Morgunblaðið - 16.11.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.11.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1979 Sigríður Erna Ást- þórsdóttir—Minning Fædd 18. september 1924. Dáin 11. nóvember 1979. Miskunnarlausar og grimmar geta helfregnir hitt mann á óvæntustu augnablikum. Svo fór mér er ég frétti hið skyndilega fráfall Sigríðar Ernu Ástþórsdótt- ur talsímavarðar á Alþingi. Fáum dögum fyrr hafði ég hitt hana í starfi sínu brosandi og elskulega sem ætíð, tilbúna til að afgreiða allt kvabbið í mér með sömu ljúfmennskunni og tillits- seminni og einkenndi öll hennar störf. Samvizkusemi hennar, starfs- vilji og Ijúf og létt lund ásamt glöggri greind og góðum hæfileik- um, léttu henni anna- og erilsöm störf, þar sem oft reyndi á um þolinmæði og þrautseigju, en úr öllu skyldi ævinlega greitt sem allra bezt. Það var aðall hennar og einkenni. Á ekki stærri starfsstað sem Alþingi er, kynnist fólk vel, það er með ólíkindum, hve starfsfólk allt þar er til fyrirmyndar, jafnt í verkum sem daglegri umgengni. Sigríður varð hvers manns t Maöurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN KLEMENSSSON, Vesturbraut 7, Keflavík lést aö heimili sínu 14. nóvember. Sigrún Kristjánsdóttir Þórhallur Guöjónsson Steinunn Þorleifsdóttir Jóhanna Guöjónsdóttir Hafsteinn Guömundsson Kristján K. Guöjónsson Ingibjörg Siguröardóttir barnabórn og barnabarnabörn. t Maöurinn minn, BOGI SIGURÐSSON, Hamrahlíö 7, andaöist aö heimili sínu þann 14. nóvember. Fyrir hönd vandamanna, Ingibjörg Bjarnadóttir. t Systir mín KRISTÍN JÓHANNA GUOMUNDSDÓTTIR, Smáratúni 3, Keflavík andaöist aö St. Jósepsspítala Hafnarfiröi, 15. nóvember. Hjördís Guömundsdóttir. t Sonur okkar, bróöir og mágur, GUOMUNDUR KVARAN, Kleifarvegi 1, Reykjavík, sem fórst af slysförum 8. nóvember s.l. veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík ásamt félaga sínum Hauki Jóhannessyni, í dag 16. nóvember kl. 14. Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Styrktarfélag vangefinna. Kristín Kvaran Einar G. Kvaran Karitas Kvaran Baldur Guölaugsson Gunnar E. Kvaran Snæfríöur Egilson Helgi E. Kvaran t Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu, vegna andláts og útfarar eiginkonu minnar og móöur JÓHÖNNU MAGNÚSDÓTTUR frá Kolsstööum, Austurbrún 6. Guölaugur Magnússon, Jóhann Guölaugsson og vandamenn. Viö þökkum af alhug samúö og vinarhug viö andlát og útför JÓNÍNU BJARNADOTTUR Sólvallagötu 52 Ágúst Ólafsson Emil Ágústsson Liilian Simson og barnabörn t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför fööur okkar, tengdafööur og afa, JÓHANNS GUÐMUNDSSONAR, Strandgötu 50 C, Hafnarfiröi, Guö blessi ykkur öli, Jóhanna Jóhannsdóttir, Höröur Sigursteinsson, Kristinn Þórir Jóhannsson, Erna Lára Tómasdóttir, og barnabörn. hugljúfi og engan gat grunað það, að þessi starfsfúsa og glaðbjarta kona ætti við neinn vanda að glíma. Hennar hlutverk var að leysa annarra vanda og hugsa í engu um sinn eigin sjúkleika, sem flestum var dulinn. Á kveðjustund minnist ég henn- ar sem vinar, sem ég oft átti tal við, þá sjaldan tóm gafst til og aldrei betur en þá komu hinir góðu eðlisþættir hennar skýrt fram. Ég sá stundum, er yngri kyn- slóðin hennar Sirrí kom í heim- sókn og fann þá glöggt, hvern kærleiksyl hún bar til þeirra og þau til hennar. Þær heimsóknir voru greinilega hennar ljúfustu stundir, þar sem hún naut sín bezt sem gefandi og umvefjandi aðili. Góð er sú minning og mæt, sem ég á um Sigríði, þó kveðjuorð mín verði í fátæklegra lagi vegna annasamra