Tíminn - 29.06.1965, Page 9

Tíminn - 29.06.1965, Page 9
ÞBIÐJUDAGUR 29. júní 1965 TÍMINN Guðmundur msoh húsasmíðameistar í dag fer fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík útför forseta Landssambands iðnaðarmanna, Guðmundar Halldórsonar húsa- smíðameistara. Guðmundur lézt snögglega að heimili sínu mánudaginn 21. þ.m. Með Guðmundi er fallinn, á bezta aldri, einn af fremstu og beztu mönnum í forystuliði iðn- aðarmanna, verður það skarð, sem nú er höggvið í þá fylkingu, vand- fyllt. Guðmundur var um íjölda ára einn af fremstu forustumönnum í samtökum iðnaðarmanna í Reykja- vík bæðj í sérfélögum bygginga- manna og í heildarsamtökum þeirra, og nú á annan áratug í forustu landssamtaka iðnaðar- manna. Guðmundur var fæddur 7. des 1903 að Gröf í Miklaholtshreppi í Hnappadalssýslu. Ólsta hann þar upp hjá foreldrum sínum og dvaldi þar fram til 1929. Á upp- vaxtarárum sínum vann hann alla algenga vinnu eins og gerist til sveita. Tók hann ungur þátt í Ungmennafélagsþreyfingunni í sveit sipni, mun sá félagsskapur hafa orðið honum, sem svo mörg- um öðrum á þeim árum, drjúgt veganesti undir það starf, sem: bejð hans í samtökum iðnaðar-; manna. ■ j Árjð 1929 fluttist Guðmundur Halldórsson til Reykjavíkur og hóf nám í húsasmíði hjá Sigmundi Halldórssyni bróður sínum, síðarí byggingafulltrúa í Reykjavík, sem iézt á síðastliðnu ári. Svo vel þekkti ég Sigmund frá þeim tíma, að ég er þess fullviss að hjá honum hefur Guðmundur fengið góðan skóla og undirbún- ing undir síðari fjölþætt störf í iðnaði og félagsmálum Guðmundur lauk sveinsprófi í húsasmíði árið 1934 með ágætum vitnisburði. Árið 1935 réðist hann til Kornelíusar Sigmundssonar, múrarameistara, sem þá var með umsvifamestu byggingameisturum í Reykjavík og var Guðmundur hjá honum allt til 1943. Komu þá fljótt í ljós forystuhæfileikar Guð- mundar, því síðari árin var hann yfirsmiður hjá Kornelíusi Árið 1943 réðist Guðmundur tilj Byggingafélagsins Brúar sem yf-í irsmiður og varð fljótlega fram- kvæmdastjóri þess, og gegndi því starfi þar til 1956, að hann réðist til Reykjavíkurborgar sem eftir-j litsmaður með öllum húseignum borgarinnar, gegndi hann því starfi til æviloka. Hvar og að hverju sem Guð-' mundur gekk hafa skýrt komið íj ljós hans ágætu forystuhæfileikar j og var hann því ávallt mjög eftir- sóttur til allra starfa, og kom' það ekki sízt fram í hinum fjöl- mörgu félagsmálastörfum, sem hann ieysti af hendi. Að lcknu iðnprófi gekk hann í Trésmíðafélag Reykjavíkur, sem þá var samfélag meistara og sveina og má segja að þá um leið hafi hafizt félagsstörf hans fyrir sam- tök iðnaðarmanna, sem hafa stað- ið viðstöðulaust fram til síðustu stundar og ávallt í vaxandi mæli og ábyrgð. Var hann fljótt kosipn i stjórn Trésmiðafélagsins og formaður þess um árabil, Þegar að því kom að Trésmiða- íélaginu var skipt árið 1954 í meistara- og sveinafélag, gerðist Guðmundur stofnandi að meist- arafélaginu og var kosinn fyrsti formaður þess, hann var hvatamað ur að stofnun Meistarasambands byggingamanna og um fjölda ára fulltrúi trésmiða í Iðnráði Reykja- víkur og formaður þess síðustu 15 árin Guðmundur var kosinn í stjórn Landssambands iðnaðarmanna ár- ið 1952 og kosinn forseti þess 1960 og hefur verið það síðan. j Frá 1956 hefur hann verið full- trúi