Morgunblaðið - 17.11.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.11.1979, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1979 Sighvatur Björgvinsson f jármálaráðherra: Einkennileg viðbrögð við sparnaðarviðleitni Það er ekki oft sem ríkisstjórnir taka sig til og lækka útgjöld ríkisins og ríkisstofnana frá því sem fjárlög ákveða. Þetta átti þó fyrrverandi ríkisstjórn að gera lögum samkvæmt. Með lögunum um stjórn efnahagsmála o.fl. sem samþykkt voru í vor, var henni fyrirskipað að lækka útgjöld ríkis- ins um 1 milljarð króna. Þetta tókst þeirri ríkisstjórn þó ekki. Tillögur fagráðuneytanna um niðurskurð útgjalda bárust bæði seint og illa og loksins þegar síðustu tillögunum hafði verið ski’að í septembermánuði s.l., námu þær innan við helmingi af þeirri upphæð sem fyrir var mælt að útgjöld skyldu lækkuð um. Auk þess voru tillögurnar yfirleitt ekki um tiltekna lækkun ríkisútgjalda, heldur um almennar aðgerðir sem hvergi var hægt hönd á að festa og engin leið að sjá hvort árangur myndu bera. Dæmi um slíkar tillögur eru tillögur fyrrv. menntamálaráðherra, þar sem yf- irleitt voru ekki tilgreindir ein- stakir fjárlagaliðir sem lækka átti, heldur minnst með almenn- um orðum á yfirvinnu o.fl. slíkt, en að mati fjárlaga- og hagsýslu- stofnunar er næstum ógerningur að gera ráð fyrir því, að slíkar „sparnaðartillögur“ geti reynst raunhæfar. Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum var hennar fyrsta verk að gera ráðstafanir til þess að reyna að ná betri tökum á stjórn ríkisfjármálanna. M.a. óskaði ég eftir því, að fjárlaga- og hagsýslu- stofnun gerði tillögur um úr hvaða útgjöldum ríkisins væri hægt að draga á þeim fáu vikum, sem eftir voru af árinu. Tvívegis áður hafði fjárlaga- og hagsýslustofnun gert slíkar tillögur til fyrrv. fjármála- ráðherra vegna fyrirmæla lag- anna um stjórn efnahagsmála o.fl. um lækkun útgjalda um 1000 m.kr., en tillögurnar höfðu aldrei fengist afgreiddar í ríkisstjórn- inni. Að þessu sinni taldi fjárlaga- og hagsýslustofnun ekki unnt að koma við svo mikilli lækkun út- gjalda þar sem framkvæmdatíma- bilið var á enda runnið og aðeins fáar vikur eftir af árinu. Tillögur fjárlaga- og hagsýslustofnunar, sem hún skilaði til mín, voru svo afgreiddar og samþykktar að mestu óbreyttar í ríkisstjórninni með þeim afleiðingum, að útgjöld ríkisins verða nú lækkuð um 500 m.kr. og lækkunin verður að sjálfsögðu framkvæmd þannig, að tilteknir fjárlagaliðir verða lækk- aðir. Frá þessum ráðstöfunum var skýrt á blaðamannafundi nýlega. Einkennileg viðbrögð Miðað við þær ítrekuðu og árangurslausu tilraunir, sem gerð- IÐUNN hefur gefið út skáldsög- una Sveindóm eftir Egil Egilsson. Þetta er önnur bók höfundar. Fyrir tveim árum sendi hann frá sér skáldsöguna Karlmenn tveggja tíma. Höfundur er eðlis- fræðingur að mennt og stundar nú kennslu við Háskólann. Um hina nýju skáldsögu segir meðal annars í forlagskynningu: „Sveindómur er saga úr Reykjavík og lýsir lífi drengs á unglingsaldri, heima og í skólan- ar höfðu verið af fyrrverandi ríkisstjórn til þess að framkvæma lögskipaða niðurfærslu útgjalda, mátti gera ráð fyrir því að a.m.k. þeim, sem höfðu verið að vefja þetta mál á milli sín vikum saman án nokkurs árangurs, ætti að hafa þótt nokkrum tíðindum sæta að ný ríkisstjórn skyldi ekki þurfa nema u.