmenn, mun því ekki treyst í framtíðinni að byrja veið ar fyrr en verðákvörðun liggur fyrir hverju sinni. Þá telja stjórnir sambandanna að hin ákveðnu verð á síld til bræðslu séu 'alltof lág, miðað við áætlað veiðimagn. fyrirframsölu á mjöli og lýsi og markaðsverð á þeim afurðum eins og það er nú.; Stjórnir sambándanna mótmæla ákveðið bráðabirgðalögum þeim er sett hafa verið um flutninga á síld, verðjöfnun síldar í bræðslu og salt, o. fl. og telja það sér- staklega mikið fljótræði að ákveða uppbætur á síld til söltun ar og frystingar á kostnað bræðslu síldar, meðan verð á síld til sölt unar eða annarar nýtingar en f bræðslu liggur ekki fyrir og það ekki ennþá verið tekið fyrir til umræðu í Verðlagsráði, enda eng in gögn eða upplýsingar borizt frá Síldarútvegsnefnd um sölu o. fl., eða áætlanir frá félagssamtök um síldarsaltenda eða öðrum við komandi aðilum. Framhald á 14. siðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.