Morgunblaðið - 17.11.1979, Blaðsíða 5
MORGÚNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1979
5
Akureyri:
Ungt fólk heldur fund
með Halldóri Blöndal
UNGT fólk á Akureyri gengst
fyrir fundi með Halldóri Blöndal
n.k. mánudagskvöld klukkan
20,30 í Sjálfstæðishúsinu.
Ávörp flytja Steindór Stein-
dórsson, Guðmundur H. Frí-
mannsson, Líney Árnadóttir og
Sigurður J. Sigurðsson. Þá mun
Halldór flytja stutt ávarp og
svara fyrirspurnum. Fundarstjóri
verður Björn J. Arnviðarson.
Á fundinn koma Halli, Laddi og
Jörundur og munu þeir skemmta
viðstöddum með glensi og gamni.
Allir eru velkomnir á meðan
húsrúm leyfir.
Halldór Blöndal
Ellert B.
Schram
með síma-
viðtals
tíma í dag
ELLERT B. Schram fyrrverandi
alþingismaður, sem nú skipar
áttunda sæti framboðslista Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík, bar-
áttusætið, er með símaviðtals-
tíma í dag, laugardag, milli
klukkan 10 og 12 árdegis. Síminn
er 82900, og þangað geta þeir
hringt, sem áhuga hafa á að ræða
við Ellert um stefnu Sjálfstæðis-
flokksins eða aðra þætti þjóð-
mála.
Ellert B. Schram.
Er Ellert reiðubúinn að svara
öllum þeim spurningum er fólk
kann að vilja bera fram við hann,
og eru kjósendur í Reykjavík
hvattir til að nota þetta tækifæri
til að ná tali af Ellert, sem nú
skipar baráttusæti D-listans í
Reykjavík sem fyrr segir.
Kínaför Karlakórsins:
Sungið tvívegis í
fæðingarbæ Maos
KARLAKÓR Reykjavíkur
er nú á söngför um Kína.
Einn af þeim kórfélögum
hafði samband við blaðið
frá Peking og var þá lokið
fyrstu söngskemmtun
kórsins, sem fram fór í
Menningarhöllinni í Pek-
ing. Það er geysistórt hús,
Athugasemd
frá Kvenfélag-
inu Hringnum
VIÐ HÖFUM orðið varar við
að nokkur brögð eru að því
þessa dagana, að farið er i
hús og verslanir og boðin til
sölu jólakort, sem sögð eru
vera til styrktar Barnaspít-
ala Hringsins.
Af þessu tilefni viljum við
taka fram, að á okkar vegum
eru aðeins seldar tvær teg-
undir jólakorta fyrir þessi jól
og er hvert kort merkt. með
merki félagsins. Mynd á öðru
kortanna er af steindum
glugga úr Bessastaðakirkju
eftir Finn Jónsson og á hinu
kortinu er mynd Baltasars
við kvæði Jóhannesar úr
Kötlum, Jólabarnið.
Við viljum benda velunnur-
um okkar á að gæta þess, að
þau kort, sem boðin eru til
sölu í okkar nafni, séu með
merki félagsina á bakhlið.
rúmar 3.500 áheyrendur,
og var hvert sæti skipað.
Viðstaddir voru m.a. varafor-
sætisráðherra Kína, ennfremur
menningarmálaráðherrann og
margir fleiri framámenn. Auk
þeirra var þar staddur Pétur
Thorsteinsson ambassador
íslands í Kína og kona hans.
Kínverska sjónvarpið tók upp
allan konsertinn og útvarpið
sömuleiðis. í hléi gafst kórfélögum
kostur á að ræða við varaforsætis-
ráðherrann, en í lokin lét hann
bera kórfélögum svo stórar blóma-
körfur, að tvo menn þurfti til að
bera hvora. Undirtektir
áheyrenda voru geysilega góðar og
voru sungin öll aukalögin, sem
sungin voru á söngskemmtunum
kórsins 1 Háskólabíói á dögunum.
Sérstaka hrifningu vakti einsöng-
ur Hjálmars Kjartanssonar í
amerískum negrasálmi og óperu-
söngvararnir Sieglinde Kahman
og Sigurður Björnsson vöktu einn-
ig mikla hrifningu.
Kórfélagar skoðuðu „Hina for-
boðnu borg“ í fyrradag og í gær
var förinni heitið á Kínamúrinn,
en að því búnu átti að vera annar
konsert í Menningarhöllinni í Pek-
ing. I dag (laugardag) verður farið
til Zhangsa og verður sungið
tvívegis í þessari fæðingarborg
Maós. Síðan verður haldið áfram
til Canton og tvívegis sungið þar.
Sérstök dagskrá er fyrir konur
kórfélaga; þær voru þessa stund-
ina í Shanghai og ekki væntan-
legar til fundar við eiginmenn
sína fyrr en á sunnudag.
„Þú hýri Hafnarfjörður“,
kvikmynd sem Hafnarfjarðar-
bær lét gera um hátiðarhöldin i
Hafnarfirði í tilefni af 1100 ára
afmæli íslandsbyggðar verður
sýnd í Bæjarbíói í dag, laugar-
daginn 17. nóvember, og laug-
ardaginn 24. nóvember, kl.
13.30, 14.30 og 15.30 báða dag-
ana. Aðgangur að þessum sýn-
ingum er ókeypis og öllum
heimill.
„Þú hýri Hafnarfjörður“
Kvikmynd um þjóðhátíðarhöldin 1974
Kvik s.f. annaðist gerð mynd-
arinnar.. Umsjón með kvik-
myndatökunni hafði Páll
Steingrímsson en hana önnuðust
Ásgeir Long, Ernst Kettler og
Páll Steingrímsson. Texta mynd-
arinnar samdi Ásgeir Guð-
mundsson og þulur er Sigurgeir
Guðjónsson.
Myndin er 16 mín. löng og
tekin á 16 mm filmu.
Á boðstólum
verða fínar
veitingar
VALSMENN
yngri og eldri
— Fjölmennið
UPPSKERU-
HÁTÍÐ
Knattspyrnudeildar Vals veröur haldin í
Þórscafé á morgun sunnudag kl. 14.00.
1. Ræða Péturs Sveinbjarnarsonar formanns knatt-
spyrnudeildar Vals.
2. Bingó
3. Verðlaunaafhending.
4. Halli, Laddi og Jörundur skemmta.
5. Fjöldasöngur meistaraflokks undir stjórn Halldórs
Einarssonar
6. Ræöa Bergs Guönasonar formanns Vals.
Knattspyrnudeild Vals.
Strumpa
Und
Strumpanna,
í gróðurhúsinu,
Heimsækið sem allir un9ir sem
GRÆNA
TORGIO ^■^■1
um helgina.
Þaö er alltaf eitthvaö um aö vera í gróöurhúsinu.
aldnir hafa gaman
af aö sjá.
Jolamarkaður:
Við höfum
sett fram
jólavörurnar.
blómouol
gróöurhúsinu
v/ Sigtún
S. 36770, 86340.