Morgunblaðið - 17.11.1979, Síða 13

Morgunblaðið - 17.11.1979, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1979 13 Fimm bræður — og bráðum sex í knattspyrnufelaginu Víði í Garði eru sex bræður og léku fimm þeirra með meist- araflokki Víðis á siðasta keppnistímabili. Strákarnir eiga heima í Silfurtúni og eru á aldrinum 15—25 ára. Með- fylgjandi mynd tók Hreggvið- ur Guðgeirsson síðastliðinn sunnudag í íþróttahúsinu í Njarðvíkum, en þar voru bræðurnir mættir á æfingu í innanhússknattspyrnu. Þeir eru talið frá vinstri: Grétar, Þorsteinn, Vilhjálmur, Daní- el, Halldór og Snorri Einars- synir. Móðir þeirra, Karitas, og móðursystir, Marta á Bjarma- landi, eru miklir knattspyrnu- unnendur og láta sig sjaldan vanta á knattspyrnuleiki í Garðinum. Þá hefir afi þeirra, Halldór í Vörum, ekki látið sig vanta á völlinn til skamms tíma. Grétar, sem er lengst til vinstri á myndinni, er 15 ára gamall og því ekki enn gjald- gengur í meistaraflokk Víðis aldursins vegna. Þess verður þó örugglega ekki langt að bíða, en hann verði sjötti bróðirinn í liðinu og þeir hafi þar með náð meirihluta- aðstöðu í liðinu. Á þessum vettvangi var á síðasta vetri sagt frá stórum hóp systra í meistaraflokki Fylkis í handknattleik. Á dög- unum sögðum við frá 5 bræðr- um frá Akureyri, sem allir hafa leikið í landsliðum fyrir íslands hönd í hinum ólíkustu greinum. Bæta má við að fjórir bræður, Þorkelssynir, leika körfuknattleik í vetur með liði frá Laugarvatni. Fimmti bróðirinn, Birkir, býr á Húsavík, en var mjög svo frambærilegur körfuknatt- leiksmaður og hefði getað skipað öll sæti í liðinu. Fleiri fréttir, og helzt myndir, af slíkum systkinahópum eru vel þegnar. Fólk fyrir fólk „Kannski ekki markaður fyrir öll blöðin, en örugglega fyrir þetta“ FRÁ ÞVÍ hefur verið skýrt að í byrjun desember hlaupi af stokkun- um nýtt vikublað undir nafninu Fólk. Ritstjóri verði óli Tynes blaðamaður á Vísi, áður Morgun- blaðinu. Alþýðublaðinu og Vísi fyrir 16 árum. Útgefandi verði Frjálst framtak og Fólk verði því enn eitt rit þessa fyrirtækis. Við spjölluðum við Óla Tynes í fyrra- dag og var hann spurður hvort hann teldi markað fyrir siikt blað og hvort önnur vikubiöð cða tímarit myndu ekki leggja upp laupana ef þessu auðnaðist lif. — Með þessu blaði er alls ekki stefnt að því að drepa neinn, sagði Óli. — Þegar ég er spurður þessarar spurningar svara ég því til, að það sé kannski ekki markaður fyrir öll þau blöð og tímarit, sem gefin eru út, en það er örugglega markaður fyrir þetta blað. Blaðið verður ólíkt byggt upp en önnur blöð, mikið verður af myndum og stuttu og gagnorðu efni. - Nafnið Fólk? — Blaðið verður fyrir fólk og um fólk í leik og starfi. Ekkert, sem fólk gerir í leik eða starfi verður okkur óviðkomandi. Óii Tynes sagði, að þegar væri byrjað að undirbúa útkomu fyrsta blaðsins, en þar sem hann yrði í blaðamennsku á Vísi út þennan mánuð þá hefði hann aðeins kvöld og helgar til undirbúnings. Hann sagði, að ýmsir „góðir pennar" myndu skrifa í blaðið og þar yrði fitjað upp á nýjungum, sem ekki hefðu áður sést, en sagðist ekki geta sagt frá þeim nú. Þá yrði hugmyndunum hans trúlega stolið. Sandkorn sagði Óli að yrðu að sjálfsögðu í blaðinu, enda þótt Vísir héldi Sandkorns- nafninu. Stefnt er að því að fyrsta blaðið komi út þriðjudaginn 4. desember, en það gæti þó dregizt. Útgáfudag- arnir verða þó þriðjudagar þegar fram í sækir. Utgefendur reikna með að komast fljótlega í 10 þúsund eintök á viku og 15—20 þúsund þegar fram í sækir. Helgarviðtalið Varningur, sem ekki hefur hækkað í 7 ár Islenzkar getraunir hafa nú starfað í rúm tíu ár, en getraunastarfsemin var endurvakin vorið 1969 til reynslu og reksturinn hófst síðan af fullum krafti haustið 1969. Starfsemin hefur aldrei verið blómlegri en einmitt nú og miðað við þ»r 12 vikur, sem liönar eru af starfstímanum í haust og sama tímabil í fyrra nemur aukningin 68% milli óra. Þeir Sigurgeir Guðmannsson og Ólafur Jónsson hafa verið við þessa starfsemi frá því