Morgunblaðið - 17.11.1979, Page 8

Morgunblaðið - 17.11.1979, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1979 Hvers vegna ekki jákvæðar fréttir lika? Kirkjuritið, 2.-3. heíti þessa árgangs er nýkomið út undir ritstjórn sr. Bernharðs Guð- mundssonar en Prestafélag íslands er útgefandi þess. Aðalefni ritsins að þessu sinni er: Fjölskylduvernd og eru grein- arhöfundar fjölmargir og fjalla um efnið útfrá ólíkum sjónarhól- um. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir from. Sóknar skrifar um áhrif vinnutimans á mannlífið, Helga Hannesdóttir geðlæknir um heilsufar fjölskyldunnar. Hinrik Bjarnason um fjölmiðla og fjöl- skylduna, Sigurður E. Guð- mundsson hjá Húsnæðismála- stofnun skrifar um húsabygg- ingalán og greiðslur, sr. Halldór Gröndal lýsir aðdraganda hjóna- skilnaðar, Erna Ragnarsdóttir innanhússarkitekt kannar áhrif umhverfisins _ á f jölskylduna. Guðrún Lára Ásgeirsdóttir fjall- ar um fjölskylduvernd í sveitum en sr. Arni Bergur Sigurbjörns- son um sama vandamái i þorp- um. Sigurlaug Bjarnadóttir og séra Sigurður Sigurðarson ræða um uppeldi skólans og kirkjunn- ar til betra fjölskyldulífs. Sævar Berg Guðbergsson félagsráðgjafi skrifar um gildismat þjóðfélags- ins er snertir fjölskylduna, Jó- hanna Kristjónsdóttir blaða- maður greinir frá högum ein- stæðu fjölskyldunnar og Gyða Sigvaldadóttir ræðir um dagvist- un út frá 30 ára reynslu sinni sem fós'tra. Þórir Guðbergsson rithöfundur" skrifar um fjöl- skyldulif sem þroskaveg. Dr. Gunnar Kristjánsson greinir frá lúterskum skilningi á hjóna- bandinu og dr. Björn Björnsson, sem hefur umsjón með greina- flokknum skrifar inngangsorð og bendir þar á hið lága pólitíska mat sem lagt er á fjölskyldu- vernd i islenzku þjóðfélagi. Ef fjölskylduvernd yrði hinsvegar meginmarkmið i þjóðfélaginu, yrði að fara fram endurmat á flestum málaflokkum þess. Þá yrði jafnan að því spurt hvort stefna á tilteknu sviði þjóðfélags- ins stuðli að heill fjölskyldunnar, segir dr. Björn. Kirkjuritið er prýtt fjölda mynda og hefur Pjetur Maack tekið flestar þeirra. Byggðastefna ræður greinilega í ytri málum ritsins. Það er prentað á Akranesi en afgreiðsla er í Saurbæ á Hval- fjarðarströnd hjá sr. Jóni Ein- arssyni, en Biskupsstofa i Reykjavík annast einnig af- greiðslu að hluta. Eins og áður var greint frá er fréttafulltrúi kirkjunnar sr. Bernharður Guðmundsson rit- stjóri Kirkjuritsins nú og er þetta fyrsti árgangurinn sem hann stýrir. Sr. Bernharður var spurð- ur hvort ritstjórn Kirkjuritsins yrði framvegis hluti af starfi fréttafulltrúans? „Það hefur ekkert verið afráðið í því sambandi, enda eru öll útgáfumál kirkjunnar í endur- skoðun,„ sagði sr. Bernharður. „Þegar séra Guðmundur Óli Ól- afsson sagði lausu um síðustu áramót eftir 10 ára starf sem ritstjóri Kirkjuritsins, fól stjórn Prestafélagsins mér starfann þetta ár og lagði auk þess í búið sérlega hæfa og starfssama rit- nefnd". Bernharður var því næst spurð- ur um efni Kirkjuritsins. „í hverju hefti þessa árgangs er fjallað um ákveðið efni út frá ýmsum sjónarhornum. í fyrsta heftinu var t.d. fjallað um um- hverfismál, þannig að umræðan beindist ekki aðeins að manninum og umhverfi hans, heldur var Skaparinn með í myndinni, sem oft