Morgunblaðið - 17.11.1979, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1979
t
Elskuiegi eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaölr og afi,
STEFÁN VILHJÁLMSSON,
Meltröö 10, Kópavogi
lézt aö heimili st'nu 15. nóvember.
Sigrún Siguróardóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Hjartkær sonur okkar og bróðir
ÓLAFUR ALFREÐSSON
andaöist á gjörgæsludeild Borgarspítalans 15. nóvember s.l.
Unnur Ólafsdóttir, Alfreó Eymundsson,
Axel Alfreösson,
Hermann Alfreösson,
bórunn Alfreösdóttir.
t Sonur okkar og bróöir
GUNNAR HJÖRTUR
lést 2. nóvember, jaröarförin hefur farið fram. Þökkum auösýnda
samúö. Indriöi Jónsson, Bryndís Jónsdóttir og systkini.
t
Dóttir mfn, móöir okkar, tengdamóöir og amma
SIGRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR
Sólvallagötu 70, Reykjavík
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 19. nóvember
kl. 15.
Hólmfríóur Guömundsdóttir
Jóhannes K. Guömundsson Guölaug Guólaugsdóttir
Hólmfrföur Guömundsdóttir
Árni H. Árnason Hlín W. Pálsdóttir
Ingigeröur R. Árnadóttir Árni Sigurósson
Magnea R. Árnadóttir Pótur Þorgrímsson.
og barnabörn
t
Eiglnmaöur minn og faöir okkar
HARALD WENDEL
húsgagnasmíöameistarí
verður jarösunginn frá Kristskirkju, Landakoti, mánudaginn 19.
nóvember kl. 10.30.
Þeim, sem vildu minnast hlns látna, er bent á Slysavarnafélag
íslands
Luise Wendel
Adólf Wendel
Ragna Wendel
Svanhild Wendel
Kristján Wendel
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför
GUÐNÝJAR S. BJÖRNSDÓTTUR,
Þórsgötu 19.
Stefanía G. Guömundsdóttir
Kristján Bjarnason.
t
Okkar innilegustu þakkir færum vlö öllum er veittu okkur samúö
og vinarhug viö andlát og útför okkar kæru móður, tengdamóöur
og ömmu
ÞÓRUNNAR ÖNNU SIGFÚSDÓTTUR,
frá Vopnafiröi,
sem andaöist aö Kristneshæli 28.10. Ennfremur færum viö
sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarliös Krlstneshælis þar sem
hún dvaldi hin síöustu ár. Guö blessi ykkur öll.
Þorgeröur S. Jónsdóttir,
Elnar H. Jónsson, Guórún Pátursdóttir.
Gísli Jónsson, Oddvör H. Jónsson
og barnabörn.
LOKAÐ
vegna jaröarfarar mánudagin 19. nóvember.
A. Wendel h.f.
HPH dieseivélaviögerdir
Draupnir.
María Magnúsdóttir
Akranesi — Kveöja
Nú legg ég augun aftur
ó Guð j>inn náðarkraftur
min veri vðrn I nótt.
Æ virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
hýðlng úr þýzku, Sveinbj. Egilsson.
Mig langar hér til þess að
minnast nokkrum orðum tengda-
móður minnar, Maríu Magnús-
dóttur, en hún lézt á gjörgæzlu-
deild Landspítalans hinn 8. þ.m.
eftir stranga sjúkdómslegu.
María, sem við kölluðum ætíð
Maju, var fædd á Siglufirði 22.
maí 1920 og var því á sextugasta
ári, er hún lézt. Þau systkini urðu
9 talsins, þar af komust 6 til
fullorðinsára. Maja er sú fyrsta úr
þeim hópi, sem fellur frá. Eins og
nærri má geta, hlýtur oft að hafa
verið þröngt í búi hjá foreldrum
Maju, þeim sæmdarhjónunum
Sumarrós M. Erlendsdóttur og
Magnúsi Jónssyni. Munu börnin
því hafa farið að létta undir með
heimilinu strax og þau gátu. Víst
er um það, að Maja var hamhleypa
til allrar vinnu, sem hún gekk að.
Meðan hún var í föðurhúsum á
Siglufirði gekk hún að síldarsölt-
un og munu þær ekki hafa verið
margar síldarstúlkurnar, sem
höfðu við henni í þeirri list.