að hún hófst og föstudagsmorgunninn var notaður til aö fræðast lítið eitt um getraunirnar. — Getraunastarfsemi hafði áð- ur verið starfandi hér á landi Sigurgeir, var ekki svo? — Jú, árin 1952 — 1956 var íþróttanefnd ríkisins með getraun- ir, en ýmissa hluta vegna tókust þaer ekki sem skyldi. Enska knattspyrnan var títt kunn hér á landi og í getraunastarfseminni var algjörlepa um óplægöan akur að ræða. Iþróttafélögin voru óvirk í þessari starfsemi og að auki var hver seðill alltof ódýr, en hann kostaði þá heila 75 aura. Þessara hluta vegna og ýmiss annars hætti þessi starfsemi 1956. — Hver var aðdragandinn aö endurvakningunni? — Veturinn 1968 voru þrjú félög með einkagetraunir, reyndar ólög- lega starfsemi, þar sem íþrótta- nefnd ríkisins hafði einkarétt á þessari starfsemi. Félögin voru Þróttur, KR og Víkingur. (Hér greinir þá félaga Sigurgeir KR-ing og Ólaf Víking á um hvort þessara félaga hafi verið á undan með aö koma starfseminni á innan sinna vébanda, en eru sammála um að öll félögin hafi verið samtímis við þessa fjáröflun). — Ég bar síðan fram tillögu á fundi hjá ÍBR um að bandalagið ræki getraunastarfsemi í Reykjavík, segir Sigurgeir. í fram- haldi af því var efnt til fundar ÍBR, KSi, ÍSÍ og íþróttanefndarinnar þar sem tekin var ákvöröun um sam- eiginlegan rekstur íslenzkra get- rauna. UMFÍ bættist síðan viö. — Svo var byrjaö um vor, en ekki um haust þegar keppnis- tímabil enskra knattspyrnumanna hefst. — Mönnum fannst það vel við hæfi að byrja um vor og fyrsti seöillinn kom í maí 1969, en einmitt um þær mundir var enska félagið Arsenal hér í heimsókn. Þarna um vorið var meira um undirbúning og tilraunir að ræöa, en um haustiö var síðan byrjað af krafti og seðillinn kostaöi þá 25 krónur meö einni röð. Á síöastliönu sumri kom fram í fréttum aö áhugi væri á aö íslenzk- ar getraunir yröu útibú þeirra norsku og um samstarf yrði að ræða á milli þessara aðila. Af því varö ekki, en þessi hugmynd er þó alls ekkl ný. Árið 1967 fór Þor- steinn Einarsson til Noregs og ræddi við stjórnendur norsku get- raunanna um samvinnu íslendinga og Norðmanna á þessu sviði. Gerö voru drög að samningum, en lengra komst málið ekki þá. Sömu- leiöis fór Sigurgeir Guðmannsson til Liverpool í Engiandi og ræddi viö fulltrúa Vernons-getrauna og þar voru einnig gerð drög að sam- komulagi. Þaö mál strandaði hins vegar á gjaldeyrisyfirvöldum hér á landi, sem sögðu aö ekki kæmi til mála samvinna viö Englendinga á þessu sviöi í miðju þorskastríöinu, sem þá var. Framkvæmdastjóri Norsku get- raunanna kom hingaö til lands í sumar til veiða í Laxá í Þingeyjar- sýslu og ræddi þá viö kollega sína hér á landi. Sagöi hann að Norö- menn væru reiðubúnir aö taka upp samstarf viö íslendinga um get- raunir, en skilmálar Norðmanna voru slíkir, aö menn gátu ekki fallist áþá. En það eru íslenzku getraunirn- ar og vió apyrjum hvernig gengíð hafi í þessi 10 ár. — Fyrstu árin gekk starfsemin mjög vel, en síðan fór að koma bakslag í starfsemina og það var margt, sem hjálpaðist aö. Verð- bólguskriðan fór illa meö okkur eins og alla aðra starfsemi og síðan fóru blöðin í fýtu út í okkur um tíma og nær ekkert var fjallað um getraunir í þeim. Við höfðum hækkaö hverja röð um 100% 1972, úr 25 krónum í 50 krónur, og þaö var einn liðurinn í samdrættinum, sem var í sölunni. Þá var komin þreyta víða í sölu og dreifingu félaganna. — Síðan var starfsemin skipu- lögð upp á nýtt 1973 og síöan höfum við verið að sækja á bratt- ann aftur. Það varð til mikilla bóta er við fengum keyptar aflóga vélar frá Norðmönnum og með þeim voru teknar myndir af öllum seðlum á mikrófilmur. Á hverri filmu rúmast 20 þúsund seölar, sem eftirlits- maöur getrauna frá upphafi, Axel Einarsson, fær í hendur er leikirnir hefjast í Englandi. Seðlar, sem ekki eru á filmunni, koma síöan ekki til greina til vinnings þegar seölar eru yfirfarnir á mánudögum. — Hver var velta getrauna ó síðasta vetri? — Á síöasta ári var hún rúm- — Það eru mikið sömu menn- irnir