virðist gleymast í umræðunni um umhverfismál. I nýjasta heft- inu sem kemur jú út á barnaári, er fjallað um börn, eða réttara sagt um fjölskylduna og vernd hennar. Dr. Björn Björnsson, hef- ur umsjón með greinaflokknum, en hann hefur ítrekað bent á það í ræðu og riti að barnavernd hljóti að vera fjölskylduvernd. Ég held að þetta hefti geti komið að góðu gagni sem lesefni fyrir umræðu- hópa um fjölskyldumál og sem heimilda og uppsláttarrit fyrir skólanemendur t.d, sem þurfa að gera ritgerðir um það efni. Auk þessa aðalefnis, eru ýmsir fastir þættir svo sem um fræðslu- mál, sem námstjórinn í kristnum fræðum, Sigurður Pálsson skrif- ar. Að utan heitir þáttur sem séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir ann- ast, en hún situr 1 framkvæmd- anefnd Lúterska heimsambands- ins. Hún greinir þar frá því sem efst er á baugi erlendis, ekki sízt í hinni kristnu kvennabaráttu. Prófessor Þórir Kr. Þórðarson lítur á dægurmálin út frá kristn- um sjónarmiðum í þættinum Landsmál. Hann fjallar um olíu- kreppuna og kristna boðun í þessu hefti. Þá er veigamikið efni í þessu hefti sem er yfirlitsskýrsla Biskups frá síðustu Prestastefnu, sem er mikil heimild um líf og starf kirkjunnar á síðasta ári, Kirkjan hlýtur að stuðla að betra mannlífi — Hafið þið ákveðið efni næsta heftis? „Já, jólaheftið mun reyndar fjalla um jól. Við ætlum að reyna að gera grein fyrir jólunum í sínu eðlilega samhengi, sögulega og félagslega, og reyndar fjalla um hátíðina í lífi manna. Okkur virðist að ýmsir haldi jólin með hálfslæmri samvizku, og finnist að þeir haldi þau ekki sem skyldi. Kannske getur næsta hefti að- stoðað fólk við jólahald þannig að hátíðin skapist. Við sjáum nú til. — í Kirkjuritinu er fjallað um dægurmál út frá kristnu sjónar- miði. Telur þú rétt að kirkjan fjalli um þjóðmálin, eða eins og þú segir í inngangi ritsins, leggi kristið mat á ýmis pólitísk vanda- mál? „Það er kirkjunnar að leggja mat kristinnar trúar á fyrirbær- um lífins, þjóðmálum sem öðrum. Hún getur til dæmis, ekki þagað gagnvart svo siðspillandi og ómanneskjulegu fyrirbæri sem óðaverðbólgunni hérlendis. Hún hlýtur að stuðla að betra mannlífi með tiltækum ráðum, án þess náttúrulega að ganga á mála hjá einum stjórnmálaflokki. Mæli- kvarði kristinnar trúar hefur aðr- ar forsendur en kapítalismi eða kommúnismi, þegar meta á mannlíf og þjóðlíf. Það er athyglisvert að lögð hefur verið áherzla á kristin viðhorf, meðal prófkjörskandi- Fjölskylduvernd er aðalumræðu- efni Kirkjuritsins og rita fjöl- margir, bæði karlar og konur, um það mál út frá ýmsum sjónarhornum. Sr. Bernharður Guðmundsson, fréttafulltrúi kirkjunnar og rit- stjóri Kirkjuritsins. Rætt við Bernharð Guðmundsson, fréttafulltrúa kirkjunnar og ritstjóra Kirkjuritsins, um nýútkomið Kirkjurit o g kristindóm og fjölmiðlun data. Hins vegar eru mjög fáir prestar á framboðslistum til kosninganna í desember." — Telur þú að boðskapur Kirkjuritsins hafi greiðan aögang að almenningi? „Núverandi ritnefnd er skipuð þremur prestum utan af landi lilltlMlltlTII) lí.