Morgunblaðið - 17.11.1979, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1979
. HLAÐVARPINN .
Jakob Magnússon ■■■^^■■■■■^■^■■■■■■■H
Allt svo lítið á íslandi,
en stórt í henni Ameriku
JAKOB Magnússon virðist gera
það gott í henni Ameriku og
viðtöl við hann og Önnu konu
hans sjást annað veifið í banda-
rískum blöðum. Nýlega rákumst
við á grein úr Burlington County
(N.J.) Times, þar sem rætt er við
Jakob og fjallað um möguleika
hans og tónlistina á plötunni
„Special Treatment“.
Grein þessi eða viðtal hefst með
orðúnum: „Það sem er lítið getur
verið fagurt, en það sem er of lítið
getur verið niðurdrepandi". Segir
blaðamaður að þessi orð útskýri
hvers vegna Jakob Magnússon
yfirgaf ísland, þar sem hann hafði
getið sér gott orð, og ákvað að
byrja frá grunni í Bandaríkjunum.
Fyrirsögn greinarinnar er: „ísland
var of lítið fyrir tónlistarmann-
inn“.
— Það er allt svo smátt þar,
þetta er eins og ein fjölskylda,
segir Jakob í viðtalinu. — Þú
getur með góðu móti haldið 2—3
hljómleika árlega, en ekki fleiri,
því að þá ertu farinn að leika aftur
fyrir sama fólkið. Þetta finnst
blaðamanni skynsamleg niður-
staða hjá Jakobi Magnússyni og
bendir á að á íslandi búi aðeins
liðlega 200 þúsund manns og segir
að landið sé einkum þekkt vegna
skákeinvígis Fischers og Spasskys
fyrir 7 árum.
„Magnússon á góða möguleika á
að kynna land sitt enn betur, ef
frami hans til þessa er einhver
vísbending um það sem á eftir
fylgir. Ólíkt mörgum öðrum er-
lendum tónlistarmönnum, sem
vonast til að komast inn á hinn
volduga bandaríska tónlistar-
markað í einu vetfangi, en verða
síðan að b erjast fyrir því árum
saman, hefur Jakob þegar náð
talsverðum árangri og fer á næst-
unni í hljómleikaferð úm Banda-
ríkin til að kynna plötu sína
Special Treatment."
Á mjög jákvæðan hátt er fjallað
um Jakob í blaði þessu og reyndar
einnig um konu hans, Önnu
Björnsdóttur, tízkusýningarstúlku
og leikkonu. í lok viðtalsins segir
Jakob Magnússon:
„Þetta er aðeins spurning um
almenna skynsemi. Þú athugar
stöðuna og setur þér takmark, sem
þú reynir að nálgast skref fyrir
skref. Það getur tekið tíma og þú
verður að vinna að því sem þú
ætlar þér. Ég hef þegar náð hluta
markmiða minna, en það er
margt, sem ég á enn eftir að gera“.
Lax og aftur lax
íslenzku þjóð-
inni þakkað!
FYRIR skömmu veitti íorseti
tslands móttöku óvenjulegri gjöf
til Landsbókasafnsins. Það var
bók um lax, sem á frummálinu
heitir „Salmon, Salmon“ eða
„Lax, lax“. Bók þessi er gefin út í
aðeins hundrað tölusettum ein-
tökum og veitti forsetinn viðtöku
fyrsta eintakinu.
Bókina skrifaði bandarískur
jarðfræðingur, Joseph P. Hubert,
búsettur í Minnesota. Bókin er
mjög vönduð og ríkulega
myndskreytt af sænsk-ættaða
listamanninum Harvey Sand-
ström, sem dvaldi hér á landi á
vegum höfundarins við mynd-
skreytinguna, en þar er bæði um
að ræða teikningar og eftirprent-
anir af málverkum hans frá
íslenzkum laxveiðiám.
Bókin fjallar að mestu um
Island, en höfundurinn hefur oft
dvalið hér á landi og látið heillast
svo mjög, að hann tók saman
þessa bók og gaf eintak nr. 1 til
íslenzku þjóðarinnar sem þakk-
lætisvott fyrir þá ánægju, sem
hann hefur haft af því að njóta
íslenzkrar náttúru við laxveiðar í
ám landsins.
