Morgunblaðið - 17.11.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1979
23
Geir Hallgrímsson talar á
fundi í kaffistofu Kjötiön-
aöarstövar KEA á Akureyri í
gær.
skulum um leið horfa björtum
augum fram á veginn, og ef okkur
tekst að sigrast á verðbólgunni
eigum við að vera djörf og hefja
stórframkvæmdir að nýju í okkar
landi.“
— En hvað ætlar Sjálfstæðis-
flokkurinn að gera í skattamálun-
um, spurði ungur maður í hópnum.
— Við horfum upp á forstjóra og
aðra lifa kóngalífi, en sjáum svo í
skattskránum að þessir menn
greiða ekkert hærri gjöld en við
hinir. Þannig verða þeir ríku ríkari
og þeir fátæku fátækari.
„Ég held að í aframhaldandi
verðbólgu muni þeir lægstlaunuðu
béra æ minna úr býtum, hinir
finna einhverja leið til að bjarga
sér,“ sagði Geir. Sagði hann stefnu
Sjálfstæðisflokksins að almennar
launatekjur yrðu tekjuskattlausar,
og kvaðst hann telja að ekki dygðu
lægri skattleysismörk en sex millj-
ón króna tekjur fyrir barnlaus
hjón á þessu ári sem er að líða.
Varðandi hátekjufólkið sagði Geir:
„Það verður enginn maður ánægð-
ur, sem ekki heldur eftir helmingn-
um af síðustu krónunni sem hann
Geir Hallgrímsson heimsækir vinnustaði á Akureyri:
„Eru sjálfstæðismenn
eitthvað betri en aðrir?“
Akureyrl 16. nóvember 1979.
Frá Freysteini Jóhannssyni,
blaóamanni MorKunhlaösins.
„LOFORÐ okkar sjálfstæðismanna
í þessum kosningum eru ekki mikil
eða glæsileg við segjum að það
verði að færa vissar fórnir, en
markmiðið er mikið, og það eru
stór orð,“ sagði Geir Hallgrímsson
formaður Sjálfstæðisflokksins er
hann heimsótti Kjötiðnaðarstöð
KEA í morgun, og Alda Kristjáns-
dóttir ráðskona varpaði fram
þeirri spurningu hvort sjálfstæð-
ismenn væru nokkuð betri en
aðrir.
„Eru það ekki of stór orð?“
spurði Alda aftur. „Ekki ef við
stöndum saman," svaraði Geir. —
En nú standið þið sjálfstæðismenn
ekki sameinaðir, ekki í þessu
kjördæmi, sagði þá ungur maður í
hópnum. „Málefnaágreiningur er
ekki fyrir hendi," svaraði Geir. „í
þessu kjördæmi er um persónu-
legan ágreining að ræða. Fyrrver-
andi þingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins sætti sig ekki við ákvörðun
kjördæmaráðsins. Hvorki flokk né
þjóðfélög getum við byggt upp
nema menn virði reglur og lög,
hvort heldur er flokks eða þjóðfé-
lags. Menn verða að setja málefnin
ofar mönnum og virða hugsjónir
meira en eigin metnað.“
— En takið þið Sólnes ekki
strax að ykkur ef hann kemst á
þing? var þá spurt. — „Það fer
eftir ákvörðun þingflokks," svaraði
Geir. „en auðvitað eru það fram-
bjóðendur Sjálfstæðisflokksins
sem bera fram merki hans og s
halda því á loft í þessu kjördæmi |
sem öðrum.“ Þá var Geir spurður
um afstöðu Sjálfstæðisflokksins til
Kröflu. „Við teljum rétt, og greidd-
um atkvæði með því,“ sagði Geir,
„að boraðar yrðu tvær holur við
Kröflu í sumar. Orkan við Kröflu
er okkur nauðsynleg, þar sem
vinstri stjórnin sendi okkur inn í
tíma rafmagnsskömmtunar."