áí(tattguf 2/-J.htfl'lf l9?j Forsiða hins nýja Kirkjurits. þeim sr. Gunnari Kristjánssyni, Reynivöllum, sr. Valgeir Ást- ráðssyni á Eyrarbakka og sr. Jóni Einarssyni í Saurbæ auk háskóla- prófessors, dr. Þóris Kr. Þórðar- sonar. Með þessari skipan næst allmikil breidd, landfræðilega og félagslega, þegar fjallað er um efnisval. Kirkjuritið er ætlað hin- um almenna lesanda, sem hefur áhuga á menningar og þjóðfé- lagsmálum og vill vita hvað kirkj- an hefur að segja um þau efni. Svo er auðvitað sitthvað, sem kalla mætti kirkjulegt efni. En það er ekki nóg að efnið sé frambærilegt, það þarf að komast til lesenda og þeir að vita um ritið. Dreifingar og kynningar- kerfi er veikur hlekkur margra íslenzkra blaða og rita. Fólk leitar eftir því sem kirkjan hefur að segja — Finnst þér almennir fjöl- miðlar fjalla nógu mikið og víðtækt um kristin málefni? „Það er nú tæplega. Fjölmiðlum hættir til að loka kristið efni inn á sérbásum. Dagblöðin hafa sér- stakar síður, útvarp og sjónvarp sérstaka þætti sem fjalla um kristin málefni. Þetta er auðvitað góðra gjalda vert. En Kristur talaði til mannsins sem heildar og kirkjan á að fjalla um öll svið mannlífsins. Því væri ákjósan- legast að kristin sjónarnjið kæmu fram á sem breiðustum grundvelli í fjölmiðlum, á sem flestum síðum og í sem flestum þáttum sem hluti af hinni almennu umræðu. Ég held að mun stærri hluti almenn- ings hafi áhuga á kristnum mál- efnum og viðhorfum heldur en margt fjölmiðlafólk álítur. Það kemur til dæmis fram í góðri hlustun á morgunbænir og guðs- þjónustur útvarpsins samkvæmt skoðanakönnunum. Lesendadálk- ar blaðanna bera þessum áhuga líka vitni. Ég hef líka orðið þess var í starfi mínu að fólk leitar eftir því sem kirkjan hefur að segja um ákveðin mál. — En er það fréttnæmt þótt fólk lifi sæmilega siðuðu lífi? „Umfjöllun um kristin málefni gæti verið hluti af því sem kallað hefur verið mjúkar fréttir. Það eru fréttir sem efla jákvæða lífsmynd og vekja von og bjart- sýni með fólki. Lífið á nú einu sinni sínar björtu hliðar líka en þegar fréttamiðlunin leggur aðal- áherzluna á hið neikvæða, er hætt við að fólk fái ranga heimsmynd. Margt eldra fólk til dæmis er verulega uggandi um tilveruna samkvæmt þeirri mynd sem fjöl- miðlar draga upp af henni. Könn- un í Bandaríkjunum hefur sýnt að sumt aldrað fólk þorir varla út fyrir dyr, þar sem það býst við árásum og ránum á hverju augna- bliki, enda er sjónvarpsveröld þeirra þannig, sem er helsti teng- illinn við hið daglega líf.“ — Geturðu gefið nánari dæmi um það sem þú kallar mjúkar fréttir? „Það er til dæmis jafnmikil ástæða til að geta um merkilegt starf safnaðarsystranna í Reykjavík meðal gamals fólks, eða um námskeið fyrir aldraða að Löngumýri, eins og um það sem miður fer meðal aldraðra. Reynd- ar er helzt minnst á aldrað fólk og það sýnt í sjónvarpi, þegar það er hjálparþurfi, áhyggjufullt eða jafnvel smáskrítið. Þetta verður myndin sem fjölmiðlar gefa því sjálfu og reyndar fólki almennt af lífi eldra fólks og það mótar gjarnan afstöðu til þeirra og framkomu alla. Sama gildir um ungt fólk. Ég þekki vel til margra unglinga sem eru reglusamir og áhugasamir og stunda erfitt nám í menntaskól- um og tónlistarskóla af ekki minni vinnusemi en foreldrar þeirra. Glaðir, heilbrigðir, kristn- ir unglingar. En það er sjaldan minnst á slíka unglinga í fjölmiðl- um. Fari hins vegar eitthvað úrskeiðis hjá ungu