Tíminn - 29.06.1965, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.06.1965, Blaðsíða 8
8 TÍMINN ÞRIÐJUDAGUít 29. júní 1965 MINNING Ásgeir G. Stefánsson framkvæmdastjóri Allt mannlegt er fallvalt. Okk- ttr er skapað að skilja. Skuldina við lífið eigum við allir að gjalda. í>ú í dag, ég á morgun. Þegar kallið kemur kaupir sér enginn frí. Um gildi tilveru okkar í þessum heimi skortir okkur skilning. Hún er ekki auðráðin. En hver maður mótar með ýmsum hætti sitt um- hverfi, breytir því, bætir það eða spillir allt eftir eðli sínu og at- höfnum. Og áhrifin lifa í framtíð- inni, eins og verk, orð og hugsan- ir fortíðarinnar lifa í nútíðinni. Menningin frá minningunni, manntakið í nútíðinni, framtíð skulu hefja hæst. Þáttur hvers einstaklings í þró- uninni liggur ekki alltaf ljóst fyr- ir, heldur fellur inn í heildarsvip- inn. En hlutur einstakra verður slikur að hann ber af, vekur at- hygli og ristir sínar rúnir á nú- tíð og framtíð, svo að ekki verður um villzt. Þegar slíkur þáttur hef- ur verið til heilla, ber að minn- ast hans sem fordæmis og þakka. í dag kveðja Hafnfirðingar einn af bæjarins mestu sonum, at- hafna- og framkvæmdamanninn, Ásgeir G. Stefánsson, er með manntaki sínu á löngum starfs- degi og þátttöku í margskonar at- vinnurekstri setti svip sinn á þetta byggðarlag, og efldi vöxt þess og viðgang og treysti frarptíðar- grundvöll þess. Ásgeir Guðlaugur Stefáns- son var fæddur í Hafnarfirði 28. marz 1890, og var þannig rúmlega sjötugur, er hann lézt 22. júní s.l. Foreldrar hans voru Stefán Sig- urðsson trésmiður og kona hans, Sólveig Gunnlaugsdóttir. Ásgeir ólst upp hjá foreldrum sínum, og tók þegar eftir fermingu að læra trésmíðar hjá föður sínum og síð- ar hjá bróður sínum, Sigurði Jóel trésmið. Hann lauk sveinsprófi í þeirri grein árið 1909. Hann stund aði síðan húsgsmíðar í stórum stíl, bæði í Hafnarfirði og víðar, og gat sér við það mikið orð fyrir dugnað og afköst. Þá stundaði hann og nám í gagnfræðaskólan- um í Flensborg og á verzlunar- skóla í Hamborg 1922—1923. Út- gerðarmál tóku og hug hans sneipma og á þeim vettvangi er saga hans mikil og merk. Árið 1915 átti hann hlut að því, að vélbáturinn Freyja var keyptur til bæjarins, og varð síðan aðaleig- andi þess báts og sá um rekstur hans þar til hann var seldur 1°‘?4 Hann var einn af stofne. n Sviða hf. 1928, átti stóran þaft. í stofnun samvinnufélagsins Hauka nes, 1932 og sá um rekstur þess félags. Ásgeir var og frumkvöðuxl að stofnun Vífíls hf. svo og Hrafna-FIóka hf.; sem keypti og rak togarann Ola Garða í mörg ár, og var þar framkvæmda- stjóri. Epnfremur var hann fram- kvæmdastjóri Akurgerðis hf. allt frá stofnun þess, og þar til hann hætti störfum vegna veikinda. For stjóri Bæjarútgerðar Hafnarfjarð- ar var hann frá stofnun hennar 1931—1954. Hann var og meðeig- aruii og átti sæti í stjórnum fjölda fyrirtækja svo og landsamböndum útgerðarmanna, frystihúsa og skreiðarframleiðanda. í stjórn Iðn aðarmanafólags