Síðan ræddi Geir stóriðjumálin
og benti á andstöðu Alþýðubanda-
lagsins gegn þeim. Minnti Geir {
því sambandi á, að alþýðubanda-
lagsmenn hefðu mikið talað um
mengun á sínum tíma og haldið þvi
fram, að öll jörð yrði sviðin og
svört umhverfis Álverið í
Straumsvík. Reynslan hefði hins
vegar orðið allt önnur eins og
mönnum væri kunnugt. Einnig
hefðu þeir haldið því fram, að
Álverið leiddi til láglauna, en Geir
kvaðst hins vegar ekki vita annað
en Álverið væri í hópi þeirra
— spurði Alda
Kristjánsdóttir
á fundi Geirs með
starfsfólki Kjöt-
iðnaðarstöðvar KEA
fyrirtækja sem greiddu hvað hæst
laun hér á landi. Þá sagði Geir
ennfremur, að alþýðubandalagsm-
enn hefðu rætt um hættuna á
erlendri yfirdrottnun, „hvar er
hún, ég bara spyr,“ sagði Geir.
Síðan benti Geir á, að með
aukinni stóriðju myndu vaxa
möguleikar á fjölbreytni í atvinnu-
lífi. „Slíkur kotbúskapur, sem Al-
þýðubandalagið boðar, er aftur-
hald,“ sagði Geir. „Hvar er það
þjóðfélag sem Alþýðubandalagið
vill berjast fyrir? Er það austan-
tjalds? — Svo mikið er víst að þar
er ekki fyrirheitið land hins vinn-
andi fólks.
— Hvenær ætlar Sjálfstæðis-
flokkurinn að koma verðbólgunni
niður í 30% var spurt? — „Okkur
sjálfstæðismönnum nægir ekki að
koma verðbólgunni niður í 30%,“
sagði Geir. „Fráfarandi ríkisstjórn
talaði um að koma verðbólgunni
niður í 30% á þessu ári, en nú eru
nýjustu fréttir þær, að hún sé
komin yfir 80%. Þetta eru ástæður
þess að við segjum að nú verði að
brjóta blað og sigrast á verðbólg-
unni.“ — Spurt var hvort þetta
væri ekki bara kreppustefna, sem
hefði atvinnuleysi í för með sér.
„Nei, við ætlum ekki að drepa
meira úr útgjöldum en sem nemur
þeim útgjöldum sem vinstri stjórn-
in jók,“ svaraði Geir. „Þessir pen-
ingar eiga að fara til ykkar og
fyrirtækjanna, og það verður
tvímælalaust meiri atvinna ef okk-
ar stefna nær fram að ganga.
Erlendar lántökur verða ekki
auknar, og í því sambandi má
segja, að hætta sé á vissum
samdrætti, en sá stjórnmálamaður
sem segir ykkur að hægt sé að
sigrast á verðbólgunni án fórna er
ekki þess verður að heita stjórn-
málamaður. Hins vegar ætlum við
ekki þeim lægstlaunuðu að standa
undir fórnunum, við viljum verja
kjör þeirra.
Ég held að staðreyndin í þessu
öllu saman sé sú, að við stöndum
nú á alvarlegri tímamótum en við
ef til vill gerum okkur fulla grein
fyrir. Þess vegna þarf átak. En við
vann sér inn, það má ekki frekar
ganga svo langt gagnvart þeim en
öðrum, að þeir sjái sér beinlínis
hag í því að svíkja undan skatti.
Við mann sem heldur eftir helm-
ingi krónu sinnar er hægt að setja
fram kröfur um aukið þol með
fullri sanngirni."
„Engin ríkisstjórn, né heldur
nokkur miðstýring skapar verð-
mæti í þessu landi, heldur er það
dugnaður landsmanna sjálfra sem
það gerir. Við sjálfstæðismenn
viljum frelsi í samskiptum ein-
staklinganna, og frelsi í samskipt-
um ríkis og einstaklinga, en slíkt
frelsi krefst aga. Sannleikurinn er
sá, að við íslendingar höfum glatað
þeirri þjóðararfleifð að eyða ekki
meiru en við öflum. Við sjálfstæð-
ismenn viljum hverfa aftur til
þeirra fornu dyggða," sagði Geir að
lokum.