Landssambandsins í Iðn-' fræðsluráði og verið varaformað- ur Iðnaðarmannafólagsins í Reykjavík um árabil. Hann var í stjórn Norræna byggingadagsins, Sýningarsamtökum atvinnuveg- anna, í stjórn Iðngarða h.f. frá stofnun þeirra, í vörusýninga- nefnd og í stjórn Húsfélags iðn- aðarmanna. Hann var í nefnd þeirri, sem endurskoðaði iðn- fræðslulögin og endurskoðandi Iðnaðarbanka íslands h.f. Margt fleira mætti telja af félagsstörf- um, sem Guðmundi hafa verið falin, en ég læt hér staðar numið. Öll þessi fjölþættu félagsstörf voru unnin, sem aukastörf í hvíldar- og frítímum frá oft um- svifamiklum daglegum störfum, má af því ráða að hvíldartíminn hefur ekki oft verið langur, því aldrei sparaði Guðmundur tíma eða yfrirhöfn, þvi að starfið var honum allt, Vegna langs starfstíma við fjölþætt iðnaðarstörf, mikillar reynslu í félagsmálum og afbragðs upplags, reyndist honum ávallt auðvelt að vinna að félagsmálum iðnaðarmanna og vera í forystu þeirra, enda hafa iðnaðarmenn eins og reynslan sýnir, óspart notað sér það á liðnum árum, með því að fela honum sívaxandi störf auMébairrÖtíí tiuðmundur kvæntist .16. nóv. 1931 eftirlifandi konu sinni Jó- hönnu Lovísu Jónsdóttur frá Höfn í Fljótum, hefur sambúð þeirra verið með ágætum. Má nærri geta að ekki ósjaldan hefur það skapað óþægindi og erfiði fyrir eiginkonu og fjölskyldu, öll þau störf, sem Guðmundur hafði með höndum, og fáar hljóta að hafa verið stund- irnar, sem hann gat verið óskipt- ur með fjölskyldu sinni, en óhætt má fullyrða að án góðrár konu hefði honum ekki tekizt að ljúka sínu dagsverki, enda var hún hon- um sú stoð, sem þurfti og stóð við hlið hans í öllum hans störfum. Þau hjón eignuðust þrjár dæt- ur, tvær þeirra eru búsettar í Reykjavík en ein í Danmörku. Að Guðmundi Halldórssyni er sár harmur kveðinn, ekki ein- göngu að eftirlifandi konu hans og fjölskyldu, heldur og að sam- starfsm*hnum og vinum um allt land. en bót er í harmi að minnast hans góðu og miklu verka og sem framúrskarandi góðs félaga Ég flyt Guðmundi látnum þakk- ir fyrir löng og góð kynni og góða samvinnu okkar á milli öll þau ár, sem við höfum starfað saman, ég flyt honum einnig þakkir iðn- aðarmanna fyrir öll störfin. sem hann vann í þeirra þágu Eftirlifandi konu hans og öðr- um ástvinum færi ég hugheilar samúðarkveðjur og bið þeim styrks og blessunar frá þeim, sem öllu ræður Vigfús Sigurðsson. Kveðja frá Landssambandi iðnaðairmanna. Guðmundur Halldórsson, forseti Landssambands iðnaðarmanna lézt að heimili sínu mánudaginn 2. júní s.l., 61 árs að aldri. Guðmundur var kosinn forseti Landssambands iðnaðarmanna á 22. Inðþingi íslendinga í Reykja- vík 4. nóv. 1960 og endurkjörinn Framhain » siðu Þórhallur Pálsson borgarfógetí í dag er gerð útför Þórhalls Pálssonar, borgarfógeta. Er hann gekk til hvílu að kvöldi þess 16. júní var ekiki vitað, að hann kenndi sér alvarlegs meins, en sláttumað- urinn mikli gerir ekki ætíð boð á undan sér, og að morgni þess 17. júní var Þórhallur brott kvaddur. Þórhallur Pálsson var fæddur hinn 26. júlí 1915 að Njálsstöðum í Vindhælishreppi, sonur hjónanna Ingibjargar Sigurðardóttur og Páls Steingrímssonar, bónda þar. Páll lézt á s.l. ári, en Ingibjörg er enn á lífi. Þórhallur lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1937 með