fólki er tafar- laust sagt frá því. Mér finnst þetta vera mjög mikilvægt mál. Þegar unglingar gera vel og ná árangri í starfi sínu, verður að segja frá því, vegna hinna ungl- inganna, ekki sízt. Þá verður leiðinn og lífsstíllinn sem þeir hafa kosið enn einn valkostur sem hinir yngri geta fjallað um. Þeir fá þar líka fyrirmynd, sem maður þarf á þessum aldri. Hinn al- menni borgari fengi líka betri og sannverðugri mynd af ungu fólki og það myndi væntanlega móta framkomu hans og viðhorf til þeirra. Nú er það auðvitað svo að hið sérstaka og óvenjulega er hið fréttnæma. Það er ekkert merki- legt að hundur bítur bónda, en ef bóndi bítur hund, er frá því sagt. Hins vegar hljóta ábyrgir fjöl- miðlar að taka líka tillit til þarfa sinna neytenda. Veröldin er nú mörgum manninum svo erfið að hann þarf á uppörvun að halda við blaðalesturinn. Það blað í Noregi sem jók útbreiðslu sína næstmest á síðasta ári, hefur ævinlega aðalfréttina á baksíðu af hinni mjúku gerð. En hvað var á baksiðu Morgunblaðsins í dag (6. nóv) — þrjár neikvæðar fréttir, ein frétt um verðbólgu í hrossa- kaupum og loks pólitísk grein. Lífið er trúlega mörgum erfitt hérlendis, en þessi síða hjálpar okkur ekki til þess að takast á við þá erfiðleika!" Gott samstarf kirkj- unnar við f jölmiðla — Hvernig gengur samstarf kirkjunnar við fjölmiðlana? „Það hefur verið sérlega ánægjulegt að vinna með sam- starfsmönnum útvarps og sjón- varps, þar sem það hefur komið til, og ekki hafa blaðamennirnir verið síðri. Hins vegar virðist erfiður róðurinn að fá inni með fasta þætti og að búa betur að þeim sem fyrir eru. ítrekað hefur verið farið fram á að útvarpað yrði stuttri kvöldbæn, svo og morgunorðum síðar í morgun- dagskránni en núverandi morgun- bæn er. Við höfum líka farið fram á tónlistarþætti, t.d. með sálma- lögum sem er mjög vinsælt tón- listarefni meðal fjölda fólks. Þetta er einn allra vinsælasti útvarpsþátturinn í Noregi. Svo virðist ungt, kristið fólk vera undanskilið í útvarpinu hvað varðar tónlist. Það er geysimikið til af léttri tónlist með kristnum textum með ekki minni spámönnum t.d. en Cliff Richard og Bob Dylan sem báðir eru kristnir menn. Slíkur þáttur yrði væntanlega ekki síður vinsæll hér en erlendis. En vetrardagskráin er að komast á laggirnar og vonandi heyrum við fleiri kristna tóna í máli og músík. Og svo að við iðkum það sem við boðum, eigum við ekki að enda á „mjúkri" jákvæðri frétt. Það er fagnaðar- efni að Helgistund sjónvarpsins hefur verið flutt af svefntíma þorra fólks yfir á síðdegi sunnu- daganna. Nú er vonandi að hún verði raunverulegur sjónvarps- þáttur, myndrænn og lifandi, en ekki útvarpsþáttur í sjónvarpi. Til þess að svo verði verður sjónvarp- ið að hlynna jafnmikið að honum og öðrum þáttum. — Aðeins eitt að lokum. Sumt af því fólki sem skrifar í þetta síðasta hefti Kirkjuritsins, er ekki beinlínis framáfólk í kirkjulegu starfi. Hefur ritið fengið góðar undirtektir hjá þeim sem leitað hefur verið til í því efni. „Sérdeilis. Það hefur verið ánægjulegt að leita til greinahöf- unda. Sama segir okkar ágæti auglýsingastjóri, Herdís Tryggva- dóttir um viðtökur auglýsenda," sagði Bernharður að lokum. — rmn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.