Auk þess sem Geir Hallgrímsson
heimsótti Kjötiðnaðarstöðina, fór
hann í heimsókn í K. Jónsson og
Co, Slippstöðina og Kjörbúð
Bjarna og Útgerðarfélag Akureyr-
inga. í dag, laugardag, heldur Geir
síðan til Húsavíkur eftir að hafa
talað á almennum fundi á Akur-
eyri.
Geir Hallgrímason skoðar fiskvinnslu ( Útgerðarfólagi Akureyringa. Myndirnar tók tók Emilía
Björnsdóttir og símsendi frá Akureyri í g»r.
Símabilun í
Breiðholti
í GÆRKVÖLDI varð bilun í
simakerfi Reykjavikur og urðu
öll símanúmer í Breiðholti sam-
bandslaus i einn og hálfan tíma.
í öryggisskyni voru þrír lög-
reglubílar sendir í Breiðholts-
hverfi til að vera til taks ef
eitthvað kæmi fyrir.
Simastreng-
ur slitnaði
á Akureyri
Akureyri. 16. nóvember.
ALLT simasamband við byggð-
ina ofan við Mýrarveg rofnaði
um klukkan 13 i dag. Þúsund
lina simastrengur slitnaði efst i
Gilsbakkavegi. en um þessar
mundir er unnið að því að skipta
um jarðveg í götunni. Viðgerð á
strengnum lýkur e.t.v. seint i
kvöld eða í nótt ef verkið gengur
vel.
Lögreglubíll tók sér stöðu við
Hrísalund í öryggisskyni strax
eftir óhappið, en á svæðinu, sem
varð símasambandslaust, eru fjöl-
mennustu íbúðarhverfin á Akur-
eyri.
- Sv. P.
Miðlun fiskafla:
LÍÚ gætiann-
ast upplýs-
ingamiðlun
MIÐLUN fiskafla var eitt þeirra
mála. sem mjög var rætt á
Fiskiþingi og var eftirfarandi
ályktun gerð um það mál.
.„Fiskiþing telur nauðsynlegt,
að á einum stað sé hægt að að fá
upplýsingar um löndunarmögu-
leika hjá íslenzku fiskvinnslu-
stöðvunum þegar þannig stendur
á, að skip þurfi að landa hjá
öðrum aðila, en skipin landa
venjulega hjá. Þingið telur að LIÚ
sé sá aðili, sem annast ætti slíka
upplýsingamiðlun. Framkvæmd
ætti að geta orðið á svipaðan hátt
og hjá Loðnunefnd."
Lesið úr mál-
gögnum allra
frambjóðenda
ÁKVEÐIÐ hefur verið, að þær
tvær vikur, sem eru til kosninga,
verði lesið úr báðum forystu-
greinum Dags á Akureyri á
mánudagsmorgun þegar lesið er
úr forystugreinum landsmála-
blaða.
Sömuleiðis hefur verið sam-
þykkt í útvarpsráði að á mánudög-
um verði einnig lesið úr forystu-
greinum Neista, blaðs Fylkingar-
innar. Þá segir í samþykkt út-
varpsráðs, að sama gildi um mál-
gögn L, S. Q og H-lista ef einhver
eru.
Sýning Þor-
geirs i Háhól
lýkur á morgun
Akureyri, 16. nóvember.
MÁLVERKASÝNINGU Þorgeirs
Pálssonar, sem verið hefur i Gall-
eri Háhól þessa viku, lýkur á
sunnudagskvöld. Þorgeir er Akur-
eyringum að góðu kunnur sem
listmálari, hefur haldið margar
einkasýningar og tekið þátt i
samsýningum.
Að þessu sinni sýnir hann yfir 50
málverk. Sýningin verður opin
laugardag og sunnudag frá klukkan
15 til 22.
- Sv. P.