I. einkunn og embættisprófi í lögfræði frá Háskóla íslands, einnig með I. einkunn 1942. Hann varð fulltrúi lögmannsins í Reykjavík haustið 1942 og fulltrúi hjá Borgarfógeta í ársbyrjun 1944. Borgarfógeti varð Þórhallur 1961 og gegndi því starfi siðan Auk síns fasta embættis gegndi Þórhallur fjölmörgum öðr- um 'rúnaðarstörfum. Skal hér að- eins til nefnt, að hann var í stjórn Byggingarsamvinnufélags starfs- manna rikisstofnana frá 1957 og í stjórn Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis frá 1960. Eftirlifandi konu sína, Soffíu Jóhannsdóttur Jenssonar, hrepps- stjóra frá Hlíðarenda í Ilaukadal, gekk Þórhallur að eiga 1940. Þeirra börn eru Hrafn, Jóhann og Ingibjörg. Hrafn er kvæntur Jónu Guðlaugsdóttur, og eiga þau einn son, Þórhall Inga. Er við í dag stöndum yfir mold- nm Þórhalls Pálssonar er gott að minnast þess, að hann var mikill gæfumaður. Það var gæfa hans að eiga ástríka og góða eiginkonu, sem hotium var samhent um alla hluti. Engum, sem var kunnugur á hinu stórmyndarlega heimili þeirra hjóna, gat dulizt sá andi ástúðar og eindrægni, sem þar réði húsum. Það var og gæfa Þórhalls að eiga elskuleg og mannvænleg börn, og vil ég þar einnig tilnefna tengdadótturina og sonarsoninn unga. Þá leikur og vart á tveim tungum, að Þórihallur hafi verið gæfumaður í starfi, svo sem sýndi embættisframi hans, en um þann þáttinn í ævi míns látna vinar mun ég ekki fjölyrða hér, fyrir sak ir ókunnugleika. Ekki verður skrifað svo um Þór- hall Pálsson látinn, að ekki sé minnzt á hinia einstæðu hjálpsemi og hjálpfýsi hans. f því efni var hann engum manni líkur. Það kom alveg af sjálfu sér, að hjálpar hans urðu þeir helzt aðnjótandi, er höll ; um fæti stóð í erfiðri lífsbaráttu. i Þegar að kreppti, var hann þeirra umboðsmaður, og þeir leituðu til hans óspart. „Nú er Þórhallur j genginn í þetta fyrir mig“, heyrði J maður stundum sagt, og þá var og 1 líka vi*að, að því máli væri svo vel i borgið. sem kost • var á. Eg minn | ist þess vart að hafa setið svo ' kvöldstund að Karfavogi 38, að Þórhallur væri ekki kallaður í sím ann til ráðuneytis um hin óskyld- ustu mál. Með eigin augum sá ég I menn ganga af fundi húsbónlans, | keikari í baki og kvikari í spori en ! þá er þeir höfðu komið. Þórhallur Pálsson var maður I gæddur fágætum persónulegum töfrum. Á yfirborðinu léttleiki og sívakandi kímnigáfa — undir niðri alvara og íhygli. Sumum mönnum er gefið að hafa meiri áhrif á um- hverfi sitt en öðrum og geta þessi áhrif reyndar verið með ýmsu móti. Hvar sem Þórhallur fór, fylgdi honum friður og rósemi, sem hlaut að hafa áhrif á alla, sem komust í persónulega snertingu við hann. Eg hygg, að þessi sér- stæðu persónulegu áhrif hafi staf- að af því, að Þórhallur átti sjálfur þá rósemi hugans, sem margir leita að, en fáum hlotnast. Af þess um áhrifum leiddi. að menn áttu auðvelt með að leita til hans með vandamál sín, svo sem áður var að vikið, og ennfremur, að börn undu sér framúrskarandi vel i návist hans. Þeir, sem kynni hafa af börn- um, munu sammála um, að þau eru öðrum fremur næm fyrir þeirri útgeislun persónuleikans, sem hér er drepið á. Þórhallur Pálsson var mikill barnanna vinur og þau fundu og að hjá honum áttu þau vini að fagna. Þungur harmur er nú kveðinn ! að eiginkonu, börnum, móður og öðrum