þ.b. tvær vikur til þess að afgreiða málið. Svo var þó ekki — e.t.v. af skiljanlegum ástæðum. Til skiptis var fullyrt af fyrrverandi ráðherrum og ýmsum fjölmiðlum, að ekkert væri að marka þessar sparnaðarráðstafanir — þær væru bara plat — ellegar þá að þessar ráðstafanir væru svo sem ekkert annað heldur en það sem fyrrver- andi ráðherrar hefðu verið búnir að undirbúa, en ekki haft tíma til að framkvæma. Sami ráðherra kom þannig í fjölmiðla einn dag- inn og sagði að þetta væri allt innantómt plat sem gert hefði verið og kom svo aftur næsta dag og hrósaði sér af því að eiga allan höfundarrétt. Ég læt hér fylgja nokkur athyglisverð og umhugs- unarverð dæmi um viðbrögð fjöl- miðla í þessu sambandi: Morgunblaðið skýrði satt og rétt frá því að tímabundinn árangur af auknum innheimtuaðgerðum og hertu eftirliti með útgjöldum úr ríkissjóði hefði gert það að verk- um, að í lok októbermánaðar hefði staðan á hlaupareikningum ríkis- sjóðs í Seðlabankanum í fyrsta skipti verið réttu megin við núllið í heil fjögur ár. Morgunblaðið bætti því við, að það vissi sönnur á því, að hluti af skýringunni væri í því fólginn, að yfirdráttarskuldum hefði verið breytt í fast lán og í framhaldi af því var skrifaður leiðari um talnafalsanir fjármála- ráðherrans. Ég sendi ritstjóra Morgunblaðs- ins upplýsingar um stöðu ríkis- sjóðs við Seðlabankann og bauð honum að kynna sér málið hjá ríkisféhirði. Niðurstaðan varð sú, að daginn eftir birti Morgunblaðið frétt um, að það væri ekki rétt að hluti af skýringunni á hagstæðari stöðu ríkissjóðs hjá Seðlabankan- um væri sú, að fjármálaráðherra hefði látið breyta yfirdráttarskuld í fast lán. Slík lánabreyting hefði að vísu átt sér stað, en hefði verið gerð í júnímánuði í sumar, þ.e. rúmum fjórum mánuðum áður en núverandi fjármálaráðherra tók við. Og svo kom Tómas... Næsta hljóð heyrðist úr horni Tómasar Árnasonar fyrrverandi fjármálaráðherra. Hann lýsti því fyrst yfir að umrædd tímabundin niðurstaða af sparnaðar- og að- haldsviðleitni ríkisstjórnarinnar sýndi aðeins hvað hann hefði um. Hver eru þau uppeldis- og þroskaskilyrði sem samfélagið býr honum? Hvernig er heimilislífi háttað í streituþjökuðu sam- keppnisþjóðfélagi? Hvernig snýst skólinn við þeim einstaklingum sem eiga örðugt með að aðlagast hegðunarkröfum hans, námi og námsefni, oft víðsfjarri þeim veruleika sem nemendur hrærast í? Hvernig lifa menn af í þessu samfélagi? — Þetta eru nokkrar spurningar sem vakna við lestur skáldsögu Egils Egilssonar". skilað af sér góðu búi, og bætti því svo við, að auðvitað hefði þetta allt saman verið hreint gabb og plat — og læt ég lesendur sjálfa um að finna samræmi í slíkum málflutningi. Tómas Árnason sagði í þessu sambandi, að hann vissi til þess að strax 1. dag nóvembermánaðar hefðu farið fram launaútgreiðslur úr ríkissjóði upp á 6 milljarða, þannig að sú staða sem verið hefði á hlaupareikningi ríkissjóðs 31. október hefði strax þann 1. nóv- ember breyst í 5 milljarða halla og væri það til marks um falsanirn- ar. Þessar „upplýsingar“ fyrrver- andi fjármálaráðherra greip dag- blaðið Vísir á lofti og endurtók í leiðara sínum sem heilagan sann- leika, og dæmi um talnafalsanir fjármálaráðuneytisins. Ekki hafði leiðarahöfundur blaðsins þó fyrir því að afla frekari upplýsinga um það mál. Það er auðvitað engin frétt fyrir hvorki mig né annan, að miklar greiðslur verða úr ríkissjóði í upphafi mánaðar — svo miklar, að hagstæð staða um mánaðarlok getur breyst í óhagstæða stöðu í mánaðarbyrjun. Fjármálaráðu- neytið tók sérstaklega fram í fréttatilkynningu sinni um stöðu ríkissjóðs í lok októbermánaðar, að þetta væri í fyrsta sinn sem ríkissjóður hefði átt inni á hlaupa- reikningum sínum hjá Seðlabank- anum í heil fjögur ár, en það væri aðeins tímabundinn árangur, sem því miður væri ekki hægt