Segja má, að síldin hafi á ýmsan
hátt komið inn í líf Maju, þar á
meðal hafi hún kynnst eiginmanni
sínum fyrir hennar tilstilli. Á
þessum árum lönduðu bátar víða
af landinu síld á Siglufirði. Á
einum þeirra var ungur maður,
Jón Pálsson frá Sólmundarhöfða á
Akranesi, hinn ágætasti drengur
og mikill grínisti. Þeirra kynni
leiddu til þess, að Maja réði sig í
vist hjá Júlíusi Þórðarsyni, út-
gerðarmanni á Akranesi veturinn
1939 og aftur dvaldi Maja á
Akranesi veturinn 1940 í vist hjá
Sigurði Vigfússyni, viktarmanni,
en j)á voru þau Jón heitbundin.
Árið 1941 var mikið tímamótaár
í lífi þeirra Jóns og Maju. Það ár
byggðu þau sér einbýlishús að
Laugarbraut 17 á Akranesi og var
byggingartíminn ekki nema um 5
mánuðir. Hlýtur það að hafa verið
mikið afreksverk, með þeirrar
tíðar tækni og margir svitadropar
hljóta að hafa fallið, áður en flutt
var inn í húsið síðla þessa árs.
Fyrsta dóttirin af þremur fæddist
þetta ár og þau Maja og Jón gengu
í hjónaband. Þá má og geta þessa
árs að því leyti, að Jón fór ekki
norður til síldveiða um sumarið,
en þetta var eina sumarið til
margra ára, sem slíkt skeði ekki.
Þau Maja og Jón bjuggu alla tíð
að Laugarbraut 17. Yfir sumar-
tímann var Maja á Siglufirði og
mun henni ekki hafa þótt sumarið
vera komið, fyrr en hún komst
norður til átthaganna. Miklir
kærleikar voru með Maju og
foreldrum hennar, meðan þau
lifðu og mun koma hennar norður
ætíð hafa verið þeim mikil gleði-
stund. Þegar síldarsöltun var á
Siglufirði á þessum tíma, saltaði
Maja oft, enda var söltunin henn-
ar líf og yndi.
En það var fleira, sem lék í
höndum Maju en síldarsöltun.
Heimili þeirra Jóns var glæsilegt
og þangað kom maður aldrei öðru
vísi en allt væri spegilgljáandi og
röð og regla á öllum hlutum.
Síðustu 9 ár ævi sinnar vann Maja
á saumastofu Akraprjóns h/f. Þar
nýttist vel sá mikli handflýtir og
velvirkni, sem Maja mun hafa
tamið sér frá upphafi.
Ekki fór Maja varhluta af
heilsuleysi. Hennar þyngsta böl á
því sviði var það, er hún fékk
kransæðastíflu fyrir nokkrum ár-
um og síðan leiddi sá sjúkdómur
hana til bana svona langt fyrir
aldur fram. Þrátt fyrir erfitt
heilsufar var Maja alltaf reiðu-
búin til þess að bæta við sig vinnu,
þegar þess þurfti með og segja má,
að henni félli aldrei verk úr hendi.
Það var Maju mikill styrkur að
hafa sér við hlið jafn góðan og
traustan mann og Jón. Þegar hún
lá sína síðustu legu, í fullar 3
vikur, er varla hægt að segja að
Jón hafi vikið frá hennar sjúkra-
beði allan þann tíma.
Eins og áður getur, eignuðust
þau Maja og Jón 3 dætur. Elzt er
Guðný, gift þeim, er þessa grein
ritar. Næst er Sumarrós, gift
Svavari Ágústssyni skipstjóra.
Yngst er Jóna Maja, gift Ágústi
Sörlasyni húsasmíðameistara.
Maja var glæsileg kona í sjón og
raun. Það sópaði af henni, hvar
sem hún fór og kringum hana var
yfirleitt engin ládeyða. Hún var
mjög hreinskilin við þá, er hún
umgekkst, svo enginn þurfti að
fara í grafgötur um hennar mein-
ingar. Skipti þá engu máli, hvort
hærri eða lægri áttu í hlut.
Nú að leiðarlokum er mér sökn-
uður og þakklæti efst í huga.
