Morgunblaðið - 16.11.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1979
5
10%
Sértilboð
næstu viku:
afsláttur
af öllum
peysum.
Opiö til kl. 7 í kvöld
Laugardag 9—12.
g TfZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS
te KARNABÆR
V Laugavegi 66 Sími frá skiptiborði 85055.
FLÚÐASKÓLI50 ÁRA. Þess verður minnzt á Flúðum á laugardaginn
kemur að 50 ár eru liðin síðan Barnaskólinn á Flúðum tók til starfa.
Öllum fyrrverandi nemendum og öðrum velunnurum skólans er boðið
að koma á samkomuna, sem hefst i félagsheimilinu klukkan 14.
Sig. Sigm.
Langvarandi lófa-
tak og fagnaðarlæti
Athugasemd frá Ólafi Ragnari Grímssyni
VEGNA mistaka, sem urðu við
setningu þessarar athugasemdar
Ó.R.G. í Mbl. í gær, þar sem heill
kafli féll niður birtist hún hér í
heild:
í Morgunblaðinu í gær er birt
frásögn af kappræðufundi nokk-
urra frambjóðenda í Mennta-
skólanum við Hamrahlíð. Líkt og
um fleiri pólitískar fréttir Morg-
unblaðsins þessa dagana vantar
hér algerlega botninn.
Á fundinum átti ég í orða-
skiptum við ungan byltingarmann
um muninn á annars vegar leið
þingræðis og hins vegar leið vopn-
aðrar byltingar til þess að koma á
sósíalisma. Morgunblaðið hefur
greinilega ekki áhuga á þeirri
umræðu en lætur sér einkar annt
um að ég tók Friðrik Sophusson
sem dæmi í umræðunum. Stjórn-
kerfisbylting yrði varla gerð með
skjótum hætti án þess að grípa til
byssunnar. Þeir sem töluðu máli
slíkra bardagaaðferða, yrðu þá að
vera reiðubúnir til að skjóta og
best væri að byrja á viðstöddum
fulltrúa borgarastéttarinnar,
Friðriki Sophussyni.
í frétt Morgunblaðsins vantar
hins vegar framhaldið. Morgun-
blaðið vill greinilega fela þá stað-
reynd, og það er skiljanlegt, að
þessari ábendingu um örlög Frið-
riks Sophussonar var tekið með
langvarandi lófataki og miklum
fagnaðarlátum af fundarmönnum.
Á fundinum vakti engin ábending
frummælenda jafnmikla hrifn-
ingu. Slíkur er hugur skólaæsku
Reykjavíkur til „langyngsta"
frambjóðanda Sjálfstæðisflokks-
ins.
Mér finnst sjálfsagt að lesendur
Morgunblaðsins fái líka fréttir af
þessum undirtektum því að
„fréttamenn" Morgunblaðsins
virðast þessa dagana vera of
uppteknir við að þjóna Sjálfstæð-
isflokknum til að afla sér öruggra
heimilda fyrir fréttum sínum.
Aths. ritstj: Orð eru til alls fyrst.
Vonandi þarf Ólafur Ragnar
ekki að hafa áhyggjur af því. En
lýsing hans á „fundinum" ætti
að vera ábyrgðarfullum nemend-
um Hamrahlíðarskóla í senn
áhyggju- og íhugunarefni.
Þrautgóðir á raunastund —
eftir Steinar J. Lúðvíksson
Ellefta bindi Björgunar og sjóslysasögu íslands
Vel klæddur maður gengur
í jakkafötum frá...
ÚT ER komið 11. bindi bóka-
flokksins ÞRAUTGÓÐIR Á
RAUNASTUND eftir Steinar J.
Lúðvíksson. Útgefandi er
Hraundrangi.
Þetta bindi fjallar um árin
1907—1910, að báðum árum með-
töldum. Á þessum árum voru
sjóslys og hrakningar tíðir við-
burðir við ísland, enda enn tími
hinna opnu róðraskipa. Vélbátar
voru þó að koma til sögunnar, og
skúturnar gegndu einnig stóru
6,5 lítrar
— ekki5
í GREIN Þorvalds Búason-
ar, „Ýkjur um rafbíla leið-
réttar", sem birtist í Mbl. í
gær, urðu þauð mistök við
setningu, að í efstu línu 3ja
dálks stendur 5 þar sem á
að vera 6,5. Rétt er setning-
in þannig: ,,„Colt“-sendi-
bíllinn hefur aðeins tveggja
strokka bensínvél og er tal-
inn eyða um 6,5 lítrum/100
km...“
Mbl. biðst velvirðingar á
mistökunum.
Steinar J. Lúðvíksson.
Harold Clayton
leikur í Félags-
stofnun stúdenta
BANDARÍSKA tónskáldið og
hljómborðsleikarinn Harold Clayton
heldur tónleika í Félagsstofnun
stúdenta við Hringbraut í kvöld,
föstudaginn 16. nóvember, og hefjast
þeir kl. 20. Harold Clayton hefur
tvívegis áður haldið hér tónleika, í
Norræna húsinu árið 1969 og 1976 í
Tónskóla Sigursveins.
hlutverki í útvegi landsmanna.
Meðal atburða í bókinni má nefna
er Kong Tryggve fórst í ís fyrir
Norðurlandi, er póstskipið Laura
strandaði við Skagaströnd,
hörmulegt slys er vað við uppskip-
un í Vík í Mýrdal og strand
Premiers við Öræfi, svo eitthvað
sé nefnt.
Að vanda eru myndir í bókinni
tengdar efni hennar og má sér-
staklega geta mynda eftir Einar
Einarsson kaupmann í Grindavík
sem varpa skýru ljósi á horfin
vinnubrögð og tæki í sjávarútvegi
íslendinga.
Bókin Þrautgóðir á raunastund
er 191 síða, filmusett, umbrotin og
prentuð í prentstofu G. Bene-
diktssonar en bundin í Arnarfelli
hf. Kápumynd gerði Sigurþór
Jakobsson.
Tólf lcikarar koma fram í Vaxlifi hjá Leikfélagi Mosfellssvcitar.
Vaxlíf í Hlégarði
LEIKFÉLAG Mosfellssveitar frum-
sýnir leikrit Kjartans Ileiðberg
„Vaxlíf“ í kvöld, föstudag. klukkan
21 í Hlégaröi i Mosfellssvcit. Leik-
ritið Vaxlíf var fyrst sett upp í
Neskaupstað á þessu ári. Lcikstjóri
nú er Sigríður Þorvaldsdóttir og
leikmynd gerði Sigurður Finnsson.
Leikendur eru alls 12. en persónur
þó ekki nema 4.
Leikritið fjallar um skyldur og
réttindi fólks af báðum kynjum, ekki
síður þó um rétt karlmannsins í
þessu svokallaða karlaþjóðfélagi eins
og konur gjarnan kalla þjóðfélag
nútímans. Uppfærsla leikstjórans á
verkinu er nýstárleg og veitir meiri
möguleika í meðferð efnis en ella.
Æfingar hafa staðið yfir síðan í
byrjun október og alls starfa um 20
manns við uppfærsluna.
Önnur sýning á Vaxlífi verður í
Hlégarði sunnudagskvöld klukkan 21
og þriðja sýning fimmtudag 22.
nóvember kl. 21.
(Fréttatilkynning)