Hafnarfjarð- ar átti hann sæti í mörg ár, enn- fremur stjórn Eimskipafélags ís- land skipaður af ríkisstjórninni, og virkur þátttakandi í fjölda ann- arra félaga. Hann var þæjarfulltrúi fyrir Al- þýðuflokkinn 1946—1954. Á veg- um bæjarstjórnarinnar var hann í ýmsum nefndum, s.s. skipulags- nefnd, byggingarnefnd, hafnar- nefnd ennfremur byggingarnefnd sundhallarinnar og el-liheimilisins. Af upptalningu þessari, sem á engan hátt er tæmandi, má glöggt marka, að hér var enginn meðalmaður á ferðinni, held- ur maður, sem bar af. Sæti hans þótti hvarvetna velskipað, og eft- ir honum sótzt til vandasamra verkefna, og gegnir furðu hversu miklu hann gat í verk komið. ■Áágéií ‘fiWíáí WWÍWj&töf' Sólveigu Björnsdóttur, skipátrjór'a, í Hafríkrfit’ði. ,3Þiiu;' éighúðusT'Á börn, sem öll eru á lífi: Sólveigu, sem gift er Jósef Ólafssyni, lækni í Hafnarfirði, Hrafnkel, er lauk lögfræðiprófi nú í vor, kvæntur Höllu Magnúsdóttur, og Ragn- hildi, gift Einari Óskarssyni, full- trúa, búsett í Reykjavík. Þá ólu þau og upp sem sitt barn, dóttur- dóttur sína, Áslaugu. Ásgeir var einkar vel kvæntur. Kona hans bjó honum hið bezta heimili, og studdi hann í blíðu og stríðu. Góð kona er hverjum manni mikil gæfa, og Ásgeir naut þeirrar gæfu í ríkum mæli. Börn og barnabörn efldu og þá ham- ingju. Dagsverk Ásgeirs, G. Stefánsson ar er harla mikið, margþætt og var ekki ætíð auðleyst. Hlutur hans að stofnun og rekstri Bæjar- útgerðar Hafnarfjarðar mun þó bera hæst. Til hennar var stofnað af brýnni nauðsyn. Til Ásgeirs var leitað í upphafi til að veita henni forystu. Hann gekkst undir þá skyldu. Tók við fyrirtækinu í reif um, varði það áföllum og sýndi í því frábæran dugnað, dirfsku og hagsýni. Það varð stórveldi und- ir stórn hans og til fyrirmyndar öðrum sveitarfélögum. Sjálfum óx honurn ásmegin í þeim átökum, hlaut verðskuldaða athygli og al- þjóðarvirðingu. Að vísu hafði hann góða samstarfsmenn löngum og vitra stjórnarmenn sér við hlið, en forstjórinn setti svip sinn á allt, óumdeilanlega. Ásgeir var góður stjórnandi. í starfi ákvarðandi og fyrirmælandi og persónuleiki hans mjög sterk- ur. Sumir virtust glata sjálfum sér í nærveru hans. Latir menn og lin- ir voru lítt að hans skapi. En hann var maður réttsýnn og hélzt þv-í vel á góðu starfsfólki og kunni að meta ákvéðinn vilja og einarða framkómu. Uiidirmenn hans báru til hans hlýjan hug og virtu mik- ils. Hann gerði til þeirra verulegar kröfur, en þeir vissu líka, að stærstu kröfurnar gerði hann til sjálfs sín. Til allra starfa var hann ham- hleypa og fóru af því sögur. Afköst við húsasmíðar þóttu með ólíkind- um. Hann fylgdist með öllu, vann Framhald á 12. síðu Eg kenni hana hér við Hallgils staði á Langanesi því að þar heyrði ég hennar fyrst getið, og þar sá ég hana fyrst fyrir nál. 50 árum. Hún kom þangað ung að sunnan, en nú á hún heima á Álfatröð 3 í Kópavogskaupstað, hefur komið við hér og þar á lífsleiðinni og víða tekið til hendinni, svo að um munaði. En