ástvinum. er ástríkur eig- mmaður, faðir og sonur er burt kvaddur í blórr.a lífsins, þegar allt i virtist leika í lyndi og hvergi sá bliku á lofti. Þeim og þeira öllum, er nú syrgja Þórhali Pálsson bið ég stuðnings og blessunar guðs. Hann mun græða meinin stóru, er stundir líða, og þá mun okkur skiljast, að minningin um hinn góða dreng, handtak hans hlýtt og fölsfcvalausa vináttu, verður ei frá okkur tekin, meðan dagar ævinnar endast. Vinur minn góður. Skjótt hefur nú sól brugðið sumri, að þú skulir genginn, er ævisól þín sjálfs leið að hádegisstað. Þakklátum huga minnist ég allra okkar samveru- stunda. Fyrir hönd konu minnar og barna fjarstaddra kveð ég þig sérstalklega. Hvíl þú í frið?. Haf þú þökk fyr- ir ailt og allt. Sigurður Markússon . A ölliupi Ö14um hefur mannkyni voru stafað hætta af sjúkdómum, styrjöldum eða illu árferði. Vís- indin hafa leygt margan vanda, en samt berjumst vi^í í dag við alla þessa þætti sem fyrr, aðeins í mismunandi myndum. í dag erum við frammi fyrir þeim mikla vanda, að menn á unga aldri falla í valinn fyrir ald- ur fram af hjartasjúkdómum, sem áður voru lítt áberandi. Þannig fór um Þórhall A. Páls- son logfræðing, sem nú hefur yfir- gefið oss á miðju aldursskeiði í blóma lífsins frá þýðingarmiklu starfi, frá ástvinum — og félögum, sem nú syrgja góðan vin og traust an félaga. Þórhallur var fæddur að Njáls- stöðum i A Húnavatnssýslu, son- ur Páls Steingrímssonar bónda þar og Ingibjargar Sigurðardótt- ur konu hans. Einn af 8 börnum fátækra hjóna. Fór hann að heim- an 15 ára til atvinnuleitar og barðist fyrir lífinu á eigin spýtur j og brauzt í gegnum langskóla- ; nám af miklum dugnaði og hörku. Lauk hann öllum prófum með 1. einkunn og aut trausts og trúnað ar allra, sem honum kynntust. j Sat hann í vandasömum störfum ! frá 1942 að embættisprófi loknu. j Ég held ekki að hann hafi í starfi sínu eignazt nokkurn óvildar- mann, sem þó er ekki vandalaust um þá, sem fara með sáttasemj- ara störf og skuldaskil manna við opinbera stofnun. Mörg trúnaðarstörf hlóðust á Þórhall og gegndi hann ábyrgðar- stöðum fyrir eftirtalin félög og stofnanir. í stjórn Kron um lengri tíma. í stjórn Samb. ísl. byggingarfé- laga og formaður Byggis h.f. For- maður nýs tryggingarfélags — Heimir h.f. Þar að auki formaður og framkvæmdastjóri bygginga- samvinnufélags starfsmanna ríkis- ins, sem er eitt stærsta og fjöl- mennasta byggingarfélag hér á landi. Það starf er vandasamt og vanþakklátt. En aldrei brást Þór- hallur þegar til hans var leitað til forystu og sást lítt fyrir um vinnuálag og vann ávallt langan vinnudag. Við eigum því öll Þór- halli vangoldna mikla þökk fyrir hans þrotlausa starf í þágu ann- arra. Þórhallur var sífórnandi af kröftum sínum og hirti ekki um hvort laun komu fyrir, sem hon- um bar eða eigi. Við slíka menn er gott að bindast vináttu, en þeim mun sárara að missa svo óvænt á miðjum degi starfsins. Þórhallur gekk í hjónaband 1940 og er eftirlifandi kona hans — Soffía Jóhannesdóttir — ætt- uð úr Dalasýslu. Eignuðust þau 3 börn. Hrafn 21 árs, sem er gift- ur — Jóhann 14 ára og Ingi- björgu 12 ára. Eg vil votta ástvinum hans dýpstu samúð og færi Þórhalli al- úðar þakklæti fyrir langt sam- starf, sem aldrei bar á skugga.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.