að varðveita, m.a. vegna þess að stefnt hefði verið í gríðarlegan hallarekstur af fyrrverandi stjórnendum ríkisfjármálanna og því dæmi væri ekki hægt að snúa við á fáeinum dögum. Hins vegar eru upplýsingar fyrrverandi fjár- málaráðherra, sem Vísir endurtók í leiðara sínum, gróflega rangar. Það er satt hjá honum, að launa- greiðslur ríkissjóðs 1. nóvember voru um 6 milljarðar króna, en aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að- Egill Egilsson. Sveindómur skiptist í tuttugu og níu kafla. Brian Pilkington gerði káputeikningu. Prentrún sf. prentaði bókina sem er 136 bls. halds og sparnaðar urðu engu að síður til þess, að staðan á reikn- ingi ríkissjóðs fyrstu daga nóvem- bermánaðar var mun hagstæðari en sömu daga mánuðinum áður. Þannig myndaðist aldrei neinn 5 milljarða króna halli á hlaupa- reikningi ríkissjóðs þann 1. nóv- ember, eins og fjármálaráðherra fyrrverandi fullyrti, heldur varð skuldin á hlaupareikningnum „að- eins“ röskir 3 milljarðar króna. Svo menn geti borið saman stöðu ríkissjóðs fyrstu daga nóv- embermánaðar og fyrstu daga októbermánaðar svo séð verði að hinn tímabundni árangur af að- halds- og sparnaðaraðgerðum rík- isstjórnarinnar í októberlok var enginn „hókus-pókus" skulu eftir- farandi upplýsingar gefnar um stöðu á hlaupareikningum ríkis- sjóðs fyrstu daga októbermánaðar — þegar fyrrverandi ríkisstjórn sat að völdum — og fyrstu daga nóvembermánaðar — eftir að nú- verandi ríkisstjórn hafði tekið við stjórnartaumunum: • 1. október var skuldin á hlaupa- reikningum ríkissjóðs í Seðla- banka Islands 5,8 milljarðar króna. 1. nóvember var skuldin 3,4 milljarðar króna. • 2. október var skuldin á hlaupa- reikningum ríkissjóðs í Seðla- banka íslands 8,2 milljarðar króna. 2. nóvember var þessi sama skuld 3,6 milljarðar króna. • 5. október var skuld ríkissjóðs á hlaupareikningum í Seðla- banka íslands 7 milljarðar króna. 5. nóvember var skuldin 2,7 milljarðar króna. Af þessu má sjá, að hin tíma- bundna staða ríkissjóðs í október- lok var engin fölsun og engin flugeldasýning. Þvert á móti var hún niðurstaðan — vissulega tímabundin niðurstaða — af að- gerðum ríkisstjórnarinnar til auk- ins aðhalds og sparnaðar í ríkis- rekstrinum. Og Ragnar rak lestina Lestina rak svo Ragnar Arnalds með blaðamannafundi sem hann hélt um þetta mál — en fyrrver- andi ráðherrar Alþýðubandalags- ins hafa haldið fleiri blaðamanna- fundi eftir að þeir hættu störfum sem ráðherrar um hvað þeir ætluðu sér að gera, en þeir héldu á meðan þeir voru ráðherrar um það sem þeir höfðu gert. Á blaða- mannafundinum upplýsti Ragnar, að það væru ekki aðeins að sparnaðarráðstafanir ríkisstjórn- arinnar væri innihaldslaus flug- eldasýning, heldur hefði hann sjálfur lagt til allt efnið í flugeld- ana m.a. með tillögum um lækkun útgjalda í menntamálaráðuneyt- inu um 235 milljónir króna. Sannleikurinn í þessu máli er sá, að við afgreiðslu fjárlaga árið 1979 var gert ráð fyrir að sparnað- ur næðist í starfrækslu mennta- mála að upphæð 210 m.kr. Hins vegar tókst fyrrverandi mennta- málaráðherra ekkert að gera í þessu máli fyrr heldur en 27. júlí að frá honum bárust tillögur, að mestu um ótilgreindan niðurskurð útgjalda upp á 235 m.kr. Hefði verið hægt að taka þær tillögur alvarlega, sem því miður ekki var hægt vegna þess að hvergi var hægt hönd á þeim að festa, þá hefðu sem sé þar verið gerðar tillögur um lækkun útgjalda í starfrækslu menntamála sam- kvæmt fyrirmælum fjárlaga sem afgreidd voru í desember á árinu 1978 — tillögur ráðherrans sem sé sjö mánuðum of seint á ferðinni — og síðan um 25 m.kr. að auki. Menntamálaráðherrann var sem sé þann 27. júlí að reyna að verða við fyrirmælum sem honum voru gefin næstum því 8 mánuðum áður, og ekki byrjaður að leiða hugann að þeim sparnaði sem honum var upp á lagður sam- kvæmt lögunum um stjórn efna- hagsmála frá því í vor. Það er ekkert nýtt hjá ráðherr- um Alþýðubandalagsins að ætla að nota sama fé oftar en einu sinni. I þetta skipti virðist fyrr- verandi menntamálaráðherra Ragnar Arnalds, hafa ætlað að nota sömu krónuna tvisvar: fram- hliðina á krónunni til þess að lækka útgjöld ráðuneytisins sam- kvæmt fyrirskipunum í fjárlögum og bakhliðina á sömu krónunni til þess að verða við fyrirmælum laga um stjórn efnahagsmála o.fl. frá því í vor um sparnað í ríkisrekstri. Það má nú segja að peningarnir séu þaulnotaðir með þessum hætti og meira en broslegt þegar maður sem þannig heldur á málum fer að tala um pólitískar flugeldasýn- ingar. Merkileg nýmæli Ég læt þetta nægja um þau furðulegu viðbrögð, sem orðið hafa hjá fyrrverandi ráðherrum og ýmsum fjölmiðlum vegna þess að ríkisstjórninni tókst á tveimur vikum að vinna verk, sem fyrrver- andi ríkisstjórn hafði ekki tekist á 20. Umræðurnar um þær fjöl- mörgu aðhalds- og sparnaðarráð- stafanir ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru á blaðamannafundi nú nýlega, hafa fyrst og fremst snúist um þá 500 m.kr. lækkun á ríkisútgjöldum sem ákveðin hefur verið. Þetta er þó að mínu viti langt í frá stærsta málið, sem um var fjallað. í þeim ráðstöfunum til aðhalds og sparnaðar í ríkis- rekstrinum, sem ríkisstjórnin hef- ur samþykkt, eru ýmis merkileg nýmæli sem miklu meira máli skipta, en þessi lækkun útgjalda upp á 500 m.kr. Þar má t.d. nefna reglurnar sem settar hafa verið til að auka aðhald með utanferðum opinberra starfsmanna og emb- ættismanna, en þessar utanferðir hafa kostað ríkissjóð mun meira fé en nemur öllum útgjöldum hins opinbera vegna kostnaðar við all- ar nefndir, öll ráð og allar stjórnir á vegum ríkisins og eru dæmi til þess, að opinberir starfsmenn séu allt að 4/5 hlutum ársins á ferðalögum erlendis. Ríkisstjórnin hefur samþykkt nýjar reglur um eftirlit með slíkum utanlandsferð- um, sem væntanlega geta dregið úr þeim og kostnaði við þær. í annan stað er fólgið stór- merkilegt nýmæli í þeirri ákvörð- un ríkisstjórnarinnar, að láta end- urskoða lög um ráðningarnefnd ríkisins með það að markmiði, að heimild til starfs á vegum ríkisins og ríkisstofnunar falli niður um leið og sá maður sem starfinu gegnir segir því lausu af einhverj- um ástæðum. Þetta er ein af þeim sparnaðarráðstöfunum sem menn hafa verið að ræða nú um nokkurt skeið, m.a. í fjölmiðlunum, en ekkert hefur verið gert til þess að framkvæma. Þetta er aðferð, sem t.d. hefur verið notuð í Bandaríkj- unum til þess að draga úr ónauð- synlegum umsvifum hins opinbera og hefur vakið mikla og verðskuld- aða athygli, bæði þar í landi og eins hérlendis hjá þeim sem kynnst hafa framkvæmdinni í Bandaríkjunum. Nú er ætlunin að reyna slíka löggjöf hér — sólar- lagslöggjöf, eins og hún hefur verið kölluð í Bandaríkjunum — með það að markmiði að reyna að draga úr rekstrarkostnaði í ríkis- bákninu. Þessar tvær afgreiðslur ríkis- stjórnarinnar tel ég út af fyrir sig merkilegri en þann niðurskurð sem framkvæmdur hefur verið á útgjöldum ríkissjóðs fyrir árið 1979 og að sama skapi undarlegra, að minna skuli hafa verið um þessi nýmæli rætt, en um þá útgjaldalækkun sem átt hefur sér stað. „Sveindómur44 Ný skáldsaga eftir Egil Egilsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.