fædd er hún á Efri- Grund í Holtshreppi undir Eyja- fjöllum 29. júní 1885, og á áttræð- isafmæli í dag. Foreldrar Sigríðar voru Friðrik bóndi á Efri-Grund, en síðar á Núpi, Benónýsson, og kona hans, Oddný Benediktsdóttir. Þau Frið- rik og Oddný eignuðust 20 börn, og er Sigríður elzt þeirra. Ekki komst allur þessi mikli systk- inahópur til fullorðins ára, en kunnastur þeirra, sem á lífi eru, mun vera Benóný skip- stjóri og „aflakóngur" í Vestm.- eyjum. Friðrik Benónýsson stund- aði á vetrum sjóróðra í Þorláks- höfn og Grindavík, og um aldamót in eða því sem næst fluttist hann með fjölskyldu sína til Vestmanna- Áttræð í dag: Sigríður Friðriksdóttir frá Hallgilsstöðum eyja og gerðist þar útvegsbóndi. Átti þar og jafnan fjárbú nokkurt og fékkst við dýralækningar. Nokkrum árum síðar lá leið elztu dótturinnar, Sigríðar ,norður á Þórshöí'n, á Langanesi. Árið 1907 giftist hún, 22 ára gömul, Pétri Metúsalemssyni frá Miðfjarðarnesi á Strönd, Péturssónar og Þórdísar Sveinsdóttur frá Hallbjarnarstöð- um. Hófu þau það ár búskap á Hallgilsstöðum og bjuggu þar í 14 ár. Brugðu þá búi þar og flutt- ust til Vestmannaeyja með börn sín sex, hið elzta á fermingaraldri eða þar um bil. Tveim árum síðar er þau voru komin norður á ný, hófust þau handa um að reisa ný- býli að Höfnum á Strönd. Áttu þau þeir hiema síðan meðan þeim var Fimmtugur \ dag: Sigtryggur Árnason yfirlögregluþjónn Fimmtugur er í dag Sigtryggur Árnason, yfirlögregluþjónn í Keflavík. Hann er fæddur 29. júní 1915, í Forsæludal í Vatns- dal, Húnvetningur að ætt og upp- runa, sonur hjónanna Þórunnar Hjálmarsdóttur og Árna Ólafsson- ar. Bjuggu foreldrar hans að Kárastöðum í Svínadal, og þar ólst Sigtryggur upp fram yfir fermingaraldur. Ungur að árum fór hann úr foreldrahúsum, og þá að Stóra-Dal til hjónanna Sveinbjargar og Jóns alþingis- manns og bónda. Dvaldi hann þar í nokkur ár, en síðan á ýmsum bæjum í Húnaþingi við ýmis bú- störf, unz han fór til náms i íþróttaskólann í Haukadal, en þar var hann í 2 ár, og sinnti þá jafn- framt störfum við búið fyrir bónd- ann þar. Þaðan kom hann til Keflayíkur árið 1940, og hefur átt hér heima síðan, að undan- teknu einu ári, .sem hann var bóndi á Úlfljótsvatni. Sigtryggur varð snemma manna gervilegastur, greindur vel og glæsimenni hið mesta, íþróttamað- ur og vel sterkur. í upvexti sín- um hafði hann hug á að gerast bóndi, því honum létu vel sveita- störf við hirðingu búfjár og rækt- un jarðar, enda búinn kostum, sem góðan bónda prýða, þeim að vera vinnugefinn, framsýnn og á- ræðinn, og þó hóf.samur. Mun sú hugimynd aldrei með öllu hafa hvarflað frá honum. Fylgist hann jafnan af áhuga með því, sem er að gerast í sveitum landsins, og dvelur nú, á fimmtugsafmæli sínu, í heimabyggð sinni þar nyrðra. Til Keflavíkur kom Sigtryggur félítill ungur maður, en aldarfjórð ungurinn hér hefur fært honum góð efni. Hann hefur eignazt góða konu, sjö böm, eina stjúpdóttur, allt vel gefið og listhneigt fólk. Er