daga. Einlæg þökk og hlý skal flutt að leiðarlokum fyrir frábæra viðkynningu og viðmót. Sárt er að sjá á bak svo ágætri og indælli samferðamanneskju í blóma lífsins. Ég votta öllum hennar ástvin- um dýpstu samúð mína í þeirra mikla harmi og bið þess að hin góða minning megi létta tregann og milda söknuðinn sára. Blessuð sé minning Sigríðar Ernu Ástþórsdóttur. Helgi Seljan. Við sátum saman um kvöldið og skemmtum okkur við að rifja upp ýmis atvik frá þeim 30 árum sem við höfum verið vinkonur. Við höfðum deilt sorg og gleði og fundið hvor hjá annarri það traust sem býr í sannri vináttu. Næsta morgun var mér tilkynnt andlát hennar. Þótt dauðinn sé skelfi- legur og fjarstæðukenndur þá er hann staðreynd. Ég verð víst að beygja mig undir það. Sigríður Ástþórsdóttir var óvenju greind og skemmtileg kona. Hún hafði andúð á tilgerð og hvers kyns sýndarmennsku og tókst oft meistaralega með vel völdum orðum að skilja hismið frá kjarnanum. Fyndni hennar beind- ist ekki síður að henni sjálfri en öðrum og sá eiginleiki hjá svo hlýjum og viðkvæmum persónu- leika sem henni, gerði hana ákaf- lega vinsæla í okkar vinahópi. Ég man þá tíð þegar dætur mínar voru ungar og fullorðið fólk vakti takmarkaðan áhuga þeirra, að Sirrí var auðvitað undantekning. Hún var skemmtilegasta konan sem þær þekktu. Þetta breyttist ekki með árunum. Eldri dóttir mín sagði við mig sárhrygg í gær: „Og ég sem átti eftir að tala svo mikið við hana Sirrí.“ Sirrí var listræn eins og systk- ini hennar og hafði glöggt auga fyrir fegurð hluta. Heimili hennar var sérstaklega smekklegt og hún hafði yndi af að fegra umhverfi sitt. Sú ánægja var ekki runnin af rótum neinnar sýndarmennsku heldur sprottin af eðlislægu feg- urðarskyni. Þegar ég geng hér um stofur mínar, þá blasa við mér gjafir frá vinkonu minni. Þær bera vott um gjafmildi hennar og höfðingsskap og minna mig á hana. Nú er minningin ein eftir, en hún mun lifa meðal þeirra sem þekktu hana. Við Lárus vottum Ragga vini okkar og börnunum dýpstu samúð. Ásta. Enn er erfitt að trúa því, að Sirrí sé látin, svo lifandi lifði hún lífinu á jákvæðan hátt. — Nú vitum við að lasleiki hennar að undánförnu var meiri og alvar- legri en við gerðum okkur grein fyrir, því um eigin hagi talaði hún frekar í léttum tón, en hafði meiri áhyggjur ef hún frétti um veikindi vina sinna eða ættingja. Þetta segir mikið um hana sjálfa, en Sirrí hafði sterkan persónuleika og sínar eigin skoðanir á mann- fólkinu, mat það ekki eftir húsi, bíl eða stöðu, heldur einstakling- inn í sjálfu sér, og enga sérstaka lotningu bar hún fyrir peningum, taldi þá gagnlegasta til að njóta Þórunn Jónsdótt- ir - Minningarorð Fædd 25. marz 1917. Dáin 6. nóvember 1979. í dag verður til moldar borin ástkær tengdamóðir okkar Þórunn Jónasdóttir. Hún lést í Borg- arspítalanum 6. nóv. s.l. Hún fæddist í Súðavík 25. marz 1917. Hún var dóttir hjónanna Karitasar Kristjánsdóttur og Jón- asar Sigurðssonar. Vegna veikinda móður sinnar fluttist hún til föðursystur sinnar Sæunnar og manns hennar Sig- urðar J. Sigurðssonar í Hnífsdal, þegar hún var á fjórða ári, og ólst þar upp. Eiga þau gömlu hjónin nú um sárt að binda vegna fráfalls elskulegrar fósturdóttur sinnar, sem var þeim einkar kær. Ung að árum kynntist hún Jakobi Guðmundssyni og hófu þau búskap hjá foreldrum hans, Vagn- borgu Einarsdóttur og Guðmundi Jónasyni í Hnífsdal og bjuggu þau þar fyrstu árin. Var alltaf mjög kært með henni og gömlu hjónun- um. Þau Jakob eignuðust saman 5 börn sem öll sakna nú elskulegrar