Morgunblaðið - 16.11.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.11.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1979 29 nr VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI {/jAmtoy-ajz'v ii ar hefðu verið jafn skjótir til svars, þegar þeir heyrðu þessa ógeðslegu sögu lesna upp fyrir börnum lands vors. Það var bless- unin hún María okkar Markan, sem hafði andlegan þrótt til þess að kveða upp úr með það sem við öll hefðum viljað segja. Lesari sögunnar kveður hana vera sanna. Ef svo er, að þessi litli drengur er þannig veikur, er þá endilega nauðsynlegt að smita öll hin börnin með sjúkdóminum. María Markan hefir lengi verið eitt af skærustu ljósum þessarar þjóðar og glatt og vermt hjörtu vor með sinni yndislegu rödd, sinni göfugu list. Ég skil ekki að sú þjóð sem átt hefir bæði hana og aðra listamenn í æðra veldi ef svo má segja, sem hafa beint hugum vorum upp til hins fagra og góða, geti þolað aðra eins andstyggð og hér er borin fram. Með ósk um að prestar vorir og aðrir góðir menn, sem ekki er sama um andlega og veraldlega heill þessarar þjóðar, láti til sín heyra, læt ég hér staðar numið. Með þökk fyrir birtinguna, Kristín M. J. Björnsson. • „Réttum hjálpar- hönd“ Nú hefur sá hroðalegi atburð- ur gerst að 90 manns í bandaríska sendiráðinu í Teheran eru þar fangar og, réttara sagt, milli heims og helju því brjálaðir of- stækismenn sem kalla sig stú- denta halda vesalings fólkinu þar í gíslingu og er fyllsta ástæða til að óttast um líf þessa ógæfusama fólks. Friðhelgi sendiráðs hefur verið svívirt og einnig bandaríska þjóðin. Ekkert hefur heyrst frá Norður- löndunum þessu vesalings fólki til stuðnings, því miður. Ég skora því afforsætis- og utanríkisráðherra, hr. Benedikt Gröndal, að óska nú þegar eftir fundi með öðrum forsætisráðherrum á Norður- löndunum og mótmæla kröftug- lega og jafnvel hóta því að verði gíslunum gert mein þá verði öllum Irönum, hvort sem þeir kallast námsmenn eða „gestarbeter" vísað tafarlaust úr landi og jafnframt verði öllum samskiptum við íran hætt, bæði stjórnmálalegum og viðskiptalegum. Enginn má sitja hjá og alls ekki við því vissulega eru Bandaríkin vinaþjóð íslans og góðir bandamenn. Forsætisráð- herra og utanríkisráðherra. Við treystum því að þú og sam- starfsmenn þínir rétti hjálpar- hönd. Virðingarfyllst. V.S. London 24.nóv. til l.des. Nokkur sæti laus Hotel Cumberland, Regent Palace, Russel Hotel, Stratford Court. • Þakkar athugasemdir Aldamótamaður hringdi: — Ég vil aðeins fá að þakka Maríu Markan fyrir þær athuga- semdir er hún hefur gert við lestur útvarpssögu Þóris Guð- bergssonar fyrir unglinga. Mér finnst undarlegt ef aðalatriði allr- ar skólagöngu er að verða kynlífs- fræðsla, en á mínum unglingsár- um var eitt aðalfagið kristindóm- ur. Ég hefði haldið að mun meiri þörf væri á að fræðast um krist- indóminn meira og betur en þetta sífellda stagl um kynlífsfræðslu og þess háttar. Það hlýtur líka að vera hægt að fræða börnin á annan hátt og mætti kristindóms- fræðslan gjarna ýta kynlífs- fræðslunni meira til hliðar. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á brezka meistaramótinu í ár kom þessi staða upp í skák þeirra Fullers, sem hafði hvítt og átti leik, og Steedmans. 25. Rg6±! - Kg 8, 26. Re7+ - Kh8, 27. Dh6 og svartur gafst upp, því að 27.... Hg8 er hægt að svara með 28. Dg7+! — Hxg7, 29. fxg7 mát. Þeir Bellin, Short og Nunn urðu jafnir og efstir á mótinu, en Bellin var úrskurðaður sigurvegari á stigum. • Taka stæðin frá viðskiptavinunum Verslunareigandi hringdi: — Ég hefi margoft orðið var við, að sumir kaupmenn við Laugaveg leyfa sér að leggja bílum sínum í stæðin hér utan við búðirnar. Þar standa þeir kannski tímunum saman, menn hirða vart um stöðumælana og með þessu er verið að taka bílastæði frá við- skiptavinum, en ekki er nú of mikið af stæðum hér í miðbænum eins og menn vita. Mér finnst að kaupmenn ættu að gera sér far um að hafa bíla sína annars staðar, heima við ef ekki vill betur, því það er ófært að láta þá standa hér frá morgni dags og langt fram eftir degi. HÖGISTI HREKKVÍSI ■ Ferðamiðstöðin hf. símar 12940 og 28133. Heimilistölvan Tölvuskóli Borgartúni 29, sími 23280. Tölvunámskeið Hraönámskeiö á smátölvur veröa haldin í lok nóvember og byrjun desember n.k. Hvaö er kennt? 1. Grundvaliaratriði forritunar (lit- skyggnur með tali). 2. Forritunarmáliö BASIC (notað á allar smátölvur microcomputers). 3. Notkunarsvið og notkunarmögu- leikar smátölva. Viö bjóöum: Nýtískuleg efnismikil og samþjöppuð námskeiö. Þrautreynt kennslukerfi. Kennt er með aðstoö tölva. Góða aðstöðu. Einungis tveir nemendur eru um hverja tölvu. Nú er rétta tækifæriö til aö læra á tölvu. Eftir örfá ár veröa smátölvur komnar inn í hvert fyrirtæki og jafnvel inn á hvert heimili. Sími Tölvuskólans er OOOQA Innritun stendur ytir. fcOZOU S2P S\G6A V/öGA 2 vLVEftAN (oá \Wt® 7Yog l&A QaY V^í,L)0T/ J (A$NIf? \\[/E$ ðQtiOYf) \boL\,mj/ Vw wlMQi \íláWJ 'Áwriml'/ v ((Æv? sVá.Í ^$6) Ju -I OÓ77 AuLái&Zywmi)]

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.