Vinur og veiðifélagi Huberts,
Haraldur Stefánsson varaslökkvi-
liðsstjóri á Keflavíkurflugvelli, af-
henti forseta Islands, Kristjáni
Eldjárn, þessa fögru bók og er
meðfylgjandi mynd tekin við þá
athöfn.
Are Torgilsson
íslendingabók
* Jákup Berg
týddi
Tórshavn 1979
Fororð
Are Torgilsson hin fróði (1067-1148) var runnin av
msetari norskari hevdingaætt og ber av rættum
heiðursnavnið faðir at íslendskarí seguskriving.
Uppaldur varð hann hjá abbanum, og tá ið hesin
doyði. hjá tí gamla hevdinginum Halli Tórarinssyni i
Heykadali. Are var prestlærdur og stóð hegt í met-
um samtíðarmanna. Hann var vinur teirra lærdastu
islendinga og hevði visindaligt samarbeiði við teir.
Av tí. ið Are skrivaði, er bara einans verk eftir nevn-
liga tann viðgitna íalendingabók, ið her verður út-
givin i feroyskari týðing. Hon umreðir segu íslands
frá byrjan og til árið 1120 i stuttum hevuðshending-
um. í tiðarreð verður sagt frá landnámi. stjórnar-
stovnum og kristniboðan (o.u ár 1000). Vert er at
leggja til merkis, at Are at kalla i ellum frásegnum
sinum nevnir heimildarmenn. Hetta rit hansara iðer
av alstórum týdningi fyri elstu segu íslands. er eis-
ini merkisvert við sinum frálika forna stili og stuttu
og greiðu frásegnum.
í Vági á mikkjalsmessu 1979
Jákup Berg
í hesum og komandi bleðum verður ís-
lendingabók eftir Are Torgilsson hin
fróða prentað í foroyskari týðing eftir
Jákup Berg, fyrrverandi yvirlærara í
Vági.
íslendingabók í Dimmalætting
FÆREYSKA blaðið Dimmalætting hefur undanfarið birt íslend-
ingabók Ara Þorgilssonar fróða. Er bókin nýkomin út í færeyskri
þýðingu Jákups Bergs, fyrrverandi yfirkennara í Vogi. Meðfylgj-
andi er lítil úrklippa úr Dimmalætting:
Óvæntur sólargeisli
á Framsóknarheimili
ÞAÐ SANNAÐIST á Eiríki Tómassyni, fyrrum aðstoðarmanni
dómsmálaráðherra og forkólfi meðal ungra framsóknarmanna, að
eplið fellur sjaldan langt frá eikinni. Eiríkur er nefnilega sonur
Tómasar Árnasonar fyrrum fjármálaráðherra og frambjóðanda
Framsóknar á Austurlandi. Ánnar sonur Tómasar er Tómas,
blaðamaður hjá Frjálsu framtaki, en hann er einnig einn af
postulum Sólskinsflokksins og hafa menn haft á orði, að Tómas
yngri sé sólargeisli á Framsóknarheimilinu. Svo er önnur saga, að
mörgum finnst að þessir sólargeislar, sem nú bjóða fram til
Alþingiskosninga séu hálfdrungalegir.
—Skopteiknari Dimmalætting birti nýlega meðfylgjandi mynd í
„aktuella hornið“ í blaði sínu.
Prófessor Hjalti
og niðurskurðurinn
YFIRMENN fjármálastjórn-
ar þessa lands hafa í nokk-
urn tíma haft af því áhyggj-
ur, að of miklir fjármunir
færu í rekstur sjúkrahúsa.
Háttsettur maður í fjár-
málaráðuneytinu átti einu
sinni samtal við prófesspr
Hjalta Þórarinsson, yfir-
mann skurðlækningadeildar
Landspítalans, og bað hann
nú virkilega að taka sig til og
einbeita sér að því að skera
niður öll útgjöld.
Prófessor Hjalti svaraði að
bragði, að hann væri með
forsetabréf upp á að „skera
upp“ — þar væri hvergi
minnst á, að hann ætti að
skera niður.