Söknuður eiginmanns, dætra,
tengdasona og barnabarnanna 7,
ásamt öllum kunningjahópnum er
mikill. Við söknum þess nú, að
geta ekki lengur notið návistar
Maju, hressilegra tilsvara hennar
og umhyggju. Við þökkum þér
samfylgdina, Maja mín og biðjum
þér blessunar Guðs í nýjum heim-
kynnum.
Eg vil svo að lokum biðja góðan
Guð að blessa ástvini Maju, í
þeirra miklu sorg.
Rúnar Pétursson.
Kveðja frá systur.
Mig langar með fáum orðum að
minnast minnar ástkæru systur,
Maríu Magnúsdóttur, Maju eins
og hún var alltaf kölluð á Laugar-
braut 17, Akranesi.
Hún hafði verið heilsutæp árum
saman. En það var sama hversu
lasin hún var, aldrei undi hún sér
hvíldar, alltaf tilbúin að hjálpa
hverjum og einum, enda var sama
að hvaða verki hún gekk, allt var
svo fallegt og vel unnið.
Hún var lögð inn á Landspítal-
ann þ. 10. október til aðgerðar.
Var hún svo hress, glöð og vongóð,
að ég hef sjaldan séð hana eins
bjartsýna eins og þessa daga fyrir
aðgerðina. En nú tæpum mánuði
síðar er hún dáin. Þó það sé það
eina sem við vitum með vissu, að
líf og dauði fylgjast að, erum við
aldrei tilbúin að sætta okkur við
það, að þeir sem okkur þykir vænt
um séu teknir frá okkur.
Alveg frá því ég var smátelpa,
var Maja sú sem ég vildi líkjast í
einu og öllu. Hún hafði alla þá
kosti sem eina konu mátti prýða,
faljeg, heiðarleg og góð.
Ég kom á heimili hennar fjór-
tán ára og var þar viðloðandi allt
fram á þennan dag. Og reyndist
Maja mér ekki aðeins sem systir
og Jón maður hennar mér sem
mágur, heldur reyndust þau mér
sem foreldrar. Þó mér finnist nú,
sem fótunum hafi verið kippt
undan mér og öryggið sem ég
hafði af návist hennar horfið.
Hvað er það hjá þeirri stóru sorg
og mikla skarði, sem þau hafa
orðið fyrir, eiginmaðurinn og dæt-
urnar þrjár.
Eftirlifandi manni hennar, Jóni
Pálssyni, sem vék ekki frá henni
allan tímann er hún lá hér á
sjúkrahúsi, votta ég samúð mína.
Megi guð gefa honum, dætrun-
um og fjölskyldum þeirra þrek og
styrk.
Far þú I frlði,
friður Kuðs þÍK blessi
hafðu þökk fyrir alit ok allt
Guðlaug.
Sigríður Erna Ást-
þórsdóttir - Kveðja
Góð og elskuleg og gædd þessari
notalegu kímni, sem alla gleður en
engan særir — þannig var Sirrí.
Ekki hafði hún lengi unnið við
símavörslu Alþingis þegar maður
ósjálfrátt lagði leið sína inn í
þrönga símakrókinn hennar og ef
smáhlé varð á vinnunni átti
maður víst þetta fallega bros og
hjartans gleði sem geislaði frá
henni. Styggðaryrði í annarra
garð fyrirfannst ekki í hennar
munni, en aðeins það góða í fari
annarra varð henni að umræðu-
efni. Og svo það sem skemmtilegt
var. Hún var svo glöð á góðri
stund, að maður hlaut að gleðjast
með henni, en hún átti einnig ríka
+
Alúöarþakkir tll allra þeirra er sýndu okkur samúö og heiöruöu
mlnningu elginkonu minnar, móöur, dóttur og systur
ANDREU PÁLMADÓTTUR
Lönguhlíö 3.b. Akureyri
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks fjóröungssjúkrahússins á
Akureyri og Borgarspítalans í Reykjavík fyrlr góöa umönnun.
Bjarní Jónason,
Guörún Siguróladóttir,
og systkini.
Rósa Bjarnadóttir,
Guörún Jóhannesdóttir,
samúð með þeim sem minna
máttu sín. Gjafmild og gestrisin
var hún svo af bar og hin ríka þörf
til að gleðja aðra var einstök.
Og nú er hún horfin okkur, en
minningin varir og þegar við
hugsum til hennar er sem hlý
hönd strjúki um vanga og það
„verður aftur hlýtt og bjart um
bæinn.“
Sigríður S. Bjarklind.