Tíminn - 29.06.1965, Side 6

Tíminn - 29.06.1965, Side 6
TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 29. júní 1965 Vinsælar utanlandsferðir með ísl. fararstjórum Margra ára reynsla og ótvíræðar vinsældir tryggir farþegum okkar skemmtilegt og snurðulaust ferðalag undir leiðsögn reyndra fararstjóra, sem mörg ár í röð hafa farið sömu ferðirnar viðurkenndar og vinsælar af þeim mörgu, sem reynt hafa. Við auglýsum sjaldan því hinir fjölmörgu ánægðu viðskiptavinir komnir heim úr SUNNUFERÐUM eru okkar bezta auglýsing. Nú þegar hafa margir pantað far í þessar helztu hópferðir sumarsins. London — Amsterdam — Kaupmannahöfn 4. júlí og 17. sept. — 12 dagar, kr. 11.800,- Stutt og ódýr ferð, sem gefur tækifæri tjl að kyrmast þremur vinsælum stórborgum Evrópu, sem þó eru allar mjög ólíkar. Milljónaborgin Lqndon tilkomumikil og sögu- fræg höfuðborg heimsveldis méð sínar frægu skemmtanir og tízkuhús. Amsterdam heillandi og fögur með fljót sín og skurði, blómum skrýdd og létt í skapi. Og „Borgin við Sundið“, Kaupmannahöfn, þar sem fslendingar una sér betur en víðast á erlendri grund. Borg í sumarbúningi með Tívolí og fleiri skemmtistaði. Hægt að framlengja dvölina í Kaupmannahöfn. Fararstjóri: Jón Helgason. Edinborgarhátíðin — 23. ágúst — 7 dagar, kr. 7.210,- Flogið til Glasgow og dvalið í viku í hinni undurfögru höfuðborg Skotlands, Edinborg á frægustu listahátíð álfunnar, sem þar er árlega haldin um þetta leyti. Farið verður í skemmtiferðir um skozku hálöndin, þar sem landslagsfegurð er víðfræg. Hægt að framlengja dvölina og fara til London. — Fararstjóri: Gunnar Eyjólfsson, leikári. París — Rínarlönd — Sviss — 27. ágúst — 21 dagur, kr. 18.640,- Þessi vinsæla ferð hefur eins og flestar hinar verið fullskipuð ár eftir ár. Fólki gefst kostur á að kynnast nokkrum feg- urstu stöðum Evrópu í rólegri ferð. Flogið til Parísar Dvalið þar í borg fegurðar og gleði sólríka sumardaga. Flogið til Rlnarlanda og ekið um hinar fögru og sögufrægu Rínarbyggðir. Verið á vínhátíðinni, þar sem drottningin er krýnd Að lokum er dvalið í hinu undurfagra Alpafjallalandi Sviss i Luzern þar sem tindar Alpafjalla speglast í vötnum. Farið í öku- ferðir og siglt. Skroppið í skemmtiferð yfir til Ítalíu. Hægt að verða eftir á heimleið í London eða Kaupmannahöfn. — Fararstjóri: Jón Helgason. Ítalía í septembersól — 3 september — 21 dagur, kr. 21.300,- Flogið til Mílanó, og ekið þaðan um fegurstu byggðir ítab'u, með 3—4 daga viðdvö] í Feneyjum, hinni „fljótandi ævintýra- borg“ og listborginni Florenz. Fimjn dagar í Róm og gengið á fund Páfans. Fjórir dagar í Sorrento við hinn undurfagra Napoliflóa. Farið til Capri óg' amfií¥á ÖSgrá* ojpfagurra staða. iSiglb með Michelangelo, spiunkunýju, stærsta og glæsileg- aeta hafskipi ftala (43.000 smál.). frá NaPAhi.t{llEpfjnnes á Fj-ajkklandsströnd. Þar er , dvalið í 3 daga í baðstrandarbænum Nizza, áður en flogið er heim með viðkomu að vild, I Kaupmannahöfn eða London. Fararstjóri: Thor Vilhjálmsson. Ítalía og Spánn — 28. september — 21 dagur, kr. 24.860,- Þessi óvenjulega ferð gefur fólki kost á því að kynnast fegurstu stöðum ítalíu og Spánar og hefur slík ferð ekki áður verið á boðstólum hérlendis. Flogið til Feneyja og dvalið þar I hinni undurfögru „fjótandi“ ævintýraborg, sem stundum er kölluð „drottning Adriahafsins“. Flogið þaðan tii Rómar og dvalið í nokkra daga í „borginni eilífu“, þar sem margt er að skoða. Ekið suður til Napoli og dvalið á Capri, ápur en siglt er með hinu nýja og glæsilega hafskipi ftala, Michelangelo (43 þús. smál.l lúxusskip. búið öllum lífsins þægindum. Komið til Gíbraltar á þriðja degi og ekið um hina undurfögru Sólströnd Andalúsíu til baðstrandarbæjarins Torremolino, þar sem dvalið er í fjóra daga. Ekið síðan eina fegurstu leið Spánar til Madrid með viðkomu í Granada hinn fögru höfuðborg Máranna á Spáni, þar sem hallir þeirra og skrauthýsi standa enn. Að lokinni dvöl i Madrid er flogið til London, þar sem hægt er að framlengja ferðina. Fararstjóri- Jón Helgason. Ævintýraferðin til Austurlanda — 8. október — 20 dagar kr. 19.850,- Þessi ótrúlega ódýra Austurlandaferð var farin fullskipuð með 35 farþegum í fyrra og komust miklu færri en vildu. Verðið er svona lágt vegna samvinnu við enska ferðaskrifstofu sem hefur á leigu lúxushótel í Egyptalandi ,sem starfrækt eru í fyrrverandi höllum Faruks konungs Flogið til Amsterdam. Dvalið þar f sólarhring, áður en flogið er til Cairo. Þar er dvalið vikp og farið í skoðunarferðir um Nflardal. Sfðan getur fólk valíð um vikudvöl á baðströndinnj í Alexandríu, eða ferða- lags ti) „Landsins helga“. Jerúsalem. Betlehem o. fl. sögustaða Biblíunnar auk Damaskus og Líbanon. Dvalið í tvo daga London á heimleið og hægt að framlengja dvölina þar. Fararstjóri Guðni Þórðarson I SUNNUFERÐUM eru eingöngu notuð góð hótei. Engar langar, þreytandi bflferðir, flogið og siglt lengstu leiðirnar og ekið aðeins þar sem landslagsfegurð er mest. í öllum tilfellum er hægt að framlengja dvölina erlendis. Kjörorð okkar er; Aðeins það bezta er nógu gott fyrir okkar farþega. Við gefum sjálfum okkur ekki einkunn. en spyrjið þá mörgu, sem reynt hafa SUNNUFERÐIR Margir velja þær aftur ár eftir ár. — Kynnið ykkur yerð og gæði annarra ferða — og vandið valið. ,— Biðjið um nákvæma ferðaáætlun og pantið snemma. Auk hópferðanna hefui SUNNA fullkomna ferðaþjónustu fyrir einstaklinga og selur farseðla með flugvélum og skipum um allan heim. iárnbrautar- og bílafargjöld i mörgum löndum. — Pantar hótelin og annast alla fyrirgreiðslu og undirbúning. Farseðlarnir eru á sama verði og hjá flutningafyrirtækjum og ferðaþjónustan því ókeypis'í kaupbæti fyrir viðskiptavininn. Salernisskálar eru alltaf hreinar - ef HARPIC er not- að daglega. HARPIC sótt- hreinsar skálina og heidur henni hreinni og án sýkla. ILMANDI HARPIC SAf J WITH AL L W.C.S. EVÉN THOSE WITH SEPTIC JANKS Stráið HAR- PIC i skálina að kvöldi og skolið þvi nið- ur að morgni og salernið mun alltaf gljá af hrein- læti og ilma veí. FÆS1 I NÆSTU KAUPFÉLAGSBUÐ LAUGAVE&I 90-92 Stærsta úrvaJ bilreiða á einum stað. Salan er örugg hjá okkur. /■ "N Ferðaskrifstofan SUIMMA Bankastræti 7. Sími 16-400. Vika á baðströnd og vika í Kaup- mannahöfn. Brottför alla föstu- daga, verS kr. 10.200,00. LOKAÐ Vegna útfarar Ásgeirs G. Stefánssonar, fyrrverandi forstjóra bæjarútgerðarinnar, verða skrifstofur vorar og fiskiðjuver lokað í dag eftir hádegi. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. er nú flutt í Austurstræti 17 5. hæð (hús Silla & Valda) Skrifstofusími 1-1676 (skrifið niður núm- erið, sem er ekki í nýju skránni. Fastur viðtalstími kl. 4—5 e.h. daglega. þér eigib valið, vex handsápuma'r hafa þrennskonar ilm

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.