fjölskylda hans öll fríð og gervileg, svo að á orði er haft. Kona hans er Eyrún Eiríksdóttir frá Grindavík. Eiga þau hjón fall- egt og myndarlegt heimili. Sigtryggur hóf lögreglustörf í Keflavík árið 1947, þá við 2. eða 3. mann, nú eru lögregluþjónar 10 á staðnum, og hann búinn að vera yfirlögregluþjónn síðustu 10 árin. Hefur hann rækt starf sitt af kost- gæfni og reglusemi, enda er hann starfsmaður ágætur að hverju því, sem hann tekur sér fyrir hendur. 50 ára afmæli Sigtryggs gefur mér og mörgum mönnum öðrum tilefni til að þakka honum vináttu og viðræðustundir á liðnum árum. Jafnframt óska ég honum til ham- ingju með hálfrar aldar afmæli og vænti þess, að heilladísir hans og fjölskyldunnar megi áfram eins og hingað til fylgja honum eftir, og skapa þeim öllum giftu og gengi, Valtýr Guðjónsson. samvista auðið, en þar andaðlst Pétur árið 1935. Árið 1942 fluttist Sigríður til Reykjavíkur og hefur síðan átt heima hjá elzta syni sín- um, Marínó, þar og í Kópavogi, og séð þar um heimili hans. Böm þeirra Sigríðar og Péturs á lifi eru: Marínó, sem fyrr var nefndur, rek- ur umboðs- og heildverzlun í Rvik, Elín, gift Eggert Ólafssyni, bónda í Laxárdal í Þistilfirði, Valgerður, gift Braga Halldórssyni, sparisjóð gjaldkera í Keflavík, Oddgeir, verk stjóri í Keflavík, kvæntur Þór- hildi Valdimarsdóttur frá Þórsthöfn Björn, fyrrv. kaupfélagsstjóri og útgerðarmaður, nú starfandi við fasteignasölu'í Rvík, kvæntur Þur- íði Guðmundsdóttur frá Syðra-Lóni og Ágúst búsgagnasmiður í Kópa- vogi. kvæntur Guðrúnu Kristjáns- dóttur — öll fædd á Hallgilsstöð- um. — en yngsta son sinn, Garðar sem fældur var í Höfnum, misstu þau í bernsku Systir Sigríðar, Valgerður.gift- ist nokkru síðar en hún, Sigtryggi Vilhjálmssyni, bónda á Ytri-Brekk urn á Langanesi. Fleiri af þeim systkinum komu norður og dvöldu þar við störf utp lengri eða skemmri tíma. Bræður þeirra tveir stunduðu sjóróðra á Skálum á ára- bátatímanum. Sigríður Friðriksdóttir var á bú skaparárum sínum húsfreyja, sem skipaði sinn sess með myndarbrag, sköruleg og starfsöm og lét sér ekki erfiðleika fyrír brjósti brenna Hún hefur á langri ævi orðið mörg um að liði, fyrr og síðar. í dag á hún margs að minnast. Úr bernsku sinni undir Eyjafjöllum man hún vel jarðskjálftan mikla árið 1896 þegar hús hrundu víða og heimilis- laust fólk bjó í tjöldum úti á tún um. Oft hefur síðar á ævipni reynt á kjark hennar og þrek. Það þótti tíðindum sæta, er þau hjónin komu aftur að sunnan með barna- hópinn og réðust t að koma sér upp nýjurn samastað á Höfnum, en þar vegnaði þeim vel og synir þeirra sóttu þaðan sjó af miklum dugnaði. Gestkvæmt var mjög hjá þeim hjónum. bæði á Hallgilsstöð- um og í Höfnum. Olli þar nokkru um, að Pétur var maður söne hneigður og lék m.ÍPg ve) á orgel Kenndi hann mörgum ungmennum þá list og var í 13 ár organisti 1 Sauðaneskirkju. En sjálfur mun hann hafa lært hjá börnunt séra Framhald . . ú síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.