móður sinnar. Elstur er Gunnar f. 28.7 '36, Sigríður f. 3.8. ’37, Jóna f. 10.8. ’39, Guðmundur f. 29.11. ’41 og yngstur Sigurður f. 5.2. ’44. Einnig ólu þau upp elsta barna- barn sitt Þórunni, dóttur Sigríðar. Árið 1945 fluttust þau suður. Árið 1958 slitu þau Jakob sam- vistum og bjó hún hjá dóttur sinni Sigríði upp frá því. Það sem einkenndi Þórunni mest var létta góða skapið og góðvildin, hvað sem á gekk. Hún var alltaf boðin og búin til að hjálpa ef með þurfti, en ætlað- ist ekki til fyrirhafnar sín vegna. Börnum sínum, barnabörnum og tengdabörnum var hún ástrík og umhýggjusöm og áttu þau í henni einlægan vin. Við fráfall hennar verður eftir tómarúm sem seint verður fyllt. Lokað vegna jarðarfarar FRÚ SIGRÍÐAR ERNU ÁSTÞÓRSDÓTTUR í dag (föstudag) klukkan 3 e.h. Sölusamband íslenzkra Fiskframleidenda. lífsins, prýða heimili sitt og gleðja aðra með. Þar voru engar vanga- veltur yfir hlutunum, enda vissi sjaldnast hin vinstri hönd hvað hin hægri gaf. Þó aðeins séu fjögur ár liðin síðan við kynntumst er margs að minnast. Hún hafði hafið starf nokkrum mánuðum á undan mér við símavörslu Alþingis og var ég því nemandi hennar í fyrstu. Mörg minnisatriði hafði hún skrifað niður til hagræðis og miðlaði mér á óeigingjarnan hátt af reynslu sinni, því áður hafði hún unnið í nokkurn tíma á símstöðvunum í Vestmannaeyjum og síðar í Reykjavík. Þessir fyrstu dagar janúarmánaðar 1976 voru rólegir, ennþá jólablær yfir húsum og þjóð. Síðar gafst minni tími til að rabba saman, því annir jukust og við skiptum með okkur vöktum og afleysingar voru á mesta anna- tíma dagsins. Það puntaði upp á daginn þegar Sirrí kom á vaktina. Oft hafði hún ýmislegt meðferðis, sem var gam- an að sjá, og sagði okkur gjarnan frá ýmsu, sem fyrir hana hafði borið á leiðinni, hvort sem hún lá niður Laugaveg eða meðfram Tjörninni, og þó það væri ekki nema veðrið, sem hún talaði um, var það skemmtilegt, því næma kímnigáfu hafði hún, ásamt frá- bærum frásagnarhæfileika, sem var aldrei neinum til tjóns. Slíkar stundir voru of fáar, því ef annir voru miklar, gekk hún beint að starfi, þótt hennar rétti vinnutími væri ekki kominn. — Slík var samviskusemi hennar, trú- mennska og stundvísi. Minnisstætt er mér glæsilegt kvöldverðarboð á heimili þeirra hjóna fyrir tveimur árum. Þar á meðal margra dýrmætra muna sýndi hún okkur nokkra, sem áttu fallega sögu að baki, og fyrir það virtist hluturinn vera henni meira virði. Móðir mín þakkar henni fyrir alla góðvild og hlýju og á erfitt með að trúa raunveruleikanum, sjálf vil ég helst horfa framhjá honum í þetta sinn. Við sem unnum með Sirrí þökk- um fyrir gott samstarf og allar þær góðu minningar, sem hún skilur eftir í hugum okkar. Við hjónin sendum móður henn- ar, Ragnari og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Fararheill og blessun fylgi Sirrí í fegurri heim. Bryndís. En við eigum þó eftir minninguna um elskulega móður og ömmu, sem alltaf var tilbúin að hugga ef eitthvað bjátaði á, eða slá á létta strengi og glettast svo að allar sorgir gleymdust. Við tengdadætur hennar erum innilega þakklátar fyrir það sem hún var okkur. Betri tengdamóður er vart hægt að hugsa sér. Nú er hún horfin, en eftir lifir .minningin um elskulega konu, sem alltaf var okkur sannur vinur. Við blessum þig og bjððum góða nótt, nú blika daggartár & legatað þfnum. Hvfidin er Ijúf ok Krafarhúmið hljótt, nú hjúfrar eilifð þÍK að barmi sinum. - G.M. Blessuð sé minning hennar. Bára og Erla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.