eða hóparnir, sem eru með kerfi, en sjálfsagt eru þeir fjölmarg- ir, sem tippa einu sinni, tvisvar á vetri. Við höfum frétt af verkfræö- ingum, sem mataö hafa tötvur á upplýsingum og síðan látið þær spá um úrslit. Tölvurnar hafa aldrei unniö pottinn okkur vitanlega. Ein- hvern tímann var sagt frá mönnum með 1000 raða kerfi, en það er nú svo margt spjallað. — Hvers vegna þessi aukning í sölunni í vetur? — Aukningin er meðal annars vegna þess hve röð er ódýr. Þetta er ábyggilega eini varningurinn, sem ekki hefur hækkað í verði í ein sjö ár. Aö vísu er um dulbúna hækkun að ræða, því nú er minnst hægt að kaupa 8 raða seðil, en samt sem áöur, hver röð er á sama verði og fyrir 7 árum. Sigurgeir Guðmannsson (t.v.) sýnir hve hátt getraunasalan komst í síðustu viku, en Ólafur Jónsson bendir á staAinn þaAan sem lagt var upp ( haust. lega 100 milljónir króna, en til samanburðar má nefna að fyrsta árið var hún 8% milljón. Það lítur vel út með veturinn í vetur og aukningin er um 68%. Frá upphafi hafa félögin fengið 102 milljónir í sinn hlut, en það er þó villandi tala, því gildi krónunnar hefur jú stöðugt minnkað. Veltan á fyrstu 12 vikun- um í haust er 47 milljónir á móti 28 milljónum á sama tíma í fyrra. Það er því bjart framundan í þessari starfsemi ef frestanir á leikjum í Englandi fara ekki eins illa meö okkur í vetur og var síöasta vetur. — Eru ekki ákveöin félög og byggAarlög, sem skera sig úr í sölu getraunaseðla? — Svo sannarlega. Knatt- spyrnudeild KR hefur t.d. verið sérstaklega iðin, Ármenningar eru meö 3 góöar deildir í þessu, knattspyrnudeild Fylkis hefur staö- ið sig vel, Framarar eru aö ná sér á strik, en miklar sveiflur eru í þessu innan félaganna í Reykjavík. Það er að miklu aö keppa fyrir félögin, því þau fá 25% af söluverði og getur því veriö um drjúga búbót aö ræöa fyrir dugleg félög. — Utan Reykjavíkur eru Keflvíkingar mjög iðnir, Hafnfirð- ingar eru að sækja í sig veörið og Eyjamenn, sem voru duglegir fyrir gos, hafa alveg misst móðinn síöustu árin. — Þá er ótalinn sá staöur, sem er duglegastur miðað við höfða- tölu. Það er Kópasker. íbúar þar eru um 170 talsins, en þar seljast 5—600 raöir á viku hverri. Þaö jafngildir 3—4 röðum á hvern íbúa og ef salan væri slík í Reykjavík þyrftu að seljast þar um 300 þúsund raðir á viku, en eru yfirleitt í kringum 80 þúsund. — Eru alltaf sömu mennirmr •em tippa? — Einhverjar broslegar sögur úr starfínu? — Að sjálfsögöu. Einu sinni hringdi kona nokkur í okkur á mánudegi og tilkynnti að hún væri með 11 rétta á tveggja raða seöli. Við höfðum ekki fundið þennan seöil og hófst nú mikil leit, en allt kom fyrir ekki. Viö höföum því samband við konuna aftur og þá kom í Ijós að hún var með'4 rétta í annarri röðinni, en 7 í hinni, samtals 11. Einn hringdi eitt sinn og spuröi hvort möguleikarnir væru aðeins 36, þ.e. 3 sinnum 12. Þaö var náttúrulega ekki kórrétt, því möguleikarnir í hverri röð eru 531.441. Þar með sláum við botninn í spjalliö við Sigurgeir og Ólaf. Sig- urgeir er framkvæmdastjóri ÍBR, en hefur 300 þúsund krónur á ári fyrir að gegna einnig framkvæmda- stjórastöðu hjá getraunum. Hann tók að sér aö koma starfseminni í gang, 5 vikna starf eða svo, en er í þessu enn. Ólafur Jónsson Flosa hefur verið í forystu í íþróttastarf- inu síöan 1935 og gefur sig hvergi þó kominn sé á áttræðisaldur. í mörg ár rak hann Rúllu- og hlera- gerðina í húsnæði beint á móti Landssmiðjunni. Fræg er revían „Forðum í Flosaporti", sem þeir settu saman Haraldur Ágústsson og Emil Thoroddsen á sínum tíma. Tilefnið var aö einhverjir héldu því fram, að krakkar „lékju" sér bakviö hlerana í portinu og Jónas frá Hriflu, sem þá var í Siðgæðiseftirlit- inu, skrifaöi um þetta og í framhaldi af þessu varð revían til, en þaö er annaö mál og Ólafur vill ekki mikið tala um atvinnurekstur sinn á þessum vettvangi og segir að brauðstritið hafi oft oröið að víkja fyrir íþróttastússinu og rengir það enginn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.